Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 ✝ Óðinn LogiBenediktsson fæddist í Stykk- ishólmi 22. febrúar 1960. Hann lést á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 31. júlí 2014. Foreldrar hans eru Benedikt Lár- usson, f. 18. mars 1924 og Kristín Björnsdóttir, f. 24. október 1931. Systkini Óðins eru: Eyþór, f. 28.10. 1952, Ingibjörg Hildur, f. 15.10. 1954, Bryndís, f. 22.11. 1956, Björn, f. 30.11. 1957, Lára, f. 28.9. 1963 og Ellert Þór, f. 30.3. 1967, d. 25.3. 2013. Óðinn lauk grunnskóla í Stykkishólmi 1976 og starfaði eftir það sem verslunarmaður í Vöruhúsinu Hólmkjöri í Stykk- vel og átti hann í kjölfarið sex góð ár sem hann nýtti til end- urhæfingar. Hann stundaði nám í Hringsjá 2008 – 2009 og lauk námi á skrifstofubraut í MK árið 2010. Óðinn Logi var vinmargur og vel látinn í störfum sínum sem verslunar- og kjötiðnaðarmaður. Hann var félagslyndur og starf- aði í Stykkishólmi m.a. með JC hreyfingunni, Leikfélaginu Grímni og var um tíma í stjórn Körfuknattleiksdeildar Snæfells. Eftir að Óðinn veiktist var hann virkur í störfum Samtaka lungnasjúklinga og var gjaldkeri þeirra 2009-2013. Helsta áhugamál Óðins allt frá barnæsku var hestamennska og hann tók virkan þátt í fé- lagsstarfi hestamanna í Stykk- ishólmi og á Snæfellsnesi meðan hann bjó þar. Hestamennskuna stundaði hann allt þar til hann varð að hætta vegna veikinda. Óðinn Logi var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fer fram frá Stykk- ishólmskirkju í dag, 13. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 14. ishólmi. Árið 1979 hóf hann störf hjá Sláturfélagi Suður- lands í Reykjavík og lauk námi í kjöt- iðn 1983. Að loknu námi starfaði hann sem verslunar- og kjötiðnaðarmaður hjá Hólmkjöri í Stykkishólmi og fleirum til ársins 2000 þegar hann fluttist á Hellu. Þar starfaði hann hjá Goða og síðar Slát- urfélagi Suðurlands og vann hjá SS allt þar til hann þurfti að láta af störfum vegna veikinda. Árið 2003 greindist Óðinn með bandvefssjúkdóminn hersli- mein, sem á fáum árum eyðilagði í honum bæði lungun. Hann fór í lungnaskipti árið 2007 og fékk nýtt lunga. Aðgerðin heppnaðist Í dag kveð ég kæran bróður og minningarnar streyma fram. Ég var ekki glöð að þurfa að deila herbergi með bræðrum mínum þegar ég var yngri og grátbað um sérherbergi, en svo nokkrum árum seinna var ég svo heppin að þegar ég fór til Reykjavíkur í framhaldsskóla , þá fékk ég að búa hjá Óðni, við leigðum saman í tvö ár og ekki er hægt að hugsa sé þægilegri með- leigjanda. Óðinn var mjög sam- viskusamur og vildi alltaf standa sig 100% í öllu sem hann gerði, hvort sem það var vinnan eða hestamennskan sem var hans að- aláhugamál. Hann hafði líka gaman af segja brandara og var ekki eins og við hin að gleyma þeim um leið, en hann gaf sér líka góðan tíma í að segja brandarann og hló með sjálfum sér um leið og hann sagði frá. Þegar Óðinn greindist með sjúkdóminn fyrir 12 árum fannst honum verst að þurfa að hætta að vinna, en aldrei nokkurn tímann varð ég var við neikvæðni eða reiði hjá honum, hann tók þess- um veikindum af sinni allkunnu ró og jafnaðargeði. Hann var mjög lélegur sjúklingur, kvartaði aldrei nokkurn tímann og vildi alltaf gera lítið úr öllu. Hann var alltaf að hugsa um aðra og setti sjálfan sig aldrei í fyrsta sætið. Í byrjun júli kom ég til hans og sá að honum leið ekki vel og spurði hvort honum væri að versna. Nei, ég er bara latur, svaraði Óðinn. Við erum búin að eiga margar samverustundir undanfarin ár og það verður skrítið að geta ekki farið í heimsókn með sérbakað vínarbrauð og drukkið kaffi með honum og rætt um menn og mál- efni eins og við vorum vön að gera. Það sem hjálpar mér í gegnum þessar sorgarstundir núna er tilhugsunin um að núna líður Óðni vel. Takk fyrir samveruna. Lára. Við minnumst Óðins með mikl- um söknuði. Hann var stóri frændi okkar sem gaf sér alltaf tíma fyrir okkur börnin. Hann var góður vinur, gaf sér alltaf tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Einnig var hann ófeiminn við að gera athugasemdir um allt og ekkert sem maður gerði, og gerði ekki. Hann var stríðinn, eins og stóru frændur eiga að vera en allt var það í góðu gamni gert. Sum okkar unnu með honum í Hólmkjöri þar sem margir minn- ast hans bakvið kjötborðið í hvíta sloppnum. Hann átti auðvelt með að kynnast fólki og virtist þekkja alla sem á vegi hans urðu, enda voru allir jafnir fyrir honum. Hann var áhugasamur um annað fólk og hvað það væri að gera, hvort sem það voru náskyldir eða aðrir. Þegar hann var ekki í hvíta sloppnum við kjötborðið mátti finna hann uppi í hesthúsum að sinna hestunum sínum. Hann var bæði glöggur og við- ræðugóður og ef sá gállinn var á honum alveg þrælskemmtilegur. Hann var lúmskur húmoristi og ágætur sögumaður sem kunni fjöldann allan af skemmtilegum tækifærissögum af frændum og vinum. Óðinn var nægjusamur og kvartaði aldrei þó að hann hafi verið mikið veikur undir það síð- asta. Hann ætlaði sér að stíga upp úr sjúklingshlutverkinu en þegar ljóst var að það myndi ekki nást kvartaði hann ekki. Stuttu eftir lungnaskiptin fór hann í ferð til Spánar til að vera viðstaddur skírn frænda síns og sýnir það vel hversu mikilvægt það var honum að vera í faðmi fjölskyld- unnar. Þótt að við vissum í hvað stefndi er alltaf erfitt að kveðja. Við minnumst góðs frænda og mikils húmorista sem verður sárt saknað og sendum við samúðar- kveðjur til systkina hans og ömmu og afa. Fyrir hönd systkinabarna, Gísli Sveinn Gretarsson. Þegar þær fréttir bárust að af- ar kær vinur, Óðinn Benedikts- son, hefði kvatt, þustu fram minningarkorn um ógleymanleg- ar stundir sem við áttum saman. Það sem kornin eiga sameigin- legt er að alltaf var gaman að vera nálægt Óðni og skipti þá engu máli hvort við vorum í kjöt- vinnsluherberginu í Hólmkjöri, á hestbaki eða étandi konfekt og horfandi á upptökur fra lands- mótum hestamanna, langt fram á nótt. Ein er þó sú minning sem skýrust er, en það er þegar Óð- inn reið með okkur á Löngu- fjörum sumarið 2012. Þessi reið- túr var sá fyrsti hjá Óðni í mörg ár en veikindi hans höfðu hamlað því í nokkur ár að hann gæti stundað sitt hjartkæra áhuga- mál. Það var gleði, það var gam- an, fuglar sungu, hófatök 60 fáka glumdu í sandinum og sólin skein. Þarna átti Óðinn heima, þeysandi á góðum hesti, meðal ættingja og vina. Því miður urðu reiðtúrarnir sem við fórum sam- an ekki fleiri. Fuglar flugu til lands, fákar veltu sér í grasinu eftir gott dagsverk og sólin hneig til viðar. Ég kveð kæran félaga. Eftir lifir minning um vin sem tókst á við lífið með jákvæðni, húmor, auðmýkt og ótrúlegu æðruleysi. Hugur minn er hjá fjölskyldu Óð- ins sem hefur þurft að sjá á eftir bræðrunum Ella og Óðni med stuttu millibili. Guð gefi ykkur styrk. Lárus Ástmar Hannesson. Við Óðinn kynntumst þegar ég var kosinn í stjórn Samtaka lungnasjúklinga og strax tókst með okkur góð vinátta. Hann var gjaldkeri Samtaka lungnasjúk- linga frá 2009 til 2013 og skilaði þeirri vinnu af mikilli samvisku- semi. Hann bar hag samtakanna alltaf fyrir brjósti og var honum þakkað af endurskoðendum sam- takanna fyrir góðan frágang á ársreikningunum á hverjum að- alfundi. Einnig tók hann þátt í mörgum SÍBS þingum fyrir hönd samtakanna. Óðinn mætti alltaf í spjall og kaffi á mánudögum þar sem við lungnasjúklingar hitt- umst og stöppum stálinu hvert í annað. Hann var duglegur að koma með brandara og sagði ýmsar sögur sem við veltumst um af hlátri yfir. Það eru mikil forréttindi að hafa kynnast svona hetju. Aldrei varstu að kvarta yf- ir heilsunni eða lést það stoppa þig þó heilsan væri slæm. Þú fórst í nám og varst ákveðinn í að komast í vinnu með tímanum. Mikið á ég eftir að sakna þess að geta ekki lengur hringt eða hitt þig, kæri vinur. Samtölin okkar urðu stundum ansi löng um lífið og tilveruna. Þú varst alltaf til staðar og tilbúinn að hjálpa mér þegar ég var veikur og átti erfitt með að hreyfa mig vegna mæði. Það var ómetanlegt að geta leitað ráða hjá þér. Þegar það kom til tals að ég færi í lungna- skipti, þá varst þú alltaf tilbúinn að ræða málin og veita góð ráð. Við gerðum okkur grein fyrir því, að lungnaskipti væru ekki lausn á öllum okkar veikindum. Við töl- uðum oft um að hlutirnir væru bara svona, veikindi væru ekkert sem við réðum við, við yrðum að vinna með það sem við hefðum, ekki það sem við vildum hafa. Það liggur fyrir okkur öllum að kveðja þennan heim einhvern tíma. Ég vona að þar sem þú ert núna getir þú andað að þér súr- efni eins og þú gerðir fyrir veik- indin þín og að þessari baráttu um að geta andað eðlilega sé lok- ið. Það er erfitt og sárt að þurfa að berjast fyrir hverjum andar- drætti. Mig langar fyrir hönd Sam- taka lungnasjúklinga að votta foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra innilega samúð á þessum erfiða tíma. Birgir Rögnvaldsson, formaður Samtaka lungnasjúklinga. Óðinn Logi Benediktsson ✝ SæmundurAuðunsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1954. Sæmundur lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 31. júlí 2014. Hann var sonur hjónanna Auðuns Auðunssonar skip- stjóra, f. 1925, d. 2005, og Sigríðar Stellu Eyjólfs- dóttur, f. 1926, og elstur fimm systkina. Þau eru Björn Eyjólf- ur, f. 1955, d. 2009, Steinunn, f. 1957, Ásdís, f. 1960 og Stella Auður, f. 1966, d. 2008. Sæmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974 og stundaði ýmis störf á sjó og landi. Hann var kvæntur Krist- ínu Róbertsdóttur um þrettán ára skeið en þau skildu árið 1999. Útför hans verður gerð frá Neskirkju í dag, 13. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Talan 13 kemur þrisvar sinn- um fyrir við ferðalok bróður míns, Sæmundar Auðunssonar. Hann lá mikið veikur á deild 13G á Landspítalanum frá því í febr- úar þar til hann lést og útförin fer fram hinn 13. ágúst kl 13. Skyldi hann hafa verið fæddur undir óheillastjörnu? Hann var fyrir- buri, vart hugað líf í fyrstu, en þegar hann óx úr grasi benti ekk- ert til annars en að hann yrði lukkunnar pamfíll, því hvorki voru námsgáfur né útlit af verri endanum. Sæmundur var fæddur inn í landskunna skipstjórafjölskyldu og þótti við hæfi að hann færi til sjós á sumrin með pabba eins fljótt og hægt var þ.e.a.s. við 15 ára aldur. Ekki þótti koma til greina að synir skipstjórans nytu neinna sérstakra fríðinda og hef- ur Sæmi sagt frá því að þessi sjó- mennska á barnsaldri hafi verið ömurleg, hann hafi hvorki haft neina líkamlega né andlega burði til að takast á við þetta. Þetta var tíðarandinn og ætlað að gera drengjunum gott. Eftir að Sæ- mundur lauk námi í MR virtist framtíðin þó björt og hann hugði á nám í hagfræði í Gautaborg en fataðist flugið í dvölinni ytra og starfaði síðan lengst af ævinnar við sjómennsku. Það var ekki hans óskastarf, eins og ráða má af framansögðu. Sæmundur var mjög vel lesinn og víðsýnn, hann var með sterka réttlætiskennd og meinilla við alla sýndarmennsku og lágkúru. Hann var flinkur skákmaður, sérstaklega framan af ævinni, og stálminnugur. Hon- um auðnaðist ekki að eignast börn en fylgdist af áhuga og alúð með uppvexti systkinabarna sinna. Synir mínir syrgja góðan, skemmtilegan en nokkuð óút- reiknanlegan móðurbróður. Hann vildi leggja sitt af mörkum til að beina hinum ungu frændum sínum í góðan farveg og gaf gjarnan kennslubækur í tafl- mennsku eða aðrar góðar bækur í tækifærisgjafir – eða þá að hann fann einhverja bráðfyndna hluti til að pakka inn. Sæmundur hafði hárfínan, beittan húmor en það var alltaf stutt í hlýju og vænt- umþykju undir þeirri hrjúfu skel sem hann hafði safnað á sig á lífs- leiðinni. Þess vildi ég óska að lífið hefði farið um hann mýkri höndum, að hann hefði verið sjálfum sér holl- ari og að ég hefði oftar haft kær- leikann en dómhörkuna að leið- arljósi í samskiptum við hann. Blessuð sé minning Sæmundar. Ásdís. Kær og góður samstarfsfélagi er nú fallinn frá eftir stutt en mjög erfið veikindi. Við Sæmund- ur hittumst fyrst árið 1970, en Sæmundur var jafnaldri frænda míns á Skólabrautinni. Þessi dökkhærði, glæsilegi ungi maður með sín dökkbrúnu augu var sveipaður dulúð og þokka. Ég sá honum svo bregða fyrir af og til næstu árin á Nesinu þegar við vorum að taka strætó niður í bæ. Síðan liðu 40 ár en þá kom Sæ- mundur til starfa á bæjarskrif- stofum Seltjarnarness þar sem við unnum saman. Sæmundur sá um kostnaðarbókhaldið. Hann var sérlega talnaglöggur maður og starfi sínu trúr. Hann tók virk- an þátt í umræðunum á kaffistof- unni og kom þá jafnan í ljós hversu fjölfróður og stálminnug- ur hann var. Hann sagði skemmtilega frá og var hnyttinn í tilsvörum. Með okkur tókust góð kynni og vinátta sem varði allt of stutt. Sæmundur ræddi um til- veruna og lífið þegar ég heimsótti hann á spítalann. Hann spurði fregna af starfsfólkinu með aug- ljósri væntumþykju. Honum þótti leitt að vera ekki á staðnum því nú myndu verkefnin hrannast upp. En veður geta verið válynd og hin traustustu tré geta brotnað. Sæmundur reyndist okkur mjög góður starfsfélagi – persónuein- kenni hans voru ljúfmennska og ekki síst ósérhlífni. Ég horfi með söknuði á eftir góðum félaga og starfsmanni. Megi hann nú njóta þess að vera mættur á grænar grundir eilífðarinnar. Kæra Stella, ég sendi þér mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri. Sæmundur Auðunsson var bekkjarfélagi okkar í 5-Q og 6-Q veturna 1972-73 og 1973-74. Í bekknum voru fimmtán strákar, sumir fyrirferðarmiklir en minna fór fyrir öðrum. Sæmi var í seinni hópnum, rólegur og góður dreng- ur. Hann þurfti ekki að hafa hátt til þess að eftir honum væri tekið. Hann fór sínar eigin leiðir og virtist ekki finna fyrir þeirri þörf að vera eins og allir hinir, en var samt ómissandi í hópnum. Sæmi var mikill húmoristi á sinn hóg- væra hátt, og ógleymanlegt glott- ið sem fylgdi skondnum athuga- semdum (stundum bara eitt lítið: Oh really?!). Sæmi var bráðgáfaður, þó hann nýtti kannski ekki þær gáf- ur til formlegs náms. Hann var mikill grúskari, víðlesinn og fróð- ur og pældi í ólíklegustu hlutum. Hann hóf nokkrum sinnum nám við Háskólann en var alltaf kom- inn á sjóinn áður en námsárinu var lokið. Hann var af miklum sjómannaættum og sjórinn tog- aði alltaf í hann. Það hefur verið fastur liður á endurfundum okkar bekkjar- félaganna að hlýða á ávarp frá Sæma. Ávörpin báru skýr höfundar- einkenni, lymskulega hæðin og fullkomlega alvörulaus. Við fáum ekki fleiri slík héðan í frá. Fyrir vikið verða endurfundir okkar fá- tæklegri. Um leið og við þökkum Sæma fyrir samfylgdina vottum við móður hans og systrum samúð okkar. Megi minningin um góðan dreng lifa. Fyrir hönd okkar bekkjar- félaganna úr MR, Ársæll Másson. Sæmundur Auðunsson ✝ Svavar Guðna-son fæddist í Reykjavík 9. sept- ember 1957. Hann lést 31. júlí 2014. Faðir Svavars er Guðni Þor- steinsson, f. 16. júlí 1933, móðir hans er Júlíana G. Ragn- arsdóttir, f. 25. ágúst 1933. Systir Svavars var Helga Guðnadóttir, f. 21. mars 1954, d. 28. júní 2014. Svavar var um nokkurra ára skeið í sambúð með Önnu Rósu Traustadóttur, f. 15. ágúst 1958, þau slitu samvistum. Þeirra dóttir er 1) Magnea Karen, f. 1. desember 1981, maki Sævar Örn Sæmundsson, dætur þeirra eru Aníta Ósk, Karen Lind og Dagný Rós. Svavar kvæntist Elsu Guð- björgu Jónsdóttur, f. 6. ágúst 1964, d. 23. maí 2008, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru 2) Daníel Örn, f. 26. febrúar 1989, maki Hrafn- hildur Rósa Guð- mundsdóttir, sonur þeirra er Svavar Bragi Daníelsson, 3 ) Helga Vala, f. 25. mars 2000. Svavar ólst upp í Vestmannaeyjum og var sjómaður frá unga aldri. Sjórinn átti hug hans allan. Vettvangur hans á sjónum voru fiskiskip. Hann var liðtæk- ur netamaður og leysti stöku sinnum af sem matsveinn. Áhugamál Svavars voru marg- vísleg, m.a. fimleikar á unga aldri, hann stundaði einnig fót- bolta um tíma og keppti í snó- ker. Útför Svavars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 13. ágúst 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Eftir ein á strönd við stöndum, störum eftir svörtum nökkva, sem að burtu lífs frá löndum lætur út á hafið dökkva. Farmurinn er enn fagri laukur, felldur snöggt af norðanvindi, farmurinn er enn fallni haukur, farmurinn er lífsins yndi. Ein er huggun, ei fær grandað ólgusjór, nje fær á skeri dauðans hann í dimmu strandað;- drottinn sjálfur stýrir kneri. (Grímur Thomsen) Með kveðju um yndislegan dreng, mamma og pabbi. Í dag kveðjum við elsku móð- urbróður minn, Svavar Guðna- son. Andlát hans bar skjótt að og einungis mánuði eftir að mamma dó hafa þau systkinin nú bæði kvatt þennan heim. Svavar greindist með krabbamein á af- mælisdaginn sinn fyrir tæpu ári. Honum fannst afar erfitt að kom- ast skyndilega ekki út á sjó, en tókst á við veikindin af miklu æðruleysi og við vonuðumst öll til að hann fengi að vera lengur á meðal okkar en raunin varð. Það var átakanlegt að horfa upp á Svavar sitja við sjúkrabeð systur sinnar í júní og fylgja henni til grafar í júlí en þá, eins og svo oft áður, var hann mömmu mikilvæg stoð enda ætíð reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Hugurinn reikar til baka til vorsins þegar við áttum frábæra kvöldstund saman í tilefni af sextugsafmæli mömmu. Svavar lék á als oddi og þau systkinin skemmtu sér kon- unglega. Orð fá ekki lýst því hversu margt hefur breyst á þeim örfáu mánuðum sem liðnir eru síðan þá. Elsku amma og afi, missir ykk- ar er sár og mikill, að þurfa að horfa upp á bæði börnin ykkar kveðja þessa jarðvist á svona skömmum tíma. Þið vilduð allt fyrir þau gera og tengslin voru af- ar sterk og falleg. Elsku Magnea, Danni, Helga Vala og fjölskyldur, ykkur sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Anna Margrét. Svavar Guðnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.