Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Side 46
F
rammi fyrir hinu óskrifaða blaði er
listamaðurinn kortlagningarmaður.
Hann leggur út í og kannar áður
óþekktan heim. Afrakstur hans – hin
listræna sköpun – er kortlagning á
uppgötvunum og möguleikum mannlegrar til-
vistar.“ Svona komst Fríða Björk Ingvarsdóttir,
rektor Listaháskóla Íslands, að orði um hlut-
skipti listamannsins við fyrstu skólasetningu sína
í ágúst í fyrra. Nú er fyrsta ár hennar í starfi að
baki og önnur skólasetning fram undan. Við
mælum okkur mót á skrifstofu hennar í Þver-
holti þar sem horft er yfir miðbæinn til vesturs.
Hinum megin við götuna eru iðnaðarmenn að
störfum í nýbyggingu, nýtt hótel eða lúxusíbúðir
gerir maður ráð fyrir, og steypustyrktarjárnið á
efstu hæð minnir á fingur sem teygja sig til him-
ins.
Fríða segir að fyrsta árið í starfi hafi fyrst og
fremst verið skemmtilegt og ótrúlega fljótt að
líða. „Vitaskuld kom mér ýmislegt á óvart, ekki
síst naum fjárframlög til háskólastarfs hér á
landi sem óhjákvæmilega kreppa að skólastarf-
inu, allri nýsköpun og framþróun, þótt viljann til
góðra verka skorti svo sannarlega ekki. Það hef-
ur líka komið mér á óvart hversu erfitt er að
herja út svör og afstöðu hins opinbera til skóla-
starfsins. Skortur á skýrri sýn og svörum hamlar
því að við sem rekum skólann getum horft til
lengri tíma í okkar fjárfestingum. En mér líst
mjög vel á framhaldið – nú veit ég hvar skólinn
stendur og hvar hægt er að bæta um betur og
styrkja stöðu listnáms og listrannsókna í land-
inu.“
Hún er með MA-gráðu frá University of East
Anglia í Norwich, í 19. og 20. aldar skáldsagna-
gerð en námið var samtvinnað deild háskólans í
ritlist. Hún segir að sá bakgrunnur gagnist henni
tvímælalaust í rektorsstarfi. „Bókmenntafræð-
ingar hafa mikla þjálfun í menningarlæsi og túlk-
un. Þeir eru sérfræðingar í að setja ólíka þætti í
samhengi og greina stóru myndina – ástand
mannsandans. Það kemur sér líka vel fyrir mig
að hafa stundað háskólakennslu um árabil og
vita um hvað skólastarfið snýst og hvað á að
vera í fyrirrúmi.“
Á þeim sextán árum sem liðin eru frá stofnun
Listaháskóla Íslands hefur mikið vatn runnið til
sjávar. Markverðasti árangur starfsins er að list-
námi í þeim listgreinum sem skólinn kennir hef-
ur verið lyft upp á háskólastig. Fríða segir að
listaháskólinn hafi því slitið barnsskónum.
„Hann stendur á tímamótum þar sem mikil-
vægt er að bera sig saman við hliðstæða skóla
erlendis. Nú þarf að horfa til þess hvernig hægt
er að marka skólanum sérstöðu í alþjóðlegu sam-
hengi samhliða því að þjóna íslensku listalífi. Það
eru ýmsar leiðir færar til þess, bæði hvað varðar
námsframboð, á sviði rannsókna sem og í sam-
starfi við aðrar greinar, stofnanir, fyrirtæki og
háskóla. Listir takast á við allt sem viðkemur
mannlegu lífi og í þeim felst oftar en ekki hug-
myndafræðileg ögrun sem vísar til stærra sam-
hengis – listamenn eru sérfræðingar í að takast
á við slíkt.“
Bráðabirgðalausnir eru dýrar
Allir þekkja umræðuna um húsnæðisvanda
Listaháskólans og í dag er starfsemi hans dreifð
um borgina, meðal annars í húsnæði þar sem
engar lyftur eru svo að nemendur þurfa að
burðast sjálfir með efnivið, leikmuni og hvaðeina
milli hæða. Jafnframt er aðgengi fyrir fatlaða
ábótavant í tveimur húsum, sem er alvarlegt brot
á lögbundnum réttindum. Fríða segir skort á
skýrri afstöðu hins opinbera stein í götu faglegra
viðmiða og framþróunar á þessu sviði. „Gott
dæmi um það er sú óvissa sem enn ríkir um nið-
urstöðu ráðherraskipaðrar nefndar. Nefndinni var
falið að taka afstöðu til þess hvort byggja ætti
upp framtíðarhúsnæði LHÍ í Sölvhólsgötu eða í
Laugarnesi og lauk hún vinnu sinni vorið 2013.
Það eina sem skorti til að fá niðurstöðu var til-
teknir útreikningar sem verkfræðistofa átti að
inna af hendi. Ráðuneytið hefur hins vegar hvorki
gefið grænt ljós á þá útreikninga né slegið nefnd-
arvinnuna út af borðinu. Á meðan er allt í lausu
lofti og erfitt að skipuleggja fjárfestingar í aðbún-
aði og aðstöðu fram í tímann þótt það sé brýnt.
Það er dýrt að hugsa í bráðbirgðalausnum og því
lengur sem slíkt viðgengst, þeim mun meiri fjár-
munir fara til spillis – fyrir utan aðra krafta og
faglega möguleika.“
Hana sjálfa skortir þó ekki framtíðarsýn til
skólastarfsins og hún segist telja að lykillinn að
velgengni 21. aldar felist í aukinni samvinnu við
að sjá heildarmyndina hverju sinni, skoða orsakir
og afleiðingar í stóra samhenginu, ekki síst hvað
varðar sjálfbærni og ræktun mennskunnar. Því
horfi hún sérstaklega til samvinnu listamanna
með öðrum stéttum, þverfagleika innan skóla-
starfsins og rannsóknartengds náms.
„Við skynjum að það er mikill áhugi á sam-
vinnu við listamenn. Í samfélagi eins og okkar,
þar sem innviðirnir eru litlir, blasa kostir svona
samstarfs við. Það víkkar sjóndeildarhring allra
að nýta sér sjónarhorn og frumleika listrænnar
hugsunar. Góðir listamenn eru alltaf að nema
nýtt land, þeir eru ekki sporgöngumenn annarra.
Þeir leita nýrra leiða, uppgötva og kortleggja
nýja hugsun. Í því felst þeirra ómetanlega fram-
lag til samfélagsins – framlag sem lifir og stend-
ur af sér allt hjóm og fánýti.
Undanfarna áratugi hefur verið unnið mark-
visst að því að brjóta niður múra í listum, bæði
innan greinanna og á milli þeirra. Listamenn eru
því vanir að vinna út frá slíkri hugmyndafræði.
Fæstir listamenn samtímans hafa áhuga á því að
vinna að sinni sköpun í einangrun – vilja vinna
þvert á mæri. Þeir velja sér aðferð, miðil eða
form út frá hugmyndum í stað þess binda sig fyr-
ir fram við tiltekna aðferð eða miðil. Það hamlar
auðvitað þverfaglegu starfi innan Listaháskólans
hvað skólinn er á mörgum stöðum en við erum
ákveðin í því að vinna með þær aðstæður í stað
þess að bíða og einblína á nýtt húsnæði sem for-
sendu slíkra framfara. Við horfum líka út fyrir
skólann, t.d. til samstarfs við vísindi og fleiri
geira. Með því að auka möguleika okkar nemenda
á því að víkka sjóndeildarhringinn í okkar starfi
hverfum við frá forræðishyggju fyrri tíma eins og
Fríða Björk segir mikinn
frumkraft og hugrekki ein-
kenna íslenskt menningarlíf.
Góðir listamenn
eru alltaf að
nema nýtt land
FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR, REKTOR LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, SEGIR AÐ SKÓL-
INN HAFI SLITIÐ BARNSSKÓNUM OG MIKILVÆGT SÉ AÐ BERA SIG SAMAN VIÐ
HLIÐSTÆÐA SKÓLA ERLENDIS. HÚN GAGNRÝNIR ÁKVARÐANAFÆLNI STJÓRN-
VALDA OG SEGIR FRAMTÍÐARSÝN Á STARFSEMI SKÓLANS SKORTA. FRAMLAG
LISTAMANNA TIL SAMFÉLAGSINS STANDI AF SÉR ALLT FÁNÝTI OG HJÓM.
Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is
Viðtal
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014