Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2014 VERTU VAKANDI! blattafram.is 93% þolenda þekkja þann sem beitir þá kynferðislegu ofbeldi! • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Vertu vinurá facebook Verðhrun - Lokadagar Str. 36- 52 Bonito ehf. • Friendtex • Praxis Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is Opið mánudag - föstudag 11:00-17:00, lokað laugardaga Friendtex á Íslandi ALLT Á AÐ SELJAST! 2 fyrir 1 af fatnaði og skóm Lokadagur föstudag Enn meiri lækkun Áþreifanleg vellíðan EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín. Útför Kristjáns Karlssonar, bókmenntafræðings og skálds, var gerð frá Fossvogskapellu í gær. Jarðsett var í kirkjugarðinum í Görðum á Álftanesi og séra Bjarni Þór Bjarnason jarðsöng. Líkmenn voru, talið frá vinstri: Thomas Karl Faus- bøll (í hvarfi), Egill Sveinsson, Gunnsteinn Karlsson, Gunnsteinn Magnússon, Halldór Blöndal og Sverrir Kristinsson. Fór útförin fram í kyrrþey. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristján Karlsson skáld jarðsunginn Bauhaus hefur í samráði við Neyt- endastofu ákveðið að innkalla upp- blásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational. Ástæðan er sú að alvarleg hætta getur skap- ast við notkun pottanna, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Bauhaus. Tegundirnar sem Bauhaus innkallar eru allar gerðir af uppblásnum pottum sem versl- unin hefur selt frá maí 2012 til dagsins í dag, þ.e. Silver cloud B-110, Square pearl B-090 og Black pearl. Hægt er að skila vörunum í versl- un Bauhaus með framvísun kvitt- unar. Einnig er hægt að hafa sam- band við Bauhaus í síma 515-0800 eða info@bauhaus.is. Heitir pottar hjá Bauhaus innkallaðir Skúli Halldórsson sh@mbl.is Leigumarkaðurinn á Íslandi hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni voru 15,4% íslenskra heim- ila í leiguhúsnæði árið 2007 en í fyrra hafði hlutfallið vaxið í 24,9%. Á fésbókinni hefur hópurinn Leiga vakið at- hygli en þar er mikill fjöldi fólks í leit að hvoru tveggja, leigj- endum og hús- næði. Stofnandi hópsins og umsjónarmaður, Ásta Gísladóttir, segir hópinn hafa orðið til árið 2007. „Ég og vinkona mín, Katrín Guðmundsdóttir, höfðum tekið eftir að vinir okkar á Facebook voru ýmist að leita að leiguíbúðum eða leigjendum. Okkur hugnaðist að best færi á því að leiða þessa aðila saman.“ Andrúmsloftið hefur breyst Hún segir að í fyrstu hafi hóp- urinn verið tiltölulega lítill. „Lengi var fjöldinn í kringum tvö þúsund manns en nú er svo komið að 16 þús- und eru í hópnum. Fyrir tveimur ár- um varð hálfgerð sprenging og fjölg- aði þá gríðarlega hratt. Á tímabili voru í kringum 100 manns á dag að óska eftir inngöngu í hópinn,“ segir Ásta, og bætir við að andrúmsloftið hafi breyst í kjölfar þessa. „Skyndilega fundum við fyrir þörf til að setja reglur svo að umræðan héldist innan siðsamlegra marka, en fram að því hafði maður treyst fólki til að haga sér vel.“ Þá nefnir Ásta að tónninn hafi síst batnað upp á síðkastið. „Undanfarin misseri hefur ákveðin örvænting farið að einkenna hópinn. Leigusalar koma inn í hópinn og auglýsa íbúðir til leigu þar sem leigan er há, og jafnvel óþarflega há. Þá hefur fólk gjarnan orðið reitt og jafnvel gripið til fúkyrða svo maður hefur stundum þurft að ganga á milli og eyða því sem sæmir ekki umræðunni,“ segir Ásta og bætir við að leigusalar hafi hótað að yfirgefa hópinn. „Ef leigusalar hætta að auglýsa húsnæði í hópnum þá verður hann einungis að umræðuhópi þeirra sem vantar húsnæði. Slíkt þjónar ekki miklum tilgangi.“ Fær þakkir í einkaskilaboðum Hún segir mikla eftirspurn ein- kenna hópinn. „Frá upphafi hefur alltaf verið meiri eftirspurn en fram- boð af íbúðum. Maður finnur það á því hversu margir eru fullir streitu, að framboðið af leiguhúsnæði er kannski ekki nóg. Meirihluti hópsins er ungt fólk að óska eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, en í raun er allur gangur á því, fólkið er á öllum aldri og húsnæðið allt frá her- bergjum til einbýlishúsa.“ Ásta, sem sér um hópinn í sjálf- boðastarfi, segist af og til finna fyrir þakklæti meðlima hópsins. „Komið hefur fyrir að fólk þakkar mér fyrir í einkaskilaboðum, stund- um fyrir að stöðva ýmis leiðindi, eða þegar vel hefur tekist til á milli leigusala og leigjanda, þá hefur verið haft samband og mér þakkað fyrir að sjá um hópinn og halda honum úti. Ég hugsa þó að ef ég hefði ekki stofnað hópinn þá hefði einhver ann- ar gert það.“ Finnur fyrir örvæntingu á leigumarkaði  Heldur úti leiguhópi á fésbókinni  Sprenging varð fyrir tveimur árum Ásta Gísladóttir Leiga á fésbók » Hópurinn var stofnaður árið 2007. » Rúmlega 16 þúsund manns eru í hópnum. Lengi var fjöld- inn í kringum tvö þúsund. » Rúmlega þrjátíu meðlimir bættust í hópinn í gær. » Árið 2007 var hlutfall heim- ila í leiguhúsnæði 15,4%. Í fyrra hafði hlutfallið vaxið í 24,9%. mbl.is alltaf - allstaðar Ætli mánudagurinn 11. ágúst „hafi ekki verið einna besti dagur sum- arsins (það sem af er) á höfuðborg- arsvæðinu.“ Þetta skrifar Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sinni undir yfirskriftinni: „Heldur kóln- ar?“ Í veðurspá fyrir næstu daga er ekki spáð álíka hita á höfuðborg- arsvæðinu og mældist í Reykjavík í fyrradag. Þá mældist mesti hiti á höfuðborgarsvæðinu, 21,9 stig við Korpu. Hitinn fór víða á Suðurlandi um og yfir 20 stigin. Í veðurspám næstu daga fer held- ur kólnandi um land allt, þó að tveggja stafa tölur verði nokkuð áberandi. Ekki er útlit fyrir að sam- bærilegur hiti endurtaki sig næstu vikuna, að minnsta kosti á höf- uðborgarsvæðinu. Ekki er þó útséð að það verði í ágústmánuði þar sem töluvert er eftir af honum. Besti dagur sumars- ins á mánudag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.