Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar Jazzhátíð Reykjavíkur 2014 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég held að menn ætlist ekki til þess þegar farið er af stað með svona há- tíð að hún endist áratugum saman og þeim mun ánægjulegra er að fagna 25. hátíðinni þetta árið. Að mínu mati felst lykillinn að langlífi Jazzhátíðar Reykjavíkur í því að músíkin er í eðli sínu síbreytileg og því gengur tónlistin ávallt út á ákveðna endurnýjun. Þeir sem þessa músík stunda eru iðnir við að leita að nýjum flötum í sínum eigin hljóm,“ segir Pétur Grétarsson, listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri Jazzhátíðar Reykjavíkur sem sett verður í 25. sinn í Hörpu annað kvöld og stendur til 20. ágúst. Hátíðin í ár er sú 8. sem Pétur stýrir og jafn- framt sú síðasta. „Því það er kominn tími til að skipta um mann í brúnni, enda mikilvægt að hátíðir á borð við þessa fái tækifæri til að endurnýja sig reglulega með nýju fólki.“ Að sögn Péturs verður næstu vik- una boðið upp á hartnær 40 tónlist- arviðburði á hátíðinni þar sem fram koma hátt í 200 manns. „Markmið okkar er að bjóða upp á bitastæða tónlist fyrir sem flesta. Við erum með mjög breiða pallettu, allt frá hefðbundinni sveiflu yfir í harð- kjarnaspuna og allt þar á milli. Í ár verður nokkur áhersla á heimstón- list, en fyrst og fremst reynum við að bjóða upp á mjög góða og skemmti- lega tónlist.“ Þriðja árið í röð hefst Jazzhátíð Reykjavíkur á skrúðgöngu, en á morgun kl. 17.30 verður gengið frá Lucky Records við Hlemm að tón- listarhúsinu Hörpu. „Skrúðgangan hefur stækkað ár frá ári og því þorði ég ekki annað en að biðja um form- legt leyfi fyrir göngunni hjá lögregl- unni í ár, sem er í höfn. Nú vonumst við bara eftir góðu veðri.“ Í fyrsta sinn í ár fer hátíðin öll fram í Hörpu. „Við höfum alltaf ver- ið eitthvað í Hörpu frá því tónlistar- húsið var opnað og erum því meðal frumbyggja hússins. Í ár ákváðum við að prófa að vera alfarið í Hörpu,“ segir Pétur og tekur fram að þar með losni skipuleggjendur við ákveðna verkfræðilega martröð. „Því það eru svo fáir staðir í Reykja- vík sem eru útbúnir til tónleikahalds með fullbúnu hljóðkerfi og píanói,“ segir Pétur og tekur fram að hátíðin verði á ýmsum stöðum í Hörpu næstu daga, m.a. á Hörpuhorninu, á Björtuloftum, í Norðurljósum, Kaldalóni og Eldborg. Mikið af kunnuglegum nöfnum Spurður um áherslur í ár segir Pétur að í tilefni afmælisins hafi hann horft yfir farinn veg og falast eftir því að fá aftur til liðs við hátíð- ina tónlistarmenn sem hafi gert góða hluti á hátíðinni áður. „Það er því talsvert af kunnuglegum nöfnum þetta árið. Hátíðin í ár hefst með tónleikum saxófónleikarans Chris Speed og hljómsveitar hans á Björtuloftum annað kvöld kl. 20. Klukkutíma síðar stígur á stokk í Norðurljósum heitasta salsaband samtímans, kvartett söngvarans og kongaleikarans Pedrito Martinez frá Kúbu. Föstudaginn 15. ágúst verð- um við með tvo mjög flotta ameríska trommara. Annars vegar er það trommuleikarinn Ari Hoening sem kemur hingað sem gestur Andrésar Þórs Gunnlaugssonar gítarleikara. Þeir tónleikar verða á Björtuloftum kl. 20 og með þeim koma fram píanó- leikarinn Agnar Már Magnússon og kontrabassaleikarinn Richard And- ersson. Hins vegar er það Jim Black sem er gamall vinur hátíðarinnar og lagt hefur leið sína hingað reglulega sl. 20 ár. Tónleikar hans verða í Norðurljósasal Hörpu kl. 21 og með honum koma fram píanóleikarinn Elias Stemeseder, bassaleikarinn Chris Tordini og tenórsaxófónleik- arinn Óskar Guðjónsson,“ segir Pét- ur og tekur fram að tengslamynd- unin milli íslenskra og erlendra tónlistarmanna á umliðnum árum sé orðin skemmtilegur vefur. „Þessi tengsl auðga íslenskt tón- listarlíf. Þess vegna tökum við hlut- verk okkar þess efnis að styðja við þessa tengslamyndun mjög alvar- lega,“ segir Pétur og bendir á að er- lendir gestir hátíðarinnar veiti því gjarnan eftirtekt hversu íslenskir tónlistarmenn eru iðulega í mörgum böndum. „Ég nefni menn eins og Óskar Guðjónsson sem var tónleika- kóngurinn á Jazzhátíðinni árið 2009, en þá lék hann á alls 23 tónleikum á aðeins einni hátíð.“ Tónleikaþrenna í Eldborg Af öðrum viðburðum hátíðarinnar nefnir Pétur útgáfutónleika kontra- bassaleikarans Tómasar R. Ein- arssonar í Norðurljósum 17. ágúst kl. 20 þar sem söngkonan Sigríður Thorlacius kemur m.a. fram. Síðar sama kvöld verður Snorri Sigurð- arson trompetleikari með útgáfu- tónleika í Norðurljósum kl. 23. Laugardaginn 16. ágúst kemur Valdimar Guðmundsson söngvari fram með K tríói á Björtuloftum kl. 23. „Mánudaginn 18. ágúst leikur hljómsveitin Annes í Norðurljósum kl. 21. Þar eru saman komnir ein- hverjir flottustu hljóðfæraleikarar sem Íslendingar eiga í einni hljóm- sveit, þ.e. Ari Bragi Kárason tromp- etleikari, Jóel Pálsson saxófónleik- ari, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari og Einar Scheving trommuleikari. Það sama kvöld kemur Aurora fram á Björtuloftum kl. 22, en þar eru á ferðinni strákar sem verða fulltrúar Íslands í keppninni Young Nordic Jazz Comets sem haldin verður í Helsinki í september. Þriðjudaginn 19. ágúst kemur trompettleikarinn Arve Henriksen fram í Norður- ljósum kl. 20 ásamt Skúla Sverr- issyni á bassa og Hilmari Jenssyni á gítar. Það sama kvöld verður Sig- urður Flosason saxófónleikari með Kaupmannahafnarkvartettinn sinn í Norðurljósum kl. 22. Sérstakur gestur tónleikanna er bandaríski pí- anistinn Aaron Park.“ Lokadagur hátíðarinnar fer allur fram í Eldborg, en þar verður, að sögn Péturs, boðið upp á þrenna tón- leika sem endurspegla þá miklu breidd sem einkennir hátíðina í ár. Klukkan 19.30 leikur pólskur fiðlu- snillingur sem heitir Adam Baldych nútímalega tónlist á hefðbundnum grunni. Klukkan 21 kemur Mats Gustafsson fram undir merkjum tríósins The Thing og býður upp á harðkjarnadjass. „Það getur verið þungmelt að meðtaka harð- kjarnadjass á plötu, en þeim mun skemmtilegra að uppgötva efnið á tónleikum enda býður tónlistin upp á sjónræn tilþrif. Lokatónleikar hátíð- arinnar hefjast kl. 22.30 og þar kem- ur fram ein helsta skrautfjöður ís- lenskrar instrumental-tónlistar, ADHD.“ Hvar eru konurnar? Eitt af því sem Pétur er sérlega stoltur af þetta árið er að hugað verður að tónlistarkonum í djass- heiminum. „Ég er iðulega spurður að því hvar konurnar séu í djass- inum. Við ákváðum því að gera eitt- hvað í þessu í ár og erum stolt af því að bjóða upp á alþjóðlega vinnu- smiðju fyrir konur í djassmúsík. Það sem vakir fyrir okkur er að fá fyr- irmyndir á hljóðfæri sem stelpur og konur laðast almennt ekki að, eins og bassa og trommur. Þær eru meira á píanó og í söngnum. Við bjóðum hingað kontrabassaleik- aranum Ellen Andreu Wang frá Noregi, trommuleikaranum Daisy Palmer frá Bretlandi og saxófónleik- aranum Nicole Johänntgen frá Þýskalandi sem munu ganga í lið með stormsveit íslenskra kvenna, þeirra á meðal Ragnheiði Gröndal, Kristjönu Stefánsdóttur og Sunnu Gunnlaugsdóttur. Þær halda tón- leika á Björtuloftum laugardaginn 16. ágúst kl. 21 og verða síðan með vinnusmiðju í Kaldalóni sunnudag- inn 17. ágúst milli kl. 10 og 13, en undir lok vinnusmiðjunnar verður afraksturinn kynntur á tónleikum þar sem aðgangur er ókeypis,“ segir Pétur og tekur fram að enn séu laus pláss í vinnusmiðjunni, en tekið er við skráningum á vef hátíðarinnar. Allar nánari upplýsingar um dag- skrá hátíðarinnar eru á vefnum reykjavikjazz.is/. Miðasala fer fram í Hörpu og á vefnum harpa.is. „Músíkin er í eðli sínu síbreytileg“  Hartnær 40 djasstónlistarviðburðir verða í boði í Hörpu næstu vikuna Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórinn „Skrúðgangan hefur stækkað ár frá ári og því þorði ég ekki annað en að biðja um formlegt leyfi fyrir göngunni hjá lögreglunni í ár, sem er í höfn. Nú vonumst við bara eftir góðu veðri,“ segir Pétur Grétarsson. Ljósmynd/Bartosz Maz Trommur Pedrito Martinez Fiðlan Adam BaldychSaxófónn Nicole Johänntgen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.