Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 31
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Morgunblaðið/Þórður
Þær Erla Þorsteinsdóttir, Ragnheið-
ur Björk Halldórsdóttir, Ásbjörg
Einarsdóttir, Hanna Sigríður
Tryggvadóttir, Hildigunnur Ólafs-
dóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Þór-
hildur Magnúsdóttir hafa eldað og
borðað saman reglulega síðan þær
kynntust fyrir nokkrum árum.
„Vegan“ chili-réttur með
heimagerðum sýrðum rjóma
CHILI-RÉTTUR
1½ msk. extra virgin ólífuolía
2 bollar laukur, skorinn í bita
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 stk. jalapeno, steinhreinsað og skorið í bita
1 bolli saxað sellerí
1 stk. stór rauð paprika, skorin í bita
1 dós (28oz) niðurskornir tómatar
1 bolli grænmetissoð
6 msk. tómatpúrré
1 dós (15oz) nýrnabaunir
1 dós (15oz) pintobaunir
1 tsk. þurrkað oregano
Cumin, salt, chiliduft eftir smekk.
Laukurinn og hvítlaukinn er steiktur upp úr olíu í fimm
mínútur við meðalhita. Jalapenos, selleríi og rauðu
paprikunni er þá bætt við og steikt í 5–7 mínútur til
viðbótar. Því næst er niðurskornu tómötunum, græn-
metissoðinu og tómatpúrré bætt út í og hitastigið
hækkað örlítið. Að lokum er baununum bætt við
ásamt kryddinu og rétturinn látinn malla í 10-15 mín-
útur. Chili-réttinn er gott að bera fram með kóríand-
erlaufum og söxuðum vorlauk.
HEIMAGERÐUR SÝRÐUR RJÓMI
1 bolli kasjúhnetur
u.þ.b. ½ bolli vatn
2 tsk. sítrónusafi
1 tsk. eplaedik
salt, eftir smekk
Kasjúhneturnar eru lagðar í bleyti í 2–8 klst. Þær eru
svo þerraðar og settar í blandara eða matvinnsluvél.
Því næst er öllum öðrum hráefnum bætt við og vatns-
magnið aukið eftir því hvernig áferð er óskað eftir.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Stöckli þurrkofnarnir eru eftirlæti þeirra sem
vilja nýta uppskeru ársins til fulls. Þurrkun eykur
geymsluþol og viðheldur bragði og næringarefnum
fæðunnar. Þurrkofninn er fyrirferðarlítill, með
hitastilli frá 20°C upp í 70°C sem er akkúrat það
sem þarf til að þurrka ávexti, grænmeti, sveppi,
kryddjurtir, kjöt o.fl. Það má auðvitað þurrka berin
með hárblásara - en við mælum ekki með því.
laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is
... og70°C seinna
áttu rúsínu!