Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 ✝ Guðjón Breið-fjörð Ólafsson fæddist á Patreks- firði 29. apríl 1952. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 1. ágúst 2014. Foreldrar Guð- jóns voru Jóhanna Björg Thoroddsen Ingimundardóttir, fædd í Gerði, V- Barð., 10. janúar 1921, látin 27. júlí 2006, og Ólafur Breiðfjörð Þórarinsson, fæddur í Reykja- vík 11. október 1916, látinn 26. janúar 1974. Guðjón átti fjögur systkini, var hann næstyngstur. Þau eru: Þóra Friðrika, fædd 29. apríl 1947, eiginmaður Sigvaldi Sig- urjónsson, Kristbjörg, fædd 25. september 1948, eiginmaður Halldór Kristján Gíslason, fæddur 12. desember 1945, Þór- arinn Kristján, fæddur 2. des- ember 1950, eiginkona Arnhild- ur Ásdís Kolbeins, fædd 1. febrúar 1962. Guðmundína Sig- urrós, fædd 6. janúar 1954, eig- inmaður Guðmundur Bjarna- son, fæddur 22. júní 1953. Guðjón kvæntist 21. apríl 1973 eftirlifandi eiginkonu sinni Finnbjörgu Skaftadóttur Glói, fæddur 2002. Barnsfaðir Grétar Páll Bjarnason prentari, þeir feðgar eru búsettir í Nor- egi. c) Guðrún Karólína hjúkr- unarfræðinemi, fædd 13. des- ember 1977. Eiginmaður Birgir Már Guðmundsson, stjórnmála- og hagfræðingur, fæddur 25. júní 1976. Börn þeirra eru: Birta, dóttir Birgis af fyrra sambandi, fædd 1997, Guðjón Einar, fæddur 1997, sonur Guð- rúnar Karólínu, faðir Leon Ein- ar Pétursson, Jóhann Örn, fæddur 1998, sonur Guðrúnar Karólínu, faðir Magnús Örn Jó- hannsson. Saman eiga þau hjón- in þrjú börn, Brimi Snæ, fæddur 2003, Finnbjörgu Auði, fædd 2005, og Aldísi Unu, fædd 2011. Þau eru búsett í Garðabæ. d) Tinna Breiðfjörð, kennslu- fræðingur og mastersnemi, fædd 12. júní 1982, eiginmaður Gunnar Þór Bergsson bifvéla- virki, fæddur 30. maí 1982. Þau eru búsett í Danmörku. Guðjón gekk í barnaskóla á Patreksfirði. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni í Kópavog árið 1963. Hann hóf nám í Iðnskól- anum í Reykjavík og lauk sveins- og meistaraprófsnámi í bifvélavirkjun og starfaði við þá iðn allan sinn starfsferil. Hann rak sitt eigið bifreiðaverkstæði í nokkur ár en hóf störf sem þjónustufulltrúi hjá VÍS ár- ið1990. Útför Guðjóns fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 13. ágúst, kl. 13. þroskaþjálfa, deild- arstjóra Dagþjálf- unar á Hrafnistu. Finnbjörg er fædd 24. ágúst 1952 í Sandgerði, dóttir Ernu Ragnheiðar Hvanndal Hann- esdóttur, f. 30. ágúst 1933, og Skafta Jóhanns- sonar, f. 22. júlí 1931, d. 25. desem- ber 2006. Guðjón og Finnbjörg áttu heimili lengst af í Holtsbúð í Garðabæ en síðan í Brekku- byggð 31 í Garðabæ. Dætur þeirra eru: a) Erna Rós leikskólastjóri, fædd 25. desember 1969, fósturdóttir Guðjóns, faðir hennar er Ingvar Kristinsson, f. 1952. Eig- inmaður Ernu Rósar er Hörður Óskarsson, vélfræðingur og framhaldsskólakennari, fæddur 18. maí 1964, börn þeirra eru: Arnór Orri, fæddur 1986, sonur Harðar frá fyrra hjónabandi. Arnór á þrjú börn og sambýlis- konu, tvíburabræðurnir Dagur og Magni, fæddir 1995, og Arn- heiður Björk, fædd 2001. Þau eru búsett á Akureyri. b) Ólöf Aldís Breiðfjörð, fædd 6. maí 1973, látin 12. ágúst 2004, sonur hennar Víkingur Elsku pabbi, mikið sem það var nú gaman að fara með þér í all- ar ferðirnar sem ég fékk að fara með þér hér í denn, í Þórsmörk, Landmannalaugar og fleiri slík- ar ferðir þegar þú varst að keyra rútur. Þetta voru ánægjulegar og skemmtilegar ferðir sem ég fékk að fara með þér, smá stelpuskott. Alltaf varst þú tilbúinn að leyfa mér að fara með þér og fékk ég mik- ið út úr þessum ferðum, ekki síst samveru okkar. Þú hefur einhvern veginn alltaf verið til staðar með þitt stóra og glaða hjarta sem var fullt af kærleika og þú gafst öll- um sem á vegi þínum urðu í líf- inu. Takk fyrir að vera alltaf hvetjandi og styðjandi allt mitt líf eftir að þú komst inn í það þegar ég var um tveggja ára. Takk fyrir að segja álit þitt á því í hverju ég ætti að fara eða hvernig ég liti út þegar ég leit- aði eftir áliti þínu. Ég gat alltaf treyst því að þú segðir satt og værir heiðarlegur, það var svo gott og ég tók mark á þér enda varst þú smekkmaður. Það voru ógleymanlegar stundir þegar börnin mín fædd- ust. Þig munaði ekki um að keyra norður til Akureyrar til að koma og sjá afagullmolana þína. Það þurfti að horfa upp til þín því þú varst í skýjunum og það sem einkenndi þig var þessi sanna gleði sem skein af þér og allt andlit þitt ljómaði af gleði á slíkum stundum. Og stoltið, maður minn, það leyndi sér ekki enda hafa börnin mín átt gríð- arlega góðar stundir með þér, elsku pabbi minn, hvort heldur sem var í veiði, í sumarbústaðn- um eða á hliðarlínunni á fót- boltavellinum. Síðasta stundin sem ég átti með þér var sérlega ljúf og góð. Þú hafðir fyrir því með gleði að rífa þig upp eldsnemma á laug- ardagsmorgni til að ná í okkur út á flugvöll. Það sem þú hafðir gaman að heyra frá ferðinni okkar Harðar og gleðjast með okkur er ómetanleg minning í minningarbankanum um þig. Þú spurðir okkur spjörunum úr. Hvað við hefðum gert og séð í ferðinni, hvort við hefðum séð þetta eða hitt. Þegar ég faðmaði þig og kyssti og sagði þér hve undur vænt mér þætti um þig áður en við lögðum af stað norð- ur vissi ég sem betur fer ekki að það yrði í síðasta sinn sem ég ætti eftir að faðma þig, pabbi minn. Ég veit og trúi því að nú hefur þú bæst í hóp vernd- arengla minna og ég veit líka að þú munt vernda börnin mín og passa þau eins vel og þú getur. Það er svo sárt að kveðja þig, pabbi minn. Ég skal halda áfram að taka tvisvar í hurð- arhúninn til að vera viss um að húsið sé læst og loka glugg- unum eins og á að gera. Elsku pabbi, takk fyrir að vera þú og takk fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og mín- um. Þín dóttir, Erna Rós. Elsku heimsins besti pabbi. Ég veit að minningargreinar eiga að vera minningar settar í orð. En það eru bara ekki nógu sterk orð til að lýsa þér og því hvað þú hefur gert fyrir mig. Ég er ekki ennþá búin að sætta mig við að þurfa að minnast þín á þennan máta, ég talaði við þig bara fyrir nokkrum dögum. Það var ekkert sem gaf til kynna að það yrði í seinasta skiptið. Ég vil samt að heimurinn viti hvað hann hefur misst, af hverju jörðin ætti að hætta að snúast og ekkert ætti að vera hið sama aftur. Því að mikilvægasta manneskjan er ekki í honum lengur. Þegar það er sagt vil ég deila með ykkur hversu falleg per- sóna pabbi minn var og hversu ótrúlega góður pabbi hann verð- ur mér alltaf. „Ótrúlega“ því það er ótrúlegt. En samt svo satt að það er sárt. Ég vil minnast morgnanna er ég var barn og þú vaktir mig á þinn hlýja og blíða máta. Hvernig þú straukst á mér bak- ið með stórri hlýrri hendi þinni þangað til ég vaknaði. Þetta lýs- ir öllu því sem þú gerðir fyrir mig, örygginu og ástinni sem þú umvafðir mig með. Þú varst ein- stakur pabbi, sem kunni að sjá um fjórar stelpur. Þú klipptir okkur, snyrtir okkur og flétt- aðir á okkur hárið. Hvernig þú nenntir að standa í því, þar sem við kunnum ekki að meta það þá. Þú last fyrir okkur, kenndir okkur bænir og horfðir með okkur á teiknimyndir. Þetta allt eftir langa vinnu- daga þar sem þú vannst hörðum höndum að skapa handa okkur öruggt og fallegt heimili. Lif- andi og ævintýralegt líf með ferðalögum, ævintýrum og sam- veru. Þú varst þolinmóður og blíður við uppeldi á fjórum sjálfstæðum stelpum. Þú varst vinur okkar líka. Dýrmætast er þó hvernig þú dekraðir við okkur á máta sem er ómetanlegur og fæst ekki keyptur. Þú varst nefnilega ekki bara heimsins besti faðir og afi, heldur líka alltaf svo ótrúlega góður maður fyrir mömmu okkar, sálufélaga þinn. Ég hef aldrei upplifað svona sterka og einstaka ást eins og er ykkar á milli. Þú sýndir henni það líka daglega með dekri, virðingu og gífurlegri umhyggju. Sést þetta allt líka í tengdasonum þínum, sem við systurnar vorum svo lánsamar að hafa auga fyrir. Út af þér og þinni ást, virðingu og um- hyggju. Við vorum prins- essurnar þínar. Pabbi minn gat lagað og byggt allt, var sterkastur, dug- legastur og fallegur að innan sem utan. Pabbi minn hló alltaf svo dátt, brosti svo breitt. Pabbi minn vissi alltaf hvernig hlut- irnir áttu að vera og vildi að ég vissi það líka. Hann hætti aldrei að kenna mér bæði stóra sem smáa hluti. Pabbi minn gerði miklar kröfur til mín, pabbi minn tók mér samt alltaf bara eins og ég er. Pabbi minn kom heim með svartar hendur af olíu og strauk með stórri hlýrri lúku yfir andlitið á mér. Pabbi minn endurraðaði eftir mig í upp- þvottavélina og sagði mér að at- huga hvort húsið væri læst. Tvisvar. Pabbi minn var besti pabbi, besti afi og sálufélagi mömmu minnar. Pabbi minn er ómetanlegur. Elsku pabbi minn, þín er svo sárt saknað. Ólu systur veitir eflaust ekki af hjálp við húsið í Nangijala. Þú, hún og Hanna amma eruð nú aftur saman, við sjáumst þar. Þín elskandi dóttir, Tinna. Pabbi minn var svo stór hluti af mínu lífi, hann var vinur minn og ég leitaði til hans með svo margt. Við áttum gott skap saman og nærvera hans var yndisleg. Þegar einhverju átti að hrinda í framkvæmd á mínu heimili þá ráðfærði ég mig við hann. Pabbi kom og gerði hér við og smíðaði alveg eins vel og honum einum var lagið, stund- um var ég send til baka með eitthvað sem honum fannst ekki nógu öruggt í barnaumhverfi hér, enda allt vel boltað niður hjá mér svo barnabörnin hans væru örugg. Ég get ekki komið því í orð hversu mikið hann elskaði barnabörnin sín, en ég veit að hann fór að sofa og vaknaði hugsandi um þau því þegar ég talaði við pabba þá var hann yfirleitt að spyrja um þau og dásama, stundum vorum við líka bara að spjalla um allt og ekki neitt, daginn minn eða hans. Okkur þótti líka voða gaman að dansa saman og versla. Pabbi kveikti golf- áhugann hjá Brimi og fóru þeir oft saman á völlinn. Pabbi kenndi börnunum mínum að veiða og gaf þeim allt í þá iðju. Pabbi minn gladdist alltaf manna mest og þótti okkur öll- um gaman að upplifa spenning- inn og gleðina með honum, enda var alltaf sagt hér á þessu heimili „Varstu búin að sýna afa?“. Þegar ég átti Guðjón Ein- ar þá bjó ég heima í Holtsbúð og var það hans fyrsta heimili, pabbi sótti mig og Guðjón Einar á fæðingardeildina, hann klæddi hann vandlega í litlu fötin sem Guðjón Einar átti að fara heim í og svo festi hann Guðjón Einar vandlega í bílstólinn sem pabbi gaf honum, já og svo tók það pabba örugglega hálftíma að festa stólinn vel og vandlega í bílinn, heim ókum við svo vel undir hámarkshraða. Fyrstu næturnar í Holtsbúðinni var pabbi mér og Guðjón Einari til halds og trausts, pabbi vildi að ég hvíldist, hann svaf með Guð- jón sinn uppí hjá sér, svo kom hann með Guðjón Einar niður svo ég gæti gefið honum. Pabbi var svo stoltur af nafna sínum og talaði svo fallega til hans þegar hann var að ráðleggja honum og það gerði hann með öll börnin mín. Pabbi hringdi til mín um daginn og spurði mig hvort ég hefði rætt um það við Guðjón Einar hvað það væri óhollt að láta braka svona í höndunum á sér og svo líka hvort hann væri að borða nógu hollt, þetta var pabbi minn al- veg í hnotskurn, hann elskaði okkur af öllu hjarta og hann var með risastórt hjarta. Ég og pabbi kvöddumst alltaf með kossum á kinn og þeir voru allt- af tveir, eitthvað sem pabbi hafði frá mömmu sinni, svona tveir alveg þéttir í röð. Þegar ég var barn og unglingur vakti hann mig af mikilli varkárni og strauk mér létt. Þegar hann svæfði mig sem barn þá fór hann með litla bæn sem hann kenndi okkur systrum og svo beið ég í tvær mínútur þangað til hann steinsofnaði og náði mér svo í leikfang og lá þarna við hliðina á honum og lék mér, enda svo gott að vita af pabba þarna hjá mér. Pabbi, þú gafst mér svo mik- ið og ég lærði svo margt af þér, þú varst mín stoð í lífinu og ljósberi. Ég þarf að læra að lifa án þín og það verður það erf- iðasta sem ég hef þurft að tak- ast á í lífinu. Ég elska þig, pabbi minn, og ég sakna þín. Meira: mbl.is/minningar Þín dóttir, Guðrún Karólína Guðjónsdóttir. Elskulegur tengdafaðir minn og vinur, Guðjón Ólafsson, kvaddi okkur allt of snemma og skyndilega. Það er erfitt að hugsa til þess í þessum skrifuðu orðum að síðast þegar við sáumst, hafi verið það síðasta. Guðjón var þeim frábæra eig- inleika gæddur að hægt var að leita til hans með allt, frá manns eigin hugarangri til bil- aðra og allt að ónýtra hluta. Hann tók því jafnan með sínu jafnaðargeði, æðruleysi og brosti svo útí annað eins og honum einum var lagið. Þá hafði hann margt og mikið að gefa af sér og var sífellt að miðla sinni reynslu til okkar allra og ég átti mörg handtökin eftir ólærð af honum. Ég minnist allra góðu stund- anna þar sem við sátum og skiptumst á sögum úr brans- anum enda ávallt af nógu að taka. En ég er þess fullviss að þó hann sé farinn frá okkur hér þá vakir hann yfir okkur og fylgist vel með öllu því sem honum er kærkomið, fjölskyldu, vinum, ættingjum og samstarfsfólki. En einfaldlega besti tengda- faðir sem hugsast gat og þín verður sárt saknað og minning þín mun lifa ljóslifandi. Hvíl í friði. Gunnar Þór Bergsson. Elsku afi minn. Föstudaginn 1. ágúst féll frá of ungur maður og var hann einn af frábærustu mönnum sem ég hef nokkurn tímann fengið að kynnast. Hann afi minn var alltaf í góðu skapi, þvílíkur grallari sem gat alltaf fengið mann til að hlæja ef maður var í vondu skapi. Afi gat reddað öllu og græjað. Það var hann afi okkar sem fékk okkur til þess að fara að veiða og kenndi hann okkur allt með mikilli þolinmæði og áttum við ótalmargar góðar stundir í veiðiferðum saman með honum og ömmu. Ég hugsa til þín alla daga, afi minn, og sakna þín óendanlega mikið! Þinn, Dagur. Elsku besti afi. Föstudaginn 1. ágúst féll frá yndislegur maður í alla staði, hann Guðjón afi. Hann var hress, stálhraustur, flottur og ungur maður. Hann vaknaði ávallt snemma á morgnana og byrjaði daginn á góðum morg- unmat. Afi var góður veiðifélagi og á ég góðar minningar um okkur félagana að veiða á flugu. Allt sem ég kann í veiði kenndi hann afi mér, takk fyrir allar veiði- ferðirnar og svo auðvitað sum- arbústaðaferðirnar. Hann var ákveðinn og vildi hafa hlutina eins og þeir eiga að vera og stóð alltaf fyrir sínu. Við eigum margar góðar minningar saman og langar mig bara að segja að ég elska þig af öllu hjarta og þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði. Þinn, Magni. Elsku yndislegi afi. Hinn yndislegi afi minn fór úr lífi okkar 1. ágúst og verður hans sárt saknað. Afi var góður, hress, hraustur og yndislegur maður í alla staði. Afi var alltof ungur til að fara, en svona er nú bara lífið og núna er hann á góðum stað. Þú kenndir mér margt og verður því ekki gleymt. Takk fyrir allan þann stuðning sem þú veittir mér, elsku afi. Það var svo gaman að hafa þig á hliðarlínunni þegar ég var að keppa í fótbolta eða handbolta. Ég hugsa til þín hvern einasta dag og mun aldrei gleyma þér. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta okkar alla tíð. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín, Arnheiður Björk. Afi, þú varst miklu meira en bara afi minn, þú varst líka yndislegasti, skemmtilegasti, fyndnasti, hressasti, hjálpsam- asti, vandvirkasti og örugglega mesti snyrtipinni í heimi. Þú kenndir mér flest af því sem ég kann, bestu minningarnar sem ég á með þér eru þegar við vor- um að smíða eða laga eitthvað og fara til þín út í bílskúr þar sem þú varst að vinna. Þú varst einn af mikilvægustu mönnum í mínu lífi. Guðjón afi, ég elska þig og þú munnt alltaf eiga stóran stað í mínu hjarta. Þinn elskandi dóttursonur Jóhann Örn Magnússon. Vertu hjá mér Drottinn og vaktu yfir mér, veit mér náð að treysta einum þér. Gættu mín á vegi, gleði og kífs, gef mér þína sælu við endir þessa lífs. (Rósa amma) Guðjón, minn yndislegi bróð- ir, er farinn frá okkur og sökn- um við hans sárt. Mig langar að minnast hans með nokkrum fá- tæklegum orðum. Minningar um yndislegar samverustundir með Guðjóni hrannast upp í hugann og veita huggun í sorg. Við ólumst upp á Patreksfirði við gott atlæti foreldra okkar. Guðjón var einstaklega skap- góður og jákvæður maður og alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. Við Doddi fórum ófáar ferðir með þeim Guðjóni og Beggu vestur á firði, á sjó- mannadag á Patró, í Tálkna- fjörð og til berja og vorum þá oftast í einum bíl, sem gerði ferðirnar enn skemmtilegri. Það var aldrei lognmolla þar sem Guðjón var annars vegar og var hann alltaf hress og skemmti- legur. Guðjón naut þess að ferðast um landið og var óþreytandi í að rifja upp kenni- leiti og örnefni. Guðjón og Begga voru einstaklega sam- rýnd hjón sem áttu mörg sam- eiginleg áhugamál, veiði, golf, ferðalög o.m.fl., þau voru alltaf saman í öllu. Fjölskyldan var honum einkar hugleikin og sóttu barnabörnin mikið til afa síns. Það var notalegt að taka lykkju á leið sína og fá fast og gott faðmlag hjá bróður mínum. Hæ, gaman að sjá þig. Svo var farið að plana eitthvað skemmtilegt. Ein hugmyndin var að fara vestur á heimaslóðir okkar með fjölskyldurnar næsta sumar, en stórt skarð er komið í þann hóp. Að lokum langar mig að þakka bróður mínum, mágkonu og fjölskyldunni allri, fyrir hlýhug í minn garð. Elsku Begga, dætur, tengda- synir og barnabörn. Við Doddi og fjölskylda vott- um okkar dýpstu samúð og biðj- um guð að varðveita ykkur og styrkja. Kristbjörg systir. Skyndilegt andlát Guðjóns bróður míns kom á óvart þar sem hann hafði verið svo heil- brigður og hraustur fram til hins síðasta. Ég á góðar minningar um yndislegan bróður. Guðjón var ekki gamall þegar hann fór að hafa áhuga á bílum. Allar ferð- irnar með pabba í vegavinnu spegluðust svo vel í leik með vörubíla sem hann dró á eftir sér í miklum vegavinnufram- kvæmdum í þúfum og moldar- börðum inni á Koti. Þá hafði hann gaman af að handleika hluti sem hægt var að taka í sundur og skoða hvað þar væri inní. Svo var það spurning hvort hægt væri að setja þá saman aftur, sem var svo aukaatriði, Guðjón var búinn að skoða. Mér eru minnisstæðar skemmtilegu ferðirnar í Tálknafjörð til afa og ömmu. Þá var farið niður á bryggju með prik sem veiði- stöng og spotta sem öngull var hnýttur á. Veiðin var aðallega koli og marhnútur. Það var mik- ið kapp í Guðjón við þessar veiðar, enda mikill áhugamaður um veiðar síðar á lífsleiðinni. Guðjón lærði bifvélavirkjun, sem kom ekki á óvart, hjá bif- reiðaverkstæði Veltis. Guðjón Guðjón Breiðfjörð Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.