Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 Stýrivextir Seðlabankans munu haldast óbreyttir út árið, gangi spá Grein- ingar Íslands- banka eftir. Spá- ir bankinn því að peninga- stefnunefnd muni hækka stýrivexti bank- ans snemma á næsta ári og hækka þá í þrígang yf- ir árið um samtals 0,75 prósentur. Verða stýrivextir bankans þá komnir upp í 6,75% í árslok 2015. Byggir spáin á því að mikill hag- vöxtur á næstu misserum muni leiða til framleiðsluspennu og auk- innar verðbólgu þegar kemur fram á næsta ár. Greining Íslandsbanka gerir því samkvæmt þessu ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum á næsta vaxtaákvörðunarfundi peninga- stefnunefndar 11. júní. Spá óbreytt- um vöxtum Vextir Íslands- banki spáir vöxtum óbreyttum. Landsframleiðsla dróst saman um 0,1% á fyrsta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil árið áður. Einkaneyslan jókst hins vegar um 3,9% á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Á það er bent í greiningu Hag- fræðideildar Landsbankans að sam- dráttur á fyrsta fjórðungi skýrist fyrst og fremst af neikvæðu fram- lagi utanríkisviðskipta. Ástæður þessa séu verri aflabrögð í loðnu- veiðum og minnkandi útflutningur álafurða. Innflutningur jókst um tvöfalt meira en útflutningur, eða 11,9%. Greinendur Landsbankans segja að samdráttur í útflutningi á áli - um tæplega 10 milljarða króna - megi að nokkru leyti rekja til raforku- skerðingar til álveranna. Mikill vöxtur var í einkaneyslu á fjórðungnum og þarf að leita allt aft- ur til annars ársfjórðungs 2011 til að finna meiri aukningu á milli ára. Hagfræðideildin telur þó að vöxtur- inn sé í samræmi við þær hagspár sem birst hafa undanfarið. Í nýjustu spá bankans er gert ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu á árinu 2014 verði um 3,7%. Sú spá er talsvert bjartsýnni en gert var ráð fyrir í nóvember 2013 og skýrist af hraðari lækkun atvinnuleysis, meiri hækkun kaupmáttar launa og áhrifum í tengslum við niðurgreiðslu ríkis- sjóðs á verðtryggðum fasteignalán- um. Í tölum Hagstofunnar kom einnig fram að samneysla hefði aukist um 2% á milli ára og fjárfesting um 17,6%. Hagfræðideild Landsbankans segir að þrátt fyrir samdrátt í lands- framleiðslu þá sé ekkert í tölum Hagstofunnar sem eigi að koma á óvart. Viðbúið hafi verið að minni loðnuveiðar og álútflutningur myndu draga hagvöxtinn töluvert niður. Greinendur eru flestir hverjir bjartsýnir á hagþróun þessa árs og spá 2,7-3,2% hagvexti. Hagvöxtur dregst saman  Einkaneysla jókst um 3,9% milli ára Framkvæmdir Þrátt fyrir aukna fjárfestingu og einkaneyslu dróst lands- framleiðsla saman um 0,1% á fyrsta fjórðungi samkvæmt Hagstofunni. Morgunblaðið/Ómar Kostnaðarhlutföll íslensku bank- anna eru há í alþjóðlegum saman- burði, sem má meðal annars rekja til kostnaðar vegna endurútreikn- inga lána og endurskipulagningar útlána. Virðisbreyting útlána hefur þó hækkað tekjurnar og þar með lækkað kostnaðarhlutföllin, segir í umfjöllun IFS Greiningar á ís- lensku bönkunum, þar sem rekstur þeirra er meðal annars borinn sam- an við nokkra norræna banka. Lág arðsemi íslensku bankanna stafar annars vegar af gríðarlega háu eigin fé í alþjóðlegum sam- anburði og hins vegar af háum kostnaði tengdum afleiðingum fjár- málakreppunnar. Að mati IFS þarf arðsemi eigin fjár að aukast á næstu árum, meðal annars með lækkun eiginfjárhlutfalla bankanna, enda sé óhagkvæmni í svo háum eiginfjárhlutföllum. Auk þess þurfi að auka hagræðingu og minnka þannig kostnað. Samsetning eigna bankanna er nokkuð mismunandi og er hlutfall einstaklingslána hæst hjá Arion banka, eða 48,4%, en hlutfallið er einungis 30% hjá Landsbankanum. Hjá Íslandsbanka og Arion banka er stærsti atvinnugreinaflokkurinn lán til fasteignaviðskipta og bygg- ingarstarfsemi, en hjá Landsbank- anum eru lán til fiskveiða og -vinnslu stærsti fyrirtækjaflokk- urinn. Á næstu árum þurfa bankarnir að auka gæði útlánasafnsins, draga úr kostnaði og bæta aðgengi að er- lendum lánamörkuðum, segir í um- fjöllun IFS Greiningar. Samsett mynd/Eggert Bankarnir IFS segir arðsemi ís- lensku bankanna þurfa að aukast. Of mikill kostnaður bankanna  IFS segir eigin- fjárhlutföll of há Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Áratuga þekking og reynsla Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 VICTORINOX HNÍFAR 995 kr 11.100 kr 22 cm 9.290 kr VERÐ 4.750 kr VERÐ 27.210 kr. Það gefur ekki fullnægjandi mynd af tryggingafræðilegri stöðu lífeyr- issjóðanna að blanda saman almenn- um lífeyrissjóðum og sjóðum með bakábyrgð ríkis og sveitarfélaga eins og gert er í ársskýrslu FME, að mati framkvæmdastjóra Lands- sambands lífeyrissjóða (LL). Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í vikunni er í árskýrslu FME vakin athygli á miklum halla á samtryggingardeildum lífeyrissjóða. Fram kemur að skuldbindingar í þeim hluta kerfisins eru mun hærri en eignir. Tvö ólík kerfi „Það eru tvö kerfi í landinu sem starfa hlið við hlið og eru byggð upp með ólíkum hætti,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL. „Annars vegar kerfi almennu lífeyrissjóðanna með fullri sjóðs- þeim hætti að full sjóðssöfnun sé á bak við þá, heldur eru réttindi skil- greind fyrirfram og launagreiðandi ber ábyrgð á fjármögnuninni ef eignir hans duga ekki til. Þeir eru því að hluta til fjármagnaðir með eignum en ekki að fullu,“ segir Þór- ey. Stóru hallatölurnar byggja á op- inberu sjóðunum að sögn Þóreyjar. „Ef við skoðum almennu lífeyris- sjóðina sem þurfa að fjármagna líf- eyrisgreiðslur með þeim eignum sem eru til staðar á hverjum tíma, þá er óverulegur halli af þeim,“ seg- ir Þórey. söfnun, þar sem greitt er út í sam- ræmi við eignir á hverjum tíma. Á þeim sjóðum liggur lögbundin skylda að hækka réttindi eða skerða þau ef misræmi eigna og skuldbind- inga fara út fyrir ákveðin vikmörk.“ Verði halli á sjóðnum yfir 10% ber honum að skerða réttindi og að sama skapi ber að auka réttindi ef eignir fara 10% yfir skuldbindingar. Til sveiflujöfnunar má vera allt að 5% halli í 5 ár, en ef hann fer útfyrir það er skylt að grípa inn í. Þannig er komið í veg fyrir að það myndist varanlegur halli, að sögn Þóreyjar. Réttindi í opinberum sjóðum ekki háð eignum „Hitt kerfið er með bakábyrgð launagreiðanda og þar er lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins lang- stærstur, auk minni sjóða sveitarfé- laga. Þeir eru ekki hugsaðir með Opinberu lífeyrissjóðirnir skekkja heildarmyndina Tryggingafræðileg staða í árslok 2012 milljarðar króna Áfallin staða Heildastaða Sjóðir með ábyrgð launageiðenda Sjóðir án ábyrgðar 39% af áunnum skuldbdindingum 4% af áunnum skuldbdindingum 0 -100 -200 -300 -400 -500 -600 -469 -575 -74 -99 Heimild: Landssamband lífeyrissjóða, FME, ársreikningar lífeyrissjóða 2012  Landssamband lífeyrssjóða segir ársskýrslu FME gefa brenglaða mynd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.