Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 „Jæja gamli!“ „Ég er ekkert svo gamall.“ Svona byrjuðu okkar sam- töl svo oft, afi minn, og svo glottum við framan í hvort annað. Mikið svakalega gastu alltaf verið rólegur. Þegar ég ruddist inn á Dalbrautina í einhverju risa veseni með eitthvað sem þurfti að sauma, stytta eða hvað það nú heitir, og það í einum hvelli, þá varst þú alltaf hinn rólegasti. Þegar ég var búin að leita að henni ömmu í öllum hornum, skúffum og skápum og fann hana Kristján Gunnlaug- ur Bergjónsson ✝ Kristján Gunn-laugur Berg- jónsson fæddist 3. október 1932. Hann lést 4. júlí 2014. Út- för hans fór fram í kyrrþey. hvergi þá heyrðist „Að hverju leitar þú, Eva mín?“ Þá sast þú í rólegheitunum inn í eldhúsi með kaffibollann þinn, glottandi að öllu veseninu í mér. Þeg- ar ég hafði náð and- anum og útskýrt af hverju hraðferðin var svona svakaleg þá var svarið þitt alltaf, „Þú hefðir nú getað spurt mig hvar hún væri, ég hefði alveg sagt þér það“. Mikið vildi ég að ég gæti verið svona róleg eins og þú varst alltaf. Ég man líka eftir svarinu þínu þegar ég sagði þér frá því að ég væri ófrísk að honum Breka. Jæja, afi, hvernig líst þér á að verða langafi? „Ég lengist nú ekkert við það, held ég“, þú varst alltaf með svör- in á tæru. Sérstaklega þegar ég spurði þig hvað hefði komið fyrir þumalinn á þér. Þú sagðist hafa sagað hann af þér því þú hefðir ekkert með hann að gera. Veistu hvað ég trúði þessu lengi? Mikið er ég þakklát fyrir að hafa kynnst þér og að strákarnir mínir hafi fengið að hafa þig hjá sér svona lengi. Takk fyrir allt! Eva Björk Sigurðardóttir. Elsku Diddi minn, sem ég sakna svo sárt en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert. Mig langar að setja nokkur orð á blað um minn elskulega eigin- mann sem var svo lengi veikur í bakinu og varð að ganga á sínum dofnu fótum. Fyrir um fimm ár- um greindist hann með mein- semd í framheila, sem gerði það að verkum að hann gat ekkert unnið. Þetta var erfitt fyrir hann, manninn sem alltaf var að og kvartaði aldrei. Hann var góður og traustur maður. Mig langar að þakka öllum þeim sem okkur heimsóttu og sýndu vinarhug. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt um huga minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guðbjörg Margrét (Bigga). HINSTA KVEÐJA Elsku Langi Diddi. Við söknum þín svo mik- ið. Þú varst alltaf svo rosa- lega góður og vildir allt fyr- ir okkur gera. Við vitum að þú ert að smíða eitthvað skemmtilegt hjá honum Guði. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Breki Örn og Bergjón Paul. Þetta eru eflaust þau erfiðustu orð sem ég hef nokkurn tíma sett á blað. Að kveðja einhvern sem okkur var svo kær er það erfiðasta sem ég hef reynt og mun marka líf mitt og okkar fjölskyldunnar svo lengi sem við lifum. Gleðilegt fas hans alla daga var einstakt og það vita allir sem þekktu hann Snorra okkar. Það gerðist fyrir áratugum að Vallý kynnti okkur hjónin fyrir þessum dreng er við Gurra bjuggum í Noregi. Frá þeim degi hófst vinátta okkar og ekki leið sá dagur að við ættum ekki sam- tal með einhverjum hætti um eitthvað, eða jafnvel ekki neitt, bara til að tala saman. Nú hefur síminn þagnað. Eftir situr sorg og söknuður eftir góðum vini sem lét sér annt um allt og alla. Það kann eflaust einhverjum að finn- ast það skrýtið og hallærislegt á þessari tækniöld að manni finnist erfitt að eyða út tengilið með númeri í símaskrá. Hér sit ég samt, með símann í höndunum, og hugsa til þess hversu endan- legt það er og sárt að hugsa til þess að aldrei aftur muni ég sjá „Snorri gsm“ á mínum skjá, aldr- ei aftur. Ef ég eyði númerinu verður það svo raunverulegt að þú hringir aldrei aftur. Snorri Stefánsson, vinur okk- ar var fæddur 4. október 1958. Hann var athafnamaður, átti marga vini, og hallmælti engum og umfram allt hafði hann þann einstaka eiginlega að tala við fólk með sinni innilegu glaðværð, hlýju, gleði og brosi, sem svo mörgum er minnisstæð. Hann Snorri Stefánsson ✝ Snorri Stef-ánsson fæddist 4. október 1958. Hann lést 15. júní 2014. Útför hans fór fram frá Digra- neskirkju 6. ágúst 2014. var allra manna hugljúfi. Hann var minn besti vinur. Við munum aldr- ei geta farið þann veg að rifja upp all- ar okkar góðu minn- ingar í þessari stuttu grein. Að gera þeim skil þyrfti margar síður, en hann yrði hverr- ar blaðsíðu virði. Hvað tekur við þar sem minning- arnar enda? Okkur er sagt að þeir bestu séu kallaðir á æðri staði og til stærri verkefna. Fyrst núna trúi ég því að svo hljóti að vera. Svo mikið gaf Snorri okkur og svo sárt verður hans saknað að ég trúi því að það myndi enginn gera nema hans væri sár þörf á öðrum stað. Snorri yrði vel til þess fallinn að gegna slíku hlutverki. Já, það eru mörg ár síðan Vallý kom með þennan dreng til okkar til Noregs og nú, eftir allan þann tíma sem við áttum saman, kveð ég hann þaðan sem vegferð- in hófst. Það er kaldhæðni fólgin í því að við hittumst og kveðjumst í þessu sama landi, sem þó er okkur báðum ókunnugt. Elsku Halla Sif, Tinna Ösp, Telma Ýr og barnabörn. Megi al- góður guð veita ykkur styrk til að takast á við þann mikla söknuð og sorg sem býr í brjósti ykkar. Elsku Vallý okkar. Við getum ekki í harmi okkar lýst þeirri sorg sem nú hvílir yfir. Þið hafið verið okkar bestu félagar og vinir gegnum tíðina. Allar minningar hrannast nú yfir og það eina sem við getum gert er að minnast allra þeirra góðu stunda sem við áttum með vini okkar, hvar í ver- öldinni sem við vorum stödd. Við Gurra og börnin okkar sendum þér og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að sá almáttugi vaki yfir ykkur og varðveiti. Þorsteinn og Guðrún. Góður samstarfs- maður og traustur félagi er fallinn frá langt um aldur fram. Það var samfélaginu í Skaga- firði mikill fengur þegar Ingvar Gunnar Guðnason sálfræðingur flutti hingað til starfa á skóla- heimilinu á Egilsá sumarið 1985 Ingvar Gunnar Guðnason ✝ Ingvar GunnarGuðnason fæddist 6. mars 1951. Hann lést 19. júlí 2014. Útför hans fór fram 29. júlí 2014. og tók sér síðar fasta búsetu í Merkigarði í Lýt- ingsstaðahreppi þar sem hann ræktaði skóg. Hann tók virk- an þátt í ýmsum samfélagslegum verkefnum og lét sér annt um sitt nærsamfélag. Þegar ellefu sveitarfélög í hér- aðinu sameinuðust í Sveitarfélag- ið Skagafjörð 1998 og tóku við rekstri grunnskólanna úr hendi ríkisins réðst Ingvar til skóla- skrifstofunnar sem verktaki. Var hann sálfræðingur Fjölskyldu- þjónustu Skagfirðinga til dauða- dags og sinnti málefnum skóla- og félagsþjónustu. Ingvar var bráðgreindur og vel að sér. Hann var traustur fræði- maður á sínu sviði. Viðhorf hans mótuðust af mannúð og virðingu fyrir fólki. Í grein sem hann skrif- aði um kulnun í starfi og varnir gegn henni hélt hann því fram að þeir sem ynnu með fólki notuðu tilfinningaorku í starfi. Eftir að hafa bent á að þetta nýyrði hans gæti einhverjum þótt nýaldarlegt og játað að ekki hefðu vísindin orðið honum úti um sönnun þess að slík orka yf- irleitt sé til víkur hann að eðli slíkra starfa og segir: „… ég á hér við hæfnina til að gefa tilfinninga- lega af sér, auðsýna öðrum samúð og virðingu og taka þátt í gleði þeirra og sorg.“ Þannig vann Ingvar. Í fyrirlestri lagði hann áherslu á að mikill munur væri á að vinna með fólk og vinna með fólki. Ingvar var listagóður teiknari og var lagið að setja saman hnyttnar vísur sem hann flíkaði of lítið. Hann var manna skemmti- legastur í samræðum í kaffistofu. Hann var hraustmenni, vel á sig kominn til líkama og sálar og myndarlegur að vallarsýn, knár í fjallgöngum og ágætur golfleik- ari. Hann var hófsemdarmaður. Það kom okkur starfsfélögum hans mjög á óvart þegar hann greindist með krabbamein og var allur á örfáum vikum. Við kveðjum góðan dreng með þakklæti, virðingu og söknuði og vottum hans nánustu okkar dýpstu samúð. F.h. Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar og samstarfsmanna, Ásta B. Pálmadóttir, sveitarstjóri. Elsku amma mín, nú ertu búin að kveðja þennan heim og verður þín sárt saknað. Mínar bestu æskuminningar tengjast þér og afa í Skálholti 11 þar sem ómældur kærleikur, ást og umhyggja ríkti og veitti skjól í hringiðu lífsins. Þú varst iðulega í eldhúsinu að útbúa mat eða baka og alltaf var auð- sótt að fá að hjálpa til, kreista smjörlíkið saman við hveiti og egg, skera út og toga í gegn þegar steikja átti kleinur, eða bara að fá að vaska upp. Nota- legt var svo að koma inn eftir að hafa verið úti í leikjum björt sumarkvöldin og fá sér kvöld- kaffi áður en maður fór í hátt- inn, lognast svo út af við nota- legt spjallið sem ómaði frá eldhúsinu eða stofunni. Margar kærar eru minning- arnar úr æsku, hvort heldur þegar þú signdir mig eftir bað- ið áður en við gerðum okkur fínar og gengum til kirkju á sunnudögum, eða þegar þú hit- aðir kakó um miðja nótt þegar ég vaknaði með svo mikla háls- bólgu að ég gat ekki talað. Rabarbari og glas með sykri til að dýfa í, nesti og box til að Gestheiður Guðrún Stefánsdóttir ✝ GestheiðurGuðrún Stef- ánsdóttir fæddist 21. desember 1926. Hún lést 1. ágúst 2014. Útför Gest- heiðar Guðrúnar fór fram 9. ágúst 2014. fara í berjamó, og ekki má gleyma að apótekaralakkrís rataði oft í litla munna (því amma var jú Heiða í apó- tekinu þegar hún var að vinna, en Heiða hans Begga þegar hún var í Skálholtinu), eða við fengum ein- hverjar krónur í vasann fyrir ís eða pulsu, en mikilvægast af öllu var kær- leikurinn, umburðarlyndið, hlýjan og hjartað sem ekkert aumt mátti sjá. Allir áttu að vera vinir. Það er ekki hægt annað en að nefna garðinn ykk- ar afa í Skálholtinu, þvílík prýði sem varð til vegna natni og eljusemi ykkar, og grasið aldrei eins flott og þegar við krakk- arnir veltumst þar um í hinum ýmsu leikjum. Þegar við kom- um í heimsókn vestur hafði það forgang að fá skógfræðinginn til að líta á garðinn og trén til að vega og meta hvað þyrfti að gera. Það var okkur sönn ánægja og gleði að geta aðstoðað ykkur við garðverkin þegar þið afi voruð farin að verða lúin. Þá gerðir þú gjarnan pönnu- kökur með kaffinu sem runnu hraðar niður en þú gast bakað, og við elduðum framandi rétti og bárum á borð fyrir ykkur afa. Við ræddum oft um lífið og tilveruna, tísku, förðun og ferðalög, fórum í margan fata- leiðangurinn í Reykjavíkinni til að dressa þig upp þegar fata- skápurinn virkaði ekki lengur spennandi. Þú elskaðir söng Mariu Callas, Pavarotti og Domingo, bíómyndir og bækur sem fjölluðu um líf fólks. Þú lagðir áherslu á að fólk ætti að reyna að fá sem mest út úr líf- inu og hvattir okkur áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Pólitík og samfélagslegt rétt- læti var þér mikið hitamál og léstu þig margt varða, og áttir það líka til að hvessa þig við okkur krakkana ef við gengum of langt – en það stóð ekki lengi. Ferðalög til annarra landa voru þér hugleikin og París var á óskalistanum, en fyrir þér og afa tók lífið aðra stefnu og ekki svo auðvelt að ferðast lengur. Þegar vitað var í hvað stefndi fannst þér erfiðust tilhugsunin um að geta ekki verið lengur til staðar fyrir afa. Mín huggun er sú að þetta tók skjótt af og ég veit að þú hefur fengið hlýjar móttökur hinum megin, Svana og Erla þar fremstar í flokki. Guð geymi þig, þín Rakel. Við kveðjum Heiðu í dag og þökkum henni fyrir hvað hún og hennar maður, hann Beggi, voru alltaf yndisleg við okkur við bjuggum saman hlið við hlið í Skálholtinu og myndaðist góð vinátta okkar á milli. Það var alltaf gott og gaman að kíkja í kaffi til þeirra hjóna og spjalla um heima og geyma, Heiða var skemmtileg kona og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, hjartahlý og ynd- isleg. Það er varla hægt að nefna Heiðu nema Beggi sé nefndur, svo samrýnd voru þau, enda vitnaði heimili þeirra um mynd- arskap og dugnað og gestrisni í hvívetna. Heiða var afar stolt af garð- inum sínum og ljómaði á sól- skinsdegi er hún labbaði og sýndi mér fallegu blómin í full- um skrúða og tjáði mér hvað þau hétu, Heiða hefði verið góður náttúrufræðingur sem hafði gaman og yndi að leiða mig með leiðsögn um algeng- ustu blóm og plöntur sem uxu í fallega garðinum hennar. Fannst mér þetta vera mjög notaleg stund með Heiðu og minnist þessarar stundar oft. Nú eru þau öll fallin frá, fal- legu og góðu systkinin frá Upp- sölum (Skálholti) í Ólafsvík en minningin geymist og yljar manni um hjartarætur þegar rifjast upp góðu stundirnar með góða fólkinu frá Uppsöl- um. Takk, elsku Heiða mín, fyrir samferðina og þær stundir sem við áttum saman, allar góðu minningarnar um þig munu lifa með okkur litlu fjölskyldunni sem bjó á Uppsölum. Þeir segja mig látna, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Elsku Beggi og fjölskylda, sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Heiðu. Aðalheiður St. Eiríks- dóttir, Örn Alexandersson og fjölskylda. Í bókinni um Bjarna Benedikts- son, sem Ólafur Eg- ilsson tók saman, segir Birgir Ísl. Gunnarsson frá borgarstjóratíð Bjarna, m.a. að hann hafi verið sérstaklega stundvís og kröfuharður um það sama hjá embættismönnun borg- arinnar. Dag einn kl. 9.15, þegar Steingrímur Jónsson kom inn á, sat borgarstjórinn í stól hans og sagði með nokkurri þykkju, „Hér er byrjað kl. 9.“ Ekki vissi hann að Steingrímur hóf störf hvern morgunn kl 8 með eftirlitsferð um vinnustaði Rafveitunnar. Þóra Steingrímsdóttir ✝ Þóra Stein-grímsdóttir fæddist 13. mars 1924. Hún lést 26. júlí 2014. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 1. ágúst 2014. Steingrímur var brautryðjandi í raf- magnsmálum borg- arinnar og ekki eru margir sem hafa fengið heilt raforku- ver skírt í höfuð á sér. Þessi samvisku- semi gekk í arf til barna Steingríms og Láru Árnadóttur konu hans, en þau voru fimm. Þóra Steingrímsdóttir lýsti systrum sínum svo að sú yngsta, Arndís væri músíkölskust, Gúgú (Guð- rún), sem giftist Klemens Tryggvasyni, greindust, Sigga, sem giftist Othar Ellingsen, sæt- ust, en sjálf væri hún skemmti- legust. Ekkert af þessu var of- sagt. Það var sérstakt um margt annað í fari Þóru. Þegar jafn- aldrar hennar og nágrannar í skrauthýsunum við Laufásveg völdu langskólagöngu og nám í Menntaskólanum, kaus Þóra hinn skemmri menntaveg í Verslunarskólanum. Þar hóf hún nám haustið 1939. Hún átti létt með nám og jafnvíg á flestar greinar, tók þátt í félagslífi og þeim skemmtunum, sem í boði voru, en þær voru ekki margar utan við nokkrar dansæfingar á vetri, í þeirri íþrótt var hún frá- bær. Af þeim 51 sem útskrifuðust úr Verslunarskólanum vorið 1943 eru nú fjórar ofar jörðu. Blessuð sé minning Þóru Steingrímsdóttur. Valgarð Briem. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.