Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Side 27
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
La-z-boy – líklega besta sæti í heimi!
PEMBROKE SÓFASETT
3JA OG 2JA SÆTA + STÓLL
Glæsilegt gæðasófasett frá La-z-boy.
Mjög slitsterkt brúnt áklæði.
Tveir púðar í áklæðislit fylgja með sófum.
119.990
FULLTVERÐ: 139.990
189.990
FULLTVERÐ: 219.990
154.990
FULLTVERÐ: 189.990
3ja sæta. Stærð: 228 x 100 H: 92 cm Stóll. Stærð: 118 x 100 H: 92 cm 2ja sæta. Stærð: 120 x 100 H: 92 cm
O G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i O P I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0
AVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK
S
igvaldi Thordarson teiknaði fjölbýlishúsið Dunhaga 19. Hjónin dr. Gunnlaugur Þórðarson hæsta-
réttarlögmaður og Herdís Þorvaldsdóttir leikkona létu byggja húsið árið 1957 og bjó Herdís þar
fram til ársins 2008. Íbúðin á efstu hæð hússins er nokkuð sögufræg að því leytinu til að ís-
lenska kvikmyndin 79 af stöðinni, sem byggð er á skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, er að
miklu leyti tekin upp í íbúðinni. Kvikmyndavélin er gjarnan staðsett í miðri stofunni og svo er henni
snúið ýmist til hægri eða vinstri eftir því hvernig tökurnar eru gerðar.
Í 79 af stöðinni eru meðal annars áhugaverðar lýsingar á lífinu í Reykjavík um 1950–1960 og er kvik-
myndin talin marka tímamót í íslenskri kvikmyndasögu.
Upprunalegur stíll upphafinn
Árið 2008 tóku nýir eigendur við íbúðinni á Dunhaganum og hófu á henni talsverðar endurbætur.
„Við ákváðum að halda í eins mikið af stíl íbúðarinnar og við gætum. Við hreinsuðum allt út og sett-
um upp aftur,“ útskýrir núverandi eigandi íbúðarinnar og bætir við að íbúðin sé sérstök að því leytinu
til að húsið er steypt en veggirnir einangraðir að innan og klæddir með gifsi, sem var mjög óvenjulegt
á þeim tíma, enda gifs ekkert notað á Ísland. Markmiðið með endurbótunum var að gera upp íbúðina
svo að hún liti út eins og hún hafði alltaf gert, þó í örlítið betra standi.
Húsráðandi telur það einnig mikilvægt að fólk læri að meta fortíðina og átti sig á að hægt sé að
taka gamla hluti, gera þá upp og varðveita og nota áfram. „Það þarf ekki alltaf að rífa allt út og
kaupa nýtt.
Það má laga það gamla og yfirfæra það svo það passi inn í nútímann.“
Morgunblaðið/Þórður
Sófann má gjarnan sjá í kvikmyndinni. Hann fékk að halda sér ásamt bókahill-
unni við hlið hans. Verkið á veggnum er eftir Hrein Friðfinnsson.
Stofan er afskaplega stór og björt með dásamlegu útsýni yfir hafið. Tveir stórir
þakgluggar gefa íbúðinni enn ævintýralegri lýsingu.
Húsráðendur hafa safnað tekk-
húsgögnum í gegnum tíðina sem
njóta sín vel í íbúðinni.
* „Við ákváðum aðhalda í eins mikið af stíl
íbúðarinnar og við gætum.
Við hreinsuðum allt út og
settum upp aftur.“