Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 35
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 S eptember nálgast óðfluga sem þýðir ekki bara nýtt upphaf og ný tæki- færi heldur einnig örlitlar breytingar þegar kemur að klæðnaði. Íslenska konan þarf reyndar ekki að gera miklar breytingar þannig séð enda búin að vera í mörgum ullarlögum síðustu mánuði. Þrátt fyrir það þá breytist stemningin alltaf aðeins þegar hausta tekur. Þessi árstími kallar á nýjar hugmyndir og ör- lítið nýtt tvist þótt við séum alls ekki að fara að taka neina U-beygju með klæða- burð eða stíl. Það sem er einna mest áberandi hjá stóru tískuhúsunum eru þunnir munstraðir silkikjólar með áberandi mittislínu. Silki- kjólarnir eru gjarnan með blómamunstri eða slöngumunstri. Til þess að fara alla leið með þetta er smart að vera með belti í mittið og svo að dressið sé ennþá meira sjarmerandi er farið í há leðurstígvél við. Þótt silkikjólarnir séu klæðskerasniðnir fyrir alla hefðarketti og keyri á sama tíma upp allan elegans þá má að sjálfsögðu fara í samskonar kjóla úr öðrum efnum. Munstr- uð teygjuefni eru einnig að stimpla sig rækilega inn sem er kannski ekkert skrýtið. Það er varla hægt að finna neitt þægilegra til að klæðast. Svolítið eins og að vera í jogging daginn út og inn. Þrátt fyrir að ökklaskór hafi einhvern veginn verið á toppi vinsældalistans síð- ustu misseri hef ég aldrei misst trúna á há leðurstígvél. Ég held alltaf með þeim sama hvað á dynur. En það er nú bara vegna þess að svona smáhestar eins og undirrituð ræður ekkert við ökklaskó á meðan há leðurstígvél lengja fótlegginn og gera hann ennþá lögulegri. Ég ætla ekki að reyna að halda því fram að ég sé eins og Cindy Crawford þegar ég er komin í stígvélin … en samt … Nú og svo eru það stóru kápurnar sem verða svo vinsælar í haust. Smartast þykir að fara ekki alveg í þær heldur láta þær hanga á herðablöðunum nú eða fara í þær og vefja þeim utan um sig og setja belti í mittið. Það að hafa kápuna á herðablöð- unum lítur ógurlega vel út þegar Victoria Becham gerir þetta á meðan hún skoppar á milli „næturfunda“ um stræti Lund- únaborgar. Þetta er ekki alveg eins góð hug- mynd fyrir mömmurnar sem druslast út á morgana með töskuna í annarri hendi, íþróttatöskuna í hinni og tölvuna og morg- unmatinn í fanginu. Það að vefja kápunni utan um sig og setja á sig belti er líklega heppilegra við íslenskar aðstæður … Bara svo kápan fjúki ekki upp á Akranes meðan þú gengur út í daginn drekkhlaðin af bráðnauðsynlegum óþarfa … martamaria@mbl.is Cara Delevingne prýðir forsíðu septemberheftis breska Vogue. Þetta er sirka svona … Kjóll úr haustlínu Givenchy. Í haust er áber- andi að loka káp- um með belti í mittið. Þessi kápa er frá Hermés. Michael Kors silkikjóll með belti. Blómamunstur Dolce & Gabb- ana eru heillandi. Þessi kjóll er úr vetrarlínunni. Chanel litur númer 625 er litur haustsins. Leður og rúskinn mætast í þessum stígvélum frá BIlli Bi. Beckham með kápuna á öxlunum. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi www.spennandi.com opið: mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 3322 Mc Planet er komið aftur! Mikið úrval af ítölskum og frönskum tískufatnaði Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Gla›legar bóka- sto›ir Ugla eða Kisa Kr. 3.600 settið (2 stk.)

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.