Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014
Þegar Bandaríkin hafa ráðist inn í ríki,Panama, Írak, Líbíu og fleiri, eða íhugaðárásir á önnur svo sem Sýrland, eða
komið Kúrdum til hjálpar gegn ISIS nú ný-
lega, þá sér heimspressan til þess að við fáum
alla vega nasasjón af mismunandi skoðunum
heima fyrir um ágæti hernaðaríhlutunar hverju
sinni. Sama á við um Bretland, Frakkland,
Þýskaland og fleiri ríki þar sem hefð er fyrir
lýðræðislegum átökum og opinni frétta-
mennsku. Það má vissulega halda því fram að
oft fari lítið fyrir frásögnum af efasemdum,
gagnrýni og andspyrnu. Þannig fór fréttin ekk-
ert mjög víða að það hefðu að öllum líkindum
verið Bretar og Þjóðverjar sem sáu stjórn As-
sads Sýrlandsforseta fyrir eiturefnunum sem
síðar voru notuð gegn andspyrnunni í Sýrlandi.
Þá er það ekki mikið rætt að Tyrkir kunni að
hafa greitt fyrir vopnaflutningum yfir landa-
mærin til Sýrlands þar sem viðtakendur hafa
verið ofbeldis-íslamistarnir í ISIS.
En þótt ekki hafi alltaf farið ýkja mikið fyrir
upplýsingum sem ráðandi öflum í okkar heims-
hluta þykja óþægilegar þá eru þær yfirleitt
einhvers staðar á sveimi. Fyrir bragðið verða
Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskland
ekki einsleit og viðbrögð okkar við gjörðum
Bandaríkjamanna, Breta, Frakka og Þjóðverja
fyrir bragðið ekki eins alhæfingarsöm. Við vit-
um að Bush og Blair töluðu ekki í nafni allra
Bandaríkjamanna og Breta.
En það gerir forsætisráðherra Ísraels ekki
heldur. Benjamin Natanyahu talar ekki fyrir
hönd allra Ísraela, hvað þá allra gyðinga. Þeir
eru margir hverjir einhverjir eindregnustu
andstæðingar þjóðernisofsóknanna á hendur
Palestínumönnum. Nýlegar skoðanakannanir í
Ísrael benda til vaxandi andstöðu við hernaðar-
ofbeldið á Gaza. Til eru þeir fjölmiðlar sem
segja frá mismunandi sjónarmiðum og afstöðu
á meðal Ísraela. Þeir greina jafnframt frá því
að andspyrna í Ísrael gegn stríðsrekstri rík-
isstjórnarinnar verði sífellt torveldari bæði
vegna ofsókna af hendi stjórnvalda og einnig,
og þá ekki síður, pólitískra ofbeldishópa sem
berji miskunnarlaust alla gagnrýni niður.
Flestir þekkja til innbyrðis ágreinings á meðal
Palestínumanna en þar er að sjálfsögðu ná-
kvæmlega sama uppi á teningnum og í öðrum
samfélögum, mismunandi stefnur og viðhorf,
friðsamt fólk og ofbeldisfullt.
Um allt þetta þurfum við að fá að vita. Ekki
til þess að draga niður í mótmælum okkar
gegn Ísraelsríki heldur til að koma í veg fyrir
að við dæmum alla Ísraela eftir morðóðri rík-
isstjórn þeirra; með öðrum orðum að við kom-
um ekki fram við þá eins og ísraelsk stjórnvöld
koma fram við Palestínumenn – á grundvelli
ofbeldis og kynþáttafordóma.
Upplýsingar í stað alhæfinga
* Benjamin Netanyahutalar ekki fyrir höndallra Ísraela, hvað þá allra
gyðinga.
ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Fjölmiðla- og tónlistarmaðurinn
Haukur Viðar Alfreðsson fer
óvenjulegar leiðir í að auglýsa tón-
leika hljómsveitar sinnar. „Á meðan
við spilum í kvöld
verður Good Will
Hunting í gangi á
RÚV og Wall-
ander á Stöð 2.
Við erum
skemmtilegri en bæði. Koddu,“
skrifaði Haukur og benti þannig
vinum sínum á að tónleikar Morð-
ingjanna væru eflaust mun betri af-
þreying en sjónvarpsgláp.
Fjölmiðlakonan Kolbrún
Björnsdóttir slakar greinilega
sjaldan á ef marka
má nýjustu Fés-
bókarstöðuupp-
færslu hennar.
„Dreymdi í nótt
að ég væri að taka
þátt í hjólakeppni. 100 km á fjalla-
hjóli. Helsti ótti minn og annarra á
svæðinu var að ég myndi fara ranga
leið og týnast. (Skilbaraekkertíþví!)
Já krakkar mínir, ég hjóla líka á
nóttunni...,“ skrifaði ofurkvendið
Kolbrún.
Líkamsræktarfrömuðurinn Arn-
ar Grant svífur um á bleiku skýi
þessa dagana ,en hann gekk að eiga
unnustu sína, Kristínu Hrönn Guð-
mundsdóttur, um síðustu helgi í
Dómkirkjunni. „Takk fyrir allar
hamingjuóskirnar. Við áttum full-
kominn brúðkaupsdag,“ skrifaði
Arnar á Fésbókarvegg sinn um leið
og hann birti glæsilega ljósmynd af
þeim hjónum á
stóra deginum.
Borgarfulltrúi
VG í borginni,
Sóley Tómas-
dóttir, hleypur 10
km í Reykjarvíkurmaraþoninu, en
það var eiginmaður Sóleyjar sem
skráði hana til leiks. „Aart Schalk
hefur nú skráð íþróttahjónin til
leiks í 10 km hlaupi á laugardaginn.
Íþróttasóley er smá uggandi þar
sem æfingar hafa bara staðið yfir í
þrjár vikur og alveg ómögulegt að
standa undir kröfum Keppnis-
sóleyjar þegar kemur að tíma,“
skrifaði taugatrekkt Sóley.
AF NETINU
MBA-nám við Háskólann í Reykjavík virð-
ist njóta mikilla vinsælda hjá fólki tengdu
listum, fjölmiðlum og stjórnmálum. Námið
tekur tvö ár og lýkur með gráðunni Master
of Business Administration, sem er al-
þjóðleg stjórnunargráða. Í MBA-árgang-
inum sem útskrifaðist í júní síðastliðnum
voru til að mynda leikkonurnar Birna Haf-
stein og Marta Nordal auk leikarans Guð-
mundar Inga Þorvaldssonar. Auk þess að
sinna leiklist hafa þau öll tekið að sér störf
þar sem stjórnunarnámið nýtist. Birna
gegnir formennsku í Félagi íslenskra leik-
ara, Marta er formaður Leiklistarsam-
bands Íslands og Guðmundur Ingi er fram-
kvæmdastjóri Tjarnarbíós.
Í hópnum sem útskrifast vorið 2015 eru
meðal annarra fréttakonan Áslaug
Guðrúnardóttir og fréttamaðurinn Pálmi
Jónasson, sem bæði hafa starfað á RÚV um
árabil, Breki Logason fréttastjóri Stöðvar
2 og tónlistarkonan Védís Hervör Árna-
dóttir. Í árganginum sem hefur sitt
stjórnunarnám í haust má nefna
fyrrverandi fréttakonuna Karen
Kjartansdóttur sem nú gegnir
starfi upplýsingafulltrúa LÍÚ, Katr-
ínu Júlíusdóttur þingkonu og fyrr-
verandi ráðherra og Gunnhildi
Örnu Gunnarsdóttur upplýsinga-
fulltrúa Símans og fyrrverandi rit-
stjóra 24 stunda. Þessi árgangur
verður ekki síður stjörnum prýddur
en fyrri árgangar. Í hópi útskrifaðra
nemenda má til dæmis nefna Einar
Bárðarson sem nú er forstöðumað-
ur Höfuðborgarstofu og
Þóreyju Vilhjálmsdóttur,
annan aðstoðarmann innan-
ríkisráðherra. Eiginkona
Einars, Áslaug Thelma
Einarsdóttir, er einmitt
meðal nemenda sem út-
skrifast næsta vor.
Frægir flykkjast í
MBA-nám við Há-
skólann í Reykjavík.
Morgunblaðið/Kristinn
Stjörnurnar vilja læra að stjórna
Vettvangur