Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Síðastliðinn mánudag varRússinn Kirsan Iljúmzh-ínov endurkjörinn forsetiAlþjóðaskáksambandsins,
FIDE. Fór kjörið fram í Tromsö og
vann Iljúmzhínov öruggan sigur
gegn landa sínum Garrí Kasparov,
með 110 atkvæðum gegn 61.
Fullyrða má að Iljúmzhínov sé
umdeildur maður, en hann hefur
m.a. átt í vinasamböndum við þjóð-
höfðingja á borð við Vladimír Pútín,
Saddam Hússein og Múammar
Gaddafi. Fleira þykir þó umdeilt en
vinasambönd Iljúmzhínovs, því að
við nýliðið kjör forseta FIDE notuðu
Rússar starfsmenn utanríkisþjón-
ustu sinnar um heim allan í von um
hafa áhrif á úrslit kosninganna.
Gunnar Björnsson, forseti
Skáksambands Íslands, segir í sam-
tali við Morgunblaðið að sendiráð
Rússlands á Íslandi hafi haft sam-
band við hann símleiðis og spurt
hvað hann hygðist kjósa.
Utanríkisþjónustan hringdi
„Þeir höfðu samband við mig
þegar ég var í Ósló á leiðinni til
Tromsö. Þá hringdi í mig maður úr
sendiráðinu sem talaði íslensku.
Hann spurði mig hvort Skák-
samband Íslands hefði ákveðið sig
og ég svaraði honum á þá leið að
skáksambandið myndi styðja Garrí
Kasparov. Ég gaf honum því lítið
færi á að ræða þetta mál við mig,“
segir Gunnar og bætir við að hann
viti dæmi þess að menn erlendis hafi
beinlínis verið kallaðir til fundar við
starfsmenn sendiráða Rússlands.
Spurður hvers vegna sendiráð
Rússlands víðs vegar um heim séu
að skipta sér af kjöri forseta Al-
þjóðaskáksambandsins með þessum
hætti svarar Gunnar: „Kasparov er
einn helsti andstæðingur Pútíns.“
- Telur þú að umdeild vina-
sambönd forseta FIDE varpi
skugga á skákíþróttina?
„Mér finnst það. Þessi tengsl
valda því að það er í raun algerlega
ómögulegt fyrir Skáksamband Ís-
lands og flest önnur skáksambönd á
Norðurlöndunum að styðja Kirsan.“
Að sögn Gunnars eru Iljúmzh-
ínov og Kasparov um margt ólíkir
menn þótt þeir búi báðir yfir miklum
persónutöfrum. Sá síðarnefndi er
fyrrverandi heimsmeistari í skák en
Iljúmzhínov, sem gegnt hefur emb-
ætti forseta Alþjóðaskáksambands-
ins í 19 ár, er minna þekktur fyrir
skákfærni sína. Hann tefldi þó á sín-
um tíma eftirminnilega við þáver-
andi leiðtoga Líbýu.
„Ég veit ekki til þess að Kirsan
sé góður skákmaður, hann hefur
a.m.k. aldrei verið þekktur sem slík-
ur. Hann var landshöfðingi lýðveld-
isins Kalmykíu í Rússlandi en árið
1995 var hann kosinn mjög óvænt á
FIDE-þingi og hefur haldið þeim
völdum síðan,“ segir Gunnar.
Vinsæll pólitíkus
Iljúmzhínov þykir hafa mjög
sterka stöðu meðal ríkja Rómönsku
Ameríku og virðist ná vel til Afríku-
og Asíuríkja auk þess sem hann er
vinsæll innan ríkja gömlu Sovétríkj-
anna. Kasparov nýtur hins vegar
meiri hylli innan Evrópu.
„Ég þekki til að mynda til þess
að skipt hafi verið um fulltrúa hjá
skáksambandi í einum af gömlu
ríkjum Sovétríkjanna af því að
viðkomandi studdi Anatólí Kar-
pov árið 2010. Þá var honum bara
skipt út fyrir kosningarnar
núna,“ segir Gunnar og
bætir við að Iljúmzhínov
hafi hins vegar mikinn
sjarma. „Hann er nátt-
úrlega pólitíkus sem
náð hefur ansi langt.“
Sendiráð Rússa tóku
virkan þátt í kjörinu
AFP
Endurkjörinn Kirsan Iljúmzhínov var að vonum ánægður með niðurstöðu
kosninganna, en hann var endurkjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins.
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
LeiðtogarEvrópusam-bandsins
misstu atburða-
rásina í Úkraínu úr
böndum. Þeir vildu
gjarnan losna við
Viktor Janúkóvitsj
forseta, eftir að hann tók að
draga lappirnar í viðræðum um
samstarfssáttmála Úkraínu og
ESB. Janúkóvitsj þótti hallur
undir Rússland og nánara sam-
starf við það. Hann var óneit-
anlega réttkjörinn forseti lands-
ins, en vafalítið þótti þó að
meirihluti landsmanna hans
væri andsnúinn honum í þessu
máli, þótt skoðanir væru vissu-
lega skiptar, eftir því hvort horft
er til austur- eða vesturhluta
landsins.
Kynt var undir andóf í landinu
og evrópskir forystumenn voru
óþægilega sýnilegir í Úkraínu
um þær mundir. Samkomulag
náðist við Janúkóvitsj með at-
beina þeirra og bandarískra
sendimanna um að hann léti yfir
sig ganga að forsetakosningum
yrði flýtt í landinu. Talið var að
Pútín, forseti Rússlands gæti,
eftir atvikum, unað við þessa
niðurstöðu.
En þetta samkomulag forseta
Úkraínu við fulltrúa hinna
valdamiklu erlendu blokka var
ekki gert í nægjanlegu umboði
við „grasrótina“ í Úkraínu. Hún
taldi sig bersýnilega ekki
bundna af neinu.
Óeirðir urðu nú stjórnlausar.
Forseti landsins sagði að ekki
væri hægt að tryggja öryggi sitt
eða fjölskyldu sinnar við þessar
aðstæður og flúði höfuðborgina
og fór skömmu síðar til Rúss-
lands. Úkraínska þingið vísaði
þá til ótilgreindra stjórnarskrár-
varinna heimilda og ákvað í febr-
úar að efna til forsetakosninga
strax í maí þar sem forsetinn
væri augljóslega orðinn ófær um
að gegna skyldum sínum.
Þessi atburðarás varð allt
önnur en Evrópusambandið
hafði teiknað upp. Rússar og
stór hluti almennings í Austur-
Úkraínu töldu sig einnig illa
svikin. Ekki aðeins af þeim
stjórnvöldum sem hrifsað höfðu
völdin í Kiev heldur einnig af
helstu stuðningsaðilum þeirra
erlendis.
Rússar tóku Krímskaga til sín
á nýjan leik, með viðeigandi leik-
rænum tilburðum. ESB og
Bandaríkin mótmæltu þeirri að-
gerð en augljóst þótti að lítil inn-
stæða væri í þeim mótmælum.
Stofnað var til málamyndaefna-
hagsþvingana, enda vissu allir
að Krímskaganum yrði ekki skil-
að í bráð. Hann yrði þar sem
hann hefur verið lungann af síð-
ustu þremur öldunum.
En öðru máli gegndi þegar
svonefndir aðskilnaðarsinnar
tóku að færa sig upp á skaftið í
öðrum hlutum Austur-Úkraínu.
Bandaríkin þrýstu þá á auknar
refsiaðgerðir. ESB-ríki létu ekki
ólíklega en drógu samt lapp-
irnar, enda eru að-
gerðirnar þung-
bærari þeim en
stjórninni í Wash-
ington. Ömurlegt
illvirki, aula- og
óhappaverk, manna
sem kunnu ekki að
fara með háþróuð loftvarna-
kerfi, en fengu þó að hafa þau í
fórum sínum, gjörbreyttu öllu.
Fávís fól skutu niður risaþotu í
33.000 feta hæð, sneisafulla af
farþegum. Nú gátu ríki ESB
ekki látið nægja að taka vel í
kröfur um refsiaðgerðir. Þau
neyddust til að láta sýnilegar at-
hafnir fylgja orðum sínum.
Hvað sem sjónarmiðum okkar
á Vesturlöndum líður er enginn
vafi á því að Rússar telja illa
komið fram við sig í Úkra-
ínumálinu. Þeir telja og hafa
töluvert til síns máls (birt hafa
verið hleruð símtöl ráðamanna
vestra sem skipuleggja hverjir
eigi að fara með völdin í Úkra-
ínu) að utanaðkomandi öfl hafi
ýtt undir „valdaránið.“ Þeir
telja sömu hafa brugðist þeim
samningi sem náðst hefði með
atbeina Rússa og Janúkóvitsj
um undanlátssemi við andófsöfl
í Úkraínu. Þeir telja að Banda-
ríkin og Nato hafi algjörlega
svikið þekkt (munnlegt) sam-
komulag George H.W. Bush við
Mikhaíl Gorbatsjov við lok kalda
stríðsins og upplausn Ráð-
stjórnarríkjanna. Þá hafi því
verið lofað að Nato og ESB
myndu ekki verða með neinar
ögrandi aðgerðir í allra næsta
nágrenni Rússlands.
Pútín hefði gert Bandaríkj-
unum og bandamönnum þess
fært að heyja stríðið í Afganistan
í kjölfar árásanna 11. september
2001. Þar hefði hann sýnt bæði
samstarfsvilja og diplómatíska
vinsemd. Af öllum þessum ástæð-
um þykir Rússum að refsiaðgerð-
ir gegn sér séu ómaklegar og þeir
hafi því fullan rétt á að mæta
þeim í sömu mynt.
Ekkert samstarf hefur, svo
vitað sé, verið haft við íslensk
yfirvöld í þessum stórfiskaleik
öllum. Enda naumast þörf. Og
það þarf ekkert samstarf við Ís-
land til þess að það fordæmi
árásina ógurlegu á farþega-
flugvélina. Ísland tekur sjálf-
krafa afstöðu með þjóðum sem
telja sig með réttu vera að verja
fullveldi sitt fyrir ágangi. Efna-
hagslegu refsiaðgerðirnar snú-
ast ekki um Krímskagann. Það
viðurkenna allir að væri það svo
þá þyrftu þær að standa æði
lengi.
Pútín forseti hefur sterka
stöðu heima fyrir núna. En hann
hefur þó ekki stöðu til þess að
gefa frá sér Krímskagann aftur.
Það yrði honum aldrei liðið.
Í ljósi þessa alls er a.m.k. dá-
lítið sérkennilegt að heyra ís-
lenska stjórnmálamenn krefjast
skýringa Rússa á því hvers
vegna í ósköpunum þeir loki
ekki þegar í stað á viðskipti við
Íslendinga.
Formaður VG spyr
hvers vegna Íslend-
ingum sé ekki bann-
að að flytja matvæli
til Rússlands}
Óvenjuleg útspil
É
g var að fletta í gegnum mynda-
safn sumarsins, kominn að
myndum frá göngu eftir ítölsku
fjalllendi, frá Riomaggiore til
Portovenere, þegar ég rakst á
mynd af ókunnugum manni, manni á miðjum
aldri, lura- og lúðalegum sem vissi greinilega
ekki hvað hann væri að gera (sjá meðfylgjandi
mynd).
Það er náttúrlega óþægilegt þegar boðflenna
ryðst inn á mann og verst af öllu þegar boð-
flennan er maður sjálfur; þegar maður sér
sjálfan sig í raun en ekki bara ímyndina sem
maður er með í kollinum.
Ég átti þó verra í vændum; á mynd sem tek-
in var af barnabörnunum sumarið 2013 var
annar miðaldra karl, náfölur og digur, að vaða
með þeim í Nauthólsvík – svona leikur lífið
mann hugsaði ég þegar ég sá myndina og það þyrmdi yfir
mig. Fram að þessu sá ég nefnilega sjálfan mig fyrir mér
sem grískt goð en í ljós kom að ég var kannski ekki það
goð sem ég hélt. Þó að ég sé vissulega með fallega fætur.
Nú heldur þú kannski, ljúfi lesandi, að ég sé með bögg-
um hildar vegna vaxtarlags míns en það er öðru nær, ég er
nefnilega svo vel staddur að ég er miðaldra karlmaður og
því ekki settur undir sama ok og konur þar sem atvinnu-
möguleikar, starfsframi og laun geta farið eftir því hversu
fönguleg viðkomandi er. Vei þeirri konu sem er miðaldra,
luraleg og digur! Þó að hún sé kannski með fallega fætur.
Til eru rannsóknir sem sýna að laun kvenna lækka eftir
því sem þær fitna og framamöguleikum fækk-
ar. Þessa sér og stað í umfjöllun fjölmiðla;
meiri áhersla er lögð á að kona sé glæsileg út-
lits en hvað hún hefur fram að færa og sífellt
skín í gegn að það sé mikilvægara að líta vel út
en að líða vel. Gott dæmi um þetta rak á fjörur
mínar í gær: Í sjónvarpsþætti á Fox-
sjónvarpsstöðinni lét gestur þau orð falla að
ekkert mark væri takandi á Michelle Obama,
eiginkonu Bandaríkjaforseta, í baráttu hennar
fyrir bættu heilsufari ungmenna – hún væri
svo feit.
En, er þetta ekki að breytast? spyrðu les-
andi góður, og svarið er jú, víst er þetta að
breytast en ekki á þann hátt sem maður hefði
helst kosið – málið er nefnilega að ungir karl-
menn eru á sömu braut; sára óánægðir með út-
lit sitt og fastir í líkamsdýrkun og öfgum.
Hlustaðu bara á útvarpsstöðvar sem gera út á unga karla
– lunginn af auglýsingum snýst um fæðubótarefni, orku-
drykki og líkamsrækt, afgangurinn um smálán til að borga
fyrir allt klabbið.
Að því sögðu þá er enn langt í land með að ungir karlar
fyllist eins mikilli óbeit á líkama sínum og ungar konur,
langt í land með að meirihluti þeirra fari í megrun fyrir
fermingu og séu í megrun meira og minna það sem eftir er
ævinnar, langt í land með að þeir hafi fótósjoppaðar mynd-
ir sem fyrirmyndir og langt í land að miðaldra menn gjaldi
þess að vera orðnir gamlir og digrir – nema þeir séu
kannski með fallega fætur. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Ófrýnileg boðflenna
Pistill
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambands Íslands, segir þörf á
fleiri öflugum styrktaraðilum
inn í skákíþróttina en verið hef-
ur að undanförnu. Endurkjör
Kirsans Iljúmzhínov í embætti
forseta Alþjóðaskáksambands-
ins, FIDE, mun að mati Gunnars
breyta litlu þar um.
„Það vantar öfluga styrktar-
aðila á borð við Coca-Cola og
Google en það verður hins vegar
erfitt með Kirsan innanborðs
vegna fyrri tengsla hans við
Saddam Hússein og Gaddafi.
Ímynd FIDE er því slæm að
þessu leyti. Maður hefði
fremur talið að Kasparov
gæti komið þar sterkur
inn en Kirsan er þó dug-
legur að koma með pen-
inga frá Rúss-
landi. Það
verður ekki
tekið af hon-
um,“ segir
Gunnar.
Vantar fleiri
styrktaraðila
PENINGAR FRÁ RÚSSLANDI
Gunnar
Björnsson