Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Síða 19
Róm Ágústusar
1. Ara Pacis
3. Piazza de
Montecitorio
4. Ágústusartorg
5. Hús Ágústusar
6. Þjóðminja-
safnið í Róm
Grunnkort: Google
Fiume
Tevere
Parco Del
Colle Oppio
Roma
Termini
Fiume
Tevere
2. Grafhýsi
Ágústusar
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Í fimm mínútna fjarlægð er svo Rómartorg þar sem Ágústus lét byggja eða
endurreisa margar byggingar, til dæmis húsnæði öldungaráðsins og hof Júl-
íusar Sesars. Á torginu flutti Tíberíus, eftirmaður Águstusar, útfararræðu
yfir líkama Ágústusar áður en hann var fluttur í grafhýsið. Uppi á Palatín-
hæð skammt frá er hús Ágústusar sem ólst upp hinum megin við hæðina.
Þarna voru bókasöfnin hans tvö, einkahíbýli hans og hátíðarstofur.
Heillandi málverk er að finna í húsinu og almenningur hefur kost á að
heimsækja það og kynna sér híbýli keisarans.
HÚS ÁGÚSTUSAR
Í fimmtán mínútna göngufjarlægð blasir við risavaxið torg sem gjört var til að halda upp á annan sigur Ágúst-
usar. Árið 42 f. Kr. – þegar hann bar ennþá nafnið Oktavíus – vann hann orrustuna við Filippí þar sem hann
bar sigurorð af morðingjum Sesars, Brútusi og Kassíusi. Af þeim sökum var torgið tileinkað Mars Ultor eða
hefndarguðinum Mars. Til að byrja með var torgið drekkhlaðið alls kyns gripum úr hernaðarsögu Rómverja.
Þar var til dæmis að finna sverð Sesars og rómverska gunnfána sem Ágústus hafði endurheimt í herför. Í dag
er þar að sjá þrjár stórar súlur á breiðum palli og leifar af risastórri styttu af Ágústusi. Stór hluti af Ágúst-
usartorgi er jafnframt grafinn undir hraðbraut sem Mussolini lagði. Borgaryfirvöld hafa heitið því að fjarlægja
veginn og forvitnilegt verður að sjá hvað kemur í ljós undir honum.
ÁGÚSTUSARTORG
Jean-Cristpohe Benoist
Sé gengið í tuttugu mínútur til norðausturs frá Húsi Ágústusar og að
Termini-lestarstöðinni, er að finna veglegasta safn ágústínskra muna í
Rómarborg. Á Þjóðminjasafninu í Róm er að finna fallega skúlptúra af syst-
ur Ágústusar, Oktavíu, konu hans, Liviu, og eftirmanni hans, Tíberíusi. Ein
besta styttan er af Ágústusi í tóga (skikkju) í hlutverki sínu sem æðsti
prestur eða pontifex maximus. Mörg málverk er jafnframt að finna á safn-
inu sem upprunalega fundust í ýmsum bústöðum keisarans og þar er jafn-
framt að finna heillega borðstofu úr húsi í eigu eiginkonu hans Liviu og þar
öðlast gestir góða tilfinningu fyrir því hvernig var að vera viðstaddur þegar
veislur keisarans voru haldnar.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Í RÓM