Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 ✝ Eggert Hjart-arson fæddist 13. ágúst 1939 á Hvammstanga. Hann lést 3. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Hjörtur Ei- ríksson, f. 20.9. 1914, d. 30.4. 1989, og Ingibjörg Egg- ertsdóttir Levy, f. 2.1. 1906, d. 18.1. 1987. Systkini Eggerts voru sex, en einn bróðir hans lést í frum- bernsku. Hin eru: Hreinn, f. 29.11. 1936, d. 11.2. 1965. Kona hans var Hjördís Ísaksdóttir. Perla, f. 3.4. 1938, gift Geir Hólm og eiga þau fjórar dætur. Eiríkur, f. 19.1. 1941, giftur Sig- rúnu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú börn en Eiríkur átti einn son áður með Sigrúnu Gunnarsdóttur. Skúli Húnn, f. 3.1. 1945, d. 11.2. 1965, Hilmar, f. 9.12. 1948, sambýliskona hans þeirra eru Logi Þór og Hjörtur Snær. Eggert fæddist og ólst upp á Hvammstanga. Móðir hans var frá Ósum á Vatnsnesi og dvaldi hann þar mikið í æsku hjá móð- urbróður sínum og móð- ursystrum. Eggert starfaði alla tíð sem sjálfstæður verktaki. Hann keypti ungur jarðýtu og hannaði og smíðaði upp úr 1960 lokræsaplóg, svonefndan Egg- ertsplóg, og ræsti fram land fyr- ir bændur um miðjan sjöunda áratuginn, einkum í Borg- arfirði. Fékk Eggert einkaleyfi fyrir hönnun plógsins en seldi þá útgerð. Hann keypti og gerði út vélbát í nokkur ár á áttunda áratug 20. aldar en fékkst sam- hliða áfram við útgerð véla. Á árunum 1980-1983 byggði hann iðnaðarhús á Hvammstanga og leigði það út. Síðar vann hann lengi sem undirverktaki. Eggert hlaut litla formlega menntun en vann jöfnum höndum við smíðar og vélaviðgerðir og þótti ein- staklega verkhagur maður. Útför Eggerts er gerð frá Bú- staðakirkju í dag, 13. ágúst 2014, kl. 13. er Kristín Magn- úsdóttir. Fyrrver- andi sambýliskona Hilmars var Að- alheiður Gunn- arsdóttir og eign- uðust þau þrjú börn. Eggert kvæntist hinn 14. ágúst 1971 Guðrúnu Páls- dóttur, f. 14.6. 1949. Þau bjuggu í Reykjavík og eiga þrjú börn. 1) Hreinn, f. 11.2. 1972, viðskipta- fræðingur, kvæntur Írisi Árna- dóttur atferlisfræðingi, f. 2.4. 1973. Börn þeirra eru Elín, Jó- hann Helgi og Hlynur Tumi. 2) Skúli, vélfræðingur, f. 29.6. 1974. Sambýliskona hans er Rasa S. Alfonsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4.6. 1977. Dóttir þeirra er Leja. Sonur Rösu er Matas. Sólveig, af- greiðslustjóri, f. 18.3. 1979, gift Sigurði Þ. Sigurjónssyni örygg- isverði, f. 19.6. 1981. Synir Þegar ég var sex ára byrjaði ég í Fossvogsskóla. Þar voru lít- il timburhús – sel – notuð sem skólastofur. Eitt sinn gleymdi ég nestinu mínu heima og pabbi kom með það handa mér. Hann var svo hávaxinn að hann þurfti að beygja sig til að komast inn í kennslustofuna. Hinir krakkarn- ir fylltust aðdáun og ég var mjög stolt af því að eiga „stórasta“ og besta pabba í heiminum. Ég var lánsöm að eiga hann sem föður – hann var alltaf blíð- ur og góður – hafði endalausa þolinmæði. Að læra að aka bíl var mjög skrautleg lífsreynsla. Þegar ég var um 16 ára fékk ég að keyra malarveg í sveitinni. Hann var beinn og fínn. Mamma sat í framsætinu og leiðbeindi mér. Mér gekk svo vel að ég mátti taka nokkuð krappa beygju inn á aðalveginn. Ég náði ekki beygjunni og bíllinn stefndi nið- ur allbratta brekku. En mamma náði að stíga á bremsuna í tíma. Eftir þetta atvik var það hlut- verk pabba að kenna mér að keyra. Land-Rover jeppi, ár- gerð 1966 (þetta var árið 1986), var notaður til æfingaaksturs- ins. Við fórum að vatnstönkun- um í Grafarholtinu þar sem ég fékk að keyra þennan forláta bíl. Það var mjög skrautlegt. Mikið afl þurfti á kúplinguna og gírstöngin var stirð. Erfiðast var að skipta yfir í annan gír á leið upp brekku. Þegar ég loks- ins náði að skipta um gír var bíllinn nær kyrrstæður og þurfti ég að skipta aftur í fyrsta gír til þess að missa bílinn ekki aftur á bak. Pabbi sat þolinmóður við hlið mér og brosti út í annað. Það var aldrei hægt að vera í fúlu skapi nálægt föður mínum. Ef ég var önug þá spurði hann hvort það væri lágskýjað. Svo kímdi hann og leit sposkur á mig. Á endanum mundi ég ekki ástæðuna fyrir geðvonskunni og við skellihlógum saman. Ef ég var mjög leið þá kom pabbi og faðmaði mig án þess að spyrja nokkurs. Það var það besta sem hann gat gert og ein- mitt það sem mig vantaði. Hlýja án nokkurra skilyrða. Ég fór oft í tjaldferðalög með foreldrum mínum. Þau voru mjög skemmtileg og við geng- um oft á fjöll og skoðuðum fal- legar náttúruperlur. Eitt sinn vorum við að skoða fallegan foss. Þá varð ég alveg miður mín af því að við höfðum gleymt myndavélinni. Þá sagði pabbi mér að vera ekki leið. Ég ætti að taka mynd af fossinum í hug- anum og varðveita hana þar í staðinn. Eftir að pabbi fékk blóðtappa í heila um páskana 2010 sögðu læknarnir að honum myndi hraka smám saman. Hann missti hæfileikann til að tjá sig með orðum en sýndi með svip- brigðum hvað honum fannst. Ég gifti mig sumarið 2010 og gat pabbi fylgt mér inn kirkjugólfið. Hann gat líka verið viðstaddur skírn beggja sona okkar hjóna. Sá yngri var skírður 1. júní síð- astliðinn. Ég er þakklát fyrir svo margt í fari föður míns, einkum hvað hann var skiln- ingsríkur og hlýr. Sólveig. Faðir minn hefði orðið 75 ára í dag. Ég minnist hans með söknuði og þakklæti. Hann átti gott líf stærstan hluta ævinnar en hvíldin nú var kærkomin eftir veikindi síðustu æviárin. Pabbi var ávallt að hjálpa ættingjum og vinum með allt milli himins og jarðar, svo sem bílaviðgerðir, húsasmíði, pípu- lagnir og annað sem krafðist verklagni og nákvæmni. Hann var sérstaklega duglegur að heimsækja móðursystur sínar hér í bænum, þær Jónínu og Sillu, og aðstoða þær við ým- islegt á meðan þær lifðu. Úr bernsku minni minnist ég þess hve oft við fórum að heimsækja fólk, hvort sem það var hér í borginni eða fyrir norðan. Það fannst mér skemmtilegt, sér- staklega þegar við heimsóttum sveitabæi á Vatnsnesinu. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fara að Ósum á Vatnsnesi. Þá var yfirleitt alltaf stoppað á Þorfinnsstöðum hjá Fríðu, móð- ursystur pabba. Hún gaf okkur börnunum alltaf bláan Ópal. Á Ósum var alltaf margmenni og glatt á hjalla. Ferðir í Engidal til móður- ömmu og afa voru stundum æv- intýralegar. Eitt sinn fluttum við þangað girðingarstaura frá Hvammstanga sem pabbi hafði sagað niður úr rekaviði. Við vor- um á gömlum Volvo-trukk og á leiðinni lyftist pallurinn án þess að nokkur tæki eftir því og allir staurarnir rúlluðu af. Önnur eft- irminnileg ferð var farin á vöru- bíl sem hann hafði búið til úr tveimur vörubílum. Farmurinn var steinull frá Reykjavík sem til stóð að nota í nýja húsið í Engidal. Hleðslan á pallinum var svo há að við þurftum að gæta þess að rekast ekki upp- undir símalínur á leiðinni. Allt fór vel að lokum enda leyst úr öllum vandamálum sem komu upp með jákvæðni og útsjón- arsemi að leiðarljósi. Pabbi hugsaði vel um heils- una. Hann vaknaði snemma, gerði morgunæfingar og svo fékk hann sér alltaf heilsusam- legan morgunverð. Hann var mjög duglegur að hjóla og fara í sund og hélt því áfram á meðan heilsa hans leyfði. Pabbi borðaði mikið en það sást ekki á holda- fari hans. Mamma talaði gjarn- an um að „lengi tæki sjórinn við“ í því samhengi. Það gerðist ekki nema einu sinni að pabbi kláraði ekki af disknum og það var þegar hann og mamma heimsóttu okkur Írisi til Texas en þar eru skammtarnir vægast sagt af stærri gerðinni. Fyrir pabba var matur nauðsynleg næring en framsetning og bragð voru aukaatriði. Ég minnist föður míns sem manns sem fann lausnir á öllu. Hann var sérstaklega rólegur, athafnasamur og duglegur en alltaf var þó stutt í húmorinn. Hann kenndi okkur að með út- sjónarsemi og þrautseigju er hægt að finna lausnir á öllum málum. Hann var alltaf hlýr og góður faðir. Hreinn Eggertsson. Ég var lánsöm að búa í návist við Eggert frænda minn, Guð- rúnu, Hrein, Skúla og Sólveigu öll æskuár mín í Haðarlandinu. Ég lék mér mikið með frændum mínum Hreini og Skúla og má með sanni segja að heimili þeirra hafi verið mitt annað at- hvarf þar sem alltaf var tekið vel á móti mér. Eggert var afskaplega al- mennilegur maður. Hann var hjálpsamur, úrræðagóður og margt til lista lagt og þótti af- burða laginn í höndunum. Það fór ekki framhjá nokkrum manni að Eggert var mikill áhugamaður um viðgerðir á tækjum og vélum og var hann oft kvaddur til slíkra verkefna á heimili foreldra minna enda báru þau mikið traust til Egg- erts. Þá var Eggert í eðli sínu uppfinningamaður sem hugði að því að endurnýta það sem til var. Eggert lagfærði vélar og tæki af kunnáttusemi, hannaði og útbjó jólatré fyrir jólin og hikaði ekki við að setja perm- anent í hár Guðrúnar. Eggert og Guðrún voru á undan sinni samtíð hvað lifn- aðarhætti og heilsufar varðar. Meðvitað lögðu þau áherslu á heilsusamlegt mataræði. Hreinn, Skúli og Sólveig fóru ekki varhluta af heilsusamlegu líferni foreldra sinna því voru ein fárra barna sem ég þekkti sem voru alls laus við tann- skemmdir enda gos og sælgæti ekki á boðstólum nema við há- tíðleg tækifæri eins og á jólum. Hjólreiðar, sundferðir og fjall- göngur voru hluti af þeirra lífs- stíl. Eggert ferðaðist mikið um á reiðhjóli innanbæjar og lét ís- lenskt veðurfar ekki aftra sér í að nota reiðhjólið allan ársins hring og setti nagla eða keðjur á hjóladekkin til að komast örugglega leiðar sinnar. Eggert átti glæsilega vín- rauða bifreið af gerðinni Citro- ën DS 19. Ég varðveiti minn- ingu þess að á brúðkaupsdaginn okkar þann 4. október 2003 ók hann okkur brúðhjónunum í Citroën-bifreiðinni glæsilegu til og frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. Ég kveð Eggert frænda minn með þakklæti og virðingu í huga. Blessuð sé minning Egg- erts Hjartarsonar. Guðrúnu, Hreini, Skúla, Sól- veigu og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Áslaug Gunnlaugsdóttir. Þeim fjölgar samferðamönn- unum sem leggja í ferðina sem okkur öllum er búin. Eggerti Hjartarsyni kynntist ég fljótlega á níunda áratugn- um. Það voru skólasysturnar Borg kona mín og Guðrún Egg- ertsfrú sem tengdu okkur. Gagnkvæmar heimsóknir og ferðalög eru fersk í minni. Eggert var ákaflega traustur og ráðagóður, enda uppfinn- ingamaður – olli straumhvörfum í framræslu votlendis með hug- viti sínu. Var drjúgur yfir þeim afrekum. Ekki lakara að hag- urinn vænkaðist jafnframt. Upp í hugann kemur minning um ferð, eftir miðjan níunda áratuginn, – suður um land, tjaldað í Skaftafelli, þar nýttu hjónin tímann til þarfaverka sem eru fáséð á tjaldstæðum, síðan austurum í Bárðardal. Engidalur er einstakur staður, þar naut fjölskyldufaðirinn sín, vissi, gat og gerði. Hann þekkti fiskiveiði, hvort heldur um ís að vetri, með flugumaðk sem beitu, eða líkt og við þetta tækifæri í net. Ég sé hann fyrir mér draga netin að bátshlið, fara höndum um aflann, lýsandi með stolti vænleik fiskanna, tungutakið nokkuð í eldra kantinum, strák- arnir mínir lærðu orðtækin og höfðu fyrir munni sér: „Vænn fiskur, vænn fiskur.“ Ungviðinu leiðbeint með hógværð og festu, ef maldað var í móinn þá kom „Ekkert undanfæri, ekkert und- anfæri“. Eftir að heilsu Eggerts tók að hraka, varð strjálla um sam- fundi – því miður. Á tindi Kaldbaks vestra barst Guðrúnu fregnin um hrakandi heilsu Eggerts, viðstöddum dylst ekki hver tilfinningabönd tengdu þessa lífsförunauta. Fjölskylda mín kveður góðan samferðamann og minnist Egg- erts Hjartarsonar með djúpri virðingu. Gísli Óskarsson. Við minnumst þess þegar Eggert var unglingur í sveit á Ósum hjá skyldfólki sínu. Það kom fljótt í ljós að þar var upp- rennandi mikill hæfileikamaður á sviði véla. Við minnumst þess þegar Eggert keypti ungur jarðýtu sem hann endurbætti og vann síðan fyrir bændur í Húnavatnssýslu við túnrækt í nokkur ár. Það er til marks um hugvitssemi Eggerts þegar hann rúmlega tvítugur lagði í að smíða kílplóg sem þá voru að ryðja sér til rúms og notaðir voru til að þurrka upp mýrar og blaut tún. Þessi smíði þótti mikil hugvitssmíði á sínum tíma, sér- staklega af svo ungum manni. Um svipað leyti keypti Eggert sér stærri jarðýtu til þess að draga kílplóginn. Það liðu nokk- ur ár þar til að Eggert seldi þessa útgerð og sneri sér að öðrum viðfangsefnum. Í kringum 1970 urðum við ná- grannar í Fossvoginum en Egg- ert og Guðrún byggðu sér ein- býlishús á lóð í Haðarlandi í Fossvoginum eða skáhallt á móti okkur. Þar bjuggum við sem nágrannar í yfir þrjátíu ár í góðu nábýli við Guðrúnu, Egg- ert og börn þeirra þrjú og var það mikil gæfa að fá þar með að kynnast Eggerti betur sem og Guðrúnu sem við höfðum ekki þekkt áður. Milli fjölskyldnanna myndaðist góð vinátta sem aldr- ei hefur borið skugga á. Eggert var sérlega bóngóður og nutum við þess í miklum mæli fjöl- skyldan. Ef bifreið bilaði var Eggert boðinn og búinn að veita aðstoð sína við viðgerðir og oft- ar en ekki kom hann að fyrra bragði og bauð fram aðstoð sína. Á kvöldin var oft hent að mörgu gaman í Haðarlandinu. Eggert tölti ósjaldan yfir til okkar í kvöldkaffi. Þá var soðið vatn borið á borð og hellt í te- könnu ásamt dreitli af Vodka. Gamansögur úr Húnavatnssýsl- unni voru rifjaðar upp og kar- akterar sem þóttu kynlegir kvistir þess tíma dregnir fram í dagsljósið. Á árinu 1986 hófum við hjón- in byggingu á verslunarhúsnæði í Grafarvogi. Við bygginguna töldum við brýnt að fá einmuna góðan mannskap til liðs við okk- ur, menn sem byggju yfir dugn- aði og elju og sem unnt væri að treysta á. Leituðum við meðal annars eftir aðstoð Eggerts við að reisa grunn byggingarinnar en bygging hans var vandasöm fyrir margra hluta sakir. Þau vandamál sem upp komu við bygginguna leysti Eggert með sínu hugviti og af sinni alkunnu snilld. Það var afskaplega þægi- legt að vinna með Eggerti enda var hann einstaklega hagur hugvits- og iðnismaður sem var útsjónarsemin í blóð borin. Egg- ert var ætíð snarráður og verk- hygginn og fór ótroðnar slóðir í lausnum á viðfangsefnum hverju sinni. Eftir síðustu aldamót varð Eggert fyrir slysi og upp úr því brast heilsan smátt og smátt og náði hann sér aldrei almenni- lega á strik á nýjan leik. Síðustu æviárin dvaldi hann á Skjóli og þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn málvana og bundinn að mestu við hjólastól eftir mörg áföll gátum við skynjað hlýju hans og velvild í okkar garð. Við þökkum Eggerti fyrir samferðina á lífsleiðinni sem hefur verið gefandi og skemmti- leg. Að lokum viljum við votta Guðrúnu, Hreini, Skúla, Sól- veigu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Bless- uð sé minning Eggerts Hjart- arsonar. Erla og Gunnlaugur. Eggert Hjartarson ✝ Stefán RúnarSigurðsson fæddist á Seyð- isfirði 2. nóvember 1965. Hann lést 2. ágúst 2014. Foreldrar hans eru hjónin Katrín Björg Aðalbergs- dóttir, f. 16. júní 1935, og Sigurður Sigurgeirsson, f. 2. febrúar 1935, d. 12. október 1991. Árið 1991 hófu Rúnar og Lilja Guðrún Viðarsdóttir, f. 30. ágúst 1975, sambúð og eign- uðust þau þrjú börn. Anna Stef- ánsdóttir, f. 16. febrúar 1994, d. 16. febrúar 1994. Drengur Stef- ánsson, fæddur og dáinn 1995. Thelma Líf Stefánsdóttir, fædd 17. apríl 1996. Rúnar og Lilja slitu samvistum 2003. Hinn 8 maí. 2004 giftist hann Idu Je- remíassen, f. 18. mars 1977 og eign- uðust þau eina stúlku, Selmu Louise Benedikte Stefánsdóttur, f. 30. nóvember 2005. Þau slitu samvistum 2006. Útför Stefáns Rúnars fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 13. ágúst 2014, kl. 14. Það er ekki alltaf auðvelt að alast upp í litlu sjávarþorpi, þar sem allir þekkja alla. Því fékk hann Rúnar frændi svo sann- arlega að kynnast, enda fylgdi honum skuggi ævina á enda, skuggi sem hafði áhrif á hann og allt hans líf. Hann var ekk- ert venjulegur drengur, hug- myndaríkur, fjörugur, mikill húmoristi og töluvert misskil- inn, eins og gerist gjarnan um þá sem lenda utanveltu í sam- félaginu. Við vorum alin upp á sömu torfu, við Hafnargötuna á Seyð- isfirði. Þarna bjuggu amma og afi, mamma, Einar frændi og Stella og Siggi, að ótöldum börnunum sex. Þarna var oft glatt á hjalla og ýmislegt brall- að, eins og gengur og gerist. Göngutúrinn í skólann gat oft tekið sinn tíma, enda ým- islegt að sjá sem gat glapið hugann og tafið fyrir. Það var til dæmis ekki auðvelt að ganga alla þessa leið í skólann með plastpoka á hendinni, sem dýft hafði verið í sýróp. Þetta þurfti auðvitað að sleikja og klára áð- ur en við komum í skólann. Ófá- ar voru ferðirnar sem við fórum á „jullunni“ hans afa, ekkert endilega með leyfi, en þetta var bara allt í lagi vegna þess að við vorum með björgunarvesti! Karlarnir í Norðursíld kímdu ekki lítið þegar tveir þrettán ára unglingar, sem töldu sig vera í stórútgerð, lögðu upp þorsk, ýsu og risalúðu, sem þeir höfðu veitt á handfæri á árabát á Seyðisfirði. Þeir draumar urðu því miður ekki langlífir! Stíflufram- kvæmdir vegna sundlaugar- gerðar hófust einnig snemma á Austurlandinu, þegar bæjar- lækurinn var stíflaður við foss- brúnina og var árangurinn slík- ur að fossinn hvarf með tilheyrandi fjaðrafoki og um- vöndunum. Það fór þó eins með stíflugerðina og stórútgerðina, þeim skolaði burt, en minning- arnar um framkvæmdagleðina lifa svo sannarlega. Eins og oft verður þegar fólk kemst á unglingsárin, þá fara leiðir að skiljast. Svo fór einnig með okkur, það er þó ekki hægt að segja að þráðurinn hafi al- veg slitnað, heldur tognaði á honum á þessu tímabili. Hann var reyndar alltaf í miklu sam- bandi við pabba og þannig viss- um við alltaf af honum. Síðustu árin hefur sambandið verið meira og er óhætt að segja að við séum betri manneskjur af því að hafa fengið að verja þeim tíma með honum, því Rúnar frændi var einstaklega góður maður og ljúfur og mælti ekki styggðaryrði um nokkurn mann. Orrusturnar voru marg- ar sem hann háði við sinn innri mann og ekki voru þær auð- veldar. Okkur þykir vænt um að hafa fengið símtal frá honum í síðustu viku, þar sem hann lék á als oddi. Við kveðjum Rúnar frænda með söknuði, en jafn- framt þakklæti fyrir að fá að hafa fengið að ganga með hon- um lífsins veg. Sú ganga hefði mátt vera lengri og vegurinn hefði mátt vera malbikaður! Rannveig, Hrafnhildur og fjölskyldur. Stefán Rúnar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.