Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014 Ferðalög og flakk Á gústus var fyrsti og einn mikilvægasti keisari Rómaveldis. Hinn 19. ágúst síðastliðinn voru 2.000 ár liðin frá dauða hans. Hann lést þegar hann var á ferðalagi í Nola á Suður-Ítalíu til að heim- sækja staðinn þar sem faðir hans hafði látist. Talið er að hann hafi dáið eðlilegum dauðdaga en þó hefur því verið haldið fram að eiginkona hans, Livia, hafi eitrað fyrir honum. Hann dó í mánuðinum sem hafði verið nefndur í höfuðið á honum. Eftirmaður hans í starfi var ættleiddur sonur hans, Tíberíus, sem jafnframt var fyrrverandi tengdasonur hans. Ágústus var fæddur árið 63 f. Kr., lést árið 14 e. Kr. og var ættleiddur sonur Sesars, sem nefndi hann eftirmann sinn í erfðaskrá. Hann var fæddur Gaius Oktav- íus og er þekktur fyrir að hafa komið á friði í keisaraveldinu Róm á valda- tíma sínum sem varði frá 27 f. Kr. til dauðadags hans. Friðurinn varðveittist að mestu í tvær aldir og er tímabilið þekkt sem Pax Romana. Að eigin sögn fann hann Róm úr múrsteini og skildi við hana úr marmara. Valdatími hans var jafnframt mikið blómaskeið hvað varðar arkitektúr, listir og bókmenntir og endurreisti hann meðal annars 82 hof í borginni. Á meðal aðdáenda hans voru skáldin Hóras og Virgill. Þá lét hann gera fjölda torga og lét jafnframt koma fyrir styttu af sjálfum sér á hverju götuhorni. Talið er að um 50.000 styttur af honum hafi verið reistar. Enn þann dag í dag er mögulegt að fara í skoðunarferðir um Róm til að kynna sér sögu Ágústusar enda standa ennþá mörg af þeim mannvirkjum sem hann lét byggja. Í tilefni af þeim tímamótum að 2.000 ár eru liðin frá dauða hans er fjallað í The Daily Telegraph um sex staði í miðborg Rómar sem eru nátengdir Ágústínusi og eru allir í göngufjarlægð hver frá öðrum. Gönguferðin hefst við Ara Pacis-altarið og endar í Þjóðminjasafni Róm- arborgar. ÞEKKT KENNILEITI SEM TENGJAST FYRSTA KEISARA RÓMAVELDIS ERU Í GÖNGUFJARLÆGÐ HVERT FRÁ ÖÐRU Marmara- borg Ágústusar HINN 19. ÁGÚST SÍÐASTLIÐINN VORU 2.000 ÁR LIÐIN FRÁ DAUÐA ÁGÚSTUSAR RÓMARKEISARA. MARGAR BYGG- INGAR SEM HANN BYGGÐI EÐA VORU REISTAR HONUM TIL HEIÐURS STANDA ENN Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Valdatími Ágústusar þykir mikið blóma- skeið í sögu Rómar. Tíu mínútna göngutúr til suðausturs frá grafhýsinu leiðir að Montecitorio-höllinni þar sem ítalska þing- ið er nú til húsa. Fyrir framan höllina er torgið sem kennt er við sama stað og á því miðju er tignarleg broddsúla sem Ágústus kippti með sér frá Egypta- landi þegar hann hafði borið sigurorð af Kleópötru. Fyrst um sinn var súlan geymd í Campus Martius og gegndi þar hlutverki sólskífu. Ágústus tók súluna niður þar sem hún hafði upprunalega verið reist í Heliopolis í Egyptalandi árið 590 f. Kr. Híeróglýf- urnar á súlunni líta út fyrir að hafa verið ristar í hana í gær. PIAZZA DE MONTECITORIO Beint á móti Friðaraltarinu er grafhýsi Ágústusar sem hann lét byggja árið 28 f. Kr. Þar voru jafnframt grafnir ýmsir fjölskyldumeðlimir hans. Grafhýsið er það stærsta sem hefur nokkru sinni verið reist og hefur án nokkurs vafa verið magnþrungið mannvirki á sínum tíma. Graf- hýsið hefur látið nokkuð á sjá í áranna rás og er ekki lengur opið al- menningi. Það hefur verið nýtt í ýmsum tilgangi, til dæmis sem leik- hús á nítjándu öld og tónleikasalur snemma á þeirri tuttugustu. Árið 410 brutust Vísigotar inn í grafhvelfinguna og stálu vösunum þar sem aska keisarafjölskyldunnar var geymd. Mussolini ætlaði sér að end- urbyggja grafhýsið á sínum tíma enda leit hann á sjálfan sig sem Ágústus endurfæddan og vildi tengja framrás ítalsks fasisma við dýrð- arljóma rómverska keisaradæmisins. GRAFHÝSI ÁGÚSTUSAR Rómverska öldungaráðið tileinkaði Ágústusi „Friðaraltarið“ árið 9 f. Kr. Það var byggt í tilefni af þeim friði sem tekist hafði að koma á í keisaradæminu í valdatíð Ágústusar eftir vel heppnaðar herfarir hans. Altarið var fjögur ár í byggingu. Í miðju þess er lítið altari og fjórir glæsilega myndskreyttir veggir umlykja það. Altarinu var ætlað að minna íbúa Róma- veldis á mikilvægi guðhræðslu og friðar. Altarið þykir vera meistaraverk og er varðveitt í glerhýsi við árbakka Tíber. Myndirnar á veggjunum sýna atburði úr sögu Rómar. Við bygginguna er jafnframt skilti þar sem dregin er upp mynd af vígslu altarisins. Þar fer Ágústus fyrir fylkingu embættis- manna, presta og meðlima keisarafjölskyldunnar. ARA PACIS   

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.