Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 ✝ Þórður Valdi-marsson var fæddur að Her- mundarstöðum í Þverárhlíð 22. ágúst 1925. Hann lést að Brák- arhlíð, dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi, 2. ágúst 2014. Foreldrar hans voru hjónin Valdi- mar Davíðsson, fæddur 1899, dáinn 1974, og Helga Ingi- björg Halldórsdóttir, fædd 1895, dáin 1985. Þau eign- uðust þessi sex börn auk Þórð- ar: Guðný Ástrún, f. 1920, d. ur. Þá fluttu þau í Borgarnes og nokkrum árum eftir að þau fluttu þangað keypti Þórður húsið að Borgarbraut 65. Þar bjó Þórður svo einn í nærri þrjá áratugi eða allt til þess er hann flutti á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi sem nú heitir Brákarhlíð. Það var 2007. Þórður var hestamaður af lífi og sál; var virkur í hesta- mannafélaginu Faxa og var heiðursfélagi þess. Hann var vel lesinn í fornbókmenntum og fylgdist glöggt með amstri daganna þegar heilsa og að- stæður leyfðu. Hann aðstoðaði vini sína við hross og hélt hesta lengi í Borgarnesi. Þórður var ókvæntur og barnlaus. Útför Þórðar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag, 13. ágúst 2014, og hefst athöfnin klukkan 14. 2011, Guðrún, f. 1924, Valdís, f. 1925, d. 1995, Halldór, f. 1928, d. 1995, Þorsteinn, f. 1929, d. 2001, og Guðbjörg, f. 1934, d. 2004. Þau Helga og Valdimar hófu búskap á Her- mundarstöðum en fluttu 1926 að Guðnabakka í Stafholtstungum þar sem þau bjuggu til ársins 1952 er þau fluttu að Hömrum í Hraun- hreppi í Mýrasýslu. Þar bjó með þeim frá upphafi til loka 1966 elsti sonur þeirra, Þórð- Þegar Þórður móðurbróðir minn var allur fannst í fórum hans úrklippa nostursamlega samanbrotin í peningaveski. Á úrklippunni reyndist vera ljóð Gríms Thomsen um Arnljót gellini. Arnljótur var stiga- maður sem fór ekki troðnar slóðir. Þórður fór ekki troðnar slóðir. Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið. Gríðar stóðið gráa og fljóta greitt má taka og hart til fóta ef að hafa á það við. Ekki besta ljóð Gríms en þannig orti hann um Arnljót. Fannst Þórði kannski þessar vísur eiga við sig, fannst hon- um hann stundum vera aleinn á harðahlaupum undan að- stæðum sem hann réð ekki við? Viðmót Þórðar frænda míns var oft varnarhamur hans gagnvart umhverfinu. Hann gat verið meinlegur í orðum og hryssingslegur nokkuð og jafnvel viðskotaillur. En stundum brá hann fyrir sig skelmislegu yfirbragði. Oft var flókið að ræða við hann því hann talaði gjarnan í hálf- kveðnum vísum. Það kom fyrir að fólki brá við orð hans. En það voru orð, bara orð. Lengi hafa ummæli hans við gesti og gangandi verið um- ræðuefni okkar skyldfólks hans: Hvað átti hann eiginlega við? Við vissum að Þórður átti hlýju og gleði. Það vissum við sem höfðum þekkt hann lengi. Hann breyttist, harðnaði í áranna rás, en mildaðist svo aftur í lokin. Þórður talaði alltaf vel um árin sín á Guðna- bakka. En eftir það var sálna- farið stundum erfitt. Einhverj- ir áttu það til að espa upp lund hans; það er kallað einelti nú orðið. Hann varð oft illa reiður og Bakkus var þá enginn vinur hans. Nokkur ár var ég unglingur um jól í Hömrum og um páska; þá var það sérstakt tilhlökk- unarefni að tala við Þórð og að fara með honum í fjárhúsin og að tala um hross. Það gerðum við nærri alltaf þegar fundum okkar bar saman. Þegar ég var barn átti hann hestinn Sörla. Í minningunni er falleg mynd af Þórði á þess- um hesti. Þórður starfaði í Hestamannafélaginu Faxa og var heiðursfélagi þess. Hann sinnti gjarnan hestum með vinum sínum eins og Guð- rúnu Fjeldsted og Markúsi Benjamínssyni. Þeim erum við þakklát, en ég hygg að sam- band hans við Markús hafi leyst hann úr sjálfheldu þegar ekki mátti tæpara standa. En við töluðum líka um hetjur í Íslendingasögum. Þau ólu mig upp sjö systkinin á Guðnabakka fyrstu árin mín; nú er móðir mín ein á lífi, ní- ræð að aldri. Ég er þeim öllum þakklátur fyrir uppeldið; þau skildu eftir spor í mér sem mér þykir vænt um. Þórður var í sjö ár í Brák- arhlíð í Borgarnesi. Voru það bestu ár ævi hans? Svo mikið er víst að starfs- fólki þótti vænt um hann og honum um það þótt hann kynni ekki að færa það al- mennilega í orð. Hann átti það reyndar til að skemmta umhverfi sínu með tvíræðni, jafnvel glettni. Við sem vorum nærri Þórði erum þakklát starfsfólki Brákarhlíð- ar. Ég hitti Þórð síðast 14. júní. Þá áttum við skemmtilegra samtal en ég hafði lengi átt við hann. Það skemmdi ekki að þar var Jóhanna frænka okk- ar; hann kíkti til hennar og leit svo til mín spóalegur. Það var gaman. Það er gott að muna á kveðjustund. Svavar Gestsson. Okkur félögunum í hesta- mannafélaginu Faxa í Borg- arfirði langar að til að minnast heiðursfélaga okkar Þórðar Valdimarssonar. Þórður var einn af dyggustu félagsmönn- um okkar, ávallt reiðubúinn að vinna sjálfboðavinnu fyrir fé- lagið. Hér á árum áður stóð hestamannfélagið fyrir stór- mótum að Faxaborg á bökkum Hvítár, þá voru oft mörg handtök sem þurfti í undir- búningsvinnu. Girðingavinna var stór hluti af þeirri vinnu því margt manna kom ríðandi og þurfti þá að hafa góðar girðingar fyrir keppnis- og ferðahross. Alltaf var hægt að treysta á Þórð til þessa verks og eyddi hann yfirleitt sínum frístund- um í sjálfboðavinnu fyrir fé- lagið sem var honum mjög hugleikið. Þórður átti alltaf góða reiðhesta, yfirleitt þrjá brúna sem hann kallaði brúna tríóið. Áður fyrr stóð hesta- mannafélagið alltaf fyrir einni hestaferð á hverju sumri og mætti Þórður alltaf í þær ferð- ir. Man ég sérstaklega eftir einni ferð norður í Skagafjörð með fjölda félaga, hversu hjálpsamur hann var að járna fyrir fólkið og gerði það með stakri prýði. Eins fórum við ferð í kring- um Strútinn, niður Kjarardal og niður í Þverárrétt. Á þess- um slóðum var Þórður á sínum æskustöðvum, þarna hafði hann farið í leitir og hrossa- smalanir á sínum yngri árum. Þarna fræddi hann okkur um öll helstu kennileiti og fór með vísur og ljóð um marga þá staði sem við fórum um, hann var ljóðunnandi mikill og minnugur og fór vel með. Ógleymanlegt er fyrir okkur sem vorum í þessari ferð þeg- ar við fylgdum Þórði í náttstað til Ásmundar vinar hans á Högnastöðum. Þá voru rifjaðar upp allar þær góðu minningar sem þeir áttu sameiginlegar um upp- byggingu mannvirkjanna á Faxaborg og ógleymanlegar hestaferðir. Óeigingjarnt starf Þórðar varð okkur til fyrir- myndar því aldrei sóttist hann eftir metorðum. Að vera góður félagi var honum allt og verð- um við honum ævinlega þakk- lát. Blessuð sé minning góðs félaga. Fyrir hönd hestamanna- félagsins Faxa, Guðrún Fjeldsted. Þórður Valdimarsson Manstu þegar mig fyrst þú sást? Sú minning lifir sterk og góð. Ég endurgoldið ekki hef öll þín lög – öll þín ljóð. Þú hefur gefið mér svo margt sem móðir aðeins kann á skil. Ég lærði af af þér að lesa á blað. Ljós þitt veitti birtu og yl. Já, ég veit að þú manst miklu meira en ég En ég man það svo vel hvað þú varst dásamleg. Og það sem að ég er er ég vegna þín. Ó mamma – já mamma. Mamma, þegar ég grætti þig þér þótti eins og hefði ég villst inn á vandrataða slóð sem mér væri hættuleg – hættuleg. Já, ég veit þú manst miklu meira en ég, en ég man það svo vel hvað þú varst dásamleg. Og það sem að ég er er ég vegna þín. Ó mamma – já mamma. Við munum bæði tár og bros. Ég bið þess eins þú skiljir að allt það ósagða nú ég í eyrað hvísla, geymdu það. Já geymdu það. Já, ég veit að þú veist, veist það betur en ég að við varðveitum það allt – mamma. (Valgeir Guðjónsson) Hvíl í friði, elsku mamma. Gísli, Gunnar, Vigdís og Anna. Elsku amma okkar. Það var fyrir rétt rúmum mán- Alda Halldóra Hallgrímsdóttir ✝ Alda HalldóraHallgríms- dóttir fæddist 10. maí 1939. Hún lést 3. ágúst 2014. Útför hennar fór fram 12. ágúst 2014. uði að þú varst að gera pönnukökur fyrir okkur barna- börnin. Núna ertu farin frá okkur á betri stað og færð að hitta gamla vini og fjölskyldumeðlimi sem hafa einnig horf- ið á braut. Við nutum þess að koma í kaffi til þín og afa í Dvergagilið og spjalla um allt milli himins og jarð- ar. Skemmtilegast þótti okkur þó þegar þið afi sögðu sögur frá því þegar þið voruð ung, hvernig lífið var þá. Í gegnum þessar sögur gerðum við okkur grein fyrir því hversu stórmerkileg og harðdug- leg kona þú varst. Þú gekkst í gegnum svo margt og við fyllumst stolti yfir því að vera komin af svo frábærri konu. Áramótafögnuður hjá afa og ömmu í Dvergagili er meðal okkar mörgu dýrmætu minninga. Öll fjöl- skyldan saman komin að borða ljúffengan mat, sem þið að stórum hluta matreidduð. Afi grillaði hum- ar, þú hafðir yfirumsjón með eld- húsinu og tryggðir að allir fengju nóg af góðum mat að borða. Hafsjór af myndum og minning- um sem fylla okkur af gleði og þakklæti. Það er alltaf erfitt að kveðja og sennilega er aldrei hægt að und- irbúa sig almennilega fyrir það. Að sitja hjá þér þessa síðustu daga sem þú áttir, var erfitt. Við vissum að komið var að kveðjustund og það er sárt að finna sig svo van- máttugan, geta ekkert gert fyrir þig nema að vera hjá þér, elsku amma. Við dáumst svo að ykkur afa. Hann sagði okkur að hann hefði lofað mömmu þinni að hann myndi gæta þín alla tíð og það gerði hann svo sannarlega. Hann setti þig ávallt í fyrsta sæti, hjálpaði þér eins og hann gat og reyndi að hugsa fyr- ir öllu. En þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af honum afa, hann er í góðum höndum barnanna þinna, barnabarnanna og lang- ömmubarns, við lofum að hugsa vel um hann. Við elskum þig, amma, þú lifir í okkur og við munum segja Aþenu litlu og öllum þeim langömmubörn- um sem þú átt eftir að eignast, sög- ur af ömmu Öldu sem gaf okkur svo margar dýrmætar minningar. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakk- að. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa.) Góða nótt, elsku amma, Alda Ýr, Geiri og Heiðbjört Anna. Elsku besta amma mín. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin. Mér finnst ennþá eins og þú sért bara uppi á sjúkrahúsi lasin og munir koma heim fyrr en varir. Það var ekki nema fyrir örfáum vikum síðan sem ég kom til ykkar afa og þið voruð að útbúa dýrindis málsverð eins og ekkert væri á meðan þú veltir því fyrir þér hvaða blússa færi þér best. Það er skrýtið hve margt getur breyst á svo stutt- um tíma. Gamlárskvöld var eitt af betri kvöldum ársins. Við komum öll saman fjölskyldan, borðuðum mik- ið af góðum mat og sprengdum enn meira af flugeldum. Þér fannst allt- af svo gaman að horfa á þá þó að þú hrykkir við, við hverja sprengju. Hjartalaga tertan var uppáhaldið þitt. Ein af mínum uppáhaldsminn- ingum mínum um þig er þegar þú sóttir mig í skólann á þriðjudögum og skutlaðir mér í þrek þegar ég var yngri. Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég var búin að kyssa þig var að stilla á sama diskinn og spila sama lagið. Svo sungum við saman Vegbúann fullum hálsi meðan þú keyrðir. Það hefur alltaf verið þannig í gegnum öll mín ár að sama hvert vandamálið var, alltaf gat maður komið til ömmu og afa í Dvergagili. Jafnvel þótt það væri ekkert sem þau gætu lagað þá var alltaf hægt að tala við þau um allt í heiminum. Og oftast fékk maður nesquick og kex með. Elsku amma mín, ég sakna þín meira en orð fá lýst. En ég veit að þú ert á góðum stað, líklega með Dimmu í fanginu, ef hún er ekki búin að stela af þér stólnum þarna uppi. Ekki hafa áhyggjur af afa, við gætum hans vel. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnar af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér. (Teri Fernandez) Ásta Guðrún Eydal. HINSTA KVEÐJA Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þú varst ljósið í lífi okk- ar. Takk fyrir allt saman. Ingimar Eydal ( Baddi) og Halldór Birgir Eydal. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR (Ana Pancorbo Gomez), Urðarstíg 7a, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 10. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 13.00. Marie Jo Etchebar, Jean Etchebar, Rósa M. Guðmundsdóttir, Guðm. Ómar Óskarsson, Hannes Ingi Guðmundsson, Ingibjörg E. Jóhannsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGURPÁLL BALDUR KARLSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 8. ágúst. Ingibjörg Helga Baldursdóttir, Stefán Karl Baldursson, Sólveig Ásta Jónasdóttir, Dagný Baldursdóttir, Helgi Már Þórðarson, Kristján Stefán, Helga Ingvarsdóttir, Snæfríður Aþena, Oliver Paglia, Tanja Dóra, Tinna Dröfn, Óliver Flóvent, Dagmar Kristín, Sigríður Sóley. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR ÞÓR GARÐARSSON, Grænlandsleið 35, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 2. ágúst, verður jarðsettur frá Guðríðarkirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Kristín Guðlaugsdóttir, Guðný Pála Einarsdóttir, Bárður Guðlaugsson, Þórunn Einarsdóttir, Guðbjörn Sigurvinsson, Garðar Einarsson, Helga Baldvinsdóttir, Sigríður Hanna Einarsdóttir, Samúel Ingi Þórarinsson, Guðlaugur Einarsson, Gyða Sigurðardóttir, Anna Kristín Einarsdóttir, Hannes Guðmundsson, Erna Margrét Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.