Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Bókfært virði eignarhlutar Arion banka í Bakkavör Group var tæpir 7,3 milljarðar króna í lok seinasta árs. Bankinn á rúman fjórðungshlut í félaginu sem til stendur að selja. Viðræður standa nú yfir við ráð- gjafa, þar á meðal breska bankann Barclays, sem gætu komið að sölunni og fundið áhugasama kaupendur. Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi – lífeyrissjóður hafa jafnframt í hyggju að selja hluti sína í Bakkavör. Lífeyrissjóðirnir tveir eiga um 12% hlut í félaginu sem er metinn á um 3,1 milljarð króna. Árni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Gildis, segir í samtali við Morgunblaðið að það hafi aldrei verið leyndarmál að sjóð- urinn hafi hug á að selja hlut sinn, fá- ist viðunandi verð fyrir hann. Eitt- hvað hafi verið um þreifingar og fyrirspurnir frá áhugasömum fjár- festum en ekkert sé enn fast í hendi. Beðið sé eftir rétta tímapunktinum. Aðspurður segir Þórhallur B. Jósepsson, upplýsingafulltrúi Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, að reynt hafi verið að selja hlut lífeyrissjóðs- ins í félaginu um nokkurt skeið. Hann segist ekki geta tjáð sig um hugsanlegt söluverð en bendir á að í fyrra hafi sala strandað á því að ekki hafi fengist nógu hátt verð fyrir hlut- inn, að mati seljenda. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, vildi ekki tjá sig um málið. Arion banki á 62% hlut í samlags- hlutafélaginu BG12, sem heldur utan um 46% eignarhlut í Bakkavör. Fé- lagið var stofnað í fyrra af bankanum og nokkrum lífeyrissjóðum og fjár- festingarsjóðum. Lífeyrissjóður verslunarmanna á tæpan 15% hlut í félaginu og Gildi tæpan 12% hlut. Bakkabræður enn stærstir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, eru enn sem áður stærstu einstöku hluthafar fé- lagsins með um 40% hlut, að því er segir í frétt Sky. Þeir bættu við sig eignarhlutum hratt árið 2012, en þá keyptu þeir hluti af fyrrverandi kröfuhöfum sínum sem breyttu skuldum Bakkavarar í nýtt hlutafé. Á meðal þeirra voru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, þrotabú Glitnis, sjóðsstýringarfyrirtæki í eigu Íslandsbanka og MP banki. Fram kom í fjölmiðlum á þeim tíma, um haustið 2012, að blokk ann- arra kröfuhafa, þar sem Arion banki, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi fóru fremstir í flokki, hefði neitað að selja þeim bræðrum eignarhluti sína. Eins og Morgunblaðið hefur greint ítarlega frá hafa félög í eigu bræðranna komið með milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands undanfarin ár. Bakkavör tapaði 1,2 milljónum punda, jafnvirði um 234 milljóna króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Hagnaður síðasta árs nam hins vegar 115 milljónum punda. Hluturinn metinn á 7,3 milljarða  Arion banki hefur í hyggju að selja fjórðungshlut sinn í Bakkavör Group  Bókfært virði hlutarins er rúmir sjö milljarðar króna  Lífeyrissjóðir hafa fengið fyrirspurnir frá áhugasömum fjárfestum Lýður Guðmundsson Ágúst Guðmundsson 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Frakkland var vinsælasti áfangastaður ferðamanna í fyrra, en tæp- lega 85 milljón ferðamenn sóttu landið heim. Ferðamönnum fjölgaði um 2% frá árinu 2012 og munar þar mestu um fjölgun kínverskra ferðamanna. Fjórðungi fleiri Kínverjar ferð- uðust til Frakklands í fyrra en árið áður, að því er segir í frétt AFP. Næstflestir komu til Bandaríkj- anna, eða tæplega sjötíu milljón ferðamenn, og tæplega 61 milljón lagði leið sína til Spánar. Tekjur af hverjum og einum ferðamanni hafa dregist saman og gista nú jafnframt færri á hótelum en áður. Meðalferðamaðurinn hef- ur einnig lengt dvöl sína erlendis og dvelur að jafnaði í sjö daga. Flestir til Frakklands 85 milljónir heim- sóttu Frakkland. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndum sem hefur ekki innleitt lög sem ætl- að er að bæta umhverfi erlendra sér- fræðinga. Skattaumgjörð þeirra er óhagstæðari hér á landi en víða ann- ars staðar og afgreiðsla dvalar- og atvinnuleyfa tekur jafnframt lengri tíma. Engir hvatar eru fyrir erlenda sérfræðinga til að vinna fyrir íslensk fyrirtæki sem þarfnast starfskrafta þeirra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Viðskiptaráð leggur áherslu á að samræma skattalega hvata við grannríkin til þess að standast betur samkeppni um sérhæft erlent vinnu- afl. „Á öðrum Norðurlöndum njóti erlendir sérfræðingar hagstæðari skattakjara en innlendir aðilar en hér á landi séu engir skattalegir hvatar til staðar fyrir erlenda sér- fræðinga,“ er bent á í umfjöllun Við- skiptaráðs. Ísland stendur höllum fæti Í skoðuninni segir enn fremur að með aukinni alþjóðavæðingu sækist fyrirtæki í auknum mæli eftir að ráða erlenda sérfræðinga. Ísland standi höllum fæti í samkeppni um sérhæft starfsfólk, meðal annars vegna gjaldeyrishafta og takmark- aðs framboðs alþjóðlegra skóla. Viðskiptaráð telur nauðsynlegt að bæta umhverfi erlendra sérfræðinga hér á landi til að alþjóðleg atvinnu- starfsemi geti vaxið hér. „Aukið innflæði slíkra starfs- krafta myndi styðja við uppbygg- ingu alþjóðlegra fyrirtækja hér- lendis, fjölga störfum í þekkingartengdum greinum og auka útflutningstekjur þjóðarbúsins. Hægt er að bæta úr þessum mál- um strax í dag. Skattaumgjörð í samræmi við önnur Norðurlönd, skjótari afgreiðsla atvinnu- og dvalarleyfa, aukið framboð á al- þjóðlegri menntun og lögbundin undanþága frá gjaldeyrishöftum eru hlutir sem skipta þar sköpum. Slíkar umbætur myndu styrkja stoðir al- þjóðlegrar starfsemi fyrirtækja hér- lendis og leiða þannig til bættra lífs- kjara,“ segir í skoðuninni. kij@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Alþjóðavæðing Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Ráðið telur mikilvægt að bæta umhverfi erlendra sérfræðinga hérlendis. Telur mikilvægt að bæta um- hverfi erlendra sérfræðinga fi p y j g p C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam Villibráðar-paté prikmeð pa Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ - salat skufer ðbo arðameð Miðj kjRisa-ræ með peppadew iluS ajónmeð japönsku m het Hörpuskeljar má, 3 s Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. HEILSA OG LÍFSTÍLL SÉRBLAÐ PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. ágúst Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og lífstílsbreytingu haustið 2014. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað um heilsu og lífstíl föstudaginn 22. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.