Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Blaðsíða 48
Hin mörgu hlutverk Auðar Fín frú, sendill og allt þar á milli er und- irtitill sýningar um Auði á Gljúfrasteini sem opnuð hefur verið í Listasal Mos- fellsbæjar. Sýningin markar ákveðin tímamót í tíu ára sögu safnsins því í fyrsta sinn er saga Auðar Sveinsdóttur Laxness sögð í formi sýningar. Undirtitillinn er tilvísun í þau mörgu hlutverk sem Auður gegndi. Sýningin er einskonar innsetning þar sem gefur að líta verk Auðar, munstur eftir hana, ljósmyndir, hljóðmyndir og gripi sem tengjast minningum um Auði. Fjölmargir hafa komið að undirbúningi sýningarinnar sem byggir á meistara- ritgerð Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur í safnafræði. Fjölskylda og nánustu ætt- ingjar Auðar hafa lagt til gripi og texta- brot. Þannig eru sagðar margar skemmtilegar og ólíkar sögur um hús- freyjuna á Gljúfrasteini. Nú í haust eru tíu ár frá því að Gljúfrasteinn var formlega opnaður sem safn. Það var að frumkvæði Auðar og hennar nánustu að gengið var frá und- irritun samnings 23. apríl 2002 um sölu á Gljúfrasteini og þeim listaverkum sem prýða húsið. Við sama tækifæri var und- irritað gjafabréf þar sem Auður gefur rík- inu bókasafn og handrit Halldórs Laxness auk innbúsins á Gljúfrasteini. Sýningarteymið skipa Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri Gljúfrasteins, Marta Guðrún Jóhannesdóttir safnafræðingur og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sýningar- hönnuður. Í tengslum við sýninguna um Auði voru unnir þrír útvarpsþættir sem fluttir voru á RÚV og eru aðgengilegir í Hlaðvarpinu. Þá er gefin út vegleg sýn- ingarskrá auk þess sem sérstakt svæði á vef Gljúfrasteins verður tileinkað Auði. Sýningin stendur til 28. september og er opin á opnunartíma Bókasafns Mos- fellsbæjar, en aðgangur er ókeypis. NÝ SÝNING Í LISTASAL MOSFELLSBÆJAR Guðný Halldórsdóttir, Halldór Laxness, Auður Sveinsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir. Myndin er tekin í stofunni á Gljúfrasteini 1966 eða 1967. HÚSFREYJAN Á GLJÚFRASTEINI Í MÁLI OG MYNDUM Auður í jepp- anum. Myndin er tekin 1952. 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.8. 2014 Myndlistarmaðurinn Sigurður Guðmunds- son afhenti í vikunni Þjóðskjalasafni Íslands filmur verka sinna til varðveislu. „Ljós- myndaverkin vann Sigurður Guðmundsson á árunum 1970-1982 og eiga samheitið Situa- tions, þau eru vel kunn og mikilvæg verk ís- lenskri listasögu. Verkin eru og hafa verið sýnd um heim allan,“ segir m.a. í tilkynningu frá safninu. Þar kemur fram að á sl. fjórum árum hafi mikil vinna farið í endurskráningu og vinnslu myndanna með varðveislusjón- armið að leiðarljósi. Afrakstur þeirrar vinnu mun verða hægt að sjá í væntanlegri heildar- útgáfu Crymogeu á ljósmyndaverkum Sig- urðar frá áttunda áratugnum, sem kemur út í október 2014. Kristín Dagmar Jóhann- esdóttir listfræðingur sér um útgáfuna. FILMUR AÐ SITUATIONS TIL VARÐVEISLU Mountain er ein myndanna eftir Sigurð Guð- mundsson sem hann afhenti Þjóðskjalasafninu. Sýningargestir í Louisiana ganga á urð og sandi. Ljósmynd/Louisiana Riverbed nefnist sýning Ólafs Elíassonar sem opnuð var á Louisiana í Danmörku í vikunni. Sýningin samanstendur af þremur þáttum þar sem lykilverkið Riverbed er búið til af steinum, möl og sandi frá Íslandi með renn- andi læk. Þess utan má sjá þrjú myndbands- verk frá árunum 2010-2013 þar sem lík- aminn er í forgrunni og loks módelherbergi þar sem sjá má 400 módel sem Ólafur hefur notast við í listsköpun sinni. Sem fyrr er markmið listamannsins að hafa áhrif á skyn- ræna upplifun sýningargesta og þannig er ætl- ast til að gestir gangi á listaverkinu Riverbed. Torben Weirup gagnrýnandi Berlingske gefur sýningunni fimm stjörnur af sex mögulegum. ÓLAFUR ELÍASSON Í LOUISIANA SANDBREIÐA Hljómsveitin Secret Swing Society leikur og syngur gamaldags og frumsamda sveiflutónlist á stofu- tónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16. Hljómsveitina skipa kontrabassaleikarinn Andri Ólafsson, klarinett- leikarinn Grímur Helga- son, franski gítaristinn Gu- illaume Heurtebize og píanistinn og harmónikkuleikarinn Kristján Tryggvi Mart- insson. Allir syngja þeir. Sveitina stofnuðu þeir í Amsterdam með- an þeir voru þar við tónlistarnám og hefur hún spilað mikið úti á götum, mörkuðum og síkjum borgarinnar. Einnig hefur hún ferðast til fleiri borga í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Litháen og á austurströnd Banda- ríkjanna, ýmist til að spila á djasshátíðum, tónleikum eða úti á götum. GAMALDAGS SVEIFLUTÓNLIST STOFUTÓNLEIKAR Sveitin Secret Swing Society Menning Þ að birtist býsna stór saga í þessum þáttum og þræðirnir eru fjölmargir. Það sem mér þykir persónulega merkilegast er hvað þetta var menning- arlegt fólk sem fór vestur yfir hafið. Menning, ekki síst bókmenntir, gegndi stóru hlutverki í lífi þess og miklir kapp- ar, rithöfundar, blaðamenn og skáld, héldu merkinu hátt á lofti. Það er stór- merkilegt hvað kveðskapur og sagnir lifðu lengi með þessu fólki. Menn gera sér kannski ekki grein fyrir því hér heima en Winnipeg var á dálítið löngu tímabili öflugasta miðstöð íslenskrar menningar í heiminum,“ segir Egill Helgason, en nýir þættir, Vesturfarar, sem hann hefur gert í félagi við Ragn- heiði Thorsteinsson, verða sýndir í Ríkis- sjónvarpinu næstu vikurnar. Um er að ræða tíu þátta röð sem byrjar á Íslandi. Síðan er farið gegnum Nýja-Ísland, Winnipeg, Norður-Dakota, Alberta og loks út á vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna. „Sagan og bókmennt- irnar verða í forgrunni í þáttunum og það má kannski segja að þetta sé pínulít- ið Kiljan í Ameríku,“ segir Egill. Gerist nokkuð hallt úr heimi Egill og Ragnheiður söfnuðu efninu, ásamt kvikmyndatökumanninum Jóni Víði Haukssyni, vorið 2013 og hittu fjölmarga Vestur-Íslendinga að máli. „Það verður að segjast eins og er að margt af þessu fólki gerist nokkuð hallt úr heimi og elsti viðmælandinn okkar er 104 ára. Við töl- um meira að segja við konu sem er með beina tengingu við fyrsta hópinn sem fór til Kanada 1875, átti þar afa og ömmu. Hún er orðin 95 ára. Nú eru með öðrum orðum allra síðustu forvöð að ná þessu fólki og fyrir vikið held ég að þessir þættir séu mikilvæg heimild,“ segir Egill og bætir við að viðeigandi sé að sýna þættina í vetur, en um þessar mundir er einmitt heil öldin liðin frá síðustu vest- urferðunum. Margir Vestur-Íslendinganna sem Egill hitti á ferðum sínum tala prýðilega ís- lensku og búa jafnvel að stórbrotnu tungutaki. „Maður heyrir gjarnan klingja í gegn einhverri eldri útgáfu af íslensku með flámæli og orðfari sem er óvenjulegt en í leiðinni afskaplega skemmtilegt. Fólk mun örugglega hafa gaman af að heyra þetta.“ Yngsta manneskjan sem Egill hitti og talar íslensku er milli fimmtugs og sex- tugs. Sumt af þessu fólki hefur aldrei komið til Íslands, eins og kántrísöngv- arinn Roy Gudmundson. „Roy skilur ís- lensku mjög vel og talar hana ágætlega. Það þyrfti einhver að taka að sér að bjóða honum í heimsókn. Hann er gott dæmi um skemmtilegan viðmælanda sem við hittum fyrir vestan. Það er margt spaugilegt og jafnvel bráðfyndið inni á milli.“ Rík áhersla á myndefni Þess má geta að rík áhersla er lögð á gamalt myndefni í þáttunum og tók drjúgan tíma að safna því saman. Vesturfararnir lentu margir hverjir í ógurlegum þrautum í sínum nýju heim- kynnum en sigruðust á þeim og Egill er ekki í vafa um að flestir hafi þeir átt betra líf vestra en hefðu þeir orðið um kyrrt á Íslandi. „Það má heldur ekki gleyma því að með þessu fólki kom mik- ill framfarahugur til Íslands. Ísland var staðnað land á þessum tíma og Vestur- fararnir kenndu okkur fjölmarga hluti, eins og að ísa fisk. Þaðan komu líka hugmyndir að Eimskipafjelaginu, svo dæmi sé tekið. Það var duglegt og hug- myndaríkt fólk sem fór vestur og hugsaði með hlýju heim til gamla landsins.“ Þess utan bendir Egill á að tappa hafi þurft af íslensku þjóðfélagi á þessum tíma; hefði þetta fólk ekki farið hefðu margir eflaust orðið hungurmorða. „Menn hafa verið að komast að því í seinni tíð að fleira fólk fór vestur en upphaflega var haldið. Það er líklega nálægt því að vera fjórðungur þjóðarinnar.“ Hann setur vesturferðirnar í samhengi við innflytjendur á Íslandi í samtímanum. „Það er lítill sem enginn munur á þessu fólki og fólkinu sem vill koma hingað til að vinna og freista þess að eignast betra líf. Eini munurinn er líklega sá að sumt af því fólki hefur annan húðlit.“ Römm er sú taug Egill kveðst hafa fundið vel fyrir því við gerð þáttanna hve innileikinn er mikill hjá fólki sem vill rækta þessi gömlu tengsl, beggja vegna Atlantsála. „Taugin er römm og áhuginn miklu meiri en ég gerði mér í hugarlund. Ísland lifir áfram þarna fyrir vestan. Ekki síst í matnum, hann er líklega það síðasta sem fer, fyrir utan legsteinana í kirkjugörðunum.“ Agli þótti sérstaklega merkilegt að koma á Kyrrahafsströndina, en þar býr nú um fjórðungur fólks af íslenskum ætt- um í Vesturheimi. „Upphaflega lenti fólk- ið á sléttunum, sem eru kaldar á veturna STÓR SAGA OG MARGIR ÞRÆÐIR Winnipeg um tíma öflugasta miðstöð íslenskrar menningar Í VESTURFÖRUM, NÝRRI ÞÁTTARÖÐ SEM HEFUR GÖNGU SÍNA Í RÍKISSJÓNVARPINU Í KVÖLD, SUNNUDAG, FER EGILL HELGASON Á ÍSLENDINGASLÓÐIR Í KANADA OG BANDARÍKJUM OG SKOÐAR MANNLÍF, MENNINGU OG SÖGU. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.