Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 20
Heilsa og hreyfing Borðaðu betur *Matur veitir okkur nauðsynleg næringarefni tilvaxtar og viðhalds en hefur einnig áhrif á and-lega líðan og líkamlegt heilbrigði. Þess vegnaer mikilvægt að vita hvað við setjum ofan íokkur og hvenær. Í dag er auðvelt að nálgastupplýsingar um mataræði og við höfum engaafsökun fyrir því að leggja ekki á okkur smá auka vinnu við að bæta mataræðið, t.d. að skoða síður eins og www.eatingwell.com Í umfjöllun um heilsu og hreyfingu er tilhneiging til að fjalla um ungt og heilbrigt fólk sem hreyfir sig mikið og getur verið fyrirmynd annarra. Eldri borgarar gleymast oft í umræðunni og sjaldgæft er að sjá auglýsingar frá líkamsræktarstöðvum þar sem eldra fólk er að puða við tækin. Heilbrigði er mála- flokkur sem á erindi til allra og eftir því sem aldurinn færist yfir fólk verður enn mikilvægara að stunda reglulega hreyfingu til að halda sér liðugum og við- halda góðri heilsu. Fannar Karvel, íþróttafræðingur, hefur verið með námskeið fyrir eldri borgara í þrjú ár þar sem hann leggur áherslu á að styrkja liðleika og þol. Hann segir vöntun vera á námskeiðum og fræðsluefni fyrir þennan aldurshóp sem að hans mati er vanræktur. „Mér hefur þótt þessi hópur samfélagsins vera útundan þegar kemur að hreyfingu og þjálfun, en það er miður því hreyfing bætir til muna lífsgæði fólks og bætir heils- una. Af því litla fræðsluefni sem er til fyrir eldri borgara um hreyfingu eru gamlir bæklingar frá land- lækni,“ segir Fannar, sem lét til skarar skríða og tók saman efni um hreyfingu fyrir eldri borgara í eina bók sem nefnist: „Hreyfing – æfingar og teygjur fyrir 60 ára og eldri.“ Bókinni skiptir Fannar upp í þrjá hluta sem byggja á upphitun, æfingum og teygjum en hann segir æfingarnar eiga að nýtast flestum sem komnir eru yfir sextugt. „Við megum ekki festa okkur al- gjörlega í aldrinum þó bókin sé miðuð við 60 ára og eldri. Ég hef verið með fólk frá 58 ára og upp í 94 ára á námskeiðum hjá mér og getan fer ekkert endi- lega eftir aldri. Sumir eru illa farnir af hreyfingarleysi meðan aðrir eru í fantaformi. Hjá mér er t.d. níræð kona sem gengur í hvern tíma til mín, sama hvernig viðrar.“ Einblínt á liðleika og grunnstyrk Æfingarnar sem Fannar leggur upp með eru miðaðar við að vinna með liðleika og grunnstyrk fólks. „Það sem hefur mest gildi þegar komið er á efri árin er að halda sér liðugum og þess vegna vinn ég með bæði liðleika og styrk í mið- og neðri hluta líkamans. Hné- beygjur er t.d. eitthvað sem þarf alltaf að halda við og auðvitað æfingar sem liðka axlir en Íslendingar eru upp til hópa mjög stirðir í öxlum, svo stirðir að þegar við erum komin á ákveðinn aldur geta margir ekki einu sinni lyft höndunum yfir höfuð vegna stirðleika.“ Fannar segist ekki vinna mikið með lóð þegar hann er með æfingar fyrir eldra fólk og kýs frekar að þátt- takendur noti eigin líkamsþyngd „Ég vil að fólk noti eigin þyngd og sérstakar teygjur frekar en að vera í þungum styrktaræfingum. Þá er ég fyrst og fremst að horfa til þess að láta fólk gera snúningsæfingar, léttar beygjur og liðkandi æfingar í tímum hjá mér.“ Hreyfingaleysi er ávísun á verri heilsu með aldrinum og segir Fannar ávinning hreyfingar fyrst og fremst vera fólginn í betri lífsgæðum fyrir fólk. „Þjóðfélags- legur ávinningur er alltaf einhver en þegar við erum komin á ákveðinn aldur er það bara staðreynd að ým- islegt fer að gefa sig. Þeir sem hreyfa sig reglulega eru hins vegar fljótari að ná sér og í því er fólginn sparnaður fyrir samfélagið. Fyrst og fremst er það þó aukin lífsgæði fólks að geta hreyft sig meira með barnabörnum og barnabarnabörnum sínum,“ segir Fannar, sem telur að allir ættu að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi óháð aldri. „Miðum daglega hreyfingu við hálftíma og reynum að ná inn 2 til 3 léttum styrktaræfingum á viku.“ Fannar Karvel segir mikilvægt að boðið sé upp á námskeið í hreyfingu fyrir eldriborgara, þeirra vegna og samfélagsins. Morgunblaðið/Styrmir Kári DAGLEG HREYFING FYRIR ALLA Í ræktina eftir sextugt LIÐLEIKI OG STYRKUR ER MIKILVÆGUR FYRIR FÓLK Á ÖLLUM ALDRI EN MINNA HEFUR FARIÐ FYRIR NÁMSKEIÐUM FYRIR ELDRI BORGARA Á LÍKAMSRÆKTARSTÖÐVUM. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Eldra fólk á æfingum í World Class og gefurunga fólkinu ekkert eftir. Morgunblaðið/Golli Líkamsræktarstöðin Sparta hefur boðið upp á námskeið fyrir eldriborg- ara sem enginn annar en Fannar Karval heldur utan um og kennir á. Morgunblaðið/Styrmir Kári

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.