Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014
Heiðmörk Fólk á höfuðborgarsvæðinu þarf ekki að fara langt til þess að tengjast náttúrunni.
Eggert
Vinstrisinnaðir
stjórnmálamenn (og
fræðimenn) eru í hjarta
sínu alltaf á móti því að
skattar séu lækkaðir –
að almenningur fái að
halda eftir stærri hluta
af sjálfsaflafé sínu en
áður. Röksemdirnar eru
margvíslegar og því
miður hafa ágætir
hægrimenn fallið
(a.m.k. tímabundið)
fyrir nokkrum þeirra:
1. Skattalækkun er aðeins fyrir þá
efnameiri.
2. Skattalækkun er gerð á röngum
tíma.
3. Skattalækkun er gerð með
röngum hætti.
4. Skattalækkun veldur ofþenslu
af því að óábyrgir einstaklingar
ráðstafa fjármunum í stað góð-
gjarnra stjórnmálamanna og
skynsamra embættismanna.
5. Skattalækkun veldur verðbólgu
og viðskiptahalla.
6. Skattalækkun vegur að rótum
velferðarkerfisins því að tekjur
ríkisins skerðast.
7. Skattalækkun er í raun skatta-
hækkun því að tekjur ríkisins
hafa aukist við fyrri skattalækk-
anir.
Það er sem sagt aldrei rétt að
lækka álögur á almenning. Vinstri-
menn hafa meiri áhuga á að auka
millifærslur og flækja skattkerfið
þannig að meðalmaðurinn skilji
hvorki upp né niður í kerfinu og fái
aldrei skilning á rétti sínum. Þung
skattbyrði er falin í torskildu milli-
færslukerfi og reynt er að leyna
skattahækkunum með margþættum
skattþrepum og flóknum reglum.
Þannig er reynt að eyðileggja varnir
skattgreiðenda gegn auknum
álögum.
Frá árinu 2009 var gengið skipu-
lega til verks og sæmilega einfalt
tekjuskattskerfi eyðilagt. Til varð
margslungið kerfi millifærslu, stig-
hækkandi skatta og lamandi jaðar-
skatta. Launamenn fengu ekkert
skjól heldur aðeins
þeir sem hafa efni á því
að kaupa þjónustu
endurskoðenda og
skattasérfræðinga. Á
sama tíma var lagt til
atlögu við sér-
eignastefnuna og
þeirri atlögu hefur
ekki enn verið hrint.
Afnám tekjuskatts
Fyrir rúmum 30
árum setti Sjálfstæðis-
flokkurinn fram hug-
myndir um að afnema
tekjuskatt af almennum launa-
tekjum. Því miður hafa slíkar hug-
myndir hljóðnað að mestu.
Árið 1998 lögðu tveir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins – Pétur Blöndal
og Vilhjálmur Egilsson – fram frum-
varp til breytinga á lögum um tekju-
skatt. Þar var lagt til að tekjuskattur
og útsvar lækkaði í undir 20% á sjö
árum. Um leið átti að fella niður
persónuafslátt, sjómannaafslátt,
vaxtabætur og hátekjuskattinn svo-
kallaða. Barnabætur átti að fella
undir sérlög og taka upp sérstakar
húsnæðisbætur í stað húsaleigu- og
vaxtabóta. Skattkerfið hefði orðið
einfaldara og hrein skil orðið á milli
skatta og nauðsynlegrar fé-
lagslegrar aðstoðar.
Nokkrum árum áður hafði sá er
hér ritar sett fram hugmyndir um
5% flatan tekjuskatt og sýnt fram á
hvernig það væri raunhæft með upp-
skurði ríkiskerfisins, án þess að
skerða hlut velferðarkerfisins.
Gríðarlegur vöxtur tekna ríkis-
sjóðs vegna efnahagslegrar upp-
sveiflu sannfærði mig enn frekar um
skynsemi þess að lækka tekjuskatt-
inn verulega og fella niður að mestu.
Í skjóli aukinna tekna hafði lausung
náð að grafa um sig í fjármálum ríkis
og sveitarfélaga. Með því að minnka
tekjuauka ríkisins í góðærinu hefði
aftur komist á aðhald og ráðdeild, að
öðru óbreyttu.
Þetta gætu þingmenn haft í huga á
komandi vetri þegar þeir berjast við
úrtölumenn sem telja aldrei réttan
tíma eða aðstæður til að lækka álög-
ur á landsmenn.
Saga af tíu vinum
Dæmisaga sem dr. David R.
Kamerschen, prófessor í hagfræði
við Háskólann í Georgíu, mun hafa
sett saman varpar með einföldum
hætti ljósi á alvarlega galla stig-
hækkandi tekjuskatts. Ég hef nýtt
mér þessa dæmisögu í ræðu og riti
en staðfært hana og breytt lítillega,
en hún gefur okkur ágæta innsýn í
íslenska skattkerfið eftir að því var
kollvarpað á síðasta kjörtímabili.
Um leið skýrir sagan ágætlega
hvers vegna það er erfitt pólitískt að
lækka skatta undir kerfi stighækk-
andi skattheimtu, jafnvel þótt öll
hagræn rök mæli með lækkun:
Tíu félagar hittast vikulega og fá
sér bjór. Reikningurinn er upp á 10
þúsund krónur. Þeir skipta reikn-
ingnum á milli sín með sama hætti
og þeir greiða skatta og styðjast þá
við tekjutengt skattkerfi. Því hærri
tekjur, þeim mun meira er greitt.
Því lægri tekjur, þeim mun lægri er
greiðslan og jafnvel er ekkert greitt.
Niðurstaðan:
Fyrstu fjórir félagarnir greiða
ekkert.
Fimmti félaginn greiðir 100 krón-
ur.
Sá sjötti greiðir 300.
Sá sjöundi greiðir 700.
Sá áttundi greiðir 1.200.
Sá níundi greiðir 1.800.
Tíundi félaginn (sá ríkasti) greiðir
5.900, eða 59% af heildarfjárhæð-
inni.
Bareigandinn hefur áttað sig á því
að þessir tíu fræknu vinir eru bestu
viðskiptavinir hans og því nauðsyn-
legt að gera vel við þá. Með því vill
hann tryggja viðskiptin enn betur og
eiga það síður á hættu að þeir færi
sig yfir til keppinautar á næsta götu-
horni.
Dag einn tilkynnir bareigandinn
að hann hafi ákveðið að veita félög-
unum 20% afslátt. Í stað þess að þeir
greiði 10 þúsund krónur verði reikn-
ingurinn hér eftir átta þúsund krón-
ur.
Vinirnir fagna og ákveða að halda
sig við regluna um að hlutur hvers
og eins sé áfram tekjutengdur. Eftir
sem áður greiða fjórir tekjulægstu
vinirnir ekkert. En hvernig er þá
best að skipta tvö þúsund króna af-
slættinum?
Félagarnir eru sammála um að
skipta afslættinum á milli þeirra sex
sem greiða fyrir drykkjuna. En þeir
átta sig strax á því að ef tvö þúsund
krónum er skipt í sex hluti koma
333,33 krónur í hlut hvers og eins.
Það gengur auðvitað ekki enda yrði
niðurstaðan sú að sá fimmti og sá
sjötti fengju í raun greitt fyrir að
drekka bjórinn. Sá fimmti fengi 233,3
krónur og sá sjötti um 33,3 krónur.
Einföld lausn
Bareigandinn er með lausnina.
Best sé að skipta afslættinum þannig
að þeir tekjulægstu fái hlutfallslega
mesta afsláttinn. Á þetta sættast fé-
lagarnir og reikningurinn skiptist því
þannig:
Fyrstu fjórir félagarnir greiða
ekkert frekar en áður.
Fimmti félaginn greiðir ekkert
(100% afsláttur)
Sjötti greiðir 200 krónur í stað 300
króna (33% afsláttur)
Sjöundi greiðir 500 krónur í stað
700 króna (28% afsláttur)
Áttundi greiðir 900 krónur en ekki
1.200 krónur (25% afsláttur)
Níundi félaginn greiðir 1.400 en
ekki 1.800 (22% afsláttur)
Tíundi félaginn, sá ríkasti, greiðir
4.900 krónur í stað 5.900 króna (16%
afsláttur). Hlutur hans í heild-
arreikningi er nú liðlega 61% en var
áður 59%.
Þannig eru allir betur settir en
áður og sá fimmti fær nú að drekka
sinn bjór án þess að greiða nokkuð.
Þrátt fyrir að auðmaðurinn í hópnum
hafi fengið helming þess afsláttar
sem bareigandinn ákvað að veita
hefur hlutdeild hans í heildarreikn-
ingi hækkað úr 59% í 61%. Afsláttur-
inn hefur með öðrum orðum aukið
hlutfallslega byrði hans enda drekka
nú fimm vinir hans frítt.
Þegar félagarnir eru að kveðja
hver annan renna hins vegar tvær
grímur á menn.
„Ég fékk aðeins 100 krónur í minn
hlut af tvö þúsund króna afslætti,“
hrópar sjötti félaginn. „Hann fékk
hins vegar eitt þúsund krónur – tíu
sinum meira en ég,“ bætir hann við
og bendir á þann tíunda og ríkasta.
„Þetta er rétt,“ hrópar sá fimmti,
sem nú fékk að drekka frítt. „Ég
sparaði einnig aðeins hundrað kall.
Þetta er ósanngjarnt.“
„Nákvæmlega,“ bætti sjöundi
maðurinn. „Þeir ríku fá alltaf meira í
sinn hlut.“
„Bíðið nú aðeins,“ hrópaði einn
þeirra sem alltaf hafa drukkið frítt.
„Við fengum ekkert í okkar hlut.
Þetta er enn eitt dæmið um óréttlæti.
Líkt og í skattkerfinu eru þeir tekju-
lægstu arðrændir.“
Þannig æsist leikurinn og endar
með því að tíundi félaginn er um-
kringdur af hinum. Félagarnir níu
ganga síðan í skrokk á hinum ríka,
sem fékk eitt þúsund króna afslátt.
Viku síðar er mætt á barinn en
auðmaðurinn lætur ekki sjá sig. Níu-
menningarnir drekka og spjalla. En
síðan kemur að uppgjöri. Þá rennur
upp fyrir þeim að þeir hafa ekki leng-
ur efni á því greiða fyrir drykkjuna.
Þeir eiga ekki einu sinni fyrir helm-
ingi upphæðarinnar.
Þannig virkar tekjutengt skatt-
kerfi.
Tíundi félaginn situr nú á öðrum
bar og drekkur sinn bjór í næði.
Hann greiðir aðeins fyrir það sem
hann drekkur og tekur ekki þátt í að
greiða fyrir drykkju annarra og
sparar verulega peninga. Fyrrver-
andi félagar hans hafa hins vegar
ekki lengur efni á að hittast.
Gamli barinn er nú í niðurníðslu
enda hefur stórkostlega dregið úr
viðskiptunum.
Eftir Óla Björn
Kárason » Frá árinu 2009 var
gengið skipulega
til verks. Til varð
margslungið kerfi milli-
færslu, stighækkandi
skatta og lamandi
jaðarskatta.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Er aldrei hægt að lækka skatta?
Stjórnvöld ætla að skila
hallalausum fjárlögum fyrir
árið 2014. Hlutverk fjár-
laganefndar samkvæmt
þingskaparlögum er að
fjalla um fjármál ríkisins,
fjárveitingar, eignir ríkisins,
lánsheimildir og rík-
isábyrgðir og lífeyr-
isskuldbindingar ríkissjóðs
auk þess að annast eftirlit
með framkvæmd fjárlaga.
Til þess að markmið stjórn-
valda um hallalaus fjárlög
náist þarf nefndin að sinna
eftirlitshlutverki sínu af
kostgæfni og festu. Um
nokkra hríð hefur sex mán-
aða uppgjör á fjárreiðum
ríkissjóðs legið fyrir. Fyrstu
tveir ársfjórðungar koma
ágætlega út fyrir utan nokk-
ur undantekningatilvik.
Fjárlaganefnd er nú að fá til
sín ráðuneyti og kalla eftir
skýringum á framúrkeyrslu
ákveðinna stofnana. Algjör
viðsnúningur hefur orðið í rekstri rík-
isins frá því að ríkisstjórnin tók við eftir
alþingiskosningarnar 2013. Hafa marg-
ar gæfuríkar ákvarðanir verið teknar
með forgangsröðun almennings í huga.
Strax og ríkisstjórnin tók við stjórn-
artaumunum var boðað mikið aðhald í
rekstri ríkisins og markmiðið sett á
hallalaus fjárlög 2014 og að skila
rekstrarafgangi á árinu 2015. Margir
töluðu þessa festu í ríkisfjármálum nið-
ur og töldu að verkefnið væri ógerlegt.
Það er því afar ánægjulegt að sjá hví-
líkan bata er að finna í rekstri ríkisins.
Bæði eru skattar að skila
sér betur en gert var ráð
fyrir í fjárlagavinnunni
fyrir líðandi ár og ekki
síður eru ákveðnir gjald-
stofnar að lækka vegna
betri afkomu. Atvinnu-
leysi er á hraðri niðurleið
og flestir hagvísar já-
kvæðir. Í venjulegu ári
væri þetta ávísun á frek-
ari ríkisútgjöld – en svo
er ekki nú. Ekki á að
hvika frá því aðhaldi sem
þegar hefur verið boðað
af stjórnvöldum. Þetta
krefst vinnu og samráðs
við ráðuneytin og und-
irstofnanir þeirra það
sem eftir er ársins og
verður sú samvinna
örugglega ánægjuleg því
markmiðið er skýrt. Sú
kyrrstaða sem ríkt hefur
hér undanfarin ár hefur
verið rofin á einungis
fjórtán mánuðum í valda-
tíð þessarar rík-
isstjórnar. Ekki einungis
er verið að ná tökum á
ríkisfjármálunum heldur hafa stjórn-
völd veitt aukalega nú þegar tæpum 10
milljarða til heilbrigðismála, 5 milljarða
í almannatryggingarkerfið og komið til
móts við skuldug heimili með skuldanið-
urfellingarleiðinni auk skattaafsláttar í
séreignarlífeyrissjóðskerfinu til íbúðar-
kaupa og innágreiðslu lána. Horfum
bjartsýn til framtíðar, því með aga,
skýrri framtíðarsýn og forgangsröðun
eru okkur sem þjóð allir vegir færir.
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
» Sú kyrrstaða
sem ríkt hef-
ur hér und-
anfarin ár hefur
verið rofin á ein-
ungis fjórtán
mánuðum í
valdatíð þess-
arar ríkisstjórn-
ar.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og þingmaður
Framsóknarflokksins.
Kyrrstaðan rofin