Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hann virkar stirðbusalegur og kuldalegur þegar hann sækir Vest- urlönd heim enda talar hann engin erlend tungumál en er í essinu sínu á hávaðasömum fjöldafundum í heimalandinu og hefur nú náð tak- markinu: Hinn sextugi Recep Tayy- ip Erdogan hefur verið kjörinn for- seti Tyrklands eftir 11 ára setu sem forsætisráðherra. Mikill uppgangur frá 2002, að meðaltali 5,6% árlegur hagvöxtur og pólitískur stöðugleiki eftir langa ókyrrð fyrri ára tryggðu honum nær 52% atkvæða í forseta- kosningum um helgina. Nái hann endurkjöri eftir fimm ár munu Tyrk- ir fagna 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2023 undir forystu hans. Allra síðustu árin hafa reyndar verið Erdogan erfið og mikil þátt- Fyrrverandi götusali vill meiri völd  Erdogan hyggst ekki verða til frambúðar bara valdalaust þjóðartákn á forsetastóli Tyrklands  Mikill árangur í efnahagsmálum sagður hafa tryggt honum meirihluta í forsetakjörinu taka verið í mótmælum gegn vax- andi einræðistilburðum hans, spill- ingu og tilraunum til að auka veg heittrúaðra múslíma, m.a. með því að ýta undir slæðuburð kvenna. Í stjórnarskránni er áhersla á að rík- isvaldið sé veraldlegt, ekki háð reglum íslams. Þannig tilhögunar krafðist landsfaðirinn og stofnandi lýðveldisins, Kemal Atatürk. Erdog- an hefur samt oftast reynt að fara milliveg í þessum efnum. Hann hefur hins vegar ekki hikað við að leggja til atlögu við æðstu menn hersins sem áratugum saman sáu til þess að trúin ryddist ekki inn í stjórnkerfið. Öðru hverju rændu þeir völdum; lýðræðið í Tyrklandi var veikt og oft hunsað. Ekki af yfirstéttinni Erdogan er sonur liðsmanns í strandgæslunni, hann fæddist ekki með silfurskeið í munni. Foreldrar hans fluttu frá borg á Svartahafs- ströndinni, Rize, til Istanbúl þegar hann var 13 ára. Á unglingsárunum seldi hann gosdrykki í fátækrahverf- um Istanbúl til að næla sér í vasa- peninga. Um hríð var hann atvinnu- maður í fótbolta. En hann lauk háskólaprófi í stjórnun við Marm- ara-háskóla og gekk til liðs við hreyfingu íslamista. Varð hann borgarstjóri í Istanbúl 1994, þótti standa sig vel og vera óspilltur. En hann afplánaði síðar nokkurra mán- aða dóm fyrir trúarofstækisáróður. AK-flokkinn stofnaði hann 2001 og varð svo forsætisráðherra 2003. Þjóðernissinnaðir landar Erdog- ans eru hreyknir af því að landið skuli vera að rísa á ný og stefna á forystuhlutverk í öllum Miðaust- urlöndum með stórveldi soldánsins að fyrirmynd en það hrundi 1918. Áhuginn á aðild að Evrópusamband- inu hefur hins vegar dvínað hratt, bæði í ESB og Tyrklandi sjálfu. Tyrkland er orðið mikið iðnveldi með rúmlega 80 milljónir íbúa og Erdogan er ekki aðeins geysivinsæll í eigin landi heldur líka meðal araba sem nær allir deila íslamstrú með Tyrkjum. Almenningur í arabalönd- um ýmist fyrirlítur eða hatar eigin leiðtoga vegna hroka þeirra, grimmdar, spillingar og dugleysis en sjá í Erdogan „sterka manninn“ sem tekst allt. Eða nærri allt. Og núna gagnrýnir hann auk þess Ísrael harkalega sem er vinsælt meðal araba. Og Erdogan er þar að auki lýðræðislega kjörinn þótt gagnrýnt sé hversu mjög hann hafi misbeitt valdi sínu í kosningabaráttunni. Forsetaembættið er núna valda- lítið en Erdogan hyggst knýja fram breytingar. Hann segist ekki ætla að verða bara þjóðartákn, skrautfígúra. Formsins vegna þarf AK-flokkur hans að fá minnst tvo þriðju hluta í þingkosningum næsta vor til að ná fram stjórnarskrárbreytingu um aukin forsetavöld. En margir álíta að takist það ekki muni „sterki mað- urinn“ samt breyta embættinu, hvað sem tautar og raular. AFP Vann Recep Tayyip Erdogan fagnar sigri þegar talningu er að ljúka. 18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 Rússar sögðu í gær að búið væri að ná samkomulagi við stjórnvöld í Úkraínu um að lest 262 vörubíla, með brýnar nauðsynjar, mat og fleira, til íbúa Lúhansk og Do- netsk, fengi að fara á áfangastað. Liðsmenn Alþjóða Rauða krossins, ICRC, myndu kanna farminn á landamærunum. En margir eru uggandi um að bílalestin sé einhvers konar Trójuhestur. Ætlun Rússa sé að smygla með henni birgðum til að- skilnaðarsinna sem nú eru um- setnir af úkraínsku herliði í Do- netsk. Jafnvel komi til greina að þeir noti bílalestina, sem kemur frá herstöð handan við landamær- in, sem eins konar undanfara inn- rásarliðs. Aðrir fréttaskýrendur álíta þó að með lestinni séu ráðamenn í Kreml fyrst og fremst að bæta ímyndina. Þeir reyni að tryggja sér aukinn stuðning meðal íbúa í austurhluta Úkraínu. Ljóst þykir að Vladímír Pútín Rússlands- forseti hafi á sínum tíma ofmetið stuðninginn við Rússland meðal almennings þar en um 1.500 manns hafa fallið í átökum að- skilnaðarsinna við Úkraínuher síðustu mánuði. Agalausir aðskiln- aðarsinnar hafa framið ýmis af- brot, stolið eigum fólks og jafnvel nauðgað konum, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. kjon@mbl.is Mannúðarbílalest Rússa Trójuhestur? AÐSTOÐ VIÐ A-ÚKRAÍNU Farþegar, með hanska og grímur, koma til Murtala Mohammed-flugvallar í Lagos í Nígeríu á mánudag. Staðfest var nýtt tilfelli ebólu í Lagos sama dag og eru þau nú orðin 10 í landinu. Alls hafa um þúsund manns dáið úr veik- inni eftir að faraldurinn breiddist nýlega út í Vestur-Afríku. Í gær var skýrt frá því að aldraður, spænskur prestur, sem stundaði mannúðarstörf i Líb- eríu, væri látinn þótt hann hefði fengið nýtt, lítt prófað lyf, Zmapp, gegn ebólu en það var þróað í Bandaríkjunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur nú leyft notkun Zmapp þótt fátt sé vitað um aukaverkanir þess. Segir WHO að þessi aðgerð sé siðferðislega verjandi vegna þess hve hratt sóttin breiðist nú út og vegna hárrar dánartíðni af völdum hennar. Leyfa notkun tilraunalyfs gegn ebólu AFP Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.