Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 27
var afar handlaginn og flinkur viðgerðarmaður. Hjá Velti vann hann svo í nokkur ár ásamt eig- inmanni mínum, Guðmundi, og voru þeir góðir félagar. Guðjón seldi Guðmundi bíl um þetta leyti sem seinna varð svo forn- bíll. Bíll þessi hefur mikið verið notaður til þess að aka brúð- hjónum. Guðjón fékk svo þenn- an bíl til að aka yngstu dóttur sinni, Tinnu, þegar hún gifti sig síðastliðið sumar. Það fannst Guðjóni sérstaklega ánægju- legt. Guðjón var mikill mann- vinur og hafði sérstakt dálæti á börnum, enda hændust þau að honum. Það voru skemmtilegar berjaferðirnar með honum. Karlarnir sátu frammí og kon- urnar aftur í og eins og ávallt var Guðjón hrókur alls fagn- aðar. Við hæfi finnst mér að kveðja þig, elsku bróðir, með eftirmælum Rósu ömmu til pabba okkar, þegar hann féll frá. Varðveittu hann Drottinn, vörður allra og hlíf, sem á vegi þínum verða, hjá þér er eilíft líf. (GSG) Elsku Begga, dætur, tengda- synir og barnabörn, megi fal- legar minningar ylja ykkur í sorginni og sefa sárasta sökn- uðinn. Sigurrós systir og fjölskylda. Þegar sorgin knýr skyndilega dyra og ungur maður í blóma lífsins er hrifinn á brott er oft erfitt að koma hugsunum í orð. Eftir situr tómið og minning- arnar um hjartahlýjan og góðan dreng sem tengdasonur minn var, ég virti og þótti mjög vænt um eftir áratuga kynni. Læt ég og Helgi eftirfarandi kvæði verða okkar hinstu kveðju til hans: Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á ör- skammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr, en örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur.) Hvíldu í friði, elsku Guðjón minn, og þú, elsku Begga mín, megi almáttugur góður guð styrkja og hugga þig og þína ástkæru fjölskyldu. Erna Hannesdóttir og Helgi Arnlaugsson. Það eru þrátíu ár síðan snjó- flóð féll á Ólafsvík (1984). Þar skemmdust hús og Steypustöð og verkstæði hjá Loftorku. Ég rak bílaverkstæði í Reykjavík og vann mikið fyrir Brunabóta- félag Íslands. Þeir hjá Bruna- bótafélaginu leitaðu til mín og báðu mig að fara vestur og meta tjónið. Tjónið sem ég átti að meta voru steypubílar og verkfæri hjá Loftorku. Þar hitti ég Guðjón fyrst. Hann sagði mér þá, að hann hefði verið ný- farinn af verkstæðinu þegar snjóflóðið féll, en verkfærakass- inn hans eyðilagðist. Hann sagði það í lagi, en hann slapp. Sex árum síðar setti ég upp tjónaskoðunarstöð fyrir Bruna- bótafélag Íslands og Samvinnu- tryggingar, sem fékk nafnið Vá- tryggingafélag Íslands VÍS. Ég auglýsti eftir skoðunarmanni. Það komu nokkrir menn í viðtal, þar á meðal Guðjón. Ég man það eins og það hafi gerst í gær en eftir viðtalið við hann, spurðu konurnar sem unnu hjá Tjónaskoðunarstöðinni sem voru þrjár: „Ætlar þú að ráða Guðjón?“ Þá sagði ég: „Hann er ómögulegur þessi“, til að fá við- brögð. Þær héldu nú ekki. Hann er svo myndarlegur og kemur vel fyrir. Þarna hófst mikil vinátta á milli okkar. Guðjón lærði hjá Volvo (Velti) og hafði unnið mikið við vöru- bíla. Saman kynntum við nýj- ungar í bílgreininni og reyndist hann hinn besti samstarfsmaður um allt, t.d. grindarréttingar, nýjustu efni í bílamálun o.fl. Fengum við einnig erlenda sérfræðinga til landsins okkur til aðstoðar. Tvisvar fórum við saman til Frankfurt á bílasýninguna og var Guðjón góður ferðafélagi og áhugasamur mjög. Í frítímum fórum við hjónin saman í veiði, t.d. í Brennuna og þar fékk Finnbjörg sinn fyrsta lax á maðk, maríulax, og Guðjón sinn fyrsta lax á flugu, maríulax.Við fórum saman tvisvar á ári í Eldvatnið í veiði í mörg ár og voru það skemmti- legar stundir. Ég var formaður veiðifélags BM Vallár og fékk Guðjón í fé- lagið. Sú veiði var líka stunduð af kappi. Um leið og við hjónin kveðj- um vin okkar og þökkum hon- um samfylgdina, þá sendum við þér, kæra Finnbjörg, dætrum ykkar og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Grétar Tryggvason, Annalísa Magnúsdóttir. Í dag kveðjum við góðan fé- laga úr röðum Líkamsræktar- innar. Okkur setti hljóða þegar við fréttum af ótímabæru and- láti Guðjóns í byrjun verslunar- mannahelgarinnar. Guðjón byrj- aði í Líkamsrækt B&Ó haustið 1994 og var virkur félagi alla tíð eða í 20 ár en hann tilheyrði sex-tímanum, en svo er hóp- urinn sem hann var í nefndur en hinn er sjö-tíminn. Hann stundaði ræktina af kappi og var einstaklega fylginn sér þeg- ar komið var að körfuboltanum. Guðjón var ansi duglegur í dómgæslunni og lét menn ekki komast upp með neitt múður ef menn brutu af sér gagnvart liðsfélögunum eða honum sjálf- um, rétt skyldi vera rétt! Í Líkamsræktinni er jöfn áhersla lögð á líkamlega áreynslu og félagslega þáttinn, en þar má nefna alls kyns árs- tíðafagnaði, gönguferðir og jeppaferðir. Í fyrstu jeppaferð- inni sem farin var haustið 2001 í Þórsmörk, Langadal, er okkur minnisstætt sem þar vorum þegar Guðjón kvaddi sér hljóðs undir borðhaldinu, steig upp á stól til þess að ávarpa viðstadda með útbreiddan faðminn í mat- salnum til þess að segja okkur gamansögu. Þótti okkur tilburð- ir hans líkjast því sem þar væri prestur á ferð að blessa söfnuð sinn, en eftir þetta var hann kallaður í okkar hópi prestur- inn. Guðjón var ávallt hress og glaður, tilbúinn að taka þátt í því sem verið var að gera hverju sinni og leggja sitt af mörkum. Hann og Finnbjörg (Begga), voru mjög samstillt hjón og virk í flestum þeim fé- lagslegu þáttum sem boðið hef- ur verið uppá á í ræktinni í gegnum árin og voru þau með okkur þegar við héldum upp á 25 ára afmæli Líkamsræktar- innar núna í vor í Stykkishólmi og nutu sín vel eins og allir. Guðjóns verður sárt saknað í haust þegar sex-tíminn og aðrir tímar ræktarinnar koma saman til þess að byrja að hreyfa sig eftir hreyfingarleysi sumarsins. Kæri Guðjón, takk fyrir góð og skemmtileg kynni, hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi góður guð vernda ykkur, elsku Begga, og verða fjölskyldu þinni mikill styrkur í ykkar miklu sorg og ótímabærum missi. F.h. Líkamsræktar B&Ó, Ólafur Ág. Gíslason og Birna Guðmundsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að skrifa minningarorð um glæsimennið Guðjón Breiðfjörð Ólafsson sem féll frá í blóma lífsins föstudaginn 1. ágúst. Það var hringt í mig á laug- ardeginum úr númeri frá Vís og í símanum er fyrrverandi vinnu- félagi okkar að segja mér að Guðjón sé dáinn, hafi orðið bráðkvaddur í sumarbústaðnum sínum á föstudeginum. Það fór um mig doði við þessar öm- urlegu fréttir. Þetta kom eins og reiðarslag þar sem Guðjón hugsaði vel um heilsuna og var í góðu líkamlegu formi. Þegar svona fréttir berast manni verður maður fyrst reiður yfir óréttlætinu, að þessi ljúflingur skuli vera tekinn burt frá fjölskyldu og vinum á besta aldri. Guðjón og fjölskylda þurftu því miður að reyna meira en flestir í lífinu þar sem þau hjón Guðjón og Begga þurftu að sjá á eftir dóttur sinni fyrir nokkrum árum, sem lést mjög ung, svo manni fannst eins og hans fjölskylda væri búin að reyna nóg og þau hjón ættu skilið að fá að eldast saman, þau voru svo miklir vinir og með samrýmdari hjónum sem ég hef kynnst. Guðjón var mikill fjöl- skyldumaður og afahlutverkið var honum hugleikið. En það er ekki spurt að stað eða stund, tíma eða aldri þegar kallið kem- ur. Og því miður kom það allt of snemma núna. Við Guðjón kynntumst eftir að ég hóf störf hjá Vís í nóv- ember 2004, þá var þessi grá- hærði, glæsilegi maður í sömu deild og ég, Guðjón var alltaf flottur í tauinu og vel til hafður, ég áttaði mig reyndar ekki á honum í fyrstu, hann gat verið stuðandi og hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum. Eftir því sem tíminn leið og við fórum að spjalla meira, kynnast og skiptast á skoðunum þá sá ég að þarna var á ferðinni mikill ljúflingur sem var vinur vina sinna og mátti ekkert aumt sjá. Við vorum ekki alltaf sammála en bárum virðingu fyrir skoð- unum hvor annars og aldrei kom upp ósætti á milli okkar þau tæp 10 ár sem við unnum saman, og það tókst með okkur góð vinátta sem stóð allt fram til síðasta dags. Eftir að ég hætti störfum hjá Vís snemma á þessu ári hringdi Guðjón nokkrum sinnum í mig til að heyra hvað hefði á daga mína drifið og hvernig ég hefði það. Mér þótti óskaplega vænt um þessi símtöl, en því miður á ég ekki eftir að sjá nafnið „Guð- jón Ólafs“ oftar á gsm-símanum mínum þegar hann hringir. Það er sjónarsviptir að mönnum eins og Guðjóni sem þorði að segja það sem honum fannst og hann hafði alltaf ákveðnar skoð- anir á öllu og var óhræddur við að viðra þær, sama hvað öðrum fannst. Hugur minn er hjá Beggu konu hans, dætrum, tengda- og afabörnum. Missir þeirra er mikill og sendum við hjónin þeim innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum og megi guð almáttugur styrkja ykkur í sorginni. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Hvíl í friði, kæri vinur. Sveinbjörn Hannesson. Í dag kveðjum við kæran vin, mág og svila. Hugurinn reikar og minningar brjótast fram. Minningar um ótalmörg ferða- lög hér heima og erlendis og fjörug og sprengiglöð áramót. Minningar um kærleiksríkar samverustundir bæði í gleði og sorg. Minningar sem óma af strákslegri kátínu og hlátri. Guðjón var mikill fjölskyldu- maður og hann var alltaf til staðar fyrir sitt fólk sem hann var afar stoltur af. Guðjóns verður sárt saknað en minning hans mun lifa með okkur. Hvíl í friði, kæri Guðjón, takk fyrir allt. Jóhann og Anna, Haddý og Bjarni, Íris og Dóri, Jesper og Christina. Fallinn er frá Guðjón B. Ólafsson alltof fljótt, æskufélagi og bekkjarbróðir frá Patreks- firði. Þar ólumst við upp í frjálsu uppeldi, lékum okkur úti alla daga frá morgni til kvölds. Ekki vantaði verkefnin hjá okk- ur Guðjóni, Snæbirni, Ægi og síðar Sveinbirni. Við ólumst upp við nálægð fjárhúsa, kaup- félagsins, skólans, hlíðarinnar, fjörunnar, sýslumannsins, prestsins og skólastjórans. Við byggðum okkur kofa úr efni gamla kaupfélagsins sem var verið að rífa og glerkistu rétt fyrir neðan fjárhús afa Ægis og efni héðan og þaðan. Við settum upp hjólaverkstæði í fjárhúsum föður Guðjóns sem lágu fyrir innan og ofan Stekka 13. Við smíðuðum bát úr járnplötu, fleka og fleira. Einnig settum við upp útgerð og bræðslu með bátum sem við drógum með í fjörunni. Í hlíðinni vorum við með bú þar sem dýrin voru horn og bein, ímyndunarafl okk- ar var óþrjótandi. Það eina sem við þurftum að passa okkur á var þegar mæður okkar kölluðu í mat. Guðjón flutti snemma frá Patró en við vissum alltaf hvert af öðru. Það var svo þegar Patró 52 módel fór að hittast reglulega, þegar börnin voru vaxin úr grasi, að kynnin hófust á ný. Guðjón mætti oft á sunnu- dagshitting eða þegar við fórum út að borða. Finnbjörg kom allt- af með honum þegar við fórum vestur á Patró á sjómannadag- inn og féll strax vel inn í hóp- inn. Guðjón var alltaf brosmild- ur og glaðvær í fasi, þannig munum við hann. Þessi hópur, Patró 52 módel, hefur verið dásamlega gefandi og alltaf nóg að spjalla um. Fráfall Guðjóns kom okkur öllum í opna skjöldu eins og höggbylgja. Guðjóns verður sárt saknað en svona er lífið það þekkjum við úr Þorp- inu að vestan. Við færum Finn- björgu og fjölskyldum Guðjóns okkar innilegustu samúðar- kveðju. Fyrir hönd Patró 52 módel, Ægir, Snæbjörn, Gunna Jóna og Erna. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 ✝ Okkar elskulegi sonur og bróðir, GRÉTAR SVEINN ÞORSTEINSSON, Sjávargrund 12 b, Garðabæ, lést laugardaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Þorsteinn Egilson, Eygló Ólafsdóttir, Bára Þorsteinsdóttir, Brynja Þorsteinsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GUNNARSSON rennismiður, Leirubakka 18, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 7. ágúst. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00 Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknardeild Landspítalans í Kópavogi njóta þess. Áslaug Jóhanna Guðjónsdóttir, Guðlaug Helga Kristjánsdóttir, Sólon Lárus Ragnarsson, Sæunn Harpa Kristjánsdóttir, Elsa Dögg Áslaugardóttir, Jósef Gunnar Sigþórsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ÓLAFSDÓTTIR, áður til heimilis að Brunnum 19, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar laugardaginn 9. ágúst. Jarðsungið verður frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 16. ágúst kl. 14.00. Sesselja Guðrún Arthúrsdóttir, Þórir Bjarnason, Ingveldur Hafdís Ólafsdóttir, Steindór Tómas Halldórsson, Sveinn Ólafsson, Steinunn Sturludóttir, Aðalsteinn Már Ólafsson, Ingibjörg Rósa Guðmundsdóttir, Ellen Ólafsdóttir, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson, Haraldur Ólafsson, Arnbjörg Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGTRYGGUR ÞORSTEINSSON, lést á Hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfells- bæ fimmtudaginn 7. ágúst. Útför hans fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 18. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Árný Þorsteinsdóttir, Þórólfur Þorsteinsson, Gottskálk og Hafdís, Þorsteinn og Hansína, Hreinn og Vinný, Erla og Kalman, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GERÐA KRISTÍN SIGMUNDSDÓTTIR HAMMER, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 5. ágúst. Útför hennar fer fram frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 14. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Börn og tengdabörn. ✝ Okkar ástkæri sonur, faðir, afi, bróðir og frændi, ÓLAFUR HVANNDAL, Álfaskeiði 123, Hafnarfirði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 9. ágúst. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Jón Eggert Hvanndal, Hjördís V. Hvanndal, Arnar Ólafur Hvanndal, Hildur Ýr Hvanndal, Kristófer Eggert Hvanndal, Þórey Hvanndal, Dóra Hvanndal, Björg Hvanndal og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.