Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 STUTTAR FRÉTTIR ... ● Heildarvelta ís- lenskra Visa kreditkorta jókst í júlímánuði um 5,7% frá sama mánuði í fyrra. Notkun innanlands jókst um 4,1% en erlendis var veltu- aukningin um 15,3%, að því er segir í tilkynningu frá Valitor. Til samanburðar jókst veltan í júní um 5% frá sama mánuði í fyrra. Mest jókst kreditkortaveltan í áfengisverslunum, um 4,3% frá júlí í fyrra. Veltan á bensínstöðvum dróst hins vegar saman um 2,8% milli ára. Þá jókst kreditkortaveltan í matvöru- og stórverslunum jafnframt um 0,5%. Kreditkortavelta eykst ● Stjórnvöld í Svíþjóð skoða nú þann möguleika vandlega að takmarka fast- eignalán með breytilegum vöxtum í þeirri viðleitni að auka stöðugleika fjár- málakerfisins þar í landi. Þetta kemur fram í morgunpunktum IFS greiningar. Þar segir að þetta gerist í kjölfar þess að fleiri fasteignakaup- endur velji nú lán sem taki mið af skammtímavöxtum. Breytilegir vextir fasteignalána í Sví- þjóð hafa farið lækkandi samfara lægri stýrivöxtum. Þeir eru nú 2,4%, sam- kvæmt tölum Swedbank, og hafa ekki verið lægri í fjögur ár. 78% nýrra lána í júlí báru breytilega vexti samanborið við 63% nýrra lána árið 2012. Takmarki breytileg lán ● Tæknirisinn Google og fimm asísk fjarskiptafyrirtæki hafa tekið höndum saman um lagningu nýs sæstrengs milli Bandaríkjanna og Japans. Strengurinn verður um níu þúsund kíló- metrar að lengd og mun kosta um 300 milljónir dala, sem jafngildir um 34 milljörðum króna. Verkefnið gengur undir nafninu FASTER. Í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að strengurinn muni tengjast við nokkrar stórborgir, svo sem San Francisco, Portland og Seattle. Í tilkynningu kom fram að flutnings- geta strengsins yrði í upphafi sextíu terabit á sekúndu. Google leggur sæstreng yfir Kyrrahafið Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á                                      !"  #! $ % "# #$%  % $!$  &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  %% !$$ #!$ $%% "% #$##   $$! %%$ " %# !"! #!$$" $ "" #$   $$% % #!$$#% Veltutölur verslunar í júlímánuði sýna enn hraðari vöxt en áður og þá hefur verð í mörgum flokkum lækk- að, til dæmis á dagvöru, fötum og raftækjum. Athygli vekur að þrátt fyrir mikla vætutíð jókst sala á mat og drykk töluvert frá sama mánuði í fyrra, að því er segir í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Heildarveltan jókst að raunvirði um 3,7% frá júlí í fyrra og leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðabundnum þáttum jókst veltan um 4,1%. Fataverslun jókst umtalsvert í mánuðinum, um 9,1% að raunvirði frá fyrra ári. Þó er bent á að á sama tíma hafi föt lækkað um þrjú prósent í verði, sem gæti haft sín áhrif. Sala á öðrum sérvörum, eins og raftækjum og húsgögnum, eykst einnig hröðum skrefum. Til marks um það jókst til dæmis sala sér- verslana með rúm um 34,5% í júlí frá sama mánuði í fyrra, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs var sala á rúmum 15,4% meiri en á sama tímabili í fyrra. Þá jókst sala á farsímum um 27,5% í júlí, svo annað dæmi sé tekið. Velta húsgagnaverslana var 16,3% meiri í júlí en í sama mánuði í fyrra á föstu verðlagi og jókst um 16,9% á breytilegu verðlagi. Velta sérverslana með skrifstofuhúsgögn jókst um 4,9% á föstu verðlagi og hefur verð á húsgögnum nú hækkað um 0,5% á síðustu tólf mánuðum. Farsímasala tók einnig kipp og jókst um 27,5% í mánuðinum. Sala eykst á mat og drykk Föt Fataverslun jókst töluvert í júní, um 9,1% að raunvirði frá fyrra ári. Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Gluggar og garðhús Glæsilegir sólskálar lengja sumarið og gera sælureitinn ómótstæðilegan Nánari upplýsingar á www.solskalar .is Yfir 40 litir í boði! Viðhaldsfríir gluggar og hurðir Sólskálar -sælureitur innan seilingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.