Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 13
íslensk verk. Við höfum líka leitast við að frumsýna íslensk verk því ef við tökum upp verk frá liðnu leik- ári þá er mjög líklegt að áhorf- endur séu búnir að sjá þau. Á há- tíðinni í ár flytjum við inn, í samvinnu við Reykjavík Dance Festival, sýninguna Blind Spotting sem var frumsýnd í Berlín í vor við gríðarlega góðar viðtökur. Höf- undur þeirrar sýningar er Margrét Sara Guðjónsdóttir sem er einn okkar fremsti danshöfundur á er- lendri grundu og er á fljúgandi ferð í list sinni. Nýtt verk eftir Pétur Ármannsson og Brogan Davison er á hátíðinni en þar taka þau fyrir sögu Steina-Petru á Stöðvarfirði, langömmu Péturs, og setja í leikrænan búning. Vala Höskuldsdóttir er með nýtt verk sem heitir Gudda An Epic Tale sem fjallar um samskipti hennar og Guddu, fyrrverandi meðleigj- anda hennar. Vala og Gudda eru báðar leiklistarlærðar og Gudda elskar Shakespeare en Völu hrýs hugur við að opna Ofviðrið. Gudda hefur glímt við ýmislegt á sinni lífsleið og stendur á sviði í sýningu þar sem hún er sjálf umfjöllunar- efnið. Við verðum svo með tvær forsýningar á ensku á verkinu Flækjur sem Kviss Búmm Bang frumsýnir í Borgarleikhúsinu í byrjun september. Við sýnum einnig Bláskjá og Haraldurinn, spunahópur Dóru Jóhannsdóttur, sem er um tuttugu manns, sýnir og tekur fyrir viðfangsefnið póli- tík.“ Erindið og búsetan Þú bjóst í New York á sínum tíma og vannst að leiklist og þar er örugglega allt annað umhverfi en í Reykjavík og á Akureyri. Sérðu aldrei eftir því að hafa ekki verið þar áfram heldur komið heim? „Ég hef aldrei séð eftir því að koma heim. Ég bjó mjög lengi í Bandaríkjunum, var í BA námi í Iowa og mastersnámi í Minnesota og eftir átta ár kom ég til New York sem er stórkostleg borg. Þar vann ég með hæfileikaríku fólki en samkeppnin er gríðarleg og harkið svakalegt og ég vaknaði upp á hverjum morgni og spurði: Er þetta þess virði? Ef maður svarar þeirri spurningu með jái þá heldur maður áfram. Ég var ekki á leið- inni heim en einn daginn sá ég auglýsingu í blaði þar sem auglýst var eftir deildarforseta leiklistar- og dansdeildardeildar Listaháskóla Íslands, ég sótti um og fékk starf- ið. Ég pakkaði þrettán árum niður og flutti til Íslands. Meðan ég hef ákveðið erindi get ég búið hvar sem er. Aldrei grunaði mig samt að ég yrði leikhússtjóri á Akureyri, ekki einu sinni hálfum mánuði áð- ur en það varð. Mín niðurstaða er sú að affarasælast sé að fylgja innsæi sínu og loka aldrei á það.“ „Meðan ég hef ákveðið erindi get ég búið hvar sem er. Aldrei grunaði mig samt að ég yrði leikhússtjóri á Akureyri, ekki einu sinni hálfum mánuði áður en það varð,“ segir Ragnheiður. Morgunblaðið/Kristinn 24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.