Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Síða 45
24.8. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
2003
2004
2005
2007
2008 2009
2010
Lagið 4 minutes,
sem Timberlake
tók með Madonnu
og Timberland, átti
gífurlegri velgengni
að fagna enda
númer eitt á
topplistum í 21
landi árið 2008.
Áhorfendum Super Bowl var heldur betur brugðið
þegar JustinTimberlake og Janet Jackson tóku lagið
í beinni útsendingu í hálfleik ogTimberlake reif
óvart hluta af búningi söngkonunnar með þeim
afleiðingum að bert brjóstið varð úti. Timberlake
baðst opinberlega afsökunar á því stuttu síðar.
Platan Justified hlaut
gríðarlega góða dóma
gagnrýnanda. Hér tekur
Timberlake við MTV-
verðlaunum fyrir bestu
plötu, besta söngvara og
besta poppið.
2006
Talið var að Justin Timberlake hefði átt
vingott við leikkonuna Scarlett Johans-
son eftir að hún lék í myndbandi hans
What Goes Around ... Comes Around.
Sama ár, 2007, kynntist Timberlake
núverandi eiginkonu sinni, leikkonunni
Jessicu Biel.
Timberlake var kosinn
kynþokkafyllsti karlmaður
heims af tímaritunum Teen
People og Cosmopolitan.
Hann var einnig kosinn best
klæddi karlmaður Ameríku
af tímaritinu GQ 2009.
Þrátt fyrir afburða kynþokka og klæðaburð er
Timberlake ávallt öflugur í góðgerðarmálum
og var duglegur við að láta gott af sér leiða
árið 2010. Hér má sjá Timberlake, sem þykir
afar liðtækur í golfi, á góðgerðar-golfmótinu
„Shriners Hospitals for Children Open “.
1993-2002
Timberlake uppgötvaði smáhnúða í
hálsi við upptökur á laginu Signs sem
hann söng með rapparanum Snoop
Dogg.Hnúðarnir voru fjarlægðir í
kjölfarið og varð söngvaranum
blessunarlega ekki meint af.
Justin Timberlake hóf feril sinn sem barnastjarna í The New
Mickey Mouse Club á árunum 1993 til 1995. Þar kynntist
hann ástinni sinni Britney Spears, en þau byrjuðu formlega
saman árið 1999. Justin Timberlake sló síðar í gegn sem
meðlimur í strákasveitinni ‘N Sync frá árinu 1995 til 2002.
Árið 2002 skildu leiðir hjá Britney Spears og Justin Timber-
lake og ferill Timberlake hófst fyrir alvöru þegar hann gaf
út plötuna Justified. Eitt vinsælasta lag plötunnar, Cry me
a River, er talið byggjast á sambandsslitum parsins unga en
sögusagnir voru á kreiki um að Spears hefði
haldið framhjá Timberlake.
Í desember 2006, sama ár og
Timberlake gaf út aðra pötu
sína FutureSex/LoveSounds,
hætti hann með kærustu sinni,
leikkonunni fögru Cameron
Diaz, en þau höfðu verið
par frá árinu 2003.