Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 225. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Conan greindi frá andláti Robins … 2. Robin Williams hengdi sig 3. Dapri trúðurinn tók eigið líf 4. Þöggun leiðir af sér fordóma »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Erna Ómarsdóttir hefur verið ráðin listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokks- ins fyrir leikárið 2014-2015. Erna hef- ur unnið með nokkrum fremstu dans- og sviðslistahópum Evrópu og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín, m.a. fimm Grímuverðlaun og Menning- arverðlaun DV. Erna hefur verið list- rænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival, Les Grandes Traversees- sviðslistahátíðarinnar í Bordeaux og Shalala-danshópsins. Erna ráðgjafi Íd  Ivan Koumaev, danshöfundur og dansari Justin Timberlake sem heldur tónleika á Íslandi 24. ágúst, mun kenna dans í DanceCenter Reykjavík degi fyrir tónleikana, 23. ágúst. Frekari upplýsingar má finna á dancecenter.is. Námskeið með dans- höfundi Timberlake  Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, stendur fyrir Bransadögum 1.-4. október og er markmiðið að fá til landsins erlent kvikmyndagerðarfólk með það fyrir augum að kynna íslenska kvikmyndagerð og leiða saman íslenskt og er- lent kvikmyndagerðarfólk í þeirri von að koma verk- efnum á koppinn og miðla reynslu. Fjöldi erlendra gesta kem- ur sérstaklega á Bransadaga og má bú- ast við að þeir verði hátt í hundrað. Hátt í 100 manns á Bransadögum RIFF Á fimmtudag Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað um landið vestanvert og smásúld með ströndinni en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt en hægari en í gær. Dálítil væta austantil og allra syðst en annars víða léttskýjað. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á sunnanverðu landinu. VEÐUR „Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Það er auð- vitað sárt að þurfa að yfir- gefa Füchse Berlin en á móti kemur að ég er að fara í mjög skemmtilegt, krefj- andi og áhugavert starf,“ sagði Dagur Sigurðsson við Morgunblaðið, en hann var í gær ráðinn þjálfari þýska karlalandsliðsins í hand- knattleik. Dagur tekur til starfa hinn 1. september. »1 Dagur tekur við liði Þjóðverja „Ég get alveg séð eitthvað jákvætt út úr þessu. Það þarf bara að minna mig á þetta jákvæða, því ég er svo kröfu- hörð við sjálfa mig,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir við Morgunblaðið í gær. Hún endaði í 16. sæti í forkeppni í langstökki á EM í frjálsíþróttum og komst ekki í úrslit, ekki frekar en Ásdís Hjálmsdóttir sem endaði í 13. sæti í for- keppni í spjótkasti. »1 Ásdís og Hafdís komust ekki í úrslit á EM KR-ingurinn Almarr Ormarsson segir að þrátt fyrir góða frammistöðu gegn Keflavík á mánudag eigi hann ekki öruggt sæti í liðinu fyrir bikarúrslita- leikinn um helgina þegar liðin mæt- ast á ný. Almarr skoraði bæði mörk KR á mánudag og er leikmaður 15. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Morgunblaðsins, sem birtir úrvalslið umferðarinnar í dag. »2-3 Gengur ekki inn í liðið þrátt fyrir mörkin tvö ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Ákveðnir staðir í Reykjavík eru vinsælli en aðrir hjá ferðamönnum til uppstillingar fyrir ljós- myndatöku, en staðirnir geta verið allt frá íburðamiklum og fallegum byggingum yfir í einfalda vega- tálma. „Þessir staðir gera tví- mælalaust heil- mikið fyrir borgina. Þessir staðir hefðu kannski ekki skipt sköpum fyrir tuttugu árum en á tím- um Instagram og Fésbók- arinnar er þetta það sem fólk gerir,“ segir Jakob Frímann Magnússon, miðborg- arstjóri Reykjavíkur. Jakob telur staðsetningarnar hafa í för með sér heilmikla land- kynningu og bendir á margföld- unaráhrifin sem þeim fylgja. „Fólk tekur myndir af því sem því finnst vera öðruvísi en það á að venjast og sendir það áfram á vini og vandamenn. Hvert okkar á allt að 5.000 vini á Fésbók og því hefur þetta gríðarlegan mátt. Við meg- um nefnilega alls ekki vanmeta þátt netsins í því að hér eru ellefu hundruð þúsund erlendir gestir á þessu ári. Það er beint samhengi þar á milli,“ segir Jakob. Brosið gerir mest Á Laugavegi 1 í miðborg Reykjavíkur stendur gjafa- vöruverslunin „The Viking“ en fyrir framan hana eru tvær stytt- ur, af Grýlu og Leppalúða. Stytt- urnar hafa staðið fyrir framan búðina frá því í vor en þær hafa vakið mikla lukku meðal ferða- manna. „Það er mjög vinsælt hjá ferða- mönnum að stilla sér upp með styttunum og láta taka mynd af sér. Það er stöðugur straumur af þeim allan ársins hring frá morgni til kvölds. Við höfum ver- ið með svipaðar styttur í búðinni okkar á Akureyri og þær hafa reynst okkur afar vel. Glaður ferðamaður er góður kúnni og þetta er liður í því að stuðla að því. Brosið er það sem gerir mest fyrir okkur. Þetta er líklega einn dýrasti leikmunur sem ég hef látið gera en það borgar sig margfalt til baka,“ segir Sigurður Guðmunds- son, eigandi „The Viking“. Sumir staðir vinsælli en aðrir  Megum ekki vanmetta þátt netsins Afmæli Sólfarið var sett við Sæ- braut í tilefni afmælis Reykjavíkur. Kirkja Eitt hæsta mannvirki Íslands er þekkt kennileiti í Reykjavík. Hjól Vegatálminn á Skólavörðustíg er einfaldur en aðlaðandi hönnun. Bindi Ferðamenn sýna veggnum hjá verslun Guðsteins áhuga. Stytta Grýla og Leppalúði vekja at- hygli ferðamanna. Miðbær margir vilja láta mynda sig við skemmtistaðinn Kíkí. Jakob Frímann Magnússon Nokkrir staðir eru mjög vinsælir til uppstillingar og skulu nokkrir þeirra nefndir hér. Vegatálminn í líki reiðhjóls á Skólavörðustíg er einn af þeim stöðum í Reykjavík sem eru vinsælir til að láta mynda sig á. Hallgríms- kirkja hefur lengi verið meðal þeirra staða ásamt Sólfarinu við Sæbraut. Hinn fallegi myndskreytti veggur við skemmtistaðinn Kíkí í miðborg Reykjavíkur er án vafa meðal þeirra fulltrúa og utan á húsi verslunar Guð- steins Eyjólfssonar eru svo málaðar myndir af manni með bindi en þær eiga að virka sem kennsla um hvernig binda eigi bindishnút. Óhætt er að fullyrða að sá veggur hafi undanfarin ár laðað að sér þónokkuð marga ferðmenn sem vilja ólmir láta mynda sig við vegginn. Vilja ólmir láta mynda sig NOKKRIR VINSÆLIR STAÐIR Í REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.