Morgunblaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2014
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Gleðilega hvítasunnu!
Hvítasunnudagur kl. 14: Ókeypis leiðsögn um grunnsýninguna
Silfur Íslands í Bogasal
Innblástur á Torgi
Silfursmiður í hjáverkum í Horni
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning
Skemmtilegir ratleikir
Safnbúð og kaffihús
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið frá 10-17 alla daga.
Listasafn Reykjanesbæjar
DÆMISÖGUR ÚR DRAUMALANDINU
Karolína Lárusdóttir
29. maí – 17. ágúst
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Hönnunarklasinn Maris
Listasafn Erlings Jónssonar
Opið virka daga 12-17,
helgar 13-17.
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
Lusus naturae
Ólöf Nordal,
Gunnar Karlsson
og Þuríður Jónsdóttir
Hnallþóra í sólinni
Dieter Roth
Síðasta sýningarhelgi
Opið Hvítasunnudag
og annan í Hvítasunnu frá 12-17
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Verið
velkomin
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
SÍÐASTA SÝNINGARHELGI
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014
PÍANÓ 29.5.-29.6. 2014
Sýningin er á Listahátíð í Reykjavík 2014
SUROUNDED BY THE PUREST BLUE, I WELCOME YOU
Sýning á videóverki íslensku listakonunnar,
Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur á kaffistofu safnsins
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906
SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014
Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Hugmyndin að sýningunni var að
setja upp portrettsýningu í víðum
skilningi, en það hefur ekki áður á
Íslandi verið sett upp portrettsýn-
ing aðeins með 21. aldar verkum,“
segir Katrín Matthíasdóttir, verk-
efna- og aðstoðarsýningarstjóri
sumarsýningar
Listasafnsins á
Akureyri sem
opnuð verður í
dag kl. 15. Sýn-
ingin ber yf-
irskriftina Ís-
lensk samtíðar-
portrett –
mannlýsingar á
21. öld og á henni
gefur að líta
hvernig 70 listamenn hafa glímt við
hugmyndina um portrett frá síðustu
aldamótum til dagsins í dag.
Sýningarstjóri er Hannes Sig-
urðsson, fráfarandi forstöðumaður
Listasafnsins á Akureyri, og ber
Katrín honum vel söguna. „Ég er
honum mjög þakklát fyrir að hafa
tekið vel í þessa hugmynd og verið
til í að vinna að henni með mér,“
segir Katrín og tekur fram að slíkt
sé ekki sjálfgefið þegar hugmyndin
komi frá einhverjum sem sé ekki
þekktur listfræðingur. Spurð um
eigin bakgrunn segist Katrín sjálf
hafa byrjað að mála fyrir sjö árum,
en hún hefur numið við Myndlist-
arskólann í Kópavogi ásamt því að
ljúka MA-prófi í þýsku sem erlent
tungumál með norræn fræði og
heimspeki sem aukagreinar frá
Ludwig-Maximilian-háskólanum í
Þýskalandi.
Aðspurð segist Katrín hafa fengið
hugmyndina að sýningunni fyrir um
þremur árum, en fyrst viðrað hana
við Hannes fyrir hálfu öðru ári. „Ég
tók þátt í samnorrænni sýningu
undir yfirskriftinni Portræt Nu! árið
2011 og þar má segja að hugmyndin
að sýningunni nú hafi kviknað, enda
veitti það mér mikinn innblástur að
sjá þá mergð af portrettum sem á
sýningunni voru.“
Manneskjan í myndlist
Að sögn Katrínar felst hug-
myndin um portrett í því að draga
fram á listilegan hátt það sem öðr-
um er almennt hulið. „Að einskorða
sig við portrett er ein leið til að
skoða á hvaða hátt íslenskir lista-
menn fjalla um samtíðina,“ segir
Katrín og bendir á að fígúratíf list
og portrettlist hafi ekki notið mikils
hljómgrunns hérlendis þar sem
áherslan hafi fremur verið á hug-
myndalist.
„Markmið okkar með sýningunni
var því m.a. að vekja áhuga almenn-
„Allir miðlar undir“
Íslensk samtíðarportrett til sýnis á Akureyri í sumar
Tengdadóttirin Lilja nefnist mynd Baltasars Samper frá 2007.
Raunamæddur Stilla úr vídeóverkinu Drengur og hestur eftir Erlu Sylvíu
Haraldsdóttur og Craniv A. Boyd frá 2011. Verkin eru unnin í ýmsa miðla.
Katrín
Matthíasdóttir
Frönsk sjómannalög, íslensk sönglög og nokkrar
kveðjur frá svissnesku Ölpunum munu hljóma á tón-
leikum í Listasafni Íslands í dag kl. 16. Flytjendur
eru svissneski kórinn Bâlcanto frá Basel og Söngfje-
lagið.
„Bâlcanto sækir í söngvasjóð franskra sjómanna
sem komu til stranda Íslands á árum áður og tóku
með sér lög frá Bretagneskaganum – föðurlandi
þeirra flestra. Einnig hefur kórinn kynnt sér nokkrar
íslenskar söngperlur og fær liðsstyrk úr Söngfjelaginu
við flutning þeirra. Bâlcanto var stofnaður árið 2005
og hefur síðan snert á fjölbreytilegum tónlistarstílum,
á borð við klassískar messur, þjóðlög frá ýmsum lönd-
um, barokk- og nútímatónlist,“ segir í tilkynningu.
Ekki eru seldir miðar á tónleikana sérstaklega en
aðgangseyrir að Listasafni Íslands er 1.000 krónur.
Bâlcanto og Söngfjelagið syngja saman
Fjölbreytni Kórarnir tveir munu á tónleikunum í dag flytja frönsk sjómannalög, íslensk og svissnesk lög.
Hjartastaður, skáldsaga Steinunnar Sigurðar-
dóttur, er komin út á ensku hjá bandaríska forlag-
inu Amazon Crossing, undir titlinum Place of the
Heart. Skáldsagan hlaut Íslensku bókmennta-
verðlaunin árið 1996 og var í framhaldinu tilnefnd
til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Hjartastaður hefur síðan verið gefinn út á öll-
um Norðurlandamálum, frönsku og þýsku. Í
Frankfurter Allgemeine Zeitung var bókin sögð
„skáldsagan sem virtist fylla út í allar eyður um
Ísland á sinn elskulega og skemmtilega hátt“.
Bókin segir frá bílferð vinkvennanna Hörpu og
Heiðar frá Reykjavík austur á Fáskrúðsfjörð,
ásamt vandræðaunglingnum Eddu, dóttur Hörpu.
Skáldsagan er lýsing á samskiptum þeirra, já-
kvæðum og neikvæðum, auk þess sem íslenskir
sérvitringar og áfangastaðir á leiðinni með lands-
lagi og náttúru koma mjög við sögu í Hjartastað.
Place of the Heart er gefin út með korti af Íslandi og merktri leið söguhetj-
anna, ásamt tilvitnunum við valda áfangastaði. Þar að auki hefur hún að
geyma lista með útskýringum þýðandans, Philips Roughton. Ljósmynd á
kápu er eftir Ragnar Axelsson (RAX).
Hjartastaður á ensku
Augnayndi Ljósmyndina
á kápunni tók RAX.