Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Síða 32
Hann er ekki stór miðað við Samsung S5 en stór miðaðvið iPhone: 146,3x74,6x8,9 mm að stærð og 149 g aðþyngd. Við fyrstu sýn er eins og boddíið á honum sé úr málmblöndu en þegar maður er kominn með símann í hendurnar kemur hið sanna í ljós – hann er úr plasti með málmkanti. Eitt sem tók smá tíma að venjast við G2 var að hnapparnir til að hækka/lækka og kveikja/læsa voru aftan á símanum. Þeir eru þar enn á G3, en betur útfærðir, auðveld- ara að finna þá þegar maður rennir fingrinum eftir bakinu og í raun einkar skemmtilega útfærðir. Þetta er náttúrlega gert til að hægt sé að hafa símann nettari og venst þó að það sé ankannalegt til að byrja með. Í auglýsingum fyrir símann er mikið látið með skjáinn á honum, enda ein mesta, ef ekki mesta, upplausn sem fáanleg er á síma- skjá. Þar beina LG-bændur sjón- um að Apple, enda hefur Apple haldið því á lofti að upplausnin í Retina-skjám fyrirtækisins sé það mikil að augað greini ekki díla við venjulega notkun og er þá miðað við um það bil 300 díla á tommu. Þetta er þó ekki nákvæm lýsing, því sumir skjáir sem Apple kallar Retina eru með minna en 300 díla á tommu, á iPhone 4-5 og á iPad mini er dílaþéttleiki 326 PPI, en 264 á iPad Air, svo dæmi sé tekið, en Apple-bændur reikna einnig með fjarlægð frá skjá og gefur augaleið að farsími er alla jafna nær auganu en spjaldtölva. Ýmsir hafa dregið staðhæfingar Apple í efa hvað varðar Retina-skjái, þó að það sé eðlilega fyrst og fremst markaðs- hugtak en ekki vísindalegt fyrirbæri, og þar á meðal eru tæknimenn LG sem bentu á það þegar G3-síminn var kynntur að raunveruleg Retina-upplausn á farsíma ætti að vera 540 dílar á tommu, en ekki um 300. Í framhaldi af því stærðu þeir sig svo af því að LG G3 væri með 534 díla á tommu, sem er það hæsta sem ég hef séð á farsíma og kallast XXHDPI, eXtra eXtra High Density (á iPhone 4-5 er þá XHDPI-skjár) þó að LG kalli hann Quad HD (og sjónvarpsframleiðendur kalli 4K). Skjárinn er annars 5,5" og upplausnin 1.440 x 2.560 dílar, sem telst True HD. Á pappírnum er hér því kominn öflugasti skjár á farsíma sem um getur, hérlendis í það minnsta, en á móti kemur náttúrlega að til þess að njóta mikillar upplausnar verður efn- ið sem skoðað er að vera í hárri upplausn. BlueRay-rip af The Secret Life of Walter Mitty var þannig framúrskarandi flott á skjánum en YouTube-myndskeið lakari, nema hvað. Að þessu sögðu gefur uppfærsla á símanum kost á því að sjá YouTube-vídeó í upplausninni 1.440 p, sem er umtalsvert meira en það besta sem annars er í boði (mest 1.040 p). Þetta er þó sýnd veiði en ekki gefin, enn sem komið er, því þótt þessi uppfærsla sé fáanleg ytra náði ég ekki að uppfæra sím- ann. Eitt af því sem framleiðendur hafa notað til að skera sig úr í samkeppninni er að eiga við staðlaða notendaviðmótið á Android, samanber Samsung TouchWiz, HTC Sense og LG Optimus UI. Segja má að þær breytingar hafi náð hámarki á Samsung Galaxy S4, þar sem svo miklu var bætt við að það tók mann nokkra daga að kynnar sér allar nýjungar og nokkrar vikur að átta sig á að maður vildi ekki nota þær (flestar). Viðmótið á LG G2 var aftur á móti nokkuð þægi- legra og einfaldara að eiga við, en þó full snúið. Þegar kveikt er á G3 blasir aftur á móti við nýtt viðmót og verulega endur- bætt útlit á val- og táknmyndum. Notendaskilin sjálf eru einkar skemmtileg og auðvelt að sýsla með þau og þó að vél- búnaður í símanum sé verulega endurbættur finnst mér endurbætt og einfölduð notendaskil og viðmót allt mesta bylt- ingin. Dæmi um þetta er til að mynda að hægt er að fjar- lægja þau forrit sem fylgja með símanum (það er ekki hægt á Samsung-símum) og annað dæmi hve einfalt það er að taka ljósmynd, bara beina símanum að því sem á að mynda og um leið og fókus er valinn með því að smella á skjáinn tekur sím- inn mynd. Þó að einfaldleikinn sé aðall símans er líka sitthvað nýtt í boði, misgagnlegt eins og gengur. Eitt af því er að hægt er að nota bank til að opna símann, þ.e. maður býr til mynstur sem síðan er slegið á bak símans til að aflæsa honum. Annað sem mér finnst snjallt er að í hulstri fyrir símann sem LG framleiðir er hringlaga op á lokinu og hægt er að sýsla með forrit í gegnum opið án þess að opna símann (síminn velur sjálfur þau sex forrit sem maður notar mest og raðar þeim í opið). Örgjörvinn er fjögurra kjarna 2,5 GHz Snapdragon 801 með Adreno 330 grafíkörgjörva. Gagnaminni í símanum er 16 GB eða 32 GB, en vinnsluminni 2 GB. Það er líka á honum rauf fyrir microSD-minniskort og má vera allt að 128 GB. Rafhlaðan er 3.000 milliamper, sem hljómar vel á pappírnum, en skjárinn heimtar sitt svo að rafhlöðuending er miðlungi góð, nógu góð sem sagt, en ekki meira en það. Fyrir ein- hverjar sakir er hann þó fljótari að hlaða sig en ég átti von á. LG G3 er fáanlegur í þremur litum, svartur (dökkgrár), gylltur og hvítur. Hann er ýmist 32 GB eða 16 GB. Fyrri gerðin kostar 119.900 hjá Símanum og sú seinni 109.900. Hjá Nova og Vodafone kosta símarnir 90 kr. meira. FLAGGSKIP FARSÍMANNA SAMKEPPNIN Á FARSÍMAMARKAÐNUM ER KAPP- HLAUP ÞAR SEM MENN SKIPTAST Á AÐ HAFA FORYSTU; NÝTT FLAGSKIP SKÁKAR ÖLLUM SEM FYRIR ERU Á MARKAÐI OG ER ÞVÍ BEST – ÞAR TIL ÖÐRU ER HLEYPT AF STOKKUNUM. SVO ER ÞVÍ FARIÐ MEÐ LG – G3 ER BESTI ANDROID- FARSÍMI Á MARKAÐI Í DAG OG REYNDAR BESTI FARSÍMINN ÞVÍ HANN SNÝTIR IPHONE LÍKA. * Eins og getið er þá er skjárinn 5,5 tommur,sem er býsna stórt, eða svo fannst manni þegar fyrstu farsímarnir fóru yfir fimm tommurnar. Að því sögðu fer síminn einkar vel i hendi, rúnnaðir kantar sjá til þess, svo vel að manni finnst hann eiginlega ekki vera stór – en kannski er ég bara búinn að venjast svo stórum farsím- um. * Myndavélin er býsna öflug, tekur13 MP myndir, sem gefur upplausn upp á 4.160x3.120 díla. Hún er með leysi- sýrða skerpu (fókus), hristivörn í linsu og 2 LED leifturljós meðal annars. Hann tekur 2.160 p vídeó á 30 römmum á sekúndu, með hristivörn, HDR-stillingu og stereóupptöku á hljóði. Myndavélin á framhlið er 2,1 MP. * Síminn styður líka þráðlausa hleðslu, eins ogallir almennilegir símar munu gera í framtíðinni, en hleðslutæki fylgir ekki – það þarf að kaupa sér, en ég mæli eindregið með því. Ólíkt mörgum þráðlausum hleðslutækjum er LG-græjan þannig að síminn stendur nánast uppréttur í henni og því er hægt að hafa auga með honum ef maður vill. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Græjur og tækni Hægt að skoða Ísland ókeypis *Tæknirisinn Google hefur nú bætt nokkrumnáttúruperlum Íslands inn í götukort sitt,Street View, þar sem er hægt að skoða ognjóta fegurðar landsins við tölvuskjáinn meðaðeins nokkrum smellum. Þarna má sjá meðal annars gullna hringinn,Gullfoss, Geysi og Þingvelli, tjaldstæðið við Skaftafell og Vatnajökul í allri sinni dýrð, sem og Kerið í Grímsnesi. Opnari markaðir og aukin lífsgæði kalla á aukna orkunotkun mann- kynsins. Á hverju ári eykst orku- þörfin, sem að miklu leyti er mætt með olíu-, kola- eða gasorkuver- um. Til lengdar er þessi þróun ekki talin æskileg og nauðsynlegt að finna umhverfisvænni leiðir til að beisla orku til almennra nota. Vatnsfallsvirkjanir, vindorkuver og sólarorka hafa sótt í sig veðrið á undanförnum áratugum en það er engan veginn nóg. Vísindamenn við Sheffield- háskóla telja sig vera komna með vísi að lausn sem gæti aukið notk- un sólarorku til muna, en hingað til hefur hvort tveggja í senn mikill kostnaður og takmörkuð nýting verið helsta hindrun í vegi sól- arorku. Til að yfirvinna vankantana hafa vísindamenn skólans horft til þess að nýta steinefnið perovskite, sem fyrst var uppgötvað fyrir 150 árum. Steinefnið er mjög algengt og því ódýrt að nota það í hvers konar framleiðslu, en þar að auki er talið að það sé betra en sílíkon við vinnslu á sólarorku í rafmagn. Þó svo að nýtingin sé enn ekki jafn góð og með sílikoni eru þeir sem standa að rannsókninni bjartsýnir á að hún eigi eftir að aukast. Auk þess að efnið er ódýrara í fram- leiðslu er jafnframt vonast til þess að vinna úða sem hægt væri að sprauta á yfirborð efnis til að safna raforku úr sólarljósi. ORKUFRAMLEIÐSLA VERÐUR AÐ VERA UMHVERFISVÆNNI Sólarorka alls staðar Verður sólarorka uppistaða orkusöfnunar mannkynsins í framtíðinni? Nú spyrja sérfræðingar stórra spurninga. Hér má sjá turnana þrjá í Mojave eyðimörkinni í Bandaríkjunum en þeir eru stærstu sólarorkuver í heimi. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.