Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 ✝ Bergrós Jóns-dóttir fæddist í Ytra-Kálfsskinni á Árskógsströnd 2.2. 1921. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykja- vík 5. ágúst 2014. Foreldrar henn- ar voru Rósa El- ísabet Stef- ánsdóttir, f. 19.7. 1888, d. 1.2. 1929, og Jón Einarsson, f. 12.10. 1892, d. 21.11. 1983, bændur í Kálfsskinni. Alsystkini Berg- rósar voru: Brynhildur, f. 24.6. 1916, d. 6.7. 2008, Gunnhildur, f. 24.6. 1916, d. 17.10. 2001, Helga, tvíburasystir Bergrósar, f. 2.2. 1921, Einar, f. 22.11. 1922, d. 27.10. 2010, Þórey, f. 30.8. 1927, d. 21.1. 2008. Hálf- bróðir Bergrósar er Sveinn Elí- as, f. 13.1. 1932, sonur Jóns og seinni konu hans, Jóhönnu Mar- firði einn vetur, en fór ekki í annað framhaldsnám. Á síld- arárunum saltaði hún síld bæði á Siglufirði og á Raufarhöfn og náði mikilli leikni og flýti við söltunina. Hún vann við Heyrn- leysingjaskólann í fjögur ár til 1946 og næstu tvö ár á Hótel Geysi í Haukadal. Eftir það var hennar aðalstarf saumaskapur. Hún vann hjá saumastofunni Magna í Hveragerði og bjó þá hjá Brynhildi systur sinni og hennar fjölskyldu. Þegar saumastofan flutti til Hafn- arfjarðar flutti Bergrós einnig og hefur átt heima að Sléttu- hrauni 19 síðan 1973 og hélt áfram að sauma fyrir Magna meðan kraftar entust. Þar voru aðallega saumuð tjöld, svefn- pokar og fatnaður. Bergrós á nokkrar sjúkrahússlegur að baki, en hefur annars haldið heimili sjálf þar til hún fékk vistun á Eir fyrir nokkrum mánuðum síðan. Útför Bergrósar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 13. ágúst 2014, og hefst kl. 13. grétar Sveinbjarn- ardóttur, f. 4.12. 1893, d. 16.12. 1971. Bergrós giftist ekki en eignaðist tvö börn. 1) Guð- rún Aðalsteins- dóttir, f. 6.10. 1949, d. 16.3. 1993. Hún var kennari, bjó í Danmörku og eign- aðist soninn Jesper Andersen með sambýlismanni sínum Erling Andersen, f. 12.2. 1953. Þau slitu samvistum. Guð- rún giftist seinna Villiam Berg Vesterdal, kennara, f. 14.3. 1945, hann býr í Danmörku. 2) Brynjar Geir Aðalsteinsson, f. 1.6. 1960, d. 28.1. 1962. Bergrós ólst upp í Kálfs- skinni og vann sveitastörfin þar til hún fór að vinna annars staðar. Hún fór í Húsmæðra- skólann að Laugalandi í Eyja- „Fáir njóta eldanna sem fyrst- ir kveikja þá.“ Þannig lauk Davíð skáld Stefánsson kvæði sínu Konan sem kyndir ofninn minn. Þessi orð komu upp í hugann er ég nú á kveðjustund vil minnast með nokkrum fátæklegum orðum Bergrósar, minnar elskulegu systur. Með lífshlaupi sínu finnst mér hún hafa fyrst og fremst lagt sig fram um að þjónusta aðra, vinna öðrum sem mest gagn með trú- mennsku, hjálpsemi og þolgæði af hvaða tagi sem verkin voru og vinna þurfti. Hún fæddist snemma á síðustu öld, þegar aðstæður voru mörg- um erfiðar og af litlu að taka fyrir barnmargar fjölskyldur, sem ekkert áttu nema tíma, vonina og viljann til að sigra erfiðleikana. Líklega hefur engin kynslóð á landi voru lifað aðra eins um- brota- og framfaratíma og þeir er nú kveðja á tíræðisaldri. Unga fólkinu sem elst upp við allsnægtir og ótrúlega möguleika í tækni og framförum á öllum sviðum mannlífsins í dag væri hollt að líta til baka og læra af þeim fórnum sem færa þurfti til að ná þeim árangri. Beggó, eins og flestir vinir hennar og kunn- ingjar kölluðu hana oftast, hefur ekki borist mikið á um dagana né leitað eftir mannvirðingum til að upphefja sjálfa sig. Skólaganga hennar var af skornum skammti þótt hún hefði vissulega vilja og gáfur til að mennta sig. Aðstæður hennar í æsku voru þær að stop- ult farskólanám var látið nægja á barnmörgum heimilum og brauð- stritið var menntun ofar í for- gangsröðun. Hún nýtti vel þann eina vetur sem hún var í húsmæðraskóla, sem var hennar veganesti ásamt dugnaði og handlagni til að ná góðum árangri á vinnumarkaði. Mestur hluti starfsævi hennar fólst í að þjóna öðrum og var framleiðsla og hönnun á margs konar útivistarvörum veigamikil í starfi hennar. Hún byrjaði snemma í sinni heimasveit að starfa með ungmennafélaginu, sem var viss þroskaskóli unga fólksins, því ekki var margt í boði sem reyndist þó heilladrjúgt. Fljótlega á lífsleiðinni lærði hún sparsemi og nægjusemi og bað ekki aðra um aðstoð. Stolt hennar nægði fyrir hana til að sjá um sig og vera heldur veitandi en þiggjandi. Hún hafði létta lund og veitti samferðafólki sínu ánægju með sögum og spaugsemi. Hún hafði ánægju af lestri góðra bóka og naut þess að ferðast og fræð- ast um landið sitt, þótt það væri í minni mæli en hún óskaði. Henn- ar stóru áföll í lífinu voru missir barna sinna beggja og getur hver og einn ímyndað sér hve þung- bært það er að búa við það um langa ævi. Það sýnir styrk henn- ar, vilja og ótrúlegt æðruleysi. Með þessum orðum vil ég færa þeim hjónum Önnu og Kristjáni alúðarþökk fyrir vináttu og hjálp- semi sem þau sýndu Beggó um áratugaskeið. Ég lýk þessum fá- tæklegu orðum með ljóði eftir Davíð Stefánsson: Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þótt degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Sveinn Jónsson. Í dag kveðjum við Beggó föð- ursystur okkar. Það var orðin hefð að færa henni aðalbláber úr berjamónum hennar í Kálfs- skinni á haustin. Alltaf var Beggó kát og glöð þegar við komum í heimsókn í Hafnarfjörðinn og ánægð að fá heimsókn og fréttir að norðan. Hugur hennar leitaði ætíð á æskuslóðirnar og henni fannst gaman að rifja upp gamla daga. Hún var minnug og það var gaman að heyra hana segja sögur af þeim systkinum þegar þau voru að alast upp. Beggó vildi allt fyrir alla gera en vildi helst ekk- ert þiggja, sagði alltaf að sig vantaði ekkert. Að leiðarlokum látum við hér fylgja erindi úr ljóði eftir Jónas Hallgrímsson. Sáran lét Guð mig söknuð reyna! Verði hans vísdóms vilji á mér! Syrtir í heimi, sorg býr á jörðu, Ljós á himni, lifir þar mín von. (JH) Við kveðjum góða frænku og þökkum henni samfylgdina og vitum að nú er hún komin til barnanna sinna eins og hún hafði svo lengi óskað. Við færum Jesper, dóttursyni Beggó, og fjölskyldu hans sam- úðarkveðjur. Margrét og Erla frá Kálfsskinni. Bergrós Jónsdóttir ✝ Finnur Eyjólfs-son fæddist í Reykjavík 6. sept- ember 1930. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Droplaugastöðum 6. ágúst 2014. Foreldrar Finns voru Jósefína Jós- efsdóttir frá Stein- um í Leiru, f. 21. september 1890, d. 28. mars 1983 og Eyjólfur Ágúst Finnsson frá Ólafsvík, f. 1. ágúst 1901, d. 4. maí 1985. Systkini Finns: Ósk Sigurrós Sigurðardóttir, f. 2. febrúar 1920, d. 7. ágúst 1978, Ágúst Ís- feld Sigurðsson, f. 2. ágúst 1924, d. 10. júlí 2013, Jón Eyj- Áslaug Finnsdóttir, f. 24. sept- ember 1960, sonur Finnur Matt- hew Johnsson, f. 12. desember 1994; Sigrún Finnsdóttir, f. 22. janúar 1962, maki Haukur Harðarson, f .26. september 1960, dóttir Elín K. Linnet, f. 10. mars 1982, maki Hafsteinn Steinsson, f. 4. apríl 1975, börn þeirra Kári Hafsteinsson, f. 30. júní 2008 og Tinna Hafsteins- dóttir, f. 11. júlí 2010; Eyjólfur Ágúst Finnsson, f. 5. mars 1966. Finnur var kjötiðnaðarmaður að mennt og starfaði lengi við Reykhúsið á Grettisgötu og í Skipholti. Hann var síðan síð- ustu áratugina starfsmaður Flugmálastjórnar í Reykjavík. Finnur var virkur félagi í Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík á yngri árum. Útför Finns fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 13. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 15 ólfsson, f. 12. febr- úar 1932, Svanhild- ur Eyjólfsdóttir, f. 4. janúar 1934, Lilja Eyjólfsdóttir, f. 4. janúar 1934, d. 6. maí 2013 og Sig- urgísli, f. 9. júlí 1935. Finnur giftist Bryndísi Á. Sigurð- ardóttur, f. 28. október 1929, 5. desember 1959. Bryndís er dóttir hjónanna Ágústu Hildi- brandsdóttur, f. 24. ágúst 1894, d. 19. október 1975, og Sig- urðar Árnasonar, f. 16. nóv- ember, d. 3. febrúar 1979, í Reykjavík. Börn Finns og Bryndísar eru: Öllum börnum finnst pabbi sinn besti pabbi í heimi og svo á einnig við um mig. Nú er pabbi fallinn frá eftir að hafa barist til margra ára við erf- iðan sjúkdóm sem hamlaði hon- um svo lengi, en nú er hann frjáls. Við mamma og systkini mín vorum hjá honum síðustu stundir hans hér á jörð og fyrir þær stundir erum við mjög þakklát. Pabbi var mín fyrirmynd, kennarinn minn, hetjan mín. Það virtist ekki vera neitt sem pabbi gat ekki gert, jafnvígur á flesta hluti og var tilbúinn að taka sér flest fyrir hendur og gerði vel það sem hann gerði. Daginn fyrir andlát sitt náði hann að halda uppá 58 ára klif- urafmæli sitt og tveggja vina sinna þegar þeir klifu Hraun- dranga í Öxnadal og var það eitt af því síðasta sem ég náði að ræða um við hann. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka en það sem stendur uppúr er minningin um sterkan, ákveð- inn og mjög þrjóskan mann sem gat og gerði flesta hluti án mik- illar fyrirhafnar, mann sem sá vel um fjölskyld- una sína, dáði barna- og barna- börnin sín Hann var náttúrubarn, mikill útivistarmaður og elskaði að sýsla í garðinum sínum, enda með græna fingur. Við systkinin erum öll með einhvern hluta af honum í okkur því grænu fing- urna hefur bróðir minn, úti- vistina hefur systir mín og þó ég segi sjálf frá þá fékk ég þrjósk- una en það er ég mjög sátt við. Ég kveð þig, minn kæri faðir, með ljóði Kristjáns Hreinssonar, Minning, og þakka þér allt og allt. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Áslaug. Ég kynntist Finni þegar ég og Sigrún dóttir hans tókum saman á síðustu öld. Við vorum ekki bú- in að vera lengi saman þegar Sig- rún varð ólétt og flutti ég þá til Sigrúnar og foreldra hennar í kjallaraíbúð í Fellsmúlanum. Það var tekið vel á móti mér og reyndust þau hjónin Finnur og Bryndís mér afar vel. Þegar þarna var komið sögu var Finnur byrjaður að byggja einbýlishús í Eyktarásnum og var hann þar löngum stundum við byggingar- störf. Húsið rauk upp og fyrr en varði vorum við flutt í Eyktarás- inn númer 15. Þetta var stórt og mikið einbýlishús, vel byggt og gott fyrir okkur unga parið með litla dóttur að búa þar í góðu at- læti Finns og Bryndísar. Finnur var hæglátur maður sem barst ekki mikið á en lét þó heyra í sér ef á þurfti að halda. Hann var afskaplega barngóður og einstaklega natinn við börn. Það var því mjög gott að ala upp dóttur okkar Sigrúnar, Ellu, und- ir hans verndarvæng. Finnur er einn af þessum mönnum sem gátu nánast allt. Hann byggði heilt einbýlishús, svo gerði hann glæsilega lóð um- hverfis húsið með fallegum stein- hleðslum og yndislegum gróðri og ef eitthvað bilaði gerði hann við. Ein minning frá þessum ár- um er mér ofarlega í huga. Þá bjuggum við í Eyktarási. Eitt sinn bilaði þvottavél heimilisins. Stuttu síðar á ég leið inn í bíl- skúrinn og blasti þar við mér á miðju gólfinu þvottavélin, komin í frumparta og öllu raðað snyrti- lega og skipulega upp. Ekki löngu seinna var hægt að þvo þvott aftur. Mig langar að lokum til að þakka Finni fyrir að hafa fengið að kynnast honum og fyrir það góða atlæti sem hann sýndi mér þann tíma sem ég bjó í Fellsmúl- anum og Eyktarásnum og óska honum velfarnaðar í sumar- landinu. Bryndísi og börnunum votta ég mína dýpstu samúð. Kristján Karl Linnet. Sumum mönnum er það eðlis- lægt að láta öðrum líða vel með nærveru sinni. Þannig maður var hann Finnur vinur minn. Við kynntumst sem ungir menn í gegnum skíðaíþróttina. Vorum síðan m.a. í Jöklarann- sóknarfélaginu, Alpaklúbbnum og Flugbjörgunarsveitinni. Við hittumst mánaðarlega í áratugi ásamt mökum og fórum í ótal- mörg ferðalög saman. Eftirminnilegast er þó er við, þann 5. ágúst 1956, ásamt Banda- ríkjamanninum Nicolas Clinch, klifum fyrstir allra Hraundranga í Öxnadal. Nú hefur vinur minn klifið sinn hinsta topp og vil ég þakka hon- um fyrir einstaka vináttu og góð- vild alla tíð. Sendi mínar innileg- ustu samúðarkveðju til Bryndísar, barnanna og annarra ættingja. Sigurður S. Waage. Finnur Eyjólfsson ✝ Jón Árni Vil-mundarson fæddist í Reykja- vík 16. desember 1925. Hann lést á Hrafnistu í Kópa- vogi 23. júlí 2014. Foreldrar hans voru hjónin Vil- mundur Ásmunds- son, verkamaður í Reykjavík, f. 9.12. 1879, að Vogsósum í Selvogi, d. 15.12. 1959, og Val- gerður Þorbjörg Jónsdóttir, f. 31.7. 1895, á Króki á Rauða- sandi, d. 28.12. 1944. Systkini Jóns Árna: Þórunn Vilmund- ardóttir eldri, f. 19.6. 1917, d. 17.3. 1920; Þórunn Vilmundar- dóttir, f. 22.10. 1920; Guðrún Louisa Vilmundardóttir, f. 4.9. 1924, d. 24.11. 2004; Valgerður Guðrún Vilmundardóttir, f. 30.11.1927, d. 27.5.2011; Ragn- heiður Laufey Vilmund- ardóttir, f. 31.7. 1929, d. 6.1. 1982; Vilborg Ása Vilmund- ardóttir, f. 31.8. 1930, d. 15.3. 2000; drengur Vilmundarson, f. 11.11. 1934, d. 11.11. 1934. Jón Árni ólst upp í vest- urbænum en síðar flutti fjöl- skyldan á Háteigs- veginn, þar sem systkinin hjálp- uðust að við heimilisreksturinn. Árið 1956 flutti Jón Árni á Dun- haga 11 ásamt föð- ur sínum og Guð- rúnu systur sinni, en Jón Árni og Guðrún héldu sam- an heimili alla tíð þar til Guðrún lést árið 2004. Jón Árni flutti í lok árs 2013 að Hrafnistu í Kópavogi þar sem hann lést. Jón Árni var á Héraðsskól- anum á Núpi og lærði síðar að verða loftskeytamaður. Hann fór utan og sótti sér þekkingu og var alla tíð að bæta við sig námi og fróðleik á þessu sviði. Árið 1983 fékk hann réttindi sem rafeindavirkjameistari. Hann vann lengst af hjá Land- símanum og var þar deildar- stjóri þar til hann lét að störf- um tæplega sjötugur. Útför Jóns Árna fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 13. ágúst 2014 og hefst athöfn- in klukkan 13. Mig langar í nokkrum orðum að minnast frænda míns Árna, sem hefur frá því ég fæddist átt sinn þátt í mínu lífi og var mér eins og afi. Hjá Árna og Gunnu á Dun- haganum bjó ég mitt fyrsta æviár ásamt mömmu og pabba og þó að ég muni ekki eftir þessum tíma þá var Árni alltaf duglegur að segja mér sögur af sjálfri mér og átti ógrynni af myndum af okkur saman í göngutúrum sem og annars staðar. Þegar ég varð eldri minnist ég hans sem „besta frændans“. Hann hafði óþrjótandi áhuga á að fylgjast með hvað ég tók mér fyrir hendur og var duglegur að hvetja og ögra manni til að læra og standa sig vel í lífinu. Öll mín bernskujól voru Árni og Gunna hjá okkur fjölskyldunni og ósjaldan fór Árni með okkur í sólarfrí til útlanda. Árni var fróðleiksfús, var alltaf að lesa og læra nýja hluti og var dug- legur að miðla þekkingu sinni til okkar. Það var alltaf gaman að tala við Árna og fylgdist hann vel með hvað gerðist í heiminum og vissi margt og mikið um sögu, vísindi og tækni. Hann hafði mikinn áhuga á stórfjölskyldunni og mikinn áhuga á ættfræði og sögu fjölskyldunnar langt aftur í ættir. Hann var listrænn og málaði myndir en tók líka ógrynni af myndum, bæði af landslagi og fólki. Hann var einkar tæknilega sinnaður mið- að við sinn aldur, fylgdist vel með og tileinkaði sér notkun tölvunnar þegar hún kom til sögunnar og allt fram til þess síðasta. Árni var sérlega barn- góður og náði vel til barnanna í fjölskyldunni og átti auðvelt með að tala við þau og sýna þeim áhuga. Við fjölskyldan minnumst Árna með hlýju og erum þakk- lát fyrir samfylgdina í gegnum árin. Hugrún Linda Guðmunds- dóttir og fjölskylda. Jón Árni Vilmundarson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.