Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 07.06.2014, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014 ✝ Jóhann Magn-ússon fæddist í Efri-Drápuhlíð í Helgafellssveit 8. apríl 1918. Hann lést 2. júní 2014 á sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum. Foreldrar hans voru Ásthildur Jón- asdóttir, f. á Helga- felli í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi 10.11. 1888, d. 7.12. 1968, og Magnús Jóhannsson, f. í Innri- Drápuhlíð í Helgafellssveit 6.12. 1887, d. 21.1. 1982. Þau fluttust búferlum vestan af Snæfellsnesi árið 1923 og hófu búskap á Upp- sölum 1924. Jóhann var næst- elstur þrettán systkina en hin eru Þormóður Helgfell, f. 1917, lést í bernsku, Ingveldur, f. 1919, látin, Þormóður, f. 1920, lést í bernsku, Matthildur, f. 1922, Ásmundur, f. 1924, Þór- steinn, f. 1925, látinn, Þórleif Steinunn, f. 1926, látin, Jóhanna, f. 1927, látin, Jónas Helgfell, f. 1928, látinn, Ingibjörg og Ást- ríður, f. 1929, létust í bernsku, Ástráður, f. 1930, látinn. Jóhann kvæntist 24.7. 1948 Guðlaugu Þórhallsdóttur, f. 1.2. fólks Magnúsar og Ásthildar, þar sem hann dvaldist í fimm ár en fluttist síðan til foreldra sinna í Uppsali. Jóhann gekk í farskóla í Eiðaþinghá og síðar í Alþýðuskólann á Eiðum og lauk þaðan tveggja vetra námi. Jó- hann bjó með foreldrum sínum á Uppsölum þar til hann hóf bú- skap á Breiðavaði. Jóhann og Guðlaug bjuggu öll sín búskap- arár á Breiðavaði, fyrstu árin í samstarfi við Þórhall, föður Guðlaugar, og seinni árin fé- lagsbúi með syni sínum Jóhanni Gísla Jóhannssyni og konu hans Ólöfu Ólafsdóttur. Jóhann var póstur á árunum 1948-1956. Ár- ið 1995 fluttu Jóhann og Guð- laug í þjónustuíbúð á Egils- stöðum þar sem hann bjó til dauðadags. Á yngri árum stundaði Jó- hann íþróttir, sérstaklega knatt- spyrnu með Knattspyrnufélag- inu Spyrni, var virkur í mörgum félögum svo sem Samvirkja- félagi Eiðaþinghár, Lions- klúbbnum Múla og var einn af stofnendum Hestamannafélags- ins Freyfaxa. Einnig hafði hann ánægju af dansi og söng og tók þátt í karlakórum, kirkjukór Eiðaþinghár og á síðustu árum kórstarfi eldri borgara. Útför Jóhanns fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 7. júní 2014, kl. 14. 1918, frá Breiða- vaði í Eiðaþinghá. Hún lést 10.12. 2001. Þau eignuðust fjóra syni. Þeir eru: 1) Jónas Þór, tækni- fulltrúi á Egils- stöðum, f. 11.7. 1949, kvæntur Öldu Hrafnkelsdóttur skrifstofustjóra. 2) Magnús, yfirverk- stjóri, breiðavaði, f. 4.9. 1952, kona hans er Vigdís Alda Guðbrandsdóttir flokks- stjóri og eiga þau fjórar dætur. 3) Ragnar, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 23.9. 1953, kona hans er Helga Margrét Jóhanns- dóttir framkvæmdastjóri og eiga þau fjögur börn. 4) Jóhann Gísli, bóndi á Breiðavaði, f. 5.4. 1960, kvæntur Ólöfu Ólafs- dóttur bónda og eiga þau fjórar dætur. Barnabarnabörnin eru ellefu. Jóhann fluttist fimm ára gam- all með foreldrum sínum og tveimur systkinum austur á Fljótsdalshérað þar sem þau hófu búskap á Uppsölum í Eiða- þinghá. Jóhann fór í Eiða til Ás- mundar Guðmundssonar og Steinunnar Magnúsdóttur, vina- Elsku afi. Þær voru margar ferðirnar sem þú fórst með okkur stelpurnar í sunnudagaskólann í Eiðakirkju. Þegar þú varst að bóna bílinn þinn gátum við Eyrún nú stund- um sníkt hjá þér smábón til þess að bóna hjólin okkar. En stundum þurftum við að þurrka innan úr bílnum til að borga fyrir það. Ég man hvað mér fannst gam- an að fá að færa þér nesti niður á tún í heyskap og þegar þú treystir okkur frænkunum fyrir því að sækja kindurnar út á tún. Fötin þín fengum við að nota í leikritin okkar en þurftum þó að fara vel með þau. Opal stóð vakt- ina í efri skápnum eða jakkavas- anum og fengum við stundum að gæða okkur á því. Minningarnar eru margar úr sveitinni og man ég líka eftir því þegar við Eyrún njósnuðum um þig góðan part úr degi. Ástæðan var sú að við ætluðum að skrifa frétt um þig í tímaritið okkar. Þú þóttist aldrei taka eftir okkur en vissir örugglega af okkur á eftir þér. Félagsskapur var þér mikil- vægur og ekki hægt að minnast þín án þess að hugsa um brids og dans og þið amma voruð dugleg að skreppa af bæ, þ.e. ef ekki voru gestir hjá ykkur. Ég man líka hvað ég samgladd- ist þér þegar þú sagðir mér að nú værir þú búinn að eignast vinkonu og áttir þá að sjálfsögðu við hana Jónu þína. Já, það er ekki sjálfgefið að vera hress og kátur í svona mörg ár eins og þú. En nú er tíminn þinn liðinn og það er alltaf jafn- sárt að kveðja. En ég hugga mig við það að þú varst tilbúinn, að eigin sögn, og hefðir ekki viljað fleiri daga eins og undanfarna viku. Elsku afi, nú aðstoðar þú ömmu við að fylgjast með okkur og leið- beina okkur á milli þess sem þið dansið og takið í spil. Takk fyrir allt. Guð geymi þig. Drífa Magnúsdóttir. „Lækkar lífdaga sól löng er orðin mín ferð.“ Þetta er upphaf á fallegu versi eftir breiðfirsku skáldkonuna Herdísi Andrésdóttur, en þessar línur eiga vel við í minningargrein um Jóhann Magnússon. Hann byrjaði ævi sína við Breiðafjörð en lagði fljótlega í langferð með fjöl- skyldu sinni alla leið austur á Hér- að. Einnig var ævileiðin hans löng, 96 ár. Ekki er hægt að tala um ótímabært andlát þegar öldungur kveður en það var þó ósvikinn tregi og söknuður sem fylgdi því í morgun að frétta að vinur okkar og frændi, Jóhann á Breiðavaði, væri látinn. Frá því að við hittum hann fyrst, þegar við komum ungt fólk austur á Hérað, hefur hann alla tíð sýnt okkur svo mikla hlýju, áhuga og frændsemi, meira en nokkur utan nánasta skylduliðs. Það eru mikil forréttindi og guðs- gjöf að fæðast með svo glaða lund og njóta lífsins til hinsta dags að heitið gat eins og Jóhann. Eitt sinn spurðum við hann hvort hann hefði alla tíð verið svona glaður og hress. Hann neitaði því, sagðist hafa verið dapur sem barn og liðið fyrir að vera sendur í fóstur, samt á úrvals heimili. Söknuðurinn var svo sár, að fara frá foreldrum og systkinum. Meðfædd einlægni hjálpaði honum að tala um þetta á gamals aldri og gerði okkur auð- velt að skilja hvar mestu verð- mætin eru í lífi fólks. Breiðavað, það fallega býli með útsýni yfir Héraðið, yljar í minn- ingunni. Við vorum hálfgerðir heimagangar þar, þar var gott að koma og njóta góðra stunda með góðu fólki. Það var auðna Jóhanns að kvænast heimasætunni á Breiðavaði, Guðlaugu Þórhalls- dóttur, sem reyndist honum góð- ur lífsförunautur. Þar bjuggu þau myndarbúi, þar varð ævistarf þeirra. Auk þess var Jóhann lengi sveitapóstur, sem veitti honum tækifæri til samskipta við fólk og að fylgjast með því sem var að gerast. Hann var léttur á fæti og stutt í glensið, þannig var hann allt til hins síðasta. Hann hafði einstakan áhuga á að spila og dansa, var þar enginn viðvaningur og dró ekki af sér fyrr en þrekið fór að dvína. Þau hjón Guðlaug og Jóhann eignuðust fjóra syni, sem hann kallaði strákana sína. Hann var stoltur af þeim og ekki síður tengdadætrum þegar þær komu til sögunnar og barnabörnunum. Jóhann gekk þannig frá málum þegar hann hætti búskap að af- komendur hans heldu áfram bú- skap á Breiðavaði. Það var einlæg ósk hans enda naut hann þess að stinga þar við stafni, stundum daglega. Það var hans heima. Nú seinni ár höfum við notið margra góðra samverustunda með Jóhanni, en hann var dugleg- ur að koma til Reykjavíkur og kom þá ævinlega við hjá okkur í Mosfellsbæ. Hafi hann hjartans þökk fyrir tryggðina. Hann var svo sem ekki að slóra lengi, ákaf- inn var enn fyrir hendi. Þiggja matarbita, helst siginn fisk, faðm- lög og kossar og drífa sig í heim- sókn eða spil. Fólk um áttrætt, eins og við, fylltist auðvitað gleði og bjartsýni yfir svona glöðum gesti, sem var kominn vel yfir ní- rætt. Fyrir tveimur árum gerðum við okkur ferð austur og áttum með honum nokkra yndislega daga, enda ferðin gerð vegna hans. Þeir dagar og fleiri sem við nutum með honum og vinkonu hans gleymast ekki. Við erum þakklát fyrir góða vináttu og einstaka tryggð. Ósk- um við fjölskyldu hans alls góðs um leið og við sendum samúðar- kveðjur. María S. Gísladóttir, Leifur Kr. Jóhannesson. Jóhann Magnússon ✝ GunnlaugurHjartarson fæddist í Borg- arfirði 15. apríl 1928. Hann lést í Reykjavík 16. maí 2014. Móðir hans var Guðný Magnús- dóttir og faðir hans Hjörtur Vilhjálms- son. Hann ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni og jafnframt hjá Ólafi og Ingibjörgu Waage að Húsum í Selárdal. Hann var verkamaður og vann ýmis störf en var lengst af í Hampiðjunni þar sem hann endurvann efni sem hafði fallið til hliðar. Hann var giftur Ragnheiði Guðmundsdóttur, f. 24. janúar 1929, en foreldrar henn- ar voru Steinunn Anna Sæmunds- dóttir og Guð- mundur Þórarinn Tómasson. Þau bjuggu saman í Reykjavík í 53 ár. Dóttir Gunnlaugs og Ragnheiðar er Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, gift Leifi Birni Björnssyni. Börn þeirra eru Ragnheiður Harpa, Rakel Mjöll, Viktor Már og Íris María. Gunnlaugur var jarðaður í kyrrþey frá Garðakirkju 28. maí 2014. Elsku afi Gulli. Mikið sem mér finnst ég vera heppin að hafa átt þig sem afa minn. Þú varst algjör gjöf. Ég man hvað var gaman að koma heim til Íslands á sumrin og koma í heimsókn í Miðstrætið til ykkar ömmu. Þar var nýr heimur, þarna á loftinu. Með barnsaugum sérðu heiminn örlít- ið öðruvísi og minningin um þig í litla eldhúsinu, með bókastafla á borðinu og ískalt rjómasúkkulaði í ískápnum er ljóslifandi. Um leið og við birtumst varstu farin út í sjoppuna á horninu og kominn aftur með trúðaís og leikurinn var að giska á í hvaða lit tyggjó leyndist inn í ísnum. Trúðaísinn varð að endalausum stafla rauðra trúðahattaloka, úr þeim bjuggum við til hús, kastala og fallturna. Það var gaman að sjá glitta í grallarann í þér, þegar þú sást tækifæri til að segja brandara, eða koma okkur til að hlæja með hárkollu á höfðinu á nýársnótt eða þegar þú tókst upp á því að spila á munnhörpuna. Þegar ég frétti að þú værir far- inn var ég í Þýskalandi, og til að minnast þín þá gerði ég eitt sem þú hefur kannski óafvitandi kennt mér. Ég fór ein í langan göngutúr, eins og þú gerðir alltaf. Þessi var óvenjulangur og leiddi mig meðfram sjó og strönd og inn í eldgamlan, þýskan skóg. Á leið- inni spjallaði ég aðeins við þig og kvaddi þig á göngu. Síðan þá hef ég alltaf tekið mér tíma og geng- ið, stundum stuttan spöl, stund- um lengri. Ég hugsa til þín á göngu, afi minn, að leggja kapal, raulandi við píanóið og þó ég hafi aðeins fengið að kynnast þér á efra æviskeiði þínu ímynda ég mér þig líka dansandi á böllum í Reykjavík, ég ímynda mér stund- ina þegar þú segist hafa unnið tjútt-keppni, eða var það tangó, eða swing? Mest minnist ég hlýj- unnar sem þú færðir barnabörn- um þínum, og þétts faðmlags þíns. Í minningum okkar lifirðu áfram, og við geymum þig í hjart- anu. Takk fyrir tímann, sam- veruna og kærleikann, elsku afi. Við kveðjum með þakklætistár- um og göngum áfram út í óviss- una sem lífið er, rík og stolt að hafa átt þig að. Ást og hlýja, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Gunnlaugur Hjartarson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést. Minningargreinar Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Með tárvot augu og trega í hjarta kveð ég kæra vinkonu og móðursystur mína hana Sigur- björgu. Bagga, eins og hún var alltaf kölluð, var ein af þeim manneskjum sem alltaf var gott að koma til og þær eru margar ánægjustundirnar sem ég hef átt í návist hennar. Bagga hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og oft var glatt á hjalla þegar málin Sigurbjörg Guðmundsdóttir ✝ SigurbjörgGuðmunds- dóttir fæddist að Króki í Ásahreppi 25. apríl 1926. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 24. maí 2014. Útför Sig- urbjargar var gerð frá Bústaðakirkju 30. maí 2014. voru rædd. Sem barn og unglingur átti ég því láni að fagna að dvelja langdvölum á heim- ili frænku minnar í Reykjavík. Frá fyrstu stundu var mér tekið þar sem einu af hennar börnum og naut ég umhyggju hennar og leiðsagnar í líf- inu alla tíð síðan. Á heimili Böggu var alltaf gestkvæmt og má segja að allra leiðir hafi legið á Bústaðaveginn, þar sem þrátt fyrir mannmargt heimili var allt- af pláss fyrir fleiri. Það var sama hvað Bagga frænka hafði mikið að gera, hún hafði alltaf tíma fyr- ir aðra og þeir eru ófáir sem hún hefur rétt hjálparhönd um æv- ina. Bagga var létt í lund og hlát- urinn var aldrei langt undan þeg- ar hún var annars vegar, hún naut þess að lifa og trúði á Guð og það góða í lífinu. Það kom ekki síst í ljós nú á síðustu mán- uðum þar sem hún í veikindum sínum æðraðist ekki heldur gladdist yfir hverjum þeim degi sem hún fékk að eiga með sínum nánustu. Ég og fjölskylda mín vottum Ása, börnum, tengda- börnum og barnabörnum inni- legustu samúð. Blessuð sé minn- ingin um góðan vin, hafðu þökk fyrir allt. Hvíldu í friði elsku Bagga. Þín frænka, Elín Þórðardóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar sambýliskonu, systur og mágkonu, JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Óskar Margeirsson, Árni Magnússon, Skúli Þór Magnússon, Guðrún Jóhannesdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bústaðavegi 97, Reykjavík. Ásgeir Magnússon, Guðmundur Ásgeirsson, Erna Reynisdóttir, Hörður Ásgeirsson, Lene Drejer Klith, Lóa Ásgeirsdóttir, Helge Stensland, Magnús Ingi Ásgeirsson, Margrét Baldursdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Unnur Sigurbjörg Eysteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku amma mín, nú ertu loks- ins komin i hvíld og komin til afa. Þú áttir gott líf hér og við áttum góðar stundir saman, það er Þórhildur Skarphéðinsdóttir ✝ ÞórhildurSkarphéð- insdóttir fæddist á Húsavík 10. desem- ber 1921. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 13. maí 2014. Útför Þórhildar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 23. maí 2014. ómetanlegt að hafa setið hjá þér og haldið í höndina á þér á lokasprettin- um, ég veit að afi og Ásta tóku vel á móti þér. Þökk fyrir allt elsku amma mín, ég hugsa alltaf til þín. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Auður Dagný Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.