Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is Af hverju grafa þegar hægt er að bora? Reynsla - þekking - við komum og metum Við notum stýranlegan jarðbor sem borar undir götur, hús, ár og vötn. Umhverfisvænt - ekkert jarðrask• Meira öryggi á svæðinu• Sparar bæði tíma og peninga.• Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns- og ljósleiðaralögnum. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er alveg ástæðulaust að þú sért að burðast með allar syndir heimsins á herðunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú ert vel upplýstur geturðu gert gáfulegar ráðstafanir. Hættu að reyna að vera allt í öllu fyrir alla. Notaðu tækifærið til að fanga athygli allra nú þegar röðin kemur loksins að þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Eins oft og þú hefur verið varaður við því að sóa ekki dýrmætum tíma er ljóst að tíminn rennur þér úr greipum í dag. Lífs- gleði þín um þessar mundir heimtar að þú dragir þetta fram. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það fer ekki alltaf saman að það sem mann langar til sé það sem manni er fyrir bestu. Taktu þér tíma í að gera hana endanlega upp. Nú væri upplagt að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt gott með að umgangast aðra svo að þú skalt nýta þér þann hæfileika sem best þú getur. Allir þurfa endrum og eins að fá að vera óþekkir og nú er þinn tími kom- inn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú vanmetur verðleika þína. Kannski vildir þú helst fá staðgreitt en það sem þú gerir úr þessu tækfiæri skilur milli örbirgðar og allsnægta, eða þannig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sagan sem útlitið segir er ekki öll sag- an. Og mundu að aðrir vita það ekki. Við- vörun: Það er fólk sem mun mjólka þig eins og það getur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það skiptir ekki máli hversu lengi þú þarft að vinna, gættu þess að eyða tíma með fjölskyldunni. Hugsaðu um eigin velferð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leggðu þig alla/n fram um að sýna börnum þínum og maka þolinmæði í dag. Sinntu starfinu af kostgæfni og einka- málunum utan þess. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að sýna lipurð þegar þú vinnur málstað þínum framgang. Stattu fast á þínu og treystu eigin dómgreind. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Augu þeirra sem eru í kringum þig eru að opnast fyrir þeim hæfileikum sem þú ert gæddur. Ef þú einbeitir þér að viðtökunum eyðileggur það fyrir tjáningunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekkert hnika þér af leið heldur haltu þínu striki hvað sem á dynur. Eitthvað er að gerjast djúpt inni í þér. Konan að heiman,“ er yfirskriftlimru Þorleifs Konráðssonar á Boðnarmiði: Einveruna illa þekki, eða húmsins myrku hrekki, húllum hæ hæ og bæ einn ég sit og sauma ekki! Helga Björnssyni var boðin líf- trygging og varð það honum efni í hugleiðingu: Líf sem Guð mér lét í té leið er stundum byrði. Núna er mér sagt það sé sex milljóna virði. Hjálmar Freysteinsson bregður á leik í limru: Þorfinnur þögli frá Mó af þögninni loksins fékk nóg. Þá sagð’ann: Jæja! Það lét hann nægja, og þagði svo þar til hann dó. Gunnar Kr. Sigurjónsson tekur gleði sína: Nú er gleði um byggð og ból, bjartur lyftist andi. Loksins aftur sást í sól, á sunnanverðu landi. Sigurlín Hermannsdóttir segir útlit fyrir lélega eða að minnsta kosti síðbúna berjasprettu í sum- arlandinu: Ég leitaði blárra berja en bara fann þá tvö. Kannski er meira um krækiber því komin nú eru sjö. Samt gat ég ei annað en glaðst við hvern grænjaxl, þótt sé smár því ef til vill verður einhver þeirra einhvern tíma blár. Ingólfur Ómar Ármannsson yrk- ir á heimaslóðum í Skagafirði: Glaður arka grund og mó gamlar slóðir kunnar. Til að finna frið og ró í faðmi náttúrunnar. Þegar birtu var tekið að bregða 29. júlí arkaði hann með félaga sín- um upp Esjuna: Degi hallar húmar að hulduvættir kalla, Ómar og Helgi arka af stað upp til hárra fjalla. Pétur Blöndal p.blondal@gmail.com Vísnahorn Af einveru, líftryggingu og Þorfinni þögla Í klípu „OF MIKIÐ KAFFI, EINA FERÐINA ENN?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER AÐ SAFNA FYRIR VELFERÐARSAMTÖK AFBROTAMANNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þar sem þú finnur hana. VEGTOLLUR 500 KR.AÐALBANKINN MÉR FINNST RÉTT AÐ STANDA LÝÐRÆÐISLEGA AÐ ÞESSU ... SVO HVER VILL TAKA AÐ SÉR AÐ SKIPTA RÁNSFENGNUM Á MILLI OKKAR? ÉG SKAL! ÉG SKAL! TIL FORNA TRÚÐI FÓLK ÞVÍ AÐ KETTIR BOÐUÐU GÆFU. EN ÞAU DÓU ÖLL. HVER GEFUR ÞÁ KÖTTUNUM AÐ ÉTA?! Víkverji hlustaði á sínum yngri ár-um mikið á hljómsveitina The Doors. Einhvern tímann kom hann í Pere Lachaise kirkjugarðinn í París þar sem Jim Morrison, forkólfur hljómsveitarinnar, liggur grafinn. Leiði ýmissa annarra stórmenna er að finna í garðinum og má þar nefna Mariu Callas, Chopin og Marcel Proust. Víkverji fékk samt á tilfinn- inguna að flestir kæmu til að sjá leiði rokkstjörnunnar og höfðu einhverjir meira að segja krotað örvar á veggi og kanta til að vísa veginn að hinsta hvílustað hans. x x x Breska söngkonan Marianne Fait-hfull er eins og stríðskempa, sem heldur reisn og virðingu eftir að hafa marga hildi háð. Hún er kannski ekki þekktasta stjarna rokksögunnar, en kemur þar víða við og hefur frá ýmsu að segja. Við- tal við hana í tímaritinu Mojo hefur vakið athygli vegna þess að þar segir hún að kærasti sinn hafi í ógáti drep- ið Jim Morrison, söngvara hljóm- sveitarinnar The Doors, fyrir 43 ár- um. x x x Morrison fannst látinn í baðher-bergi íbúðar sinnar í París í júlí 1971, aðeins 27 ára gamall. Lík hans var aldrei krufið. Faithfull segir í viðtalinu að kærasti hennar á þeim tíma, Jean de Breteuil, sem var þekktur fyrir að selja stjörnunum heróín, hafi í ógáti drepið Morrison með því að láta hann hafa of sterk eiturlyf. x x x Parið hafði ferðast til Parísar ogvið komuna sagðist de Breteuil þurfa að heimsækja Morrison í íbúð hans. Faithfull varð eftir á hótelher- bergi. „Ég fann á mér að vandræði voru í aðsigi,“ sagði hún í viðtalinu. „Ég ákvað að taka nokkrar Tuinal (deyfilyf) og vera ekki á staðnum. Hann fór að hitta Jim Morrison og drap hann. Ég er viss um að það var slys. Aumingja ræfillinn. Var heróín- ið of sterkt? Já. Og hann dó … allir sem tengjast dauða þessa aumingja manns eru nú dánir. Nema ég.“ De Breteuil fannst sjálfur látinn í Marokkó nokkrum vikum eftir and- lát Morrisons. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (Jóhannesarguðspjall 10:11) mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.