Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.07.2014, Blaðsíða 33
27.7. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Leyndardómur skapar undr- un og undrun er grundvöllur löngunar mannkynsins til að rannsaka og öðlast skilning. Neil Armstrong Kínverjar kjósa snjalltækin umfram borðtölvuna eða ferðatölvuna þeg- ar kemur að því að vafra á netinu. Í það minnsta ef marka má CNNIC, árlega skýrslu um netnotkun og þróun í Kína. Nokkur aukning hefur verið á netnotkun í Kína og hefur þeim sem vafra á netinu fjölgað úr 618 miljónum í 632 miljónir ein- staklinga. Af öllum þessum fjölda kjósa 527 milljónir eða 83 prósent að vafra á netinu í gegnum snjall- símann sinn eða annað snjalltæki. Kína er stærsti snjallsímamark- aður heims og er búist við því að af þeim 1,8 milljörðum snjallsíma sem framleiddir verða árið 2018 muni þriðjungur af þeim verða seldur í Kína. Til að setja þessar tölur í sam- hengi er vert að hafa í huga að í Evrópusambandinu öllu búa rúm- lega 504 milljónir manna í 27 lönd- um og í Bandaríkjunum búa 320 milljónir. Snjallsímanotendur í Kína eru því tvöfalt fleiri en allir íbúar Bandaríkjanna og rúmum 100 milj- ónum fleiri en íbúar Evrópusam- bandsins. Það ætti því enginn að furða sig á því að stóru tæknifyr- irtækin leggi ýmislegt á sig til að tryggja stöðu sína á kínverska markaðnum. Meira að segja er komið til móts við kröfur stjórn- valda í Kína um ýmsar takmarkanir. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Kínverjar kjósa snjallsímann Kínverjar vilja frekar nota símann en tölvuna til að komast á netið. AFP Nemendur og kennarar við bandaríska tækniháskólann, Massachusetts Institute of Technology, eða MIT, hafa þróað vélfingur sem skynja handahreyfingar fólks og geta þar með gert okkur mannfólkinu kleift að vinna verk með annarri hendi sem annars krefst beggja. Vélfingurnir eru hluti af svo kölluðum snjallhanska sem skynjar handa- og fingrahreyfingar fólks sem virkjar vél- fingurna sér til aðstoðar. Þannig má t.d. opna gosflösku með annarri hendi en flest þurfum við að nota báðar hendur við það verk. Hanskinn getur einnig komið til hjálp- ar þegar flytja þarf þunga hluti sem erfitt getur verið að ná taki á eða verið gagnlegur í alls konar iðnaði og atvinnustarfsemi. Harry Asada er kennari við MIT og einn þeirra sem komu að hönnun og smíði tækninn- ar. Hann segir snjallhanskann og vélfingurna vera auðvelda í notkun og eiga eftir að koma mörgum að gagni. „Þú þarft ekki að stjórna vélfingrunum sjálfur heldur einungis að hreyfa hendurnar á eðlilegan máta og vélfingurnir bregðast við og aðstoða þig við það verkefni sem þú ert að vinna.“ Í raun er það hanskinn sem notandinn klæðist sem skynjar hreyfingar handar og fingra og bregst við með því að að gefa vélfingrunum skipun um það hvernig þeir geti komið notandanum til aðstoðar. Asada vonast sérstaklega eftir því að vélfingurnir eigi eftir að koma bæði eldra fólki og fötluðum til aðstoðar og auðvelda þeim ýmis dagleg verk. NÝJASTA TÆKNI OG HÖNNUN Vélfingur eiga m.a. að auðvelda fólki al- menn húsverk. Vélfingur til aðstoðar ÓDÝRT, MIÐLUNGS, DÝRT Stjörnusjónaukar Verð: 13.900 kr. SkyWatcher Sky- hawk-114 Tegund: Newton-spegilsjón- auki Stæði: Þýskt-pólstillt (EQ) Ljósop: 114 mm Brennivídd: 1.000 mm Brennihlutfall: f/9 Verð: 31.900 kr. NexStar 114 SLT Tegund: Spegilsjónauki Ljósop: 114 mm Brennivídd: 1.000 mm Brennihlutfall: f/9 Verð: 74.900 kr. SkyWatcher Heritage 76 Tegund: Dobson- spegilsjónauki Ljósop: 3 tommur (76 mm) Brennivídd: 300 mm Brennihlutfall: f/3,95 Scott og kona hans Julie Brusaw fengu þá hugmynd fyrir átta árum að nota mætti allt það land sem fer undir vega- kerfið til að framleiða orku. Þau hófust handa við að hanna sólarplötur sem gætu þolað umferðarþunga í orðs- ins fyllstu merkingu. Auk þess að safna orku getur sól- arplötuvegur hitað sig upp í kulda og ekki þarf að mála á hann umferðarlínur því ljós í plötunum myndar þær. Vegagerð 2.0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.