Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.7. 2014
Einhvern veginn verður hið jákvæða viðBandaríkin fyrirferðarmeira en hið nei-kvæða þegar maður kemur þangað sem
gestur. Hið almenna viðhorf fólks er jákvætt og
vinsamlegt, hvort sem er í verslunum, á veit-
ingastöðum, á stofnunum hins opinbera eða í um-
ferðinni. Allir slakir og vinsamlegir.
Yfir hásumarið hef ég dvalist í Kaliforníu í far-
angri konu minnar sem um nokkurra vikna skeið
stundar rannsóknarvinnu við San Francisco-
háskóla. Við búum í hæðunum sem eru austan San
Francisco-flóans en þar er einmitt annar nafn-
frægur háskóli, kenndur við þessar hæðir og bæj-
arfélagið þar, Berkeley. Stanford-háskóli er svo
um fimmtíu kílómetrum sunnar, enn einn nafn-
frægur háskóli og fleiri munu þeir vera sem getið
hafa sér gott orð. Enda er það svo að þegar talað
er um atvinnuvegi á þessum slóðum, þá er mennt-
un sett þar ofarlega á blað sem verðmætaskap-
andi atvinnugrein. Hingað kemur fólk víðs vegar
að úr Bandaríkjunum og reyndar heiminum öllum
til að afla sér þekkingar eða miðla afrakstri af eig-
in vinnu í þessum miklu háborgum vísinda og
mennta.
Og meira um hið jákvæða. Eflaust er það rétt
sem samfélagsrýnirinn Noam Chomski skrifaði í
nýbirtri grein, að þrátt fyrir njósnir og NSA, þrátt
fyrir margt slæmt, þá sé bandarískt samfélag eitt
hið opnasta í heiminum. Alla vega er það mjög út-
breitt viðhorf í Bandaríkjunum að allt eigi að vera
opið. Einhvern tímann heyrði ég sagt að hleranir
vektu miklu meiri andstöðu á meðal almennings í
Evrópu en í Bandaríkjunum. Skýringin væri sú að
Bandaríkjamenn hefðu ekki sama skilning á mik-
ilvægi einkalífs og Evrópumenn.
Það er mér svo aftur óleyst ráðgáta hvers vegna
viðbrögðin í Evrópu gagnvart njósnum Banda-
ríkjamanna eru ekki miklu harðari en raun ber
vitni. Þótt vitað sé að hvert mannsbarn í Þýska-
landi, þar með talinn kanslarinn, sætti hlerunum
af hálfu NATÓ-vinanna í vestri, þá þora Þjóð-
verjar ekki fyrir sitt litla líf að bjóða velgjörða-
manni sínum, uppljóstraranum Snowden, til síns
lands og Austurríkismenn létu sig hafa það að
hlýða skipunum njósnaveldisins og þvinga flugvél
Bólivíuforseta til að lenda í Vínarborg á leiðinni
frá Moskvu til Suður-Ameríku, því Kanar vildu
vita hvort verið gæti að Snowden væri um borð!
En hér er semsagt gott að vera. Allir eru góðir
við mann. Nánast allur matur er sagður lífrænn
og ef um er að ræða eftirlíkingu þá snúa menn sig
út úr því með klóku auglýsingamáli á umbúðunum
og segja í lágstöfum að þetta smörlíki sé miklu
betra en SMJÖR í hástöfum. Þannig telur þú þig
kaupa smjör sértu á höttunum eftir því og hinir
sem sækjast eftir smjörlíki fá líka sitt. Allir
ánægðir.
betra en SMJÖR
* Eflaust er það rétt semsamfélagsrýnirinnNoam Chomski skrifaði í ný-
birtri grein, að þrátt fyrir
njósnir og NSA, þrátt fyrir
margt slæmt, þá sé banda-
rískt samfélag eitt hið opnasta
í heiminum.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Sumarið virðist hafa skroppið í
nokkra vikna sumarfrí, í það
minnsta á höfuðborgarsvæðinu þar
sem hver rigningardagurinn á fætur
öðrum hefur
hrellt borgarbúa.
Ingvar P. Guð-
björnsson, að-
stoðarmaður
Ragnheiðar Elínar
Árnadóttur, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, hefur aldrei látið
veðrið stöðva sig og gladdist mikið
yfir póstböggli sem beið hans. „Það
beið mín mikil gleðisending í póst-
kassanum í dag. Virkilega flott og á
sanngjörnu verði. Frábær þjónusta
hjá SlaufuSmiðjunni á Akureyri,“
skrifaði Ingvar sem var greinilega
himinlifandi með nýju ullarslaufuna
sína frá Akureyri.
Stjörnulögmað-
urinn Sveinn
Andri Sveinsson
liggur aldrei á
skoðunum sínum
og í vikunni gerði
hann góðlátlegt grín að sameining-
arhugmyndum Gunnars Smára en
sá síðarnefndi vill að Ísland samein-
ist Noregi. Stjörnulögmaðurinn
sendi honum línu og sagðist ekkert
skilja í hugmyndum um slíkt. „Ekki
skil ég hvað hann Gunnar Smári Eg-
ilsson er að þrugla um að samein-
ast Noregi. Auðvitað eigum við að
ganga Margréti Þórhildi Dana-
drottningu á hönd. Danir eru svo
skemmtilega ligeglad; eitthvað ann-
að en Norðmenn.“
Það er ekki hægt að gera upp
vikuna öðruvísi en
að minnast örlítið
á fótboltann, en
þingmaðurinn af-
kastamikli Guð-
laugur Þór
Þórðarson gerði boltann að um-
talsefni á Facebook-síðu sinni í vik-
unni. „Af hverju fór Gylfi ekki til
Liverpool? Já ég er enn svekktur!“
Það er góð spurning sem Gylfi
verður að svara sjálfur. Margir telja
þó að Manchester United hafi haft
eitthvað um ákvörðun Gylfa að
segja þegar hann hafnaði Liverpool
um árið enda Gylfi mikill stuðn-
ingsmaður rauðu djöflanna.
AF NETINU
Hin árlega Reykholtshátíð hófst í gær, föstu-
dag, og stendur til sunnudags. Einvala lið
listamanna kemur fram á hátíðinni venju sam-
kvæmt. Óvenjumikið verður um að vera í
Reykholti þessa helgina en auk Reykholts-
hátíðar stendur Snorrastofa fyrir veglegri
dagskrá í tilefni af 200 ára afmæli norsku
stjórnarskrárinnar. Á opnunartónleikum í
gærkvöld voru flutt verk eftir tvo af risum 20.
aldarinnar, sónata fyrir tvær fiðlur eftir
Prokofiev og strengjakvartett nr. 7 eftir
Shostakovich. Tónleikunum lauk á mögnuðum
píanókvartett eftir lettneska tónskáldið Pet-
eris Vasks, eitt dáðasta tónskáld samtímans. Í
dag, laugardag, klukkan fimm munu Steinunn
Birna Ragnarsdóttir píanóleikari og Hanna
Dóra Sturludóttir söngkona stíga á stokk og
flytja dagskrá undir yfirskriftinni „Þjóðlegar
ástríður. Þar mun kenna ýmissa grasa auk
glænýrra útsetninga eftir Þórð Magnússon á
íslenskum dægurlögum. Klukkan átta verða
svo kammertónleikar þar sem þjóðleg róm-
antík og ástríða munu svífa yfir vötnum með
verkum meðal annars eftir Grieg og Smetana.
Á lokatónleikum Reykholtshátíðar á sunnu-
dag klukkan fjögur verður frumflutt nýtt verk
eftir Huga Guðmundsson tónskáld. Hróður
Huga hefur borist víða undanfarin ár og hefur
hann meðal annars tvisvar hlotið íslensku tón-
listarverðlaunin auk þess að hafa verið til-
nefndur til tónlistarverðlauna Norðurlanda-
ráðs 2014.
Reykholtshátíð er nú haldin í átjánda skipti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykholtshátíð hafin
Vettvangur
Á Seyðisfirði um helgina verður haldin í
fimmta sinn Smiðjuhátíð Tækniminjasafns-
ins. Þetta er fræðandi og skemmtileg fjöl-
skylduhátíð þar sem hægt verður að skoða
handverk og sjá handverksmenn vinna.
Tilvalið er að fara með fjölskylduna austur
í sólina og fræðast um handverk og handtök
liðinna tíma.
Smiðjuhátíð
Sumarið er búið að vera yndislegt á Seyðsfirði og sólin glatt þar gesti.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds