Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is N æstkomandi sunnudag fer fram seinni um- ferð Íslandsmótsins í kassabílaralli, en fyrri umferðin fór fram 1. júní síðastliðinn. Mótið er samstarfsverkefni Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur, Reykja- víkurborgar, Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins og Skeljungs, en sigurvegararnir verða krýndir 30. ágúst næstkomandi þegar al- þjóðlegt rall BÍKR fer fram. „Við byrjuðum á þessu í fyrra og héldum okkar fyrstu keppni fyrir ári, 18. ágúst, en núna í ár ákváðum við að hafa keppnina tvískipta til að við gætum haft þetta Íslandsmót. Þá eru veitt stig fyrir hverja keppni og þeir sem fá flest stig samanlagt verða Íslandsmeistarar,“ segir Guð- mundur Höskuldsson keppnisstjóri. Keppnin fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á fjórum þar til gerðum brautum og er keppt í fjórum flokkum: 4–7 ára, 8–11 ára, 12–15 ára og 16 ára og eldri. „Það eru bílabrautir fyrir sem við breyt- um mikið fyrir keppnina. Við erum að reyna að setja brautirnar þannig upp að þetta sé eins og í venjulegu ralli; það eru alls konar þrautir sem þarf að ná í gegnum á tíma. Þetta er mjög spennandi; þú hefur bara tak- markaðan tíma til að klára brautina og koma þér inn á næstu braut.“ Krefst hæfni og útsjónarsemi Liðin samanstanda af öku- manni, einum eða tveimum kepp- endum sem ýta bílnum og liðsstjóra, sem þarf að vera orðinn 18 ára gam- Rallið krefst hæfni og útsjónarsemi Um helgina fer fram seinni umferð Íslandsmóts Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur í kassabílaralli. Keppendur eru fjögurra ára og eldri en smíði bílsins gjarnan fjölskylduverkefni og liðsfélagar systkini eða frændsystkini. Það krefst lagni að komast í gegnum brautirnar á sem stystum tíma en aðalatriðið er auðvitað að hafa gaman af. Einbeiting Keppendur þurfa að þræða sig í gegnum fjölda þrauta á braut- unum á sem allra stystum tíma. Verðlaun eru veitt fyrir flottasta bílinn. Börn á öllum aldri Yngstu keppendur kassabílarallsins eru fjögurra ára en þeir fara jafnan hægar yfir en eldri krakkarnir. Creatingreallyawesomefreethings.com er vefsíða Jamie Smith Dorobek, sem er mikil áhugamanneskja um svokölluð gerðu-það-sjálf verkefni, eða DIY eins og það er skammstafað á ensku. Hún leggur áherslu á að föndrið kosti sem allra minnst og notar alls konar hráefni sem fellur til á venjulegu heimili, s.s. gamla muni og afgangsmálningu. Vefsíðan er afar litrík og þar er að finna fjöldann allan af myndum af margskonar verkefnum þar sem not- aðir hlutir fá nýtt líf. Hægt er að fletta í gegnum færslur Jamie í tímaröð eða velja milli flokka, s.s. árstíðabundin verkefni. Einn skemmtilegasti flokk- urinn er sá sem Jamie kallar Round Ups en þar hefur hún safnað hug- myndum um ákveðin verkefni saman, t.d. 19 leiðir til að endurnýta barnarúm og 28 hugmyndir að öðruvísi gestabók- um. Vefsíðan www.creatingreallyawesomefreethings.com Föndur Á síðunni má m.a. finna hug- myndir að því hvernig endurnýta má áldósir á skemmtilegan máta. Sniðugir hlutir úr ókeypis efni Þann 16. ágúst nk. verður far- in síðasta ganga sumarsins í gönguferðadagskrá Hruna- mannhrepps. Lagt verður af stað frá félagsheimilinu á Flúðum kl. 10, ekið inn í afrétt og gengið niður með gljúfri Stóru-Laxár, sem er rómað fyrir náttúrufegurð. Endað verður við Hrunakrók. Gangan verður farinn í sam- starfi við Upplit, menning- arklasa uppsveita Árnessýslu. Panta þarf í ferðina, þar sem keyra þarf göngufólk inn á af- rétt, og greiða 5.000 krónur fyrir aksturinn og leiðsögn. Gangan tekur um það bil 8 klukkustundir en nánari upp- lýsingar má finna á www.sveit- ir.is. Endilega ... ... gakktu um Laxárgljúfur Morgunblaðið/Einar Falur Fallegt Stóra-Laxá rennur um gljúfrið. Hinn 29. júlí sl. komu í heiminn pönduþríburar í Chimelong Safari- garðinum í Guangzhou í Kína. Um er að ræða stórviðburð, þar sem við- koma meðal panda er afar lítil og þetta mun vera í fyrsta sinn sem pönduþríburar lifa allir fyrstu dag- ana eftir fæðingu, að því er vitað er. Það tók móðurina, Juxiao, fjóra tíma að fæða húnana og var hún svo örmagna eftir átökin að þeir voru teknir frá henni og komið fyrir í hita- kassa. Þeir vógu 83-124 grömm við fæðingu og voru minni en mannslófi. Kínverskur pöndusérfræðingur sagði í samtali við AFP að of snemmt væri að tala um að húnarnir kæmust á legg en þeir væru a.m.k. einu lifandi pönduþríburarnir sem vitað væri um. Samkvæmt upplýs- ingum frá dýragarðinum eru þeir við góða heilsu. Húnarnir komu undir með „nátt- úrulegum“ hætti þegar móðir þeirra og faðir voru pöruð saman í garð- inum. Ekki verður hægt að kyngreina þá fyrr en þeir eldast og verða þeir nefndir þegar fram líða stundir. Fyrstu pönduþríburarnir sem lifa Komu undir með „náttúruleg- um“ hætti í dýragarðinum AFP Tríó Húnarnir komu í heiminn í Guangzhou í Kína fyrir um hálfum mánuði. Skannaðu kóðann til að fara inn á vef- síðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.