Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Forsvarsmenn fjárlaganefndarþingsins hafa í umræðum um fjárlög yfirstandandi árs lagt áherslu á að fulls aðhalds sé gætt og að ríkisstofnanir eigi að halda sig innan fjárlaga. Þetta er virð- ingarvert, enda full ástæða til að gæta fyllsta aðhalds í rekstri ríkis- ins, krefjast svara sé farið yfir fjárheimildir og grípa til aðgerða sé þörf á.    Athygli vekur aðstjórnarand- stæðingar taka annan pól í hæðina og kvarta sáran undan aðhaldinu.    Ekki er síður at-hyglisvert að þeir kveinka sér mjög undan því þegar bent er á að fyrri ríkisstjórn – sú sem kenndi sig við velferð og vinstri – beitti hörðum niðurskurði á við- kvæmustu stöðum, ólíkt þeirri stjórn sem nú situr og hefur til að mynda forgangsraðað í þágu heil- brigðismála.    Stuðningsmenn fyrri ríkis-stjórnar syngja enn „hér varð hrun“-sönginn og telja sig þar með stikkfrí.    Sú afsökun réttlætir að þeirramati hvernig velferðin var látin víkja fyrir gæluverkefn- unum.    Vinstristjórnin átti nægt fé tilað sækja um aðild að Evrópu- sambandinu og til að fara í rán- dýra vinnu við breytingar á ágætri stjórnarskrá. Og hún átti líka nægt fé til að vilja láta almenning greiða Icesave-skuld annarra.    Hvernig geta slíkir menn fengið af sér að koma fram nú og kvarta undan aðhaldi eða réttlæta fyrri niðurskurð? Vigdís Hauksdóttir „Hér varð hrun“ STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.8., kl. 18.00 Reykjavík 16 léttskýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 16 skýjað Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 18 þrumuveður Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 15 skúrir Dublin 16 skýjað Glasgow 13 skúrir London 18 léttskýjað París 18 skýjað Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 17 þrumuveður Berlín 22 heiðskírt Vín 16 skúrir Moskva 27 heiðskírt Algarve 31 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 21 léttskýjað Montreal 26 alskýjað New York 25 alskýjað Chicago 17 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:14 21:53 ÍSAFJÖRÐUR 5:04 22:13 SIGLUFJÖRÐUR 4:46 21:56 DJÚPIVOGUR 4:39 21:26 Lagarfoss, nýtt gámaskip Eimskipa- félagsins, er komið í áætlun. Það hélt frá Rotterdam í gær og tók þar við keflinu af Selfossi á svokallaðri gulri leið á milli Íslands og Evrópu. Lagarfoss kemur til Reykjavíkur um næstu helgi. Að lokinni lestun og aflestun í Sundahöfn verður skipinu lagt að Miðbakka. Þar hefst athöfn klukkan 16 sunnudaginn 17. ágúst þar sem skipinu verður gefið nafn á formlegan hátt. Það annast Hildur Hauksdóttir, eiginkona Gylfa Sig- fússonar forstjóra. Á eftir gefst áhugasömum kostur á að skoða þetta nýja og glæsilega skip. Það er fyrsta kaupskipið sem smíðað hefur verið fyrir íslenskt skipafélag í áratugi. Lagarfoss var smíðaður í Kína. Hann var afhentur félaginu 24. júní og hefur síðan verið á siglingu um flest heimsins höf til Íslands. Skipið kom til Rotterdam um helgina og beið þess þar að taka við af Selfossi. Ólafur William Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips, segir að siglingin hafi gengið vel. Lagarfoss kominn í áætlun á gulu leiðinni Gámaskip Áhöfn Lagarfoss hefur þegar lagt að baki 11 þúsund mílna leið. Matvælastofnun hefur fengið upp- lýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um stöðvun á dreifingu og innköllun á alls níu fæðubótar- efnum vegna óleyfilegra innihalds- efna og/eða óflokkaðra jurta. Vörumerkin eru Genesis Today, framleitt í Bandaríkjunum, og Re- new Life, framleitt í Kanada. Inn- flytjandi er Dedicate ehf. Efnin fást í Heilsuhúsinu og á www.active.is. Innköllunin nær til eftirfarandi fæðubótarefna: Genesis Today Healthy Detoxification Total Cleanse Herbal Dietary Supple- ment, Renew Life CandiGone Po- werful Yeast Cleansing Program, Renew Life Total Body Rapid Cleanse Complete 7-Day Internal Cleanse, Renew Life ParaGone Advanced Microorganism Detoxi- fication Program, Renew Life CleanseMore For Relief of Occas- ional Constipation, GenesisToday GenEssentials Greens Concentra- ted Superfoods with Organic Green og Renew Life IntestiNew Intest- inal Lining Support Formula. Matvælastofnun innkallar níu gerðir fæðubótarefna Innkölluð Hluti þeirra fæðubótarefna sem eru innkölluð af Matvælastofnun. www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is BJÖRGUNARVÖRUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Gott úrval af björgunarvörum á lager BJÖRGUNARBÁTAR BJARGHRINGIR FLUGELDAR FLOTBÚNINGAR BJÖRGUNARVESTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.