Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
✝ Sigurður Jóns-son fæddist í
Vestmannaeyjum
22. september
1930. Hann lést á
Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum
24. maí 2014.
Foreldrar Sig-
urðar voru þau Jón
Auðunsson, fædd-
ur á Eyrarbakka
12.8. 1891, dáinn
15.3. 1975 og Sigríður Jóns-
dóttir, fædd í Selvogshreppi
29.11. 1888, dáin 19.6. 1980.
Sigurður var yngstur átta
urður kvæntist Sveinsínu Krist-
insdóttur, fæddri 19.7. 1938, en
þau skildu. Sonur Sigurðar og
Sveinsínu er Kristinn Sigurðs-
son, fæddur 22.9. 1964, og er
hann kvæntur Valgerði Ósk
Sævarsdóttur, fæddri 15.3.
1976, og eiga þau tvö börn,
Berglindi Ósk Kristinsdóttur,
fædda 16.3. 2003, og Ólaf Inga
Kristinsson, fæddan 3.5. 2005.
Kristinn á fyrir tvö börn með
fyrri eiginkonu, Fanneyju Sig-
urgeirsdóttur, fæddri 7.12.
1964, þau eru Ástrós Krist-
insdóttir, fædd 28.9. 1992, og
Sigurður Alfreð Kristinsson,
fæddur 21. 6. 1995.
Útför Sigurðar fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
í dag, 7. júní 2014, kl. 14.
systkina. Eftirlif-
andi systkini Sig-
urðar eru Jóna
Alda Jónsdóttir,
fædd 17.4. 1923,
Guðrún Jónsdóttir,
fædd 19.3. 1925,
Jón Vídalín Jóns-
son, fæddur 19.12.
1926 og Ingibjörg
Jónsdóttir, fædd
30.9. 1929, en látin
eru Sigríður Jóns-
dóttir, fædd 1918, dáin 1948,
Borgþór Jónsson, fæddur 1922,
dáinn 1968, og Ísleifur Jónsson,
fæddur 1928, dáinn 2008. Sig-
Kæri bróðir. Nú er þinni
göngu lokið hérna megin grafar
og það er margt sem kemur upp í
hugann.
Leikvöllur okkar í æsku voru
klappirnar frá Skansinum og
austur að Urðarvita. Þar sigldum
við bátunum okkar sem við smíð-
uðum sjálfir og oft komum við
blautir heim. Annars var öll
Heimaey leikvöllur okkar í þá
daga. Svo stór var leikskólinn þá.
Svo liðu árin. Þú fórst í sveit í
Djúpadal við Eystri-Rangá og
þar varstu nærri tvö ár. Þar leið
þér vel hjá góðu fólki. Þegar heim
kom fórst þú að vinna ýmis störf
við fisk í landi. Þú hafðir mikinn
áhuga á íþróttum, einkum frjáls-
um íþróttum. Bæði kepptir þú
sjálfur en aðallega varstu að
virkja og halda utan um efnileg
ungmenni. Ekki má svo gleyma
áratugunum sem þú sást um
íþróttavellina í Vestmannaeyjum.
Margir úr Eyjum muna enn eftir
Sigga valló. Meðan á eldgosinu í
Heimaey stóð yfirgafstu ekki eyj-
una þína. Aðeins snöggar ferðir
upp á land til að fá ferskt loft í
lungun. Þú varst sannur Vest-
mannaeyingur.
Kæri bróðir, ég þakka þér veg-
ferðina sem við áttum saman og
aldrei féll skuggi á. Að endingu
vil ég þakka starfsfólki Hraun-
búða fyrir frábæra umönnun.
Þinn bróðir,
Jón Vídalín Jónsson (Nonni).
Elsku besti afi minn, mikið er
sárt að kveðja þig.
Þú varst svo einstakur og ynd-
islegur karakter að það verður
ekki sami andinn yfir Vest-
mannaeyjum án þín.
Mér finnst eins og það hafi ver-
ið í gær sem ég var á leiðinni á
þjóðhátíð og þú sóttir mig í Herj-
ólf á hvíta litla bílnum þínum. Þú
leyfðir öllum vinum mínum að
gista í garðinum þínum á Bröttu-
götunni, þér til skemmtunar en
nágrönnum þínum til ama. Þar
voru allir veggir í kring málaðir af
þér með skrautmyndum af Vest-
manneyjum. Þú skildir ekkert í
því af hverju við værum komin
hingað til að skemmta okkur en
ekki til þess að æfa snerpuna eða
frjálsar íþróttir. Ekki fannst þér
heldur vit í því hjá okkur krökk-
unum að sofa út heldur vaktirðu
okkur öll fyrir sólarupprás því þá
varst þú sko búinn að kaupa
reyktan lunda og malt. Áfram
hélstu uppi skemmtilega óvænt-
um uppákomum þessa verslunar-
mannahelgi enda þegar að heim-
leið var komið varstu kominn í
uppáhald hjá öllum.
Ég brosi alltaf þegar ég hugsa
útí heimsóknirnar mínar til þín út
í Eyjar. Þó það hafi alltaf verið
stutt í húmor og fíflaskap hjá þér
léstu mig alltaf vita hvað þér þótti
vænt um mig.
Ég er svo þakklát fyrir að þú
hafir flutt til Reykjavíkur í nokk-
ur ár og verið með okkur, litlu
fjölskyldunni þinni. Þá iðaði
Klukkuriminn af lífi, málverkum,
söng og sögum. Svo komu jólin og
ekki þótti þér þau leiðinleg enda
fæddur í desember og með mikla
jólasál. Þegar þú varst búinn að
setja óperudiskinn þinn á og
syngja og dansa um öll gólf voru
fæturnir eitthvað farnir að segja
til sín og eins og hendi væri veifað
rúllaðir þú óvart undir jólatré.
Þér fannst það nú alls ekki
skammarlegt enda værir þú án
efa besti pakkinn. Svo veltumst
við um af hlátri fram eftir kvöldi.
Þrátt fyrir margar góðar
stundir í Klukkurimanum kallaði
Eyjan þín alltaf á þig og fórst þú
sáttur og sæll á Hraunbúðir þar
sem þú eyddir síðustu árum ævi
þinnar.
Ég gæti talað endalaust um
yndislegu minningar sem ég á um
þig en ég ætla að geyma þær vel í
hjartanu.
Syngdu mig inn í svefninn ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan
vær.
Draumgyðja ljúfa, ljá mér vinarhönd,
og leið mig um þín töfraglæstu frið-
arlönd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái svefnsins fró.
Kom, draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
(Jón frá Ljárskógum)
Hvíldu í friði, afi minn, ég
sakna þín.
Ástrós Kristinsdóttir.
Í dag kveðjum við góðan fjöl-
skylduvin, Sigga í Húsavík, sem
var flottur karakter. Ég var svo
heppin að ala upp mín þrjú börn
sem nágranni hans. Hann tók ást-
fóstri við eitt þeirra sem hann
kallaði Tarsan. Tarsan var rétt
byrjaður að babla þegar hann var
farinn að taka upp talsmáta Sigga
sem var nú kannski ekki alveg á
óskalistanum hjá flestum foreldr-
um, því hann átti til að blóta í
meira lagi og vandaði mörgum
ekki kveðjurnar, „þessir helv.
skítakamrar“ og fleira í þeim dúr.
Var ég oft vakin af Tarsan með
því að „Iggi bumma“ væri að fara
til vinnu þar sem hver morgunn
var notaður í að athuga hvort
bensíngjöfin og kúplingin væru
ekki örugglega á sínum stað og í
lagi. Bíllinn var þaninn svo að
ekki hefði neinn orðið hissa á því
að sjá hann takast á loft.
Áramótin voru frekar lífleg hjá
okkur fjölskyldunni þar sem
Siggi, ásamt fleirum, var árlegur
matargestur hjá okkur og vanda-
málið var að það voru sko ekki all-
ir sem héldu með Tý eins og hann
gerði, þannig að það upphófust
alltaf frekar líflegar samræður og
þrætur þar sem aðrir matargestir
fengu sko alveg að vita hverskon-
ar vitleysingar það væru sem
héldu ekki með Tý, vandamálið
var nefnilega að það voru nokkrir
af matargestunum sem héldu
með Þór.
Siggi hafði ómældan áhuga á
íþróttum og voru helgarnar nýtt-
ar í að fá sér nokkra bjóra og
horfa á boltann í sjónvarpinu og
var auðvitað kominn með allar
helstu græjur sem til þurfti svo
örugglega færi ekkert framhjá
honum af fótboltaútsendingum,
en eitthvað var nú hnötturinn
sem búið var að fjárfesta í að
stríða honum og var hann búinn
að þramma um allt hverfi með
hnöttinn, þar á meðal uppá þak
hjá okkur og endaði svo á að
grafa snúru yfir götuna og uppá
næsta hól til að fá sem mest gæði.
Var mismikil ánægja af þessum
uppátækjum hans í hverfinu. Það
var einmitt á svona flottri fól-
boltahelgi sem Siggi ákvað nú að
best væri að fjárfesta í gasgrilli.
Keypti hann þessar líka fínu
sneiðar sem hann henti á grillið,
lokaði vel og dreif sig svo inn að
klára að horfa á leikinn. Eftir þó
nokkurn tíma verða líka þessi
svaka læti og allt á kafi í reyk,
kíkti þá minn maður á grillið þar
sem glerið var sprungið og steik-
urnar ekkert sérlega huggulegar,
voru eiginlega bara horfnar og
askan ein eftir. Þá hófst nú þetta
líka blótið, að þetta væri nú meira
„helv… draslið og svikakaup“,
hann gerði að sjálfsögðu ekkert
rangt.
Siggi var flottur hvort sem það
var í að passa svakalega vel uppá
blettinn sinn sem var ekki neitt
neitt og enginn mátti fara yfir.
Svo var hann duglegur við að
mála þessar líka fínu myndir sem
við njótum góðs af og kostur að
geta snúið myndunum við, þar
sem annað listaverk átti það til að
prýða bakhliðina.
Enn umfram allt flottur vinur
sem okkur fjölskyldunni þótti
virkilega vænt um.
Kristný, Gretar Þór og börn.
Sigurður Jónsson, Siggi í
Húsavík eins og hann var alltaf
kallaður, er látinn. Siggi var lengi
í sveit í Djúpadal í Rangárþingi.
Þegar sveitadvölinni lauk var
mikill íþróttaáhugi í Eyjum, þá
sérstaklega á frjálsum íþróttum.
Ungir menn í Eyjum, þar á meðal
Siggi, hrifust eins og allir aðrir af
íþróttahetjunum. Hann vissi öll
Íslands- og heimsmet í frjálsum
íþróttum. Á þessum tíma voru
fremstir í frjálsum Kristleifur og
Guðjón Magnússynir, Eggert
Sigurlásson, Adólf Óskarsson og
Gunnar Stefánsson sem urðu allir
Íslandsmeistarar í sínum grein-
um. Einnig kepptu þeir á erlendri
grundu fyrir Íslands hönd. Auk
þess gerði Torfi Bryngeirsson, þá
fluttur til Reykjavíkur, garðinn
frægan og varð m.a. Evrópu-
meistari. Siggi vann alla tíð fyrir
íþróttahreyfinguna, þá sérstak-
lega Tý og síðar ÍBV. Íþrótta-
hreyfingin og unglingar eiga hon-
um margt að þakka. Siggi var um
mörg ár vallarvörður. Hann var
harður á því að ekki væri verið að
traðka á grasinu í tíma og ótíma,
hann vildi hafa vellina fallega,
helst eins og dúk á billjardborði.
Siggi hafði hóp ungra drengja í
vinnu og kringum sig, þeir áttu
það til að gera honum smágrikk
ef þeim fannst hann of smámuna-
samur og nákvæmur, en allir
voru þeir vinir hans, þeir gáfu
honum nafnið „Siggi valló“ og
hélst það við hann það sem eftir
var. Siggi dvaldi síðustu ár á
heimili aldraða í Eyjum. Hin síð-
ari ár fékkst hann við að mála,
myndirnar urðu margar og fjöl-
breytilegar, hann var ekki
hræddur við að tjá sig á léreftinu.
Ekki veit ég hvaða einkunn list-
fræðingar hefðu gefið honum;
það kom Sigga ekkert við, þetta
voru bara hans myndir. Ein-
hverju sinni bauð Siggi vini sínum
að sjá myndirnar. Vinurinn velti
vöngum, gerði sig spekingslegan,
dró seiminn og hummaði. Sigga
leiddist þófið og sagði: „Þú hefur
ekki hundsvit á listinni, málið
dautt!“
Samúðarkveðjur til ættingja
og vina. Með Týs-kveðju,
Guðjón Ólafsson í Gíslholti.
Hvar skyldu húsin Húsavík og
Vatnsdalur hafa verið í sveit sett
og hvað áttu íbúar þeirra sameig-
inlegt? Jú, mikið rétt. Heimaey er
rétta svarið. Það sem tengdi íbúa
þessara húsa var aðallega ærsla-
belgirnir sem áttu göturnar til
leikja og vorum við Siggi þar
framarlega í uppátækjum með
alls konar krydd í tilveruna. Siggi
átti heima í Húsavík við Urðaveg
og var ekki svo ýkja langt að
heimsækja hann Óla í Vatnsdal
við Landagötu. Já, við Siggi lék-
um okkur ásamt krökkunum í ná-
grenninu í frjálsborinni náttúru
sem ýmist var mild ellegar harka-
leg til lands og sjávar, svo harka-
leg að má út æskustöðvarnar í
annars konar átökum en íbúarnir
áttu að venjast. Milliveginn milli
öfga tilverunnar tileinkaði Siggi
sér einkum er leið á aldurinn og
lífsbaráttan tók við. Hann var
góður skipuleggjandi og ábyrgur
í orði og verki.
Unglingsárin okkar voru ár
hugmynda og athafna er lutu að
styrk líkamans og var í því augna-
miði litið til frjálsra íþrótta, þar
sem reyndi verulega á einstak-
linginn. Siggi aflaði sér gagna og
þar með þekkingar á hinum ýmsu
íþróttagreinum, sem í þá daga
var ekki auðfundið, og í kjölfarið
var haldið hvert frjálsíþróttamót-
ið af öðru þar sem við skiptum
með okkur verkum og nutum lið-
sinnis aðstoðarfólks.
Í heimabæ okkar Sigga var
stutt á milli heimila og afstaða
fólks til hinna ýmsu málefna á
stundum allólík eins og gengur,
samanber stuðningshópana við
íþróttafélögin tvö. En það var ein-
mitt eina ágreiningsefnið okkar
Sigga. Þar vorum við ekki alltaf
samstíga enda oft á tíðum allhörð
keppni á milli félagana. Ég var
nefnilega stuðningsmaður Þórs
en Siggi Týs, sem átti svo sann-
arlega hug hans, en aldrei svo að
samstarf okkar að uppbyggingu
frjálsra íþrótta biði hnekki af.
Siggi var lengst af starfsmaður
Vestmannaeyjabæjar og ungling-
ar störfuðu undir hans stjórn,
einkum að vorverkefnum við
íþróttavellina. Má segja að þar
hafi Siggi verið á heimavelli og
má ljóst vera að margur má
þakka Sigga liðveisluna í gegnum
árin við íþróttaiðkanir og störfin
almennt.
En Siggi átti vel varðveitt
leyndarmál, sem braust út eftir
að hann lét af störfum aldurs
vegna. Þar voru kraftar á ferð í
litum á striga sem fólust í skáld-
legri túlkun hans á Heimaey, sem
varð til með látum fyrir árþús-
undum. Stíllinn í pensildráttum
málarans var því í samræmi við
athafnir náttúruaflanna og ekk-
ert fjall né himinn, að ógleymdu
hafinu, er laust við það sem mál-
arinn vildi segja umfram það sem
hefðbundnar og óhefðbundnar
línur boða.
Með þessum fáu orðum kveð
ég þig, félagi og vinur, fyrir sam-
verustundirnar og trausta hand-
takið.
Ólafur í Vatnsdal.
Það er komin kveðjustund,
Siggi minn, sem ekki verður hjá
komist. Það eru sorgarstundir en
þá er margs að minnast sem gleð-
ur og kætir. Þú bjóst í kjallaran-
um á Bröttugötu 9 eftir gos, sem
er æskuheimili mitt, og varst
heimilisvinur og nágranni.
Þú varst daglegur gestur þar
og þegar þú komst gustaði um
heimilið og með háværri röddu
var spurt um okkur eins og hér
byggju eintómir skápar og
draugar, þótt við fjölskyldan
hefðum stækkað í níu þegar mest
var með tilheyrandi háreysti okk-
ar. Þú varst mikil keppnismaður
á öllum sviðum. Sóttum við í nær-
veru þína og oftar en ekki var tek-
in þrætukeppni. Þú fylgdist vel
með íþróttum og voru frjálsar þitt
uppáhald. Ég man mest eftir þér í
kringum íþróttavelli og útivistar-
svæði bæjarins sem var þitt lifi-
brauð við uppgræðslu, snyrtingu
og umsjón.
Þú lagðir þig allan fram dag-
lega við að Týrara-væða mig en
það tókst nú ekki betur en svo að
ég varð harðasti Þórari og öll mín
systkini, sex að tölu, líka. Einnig
hefur það þótt merkilegt þegar
við Adolf Óskars urðum fyrstu
Þórararnir sem innlimuðumst í
sláttugengið alræmda sem þú
stjórnaðir.
Aksturslag þitt var einnig
merkilegt, með aðeins fyrsta og
annan gír og bensíngjöfin í botni.
Þú þurftir reglulega að taka í nef-
ið þar sem meirihluti neftóbaks-
ins lenti annars staðar en í nösum
þínum.
Þegar ég heimsótti mömmu á
Bröttugötuna á seinni árum var
heilsað upp á karlinn og spekúler-
að um daginn og veginn þar sem
íþróttir, málaralistina, göngu-
ferðir og ljósmyndun bar á góma.
Þetta eru brot af góðum minn-
ingum og þar sem æviskeið þitt
er á enda vil ég þakka fyrir að
hafa náð samverustundum með
þér.
Ég votta syni þínum, barna-
börnum og öðrum aðstandendum
innilegustu samúð.
Guð geymi þig vinur.
Blessuð sé minning þín.
Tómas
Jóhannesson.
Sigurður Jónsson
✝
Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir og
amma,
ÞORGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
Tungu,
Fróðárhreppi,
lést sunnudaginn 25. maí á
St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sigurður Kjartan Gylfason,
Jón Ingi Gylfason, Helga Margrét Jóhannesdóttir,
Þorsteinn Jónsson, María Emma Canete,
Gylfi Rúnar Jónsson,
Brynhildur Freyja Jónsdóttir,
Margrét Ósklín Jónsdóttir.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir, systir og
amma,
INGA HULD HÁKONARDÓTTIR
blaðamaður og rithöfundur,
lést þriðjudaginn 27. maí.
Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 10. júní kl. 15.00.
Aðstandendur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
GUÐBJÖRG HELGA AGNARSDÓTTIR,
er látin.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra.
Atli Björnsson,
Árný Atladóttir,
Lína Guðlaug Atladóttir, Guðmundur Benediktsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
DÓRA GUÐFINNA JOHNSEN,
Stella,
andaðist föstudaginn 6. júní.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn
11. júní kl. 11.00.
Kærar þakkir til starfsfólks á Eir og deildar B2
á Landspítalanum í Fossvogi fyrir umönnun og vinarhug.
Ástríður Johnsen,
Gunnar V. Johnsen, Bergþóra Sigmundsdóttir,
Guðni Ingi Johnsen, Helga Sæmundsdóttir,
Inga Dóra Sigvaldadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ERLENDUR BJÖRNSSON,
Hvoli,
Álftanesi,
lést fimmtudaginn 5. júní á Landspítalanum í
Fossvogi.
Jarðarför auglýst síðar.
Auður Aðalsteinsdóttir,
Guðný Steina Erlendsdóttir,
Björn Erlendsson, Steinunn Guðbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.