Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  187. tölublað  102. árgangur  NORRÆN RÁÐSTEFNA Í KEFLAVÍK ÍSLANDSMÓT Í KASSA- BÍLARALLI NÆR 40 VIÐBURÐIR Í BOÐI Á JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR ÚTSJÓNARSEMI 10 KUNNUGLEG NÖFN 3870 DJÁKNAR ÞINGA 12 Miklar tafir urðu á Vesturlandsvegi í gær þegar malbikunarfram- kvæmdir stóðu yfir. Langar bíla- raðir mynduðust og urðu ökumenn að sýna þolinmæði. Þórður V. Njálsson, eftirlits- maður á þjónustustöð Vegagerð- arinnar í Hafnarfirði, segir malbik- unarframkvæmdir langt á veg komnar á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á suðursvæði Vega- gerðarinnar. Þrjú fyrirtæki annast malbikun og klæðningar; Hlaðbær- Colas, Loftorka og Borgarverk, en verkin voru boðin út í vor. Þórður segir bleytuna í júlí hafa gert mönnum erfitt fyrir en sam- kvæmt útboðsgögnum átti mal- bikun að vera lokið fyrir 15. ágúst. Þórður telur að það muni samt sem áður hafast. Hann segir svipað magn og í fyrra hafa verið lagt í ár og ívið meira af malbiki. Alls er um að ræða 480 þúsund fermetra. Bleytan í júlí seinkaði malbikun Morgunblaðið/Þórður Miklar umferðartafir á Vesturlandsvegi vegna malbikunarframkvæmda í gær Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar Alþingis, gagnrýnir að 234 milljónum króna skuli hafa verið varið til framkvæmdasjóðs ferða- mannastaða án samþykkis Alþingis. „Það er búið að veita fé í sjóðinn á grundvelli minnisblaðs sem lagt var fram í ríkisstjórn í sumar um 380 milljóna aukafjárveitingu. Alþingi hefur hins vegar ekki samþykkt fjár- veitinguna. Ég mun krefja fjármála- ráðuneytið svara vegna þessa. Það má ekki greiða fjármuni úr ríkissjóði nema að fenginni heimild Alþingis.“ Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og annar varaformað- ur fjárlaganefndar, gagnrýnir einnig þessa ráðstöfun fjármuna. „Fjár- reiðulögin gera ekki ráð fyrir að þessi leið sé farin. Það var ekki ófyrirséð að það þyrfti að byggja upp ferðamannastaði og innviði á frið- lýstum svæðum. Það var fyrirséð. Ríkisstjórnin áætlaði ekki fyrir þeim kostnaði. Það er léleg áætlanagerð.“ Sátt við skýringar ráðuneyta Vigdís segir fulltrúa þriggja ráðu- neyta sem komu fyrir fjárlaganefnd í gær hafa gefið skýringar á framúr- keyrslu á fyrri hluta árs. Búist var við allt að 1,65 milljarða halla þar. M„Jákvæð teikn“ » 2 Sjóður fær fé án heimilda  Formaður fjárlaganefndar gagnrýnir fjárveitingar í sjóð fyrir ferðamannastaði  Fulltrúar þriggja ráðuneyta gáfu skýringar á framúrkeyrslu á fyrri hluta ársins Morgunblaðið/Styrmir Kári Í miðbænum Ferðamenn á ferð. Séu innan heimilda » Á vef atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytisins segir að umræddar fjárveitingar séu „innan fjárheimilda“. » Segir þar einnig að í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri hluta ársins sé ekki tekið tillit til ofangreindrar aukafjárveit- ingar né heldur þeirra tæplega 200 milljóna sem sjóðurinn átti óráðstafaðar frá fyrra ári.  Vart hefur orð- ið samkeppni í fiskvinnslu og ferðaþjónustu um vinnuafl á Höfn í Horna- firði. Í ár sóttu t.d. færri ung- menni um sum- arstörf hjá Skinney-Þinga- nesi en áður. „Við finnum fyrir samkeppninni en það er af hinu góða að nóg atvinna sé á svæðinu,“ segir Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri. Kraftur hefur verið í makríl- vertíð undanfarið og mikið að gera í vinnslunni víða um land. Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum bætti um 170 starfsmönnum við í upphafi vertíðar. Í fyrra námu launa- greiðslur fyrirtækisins yfir 300 milljónum króna fyrir júlímánuð og voru þá yfir 500 manns á launaskrá í Vinnslustöðinni. Sigurgeir Brynj- ar Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir að launagreiðslur fyrir júlí í ár séu trúlega ívið hærri. »14 Fiskvinnsla og ferðaþjónusta í samkeppni Nóg er að gera í fiskvinnslunni. „Þessi opnu fangelsi eru mikið fram- faraskref og góð þróun í fangelsis- málum. Þetta er leið til betrunar fanganna og við búum þá undir að koma út í samfélagið á nýjan leik,“ segir Ari Thorarensen, varðstjóri fangelsisins á Sogni, en Morgun- blaðsmenn voru þar á ferð í gær. Fangelsið á Sogni er opið en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið og því þurfa fangar sem vistast þar að hegða sér á ábyrgan hátt. Á Sogni er hænsnahald, silunga- eldi, gróðurhús og matjurtarækt. Öll vinnan í kringum bústörfin er alfarið á herðum fanganna. Auk þess sinna þeir öllum daglegum störfum allt frá eldamennsku til þrifa á húsnæðinu. „Margir kunna ekki á þvottavél þeg- ar þeir koma hingað,“ sagði Ari. Hver fangi sér um afmarkaðan verk- þátt. Einn sér um hænurnar, annar um fiskeldið o.s.frv. Sá sem eldar sér einnig um innkaupin í búðinni fyrir tiltekna fjárhæð. Hann þarf því að passa að eyða ekki um efni fram. »4 Fangar á Sogni með hænur Morgunblaðið/RAX Sogn Fangar á Sogni eru m.a. með hænur og stunda silungaeldi. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Nýverið fór fram fundur í veiðihús- inu Flóðvangi í Vatnsdal, en um ár- legan fund er að ræða sem fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýt- ingu auðlinda heimsins. Banda- ríkjanaðurinn William McDonough býður jafnan til fundarins en hann er frægur arkitekt og hefur vakið athygli fyrir framúrstefnulega um- hverfisstefnu sína. Heimildir Morgunblaðsins herma að Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og handhafi frið- arverðlauna Nóbels, hafi sótt fund- inn ásamt því að veiða í Vatnsdalsá. Pétur Pétursson, leigutaki árinn- ar og staðarhaldari á Flóðvangi, segir að fundurinn hafi nú verið haldinn árlega í átta eða níu ár og standi reglulega yfir í sex daga. Fundað sé á hverjum degi auk þess sem færi gefst fyrir fundargesti til að skoða náttúruna og veiða í ánni. Síðasta áratug hefur McDonough stefnt saman í Vatnsdal fjöl- breyttum hópi gesta, kunnum upp- finningamönnum, framsæknum hönnuðum, viðskiptajöfrum og vís- indamönnum. Bandaríska leik- konan Susan Sarandon sótti fund- inn í fyrra og hefur leikstjórinn Steven Spielberg einnig verið gest- ur fundarins. Undanfarin ár hefur danski mat- reiðslumeistarinn Søren Westh undirbúið mikla veislu fyrir fund- argesti og nýtt til þess ýmsar jurtir úr Vatnsdalnum og næsta umhverfi Flóðvangs. Pétur segir fundinn ríma vel við stefnuna sem veiði- húsið hefur sett sér. „Menn eru oft uppveðraðir yfir því að ekki hafi verið sett seiði í ána síðan árið 1998, en hér er laxinum alltaf sleppt.“ Al Gore á veiðum í Vatnsdalsá  Árlegur fundur í Vatnsdal um sjálfbærni  Søren Westh sér um veisluna Al Gore William McDonough

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.