Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Side 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Side 23
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 R únar Páll Sigmundsson tók við sem þjálfari meistara- flokks Stjörnunnar í knattspyrnu eftir lok síðasta tímabils en þá hafði Stjarnan náð sínum besta ár- angri í efstu deild með því að tryggja sér sæti í Evrópukeppni að ári. Rúnar hafði verið aðstoðarþjálfari við hlið Loga Ólafssonar en eftir tímabilið fékk hann verð- skuldað tækifæri til að stýra liðinu sem hann hefur æft og spilað með frá barnsaldri. Auk þess að þjálfa meistaraflokk kennir Rúnar íþróttir og sund í Garðaskóla en hann er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur margra ára reynslu þegar kemur að hreyfingu og heilsu. Væntingar voru því miklar í Garðabænum og vildu menn stefna hærra á þessu ári og koma liðinu lengra í öllum keppnum. Rúnar hefur svo sannarlega staðið undir þeim væntingum sem til hans hafa verið gerðar og ekki er hægt að segja annað en að Stjarnan sé þegar búin að ná lengra en nokkurn tímann í sögu fé- lagsins. Félagið er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn, sem yrði sá fyrsti í sögu félagsins, og er komið í fjórðu umferð Evrópukeppninnar í frumraun sinni þar sem liðið dróst á móti stórliði Inter Milan og fór fyrri leikurinn fram á Laugardalsvellinum í vikunni. Þrátt fyrir óhagstæð úrslit í fyrri leik liðanna á Rúnar eftir að fara út með Stjörnuliðið til að mæta Inter Milan á San Siro-leikvellinum fræga og þar getur allt gerst enda Stjarnan sýnt það undir stjórn Rúnars að það má aldrei afskrifa þá. Hvernig sem síðari leikur þessara stjörnu- liða fer þá geta allir Garðbæingar verið stoltir af árangri síns liðs og eiga Rúnari Páli þar mik- ið að þakka en þessi þriggja barna faðir spilaði sjálfur með Stjörnunni bæði fótbolta og hand- bolta upp alla yngri flokka. Þá spilaði hann með meistaraflokki Stjörnunnar frá 16 ára aldri og síðar með Fram árið 1993, Sogndal í Noregi árið 1994 og síðan HK árið 2007 en utan þess hefur hann alltaf verið með Stjörnunni, félaginu þar sem augljóslega hjartað hans slær. Gælunafn: Rúni Palli, kallar dóttir mín 3 ára mig. Íþróttagrein: Knattspyrna. Hversu oft æfir þú á viku? 5-6 sinnum í viku Hver er lykillinn að góðum árangri? Æfa, borða, hvíla sig rétt. Hvernig er best að koma sér af stað? Byrja rólega, setja sér markmið og fara eftir þeim. Rétt hugarfar skiptir öllu máli. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Að fólk finni hreyfingu við hæfi og hafi gaman af. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Ég fer eiginlega aldrei í frí, því mið- ur. Ertu almennt meðvitaður um matar- æðið? Já, ég er það en mér þykir gott að borða. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Hafragraut á morgnana, ávexti í millimál. Ab-mjólk og músli í hádeg- inu og góðan kvöldmat með fjölskyld- unni sem er yfirleitt kjúklingatengt. Hvaða óhollusta freistar þín? Ber- naisesósa. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Borða minni mat- arskammta, borða meira af ávextum og grænmeti. Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Góð áhrif á líkama og sál. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfing- ar? Byrjar of geyst og ætlar sér um of. Til er að einstaklingar fari í einhver átök sem skila oftast ósköp litlu. Fólk verður að vilja ná ár- angri í því sem það tekur sér fyrir hendur. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Pass. KEMPA VIKUNNAR RÚNAR PÁLL SIGMUNDSSON Heilinn á bakvið ótrúlegan árangur Stjörnunnar Morgunblaðið/Ómar Hreyfingarleysi skerðir bæði úthald og styrk fólks og hægir á líkams- starfseminni. Það er talið hafa slæm áhrif á orkujafnvægið og eykur líkur á fitusöfnun. Einnig er talið að hreyfingarleysi tengist oft nær- ingarsnauðu mataræði. Hreyfing og rétt næring*Sigurvegarar gefast aldreiupp og þeir sem gefast uppverða aldrei sigurvegarar. Vince Lombardi Sófinn og sjónvarpið heilla marga eftir langan vinnudag en rannsóknir benda til að þeir sem eyða miklum tíma fyrir framan sjónvarpið eiga frekar á hættu á að bæta á sig auka- kílóum. Rannsókn sem gerð var á vegum Brigham Young University sýndi fram á að sjónvarpsgláp eyk- ur matarlyst fólks og dregur úr áhuga á aukinni hreyfingu. Fram kemur í rannsókninni að 60,7 prósent þeirra sem horfa á sjónvarp í þrjár klukkustundir á dag eru of þungir. Á sama tíma eru að- eins 33,7 prósent þeirra sem horfa á sjónvarp tvo tíma á daga of þungir og 30,6 prósent þeirra sem horfa klukkutíma eða minna á dag. Auðveld og einföld leið til að létta sig og bæta heilsuna er því að draga úr sjónvarpsáhorfi enda segir í rannsókninni að 62,3 prósent fólks sem breytir um lífsstíl horfi minna en 10 tíma á viku á sjónvarp. Sjónvarps- gláp fitandi Drögum úr sjónvarpsáhorfinu og för- um frekar út að ganga eða spila. Morgunblaðið/Styrmir Kári Reykjavíkurmaraþon hefur í meira en áratug verið fjölmennasta hlaup hvers árs en forskráðir þátttak- endur í ár eru 13.003 og er það 9 prósent fjölgun frá því í fyrra. Þátt- takendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru á öllum aldri. Þau yngstu eru innan við árs gömul og taka þátt í Latabæjarhlaupinu en sá elsti er 91 árs og tekur þátt í 3 km skemmtiskokki. Elsti maraþon- hlauparinn er 88 ára. Reykjavík- urmaraþon Íslandsbanka er al- menningsviðburður, sem allir geta tekið þátt í, ásamt því að vera al- þjóðlegt keppnishlaup og Íslands- meistaramót í maraþoni fyrir af- reksfólk. Þá skemmir það ekki fyrir að hlaupið er til góðs og safna hlauparar því áheitum fyrir fjölda góðgerðarfélaga en rúmlega 4500 hlauparar hafa skráð sig sem góðgerðarhlauparar á hlaup- astyrkur.is og er heildarsöfnun áheita komin yfir 55 milljónir króna. Hlaupaleiðir Reykjavíkurmaraþonsins sem fram fer um þessa helgi. Reykjavíkurmaraþonið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.