Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.08.2014, Page 56
SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2014 Ítarlegar leiðbeiningar um hvernig skuli borða íslenska „eina með öllu“, hvað þær kosta, úr hverju þær eru og allt er snertir íslenskt pylsuát er efni sérstakrar úttektar sem birtist í einu virtasta lúxusferðatímariti Breta; Condé Nast, sem kom út í vik- unni. Greinarhöfundur segir þessa máltíð eiga heima í umfjöllun lúxustímarits því íslenskar pylsur séu lúxusmáltíð þar sem upp- staðan sé, ólíkt í öðrum löndum; aðallega lífrænt lambakjöt, kjöt lamba sem nærist á lúxusfæðu náttúrunnar. „Ekki hangsa og væflast með pöntun þína,“ stendur í leiðbein- ingunum um það hvernig skuli fara að því að kaupa og borða ís- lenskar pylsur. „Það er hungrað fólk sem stendur í röðinni. Ef þú ert óviss, pantaðu þá bara eina með öllu, það er hvort sem er það sem þú ert látinn hafa ef þú hikar.“ Þá er fólki ráðlagt að kaupa tvær pylsur og svekkja sig ekki yfir því að það sé röð all- an sólarhringinn fyrir framan Bæjarins bestu – Íslendingar borði jafnvel pylsur í morgunmat. Í greininni í Condé Nast er fólki ráðlagt að vera með reiðufé tilbúið þeg- ar það kaupir pylsur á Bæjarins bestu. Morgunblaðið/Ómar LÚXUSMÁLTÍÐ Í LÚXUSTÍMARITI Hangsið ekki í röðinni Á morgun eru 10 ár liðin frá einu frægasta augnabliki í sögu Bæjarins beztu; þegar þáverandi forseti Bandaríkj- anna, Bill Clinton, fékk sér eina með öllu í Tryggvagötu. Morgunblaðið/Ómar Fjölskylda frá Indónesíu hefur verið sameinuð á ný, tíu árum eftir að hin hrikalega flóðbylgja skall á fjölmörgum löndum í Asíu og aust- urströnd Afríku. Fréttaveitan AFP greinir frá þessu. Mörg hundruð þúsund manns fórust, og milljónir manna þurftu á neyð- araðstoð að halda. Þau Septi og Jamaliah héldu að þau hefðu misst börnin sín, Raudhatul og Arif sem þá voru fjögurra og sjö ára, í flóðbylgjunni. Dóttirin Raudhatul fannst í síðasta mánuði, orðin 14 ára. Þegar frétta- menn sögðu þá sögu og sýndu mynd af Arif í sjónvarpinu kann- aðist Lana Lestari, eigandi veit- ingahúss í Payakumbuh við pilt- inn. Arif, sem nú er 17 ára, svaf nefnilega stundum fyrir utan kaffi- húsið hennar og næst þegar hann kom gekk Lana til hans með mynd af fjölskyldunni úr dagblaði og sýndi drengnum. Sagði hann um leið: „Þetta er mamma.“ Lana hafði samband við frétta- mann AFP fréttaveitunnar sem kom drengnum í samband við for- eldra sína sem fengu því tvöfalt kraftaverk, eins og þau sögðu sjálf frá. „Þakka ykkur fyrir,“ var það eina sem faðirinn gat sagt við fréttamenn. FURÐUR VERALDAR Sonurinn fannst líka Dóttirin Raudhatul Jannah, faðirinn Septi Rangkuti með son sinn Jumadi Rangkuti, mamman Jamaliah og Arif Rangkuti loks saman á fjölskyldumynd. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Guðlaugur Þór Þórðarson Alþingismaður HesturPavel Ermolinskij Körfuknattleiksmaður 3 - IN - 1 MICELLAR WATER 0%PARABENLITAREFNIILMEFNI HREINSAR FJARLÆGIR FARÐA VEITIR RAKA ALLT MEÐ 1 HREINSIVÖRU NIVEA SENSITIVE FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ:

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.