Morgunblaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
Lilja Björk Guðmundsdóttir fagnar í dag 31 árs afmæli sínu. Hún er boðin til brúðkaups vinkonu sinnar í dag. „Ég verðbara að fagna þar með mínum bestu vinkonum sem verður
mjög gaman. Hver veit nema ég fari kannski upp á svið og syngi
fyrir hana,“ segir Lilja.
Lilja er búsett á Spáni ásamt manni sínum Jóni Arnóri Stefáns-
syni. Þau eiga tvö börn, Guðmund Nóel og Stefaníu Björk. Hún út-
skrifaðist með lögfræðigráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009
og útskrifaðist með meistaragráðu í stjórnskipulegum Evrópurétti
frá Háskólanum í Granada árið 2010.
„Granada er æðisleg, mjög sérstök og gömul, hún hefur einstakan
blæ yfir sér,“ segir Lilja. Í sumar hyggst fjölskyldan dvelja á Íslandi
og njóta sumarsins, en Jón Arnór lauk samningi sínum á Spáni í vor.
„Nú er þetta dálítið í lausu lofti en þá er gott að nýta tækifærið og
koma til Íslands að hitta vini sína og fjölskyldu.“
Eftirminnilegasta afmælisdaginn segir Lilja hafa átt sér stað í
fyrra þegar hún hélt upp á þrítugsafmælið og bauð til sín gestum. Í
lok teitinnar þegar gestirnir voru farnir fór hún beint á fæðingar-
deildina og fæddi þar dóttur sína. „Ég var sett á afmælisdaginn en
hún leyfði mér að halda veisluna fyrst sem var fallegt af henni. Í
staðinn fékk hún sinn eigin afmælisdag,“ segir Lilja. sh@mbl.is
Lilja Björk Guðmundsdóttir er 31 árs í dag
Ljósmynd/Ruth Sigurðardóttir
Fjögur á Spáni „Granada er æðisleg, mjög sérstök og gömul, hún
hefur einstakan blæ yfir sér,“ segir afmælisbarn dagsins.
Eignaðist dóttur á
þrítugsafmælinu
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Garðabær Kristþór Bjarni fæddist 3.
ágúst kl. 8.14. Hann vó 4.174 g og var
53 cm langur. Foreldrar hans eru
Andri Jónsson og Þórunn Inga Krist-
mundsdóttir.
Nýir borgarar
G
erður Aagot Árnadóttir
fæddist á Selfossi 7.6.
1964. „Ég á mínar
fyrstu bernskuminn-
ingar þaðan en þeirra
skýrust er upplifun mín sem lítils
barns af því er Ölfusá flæddi yfir
bakka sína. Ég flutti fjögurra ára
til Reykjavíkur, bjó fyrst á Háa-
leitisbraut en ólst síðan upp í
Fossvoginum. Á þeim tíma var
byggð þar minni en nú er, hestar í
haga, rófurækt og hænsnahús í
nágrenninu. Krakkar á öllum aldri
léku úti og það var oft mikið um
að vera í götunni okkar.“
Starfsferill
Skólaganga Gerðar var í Ísaks-
skóla, Breiðagerðisskóla og Rétt-
arholtsskóla. Hún varð stúdent frá
MH, fór síðan í læknisfræði við HÍ
og lauk kandídatsprófi 1990. Hún
hlaut sérfræðiviðurkenningu í
heimilislækningum 1999 og hefur
starfað síðan sem heimilislæknir í
Garðabæ með eins árs hléi árið
2003 þegar hún vann á Barna- og
unglingageðdeild Landspítalans. Á
árunum 2005-2013 var Gerður
einnig í hlutastarfi hjá Lands-
samtökunum Þroskahjálp sem for-
maður þeirra samtaka. Hún hefur
einnig sinnt stundakennslu við HÍ
á menntavísindasviði.
Gerður sat í stjórn og var for-
maður Kristilegra skólasamtaka á
árunum 1981-1984, í stjórn Félags
læknanema á námsárunum og síð-
an í stjórn Félags ungra lækna.
Hún var stofnandi og formaður
Breiðra brosa, var í stjórn og for-
maður Foreldra- og styrktarfélags
Öskjuhlíðarskóla og hefur setið í
fræðslunefnd Félags íslenskra
heimilislækna og í stjórn Fræðslu-
stofnunar lækna. Gerður hefur
verið formaður stjórnar Fjöl-
menntar, símenntunar og þekking-
armiðstöðvar frá 2013. Gerður hef-
ur gegnt trúnaðarstörfum og setið
í fjölda nefnda tengdra málefnum
fatlaðs fólks og hefur skrifað
greinar um málefni fatlaðs fólks
og heilbrigðismál.
Áhugamál
Gerður hefur áhuga á útivist og
ferðalögum innanlands sem utan-
lands. „Ég ferðaðist um landið
Gerður Aagot Árnadóttir, heimilislæknir í Garðabæ – 50 ára
Gönguferð Gerður Aagot ásamt börnum sínum, Sigríði Ásu og Árna Kristni, í gönguferð á páskadag.
Berst fyrir jafnri stöðu
fatlaðra og ófatlaðra
Í dag, 7. júní, fagnar
Haukur Guðmundsson,
Kirkjubraut 3, Njarðvík,
sjötugsafmæli sínu. Af
því tilefni býður hann
ættingjum og vinum að
gleðjast með sér á af-
mælisdaginn í Stóru-
Vogaskóla að Tjarn-
argötu 2, Vogum, kl. 19.
Árnað heilla
70 ára
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Laugardagstilboð
– á völdum glösum
Komdu í verslun RVog sjáðu glæsilegtúrval af glösum fyriröll tækifæri
Cancun
Sevillia
Barista
Gem
Marguerita
Quartz
Opið laugardaga kl. 10-16