Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014
Ryðsveppur hefur lagst á birki á
nokkrum stöðum á landinu, heldur
fyrr en venjulega. Birkilaufin taka
gulan lit, líkt og haustlitirnir séu
óvenjusnemma á ferðinni.
Birkiryðið er orðið mjög áberandi í
Grímsnesi, bæði í víði og birkikjarri,
að sögn Hreins Óskarssonar, skóg-
arvarðar á Suðurlandi. Á vef Skóg-
ræktar ríkisins, skogur.is, kemur
fram að birkiryð er orðið áberandi í
Vaðlareit í Eyjafirði, gegnt Akureyri,
einnig í Ásbyrgi og á fleiri stöðum
þar. Það er farið að sjást í Vagla-
skógi. Hreinn segir að farið sé að
sjást á stöku tré í Þórsmörk en það sé
ekki orðið áberandi á Rangárvöllum.
Algengast er birkiryð á blöðum
birkiplantna í uppeldi og þarf gjarnan
að eitra fyrir það. Hreinn segir að
birkiryð sé oft komið á þessu tíma,
jafnvel í lok júlí, þótt það nái ekki há-
marki fyrr en í september og fari þá
oft saman við haustlitina. Fólk verður
því minna vart við sveppinn.
Hreinn getur sér þess til að
sveppagróið hafi náð að þroskast vel í
hlýindum og vætu í vor og sumar og
þegar svo loks stytti upp hafi þau náð
að dreifa sér um allt.
Hann telur ekki að trén skaðist.
Birkið sé væntanlega búið að mynda
brum og því valdi birkiryðið ekki
tjóni.
Aftur á móti hefur lítið orðið vart
við lirfur ertuyglu sem oft éta birki-
blöðin í ágúst. Veðurskilyrði hafa
greinilega ekki verið maðkinum hag-
stæð.
Pétur Halldórsson, kynning-
arstjóri Skógræktar ríkisins, bendir
fólki á að láta Rannsóknarstöð skóg-
ræktar á Mógilsá vita um óværu á
trjám.
Birkikjarrið skiptir
litum fyrr en venjulega
Ljósmynd/Pétur Halldórsson
Vaðlareitur Birkið skiptir litum
óvenju snemma í ár.
Ryðsveppur
breiðist hratt út
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ólafur H. Johnson, skólastjóri og
eigandi Menntaskólans Hrað-
brautar, segir að ekki verði af
rekstri Hraðbrautar í vetur, eins og
til stóð. Á heimasíðu skólans kemur
fram að skólasetning verði í skól-
anum fimmtudaginn 14. ágúst, þ.e. á
morgun, en Ólafur staðfesti í samtali
við Morgunblaðið í gær að ekkert
skólahald yrði í Hraðbraut í vetur.
„Skólinn mun
ekki starfa í vet-
ur. Ástæðan er
sú, að við vorum
komin með sæmi-
legan hóp til þess
að byrja með,
einn bekk. En
upp á síðkastið
hefur kvarnast
svo mikið úr
hópnum, sem
hugðist hefja nám
hjá okkur, að við urðum að hætta
við. Það var einfaldlega ekki rekstr-
argrundvöllur lengur,“ sagði Ólafur.
Ólafur sagði að skólagjöldin væru
greinilega ástæða þess að nemendur
hefðu hætt við að setjast í Hrað-
braut. Þau hefðu verið 890 þúsund
krónur fyrir veturinn, sem hefði
greinilega vaxið fólki í augum, þann-
ig að ýmist hefðu nemendur afboðað
sig, eða ekki greitt skólagjöldin.
Þegar bæklingur Hraðbrautar frá
síðasta starfsári skólans er skoðaður
kemur á daginn að ásett skólagjöld
þá voru 225 þúsund krónur fyrir vet-
urinn. Ólafur var spurður hvort hon-
um þætti ekki skiljanlegt að fólki yxi
í augum að reiða fram 1,8 milljónir
króna í skólagjöld á framhalds-
skólastigi, miðað við það að nem-
endur lykju námi á tveimur árum.
„Jú, mér finnst það fullkomlega
skiljanlegt. Þetta eru vitanlega mjög
miklir peningar, en ástæðan fyrir
hækkuninni var auðvitað bara sú, að
skólinn nýtur ekki fjárstuðnings rík-
isins. Hraðbraut fékk ekki þjónustu-
samning eins og leitað var eftir, og
því er eiginlega sjálfhætt, fyrst ríkið
fæst ekki til þess að styðja þennan
rekstur með einhverjum hætti,“
sagði Ólafur.
Ólafur bendir á að þótt 1,8 millj-
ónir króna sé auðvitað mikill pen-
ingur fyrir framhaldsskólanám, þá
kosti ódýrasta stúdentsprófið í fram-
haldsskólum landsins á fjórðu millj-
ón króna. „Hjá okkur er þetta mun
ódýrara en ríkið gerir sjálft, fyrir ut-
an það að okkar nemendur hafa náð
tveimur árum á vinnumarkaðnum
umfram aðra. Munurinn er bara sá
að hjá okkur, hefðu skólagjöldin
komið úr vasa nemenda og foreldra
þeirra, en hjá öðrum framhalds-
skólum er það ríkið sem borgar
kostnaðinn,“ sagði Ólafur. Ólafur
taldi ósennilegt að hann myndi gera
aðra tilraun til þess að koma Hrað-
braut í gang á nýjan leik.
Menntaskólinn
Hraðbraut
hættir rekstri
Sjálfhætt án þjónustusamnings við
ríkið, segir Ólafur H. Johnson
Morgunblaðið/ÞÖK
Hraðbraut Nemendur Hraðbrautar
luku stúdentsprófi á tveimur árum.
Starfaði í níu ár
» Hraðbraut, með tveggja ára
nám til stúdentsprófs, tók til
starfa haustið 2003.
» Katrín Jakobsdóttir, þáver-
andi menntamálaráðherra, rifti
þjónustusamningi ríkisins við
skólann árið 2012.
» Hraðbraut hefur ekki starf-
að undanfarin tvö ár, eða frá
haustinu 2012.
» Þjónustusamningur fékkst
ekki við ríkið og því var sjálf-
hætt.
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
Matvöruversluninni Kosti var ný-
verið gert að endursenda 2.740 kg
af nagbeinum fyrir hunda til
Mexíkó vegna þess að Matvæla-
stofnun taldi þau ekki nægilega vel
merkt. Á umbúðum vörunnar kom
fram innihaldslýsing og upplýsing-
ar um framleiðandann auk
heimilisfangs hans og símanúmers.
MAST sagði ákveðið samþykkis-
númer vanta, en þar koma fram
upplýsingar um starfsstöðina, að
hún hafi leyfi til sölu innan Evrópu
og sé unnin undir lögum og reglum
Evrópusambandsins.
Jón Gerald Sullenberger, eig-
andi Kosts, hefur gagnrýnt málið
harðlega þar sem hann hafi haft
samband við MAST og leitað leið-
beininga áður en beinin voru send
til landsins, en þurft að endur-
senda þau með ærnum tilkostnaði,
sem hlaupi á hundruðum þúsunda.
„MAST hefur ákveðna leiðbein-
ingaskyldu gagnvart fyrirtækjum,
sem við nýttum, en því miður brást
stofnunin okkur illilega í þessu
máli,“ segir Jón Gerald. „Við leit-
uðum til hennar því að við vorum
að flytja svona vöru inn í fyrsta
skipti. Þetta tók margra mánaða
vinnu og við lögðum okkur 100%
fram til þess að gera allt rétt og
fara að lögum,“ bætir hann við.
„Það er alvarlegt að opinberar
stofnanir geti ekki sinnt leiðbein-
ingaskyldu og láti þá sem til þeirra
leita standa uppi með verulegt fjár-
hagstjón og skerta ímynd.“
Nú þegar seld í Evrópu
Jón segir niðurstöðu MAST ekki
eiga sér stoð í lögum, enda sé þessi
tiltekna vara nú þegar á Evrópu-
markaði. „Þessar vörur eru seldar í
Hollandi og Belgíu og það virðist
ekki vera neitt mál. Það eru ná-
kvæmlega sömu vörurnar og þær
eru nákvæmlega eins merktar.“
Í grein sem hann skrifaði í
Morgunblaðið á laugardag bendir
hann á að ýmsar gerðir nagbeina
séu fáanlegar í verslunum hér á
landi, sem séu lítið og jafnvel ekk-
ert merktar.
Verslunin Gæludýr.is er meðal
verslana þar sem nagbein eru seld
í stykkjatali án allra merkinga.
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir,
fjármála- og markaðsstjóri versl-
unarinnar, segir merkingarnar til-
tækar þrátt fyrir að beinin séu seld
í stykkjatali. „Þetta kemur alltaf í
algjörlega merktum pokum með
öllum tilskildum leyfum, yfirlýsing-
um, samþykktarnúmeri fóðurfyrir-
tækisins og svo framvegis. Þetta er
selt í lausu en við eigum merking-
arnar alltaf til staðar og öll gögn
sem sýna fram á að þetta sé al-
gjörlega eftir öllum reglum,“ segir
hún.
Ætlar ekki að kæra
Þorvaldur H. Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri inn- og útflutnings-
mála hjá Matvælastofnun, sagði í
samtali við Morgunblaðið að vörur
væru endursendar af ýmsum
ástæðum, til dæmis gæðamálum.
Jón Gerald segist ósáttur við þetta.
„Kostur flytur eingöngu inn fyrsta
flokks hágæðavörur og í þessu til-
felli hafði þetta ekkert að gera með
gæði vörunnar,“ segir hann.
Þorvaldur benti einnig á að að-
ilar sem hefðu verið í sambandi við
MAST ættu rétt á að kæra málið til
viðkomandi ráðuneytis. Jón hyggst
ekki gera það. „Það myndi ekki
skipta neinu máli á hvorn veginn
það færi. Íslenski neytandinn,
skattgreiðandinn, situr alltaf uppi
með kostnaðinn, hvort sem það er
fyrir hönd MAST eða neytenda
sem versla hjá Kosti. Er það þann-
ig sem við viljum hafa það?“ segir
hann.
Morgunblaðið/Golli
Jón Gerald Sullenberger Eigandi Kosts er ósáttur við vinnubrögð MAST.
Hyggst ekki kæra
Matvælastofnun
Eigandi Kosts segir MAST ekki fylgja leiðbeiningaskyldu
Morgunblaðið hafði samband
við fjölda heildverslana til að
kanna hvort algengt væri að
þurfa að endursenda vörur. Al-
mennt könnuðust kaupmenn
ekki mikið við það. Að sögn for-
svarsmanna heildverslunar-
innar Dýraheima hafa sendingar
frá útlöndum þó stöku sinnum
dregist vegna pappírsvinnu.
Guðrún Björk Geirsdóttir er
innkaupastjóri hjá Kaupási og
segir hún eftirlit MAST gott, en
strangt enda gert fyrir neyt-
endur. Hún segir Kaupás stund-
um hafa þurft að endursenda
vörur. „Til dæmis flokkast hun-
ang sem dýraafurð og þá þarf
sérstök vottorð. Ég man eftir
dæmi þar sem ég gat ekki út-
vegað þessi vottorð og þá þurfti
einfaldlega að farga vörunni,“
segir hún, og bætir við að ódýr-
ara hafi verið að farga henni en
endursenda.
Sjá til að lög-
um sé fylgt
MIKIÐ EFTIRLIT
Ólafur H.
Johnson
„Þetta er fín þjálfun,“ segir Bragi
Reynisson, sem hjólaði við þriðja
mann upp á Úlfarsfellið í gærkvöldi
til að komast í form. Ætlun Braga
og samstarfélaga hjá Saga film er
að hjóla Laugaveginn svonefnda
um helgina, sem er 50 km leið.
„Þetta verður auðvitað strembið en
við ætlum þetta samt á einum
degi,“ segir Bragi sem er lengst til
hægri á myndini. Með honum eru
Arnbjörg Hafliðadóttir og Pétur
Óli Hafliðason úr Laugavegshópi
Saga film. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Æfðu sig fyrir Laugaveg