Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014
Þetta verður fyrsti frídagur minn í langan tíma. Ég stefni aðþví að taka það rólega með kærustunni minni yfir daginn enum kvöldið verður svo grill með fjölskyldunni. Hver veit
nema maður skellir sér í göngutúr líka,“ segir Hrólfur Þeyr Þorra-
son sem í dag fagnar tuttugu og fimm ára afmæli sínu. Hann starfar
nú í hlutastarfi sem öryggisvörður í húsakynnum Seðlabanka Ís-
lands auk þess sem hann leggur stund á fjarnám í viðskiptafræði við
Háskólann á Akureyri.
„Svo virðist nú stefna í eitthvað óvænt á föstudaginn en kærastan
mín hefur að undanförnu undirbúið eitthvað í tilefni afmælisins. Til
þessa hef ég ekki mátt vita neitt nema að ég má ekki vera heima
fyrr en um kvöldið og þá á ég að mæta í mínum fínustu fötum. Þetta
er mjög erfitt fyrir forvitinn mann eins og mig,“ segir Hrólfur Þeyr
en kærasta hans heitir Elísa Ósk Ómarsdóttir og leggur hún stund á
sjúkraliðanám.
Fyrr í sumar sótti parið fjölskyldu Elísu Óskar heim í Skagafjörð
auk þess sem þau ferðuðust um Vestfirði en þar var haldið fjöl-
mennt ættarmót. „Við fórum í raun nánast hringinn í kringum Vest-
firðina eftir að ég keyrði óvart suðurleiðina að Önundarfirði,“ segir
Hrólfur Þeyr. Spurður hvernig honum hafi litist á náttúru Vest-
fjarða á leið sinni um firðina svarar hann: „Þetta er eitt fallegasta
svæði landsins.“ khj@mbl.is
Hrólfur Þeyr Þorrason er 25 ára í dag
Afmælisbarn Hrólfur Þeyr Þorrason segist reikna með óvæntri
uppákomu næstkomandi föstudag. Hann er í dag 25 ára gamall.
Kærastan undir-
býr eitthvað óvænt
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hafnarfjörður Bjarni Steinn fæddist
30. ágúst kl. 20.52. Hann vó 4.520 g
og var 56 cm langur. Foreldrar hans
eru Ásdís Björk Friðgeirsdóttir og
Pétur Karlsson.
Nýir borgarar
K
ristján fæddist á Ak-
ureyri 13. ágúst 1954
og ólst þar upp. Auk
þess var hann í sveit
mörg sumur í
Fagrabæ í Grýtubakkahreppi.
Hann var í Oddeyrarskóla og
Gagnfræðaskólanum á Akureyri,
stundaði síðan nám við Vélskóla Ís-
lands og útskrifaðist þaðan sem vél-
fræðingur.
Kristján stundaði sjómennsku frá
16 ára aldri. Hann var háseti á tog-
urum, var á Hval 9 og á síld- og loðnu-
veiðum. Hann varð síðan vélstjóri á
togurum, varð útgerðarstjóri Sam-
herja hf. 1987 og er nú framkvæmda-
stjóri útgerðarsviðs fyrirtækisins.
Kristján hefur setið í stjórn Far-
manna- og fiskimannasambands Ís-
lands, Foreldrafélags barna með sér-
þarfir, Skíðasambands Íslands,
Landssambands Íslenskra útvegs-
manna og Útvegsmannafélags Norð-
urlands. Þá hefur hann setið og situr í
Kristján V. Vilhelmsson framkvæmdastjóri – 60 ára
Allur hópurinn Kristján og Kolbrún ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Myndin er frá því í fyrra.
Útgerð og skíðaferðir
Áhugasöm skíðafjölskylda Talið frá vinstri: Katrín, Dagný Linda, Kristján
Bjarni og Kristján. Myndin var tekin á World Cup móti sem haldið var í St.
Moritz í Sviss árið 2006. Á þessu móti keppti Dagný Linda í bruni og risasvigi.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 DUKA.IS
Glæsilegar
sumarveislur
með CRYSTAL
frá Koziol,
úti sem inni!