Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 Þeir sem eiga foreldri sem lokið hefurháskólaprófi eru mun líklegri til aðhafa lokið háskólaprófi sjálfir. Þetta er vísbending um ójöfnuð innan menntakerfisins þar sem menntun foreldra segir fyrir um vel- gengni barna þeirra í kerfinu. Þetta er niðurstaða Jóhönnu Rósu Arn- ardóttur sem varði nýverið doktorsritgerð sína í félagsfræði frá Háskóla Íslands. „Hinsvegar, þá er staða ungmenna sem á annað borð tekst að finna sig innan kerfisins og ljúka þar tilskildum gráðum, jöfn þegar kemur að því að fá góð störf að loknu námi,“ segir Jóhanna. „Tengslin á milli þess að eiga betur menntaða foreldra og fá hærra metin störf hverfa því ef viðkomandi hefur lokið há- skólanámi. Rannsóknin sýnir þannig líka fram á ákveðinn jöfnuð. Þetta er ákaflega mikilvæg niðurstaða.“ Jóhanna Rósa bætir við að tekið sé tillit til kyns, aldurs, búsetu og uppruna í allri grein- ingu en hún vann meðal annars úr upplýs- ingum sem hún fékk frá vinnumarkaðskönnun Háskóla Íslands. Jöfnuður sem og ójöfnuður „Rannsóknin snýr að flæði fólks frá skóla yfir á vinnumarkað og hún tekur á aldurshópnum sextán til þrjátíu og fjögurra ára. Ég er að skoða hvaða störf einstaklingar fá að fjórum menntunarleiðum loknum, þau sem hafa ekki lokið framhaldsskóla, þau sem hafa lokið al- mennu fræðilegu námi á framhaldsskólastigi, þau sem hafa lokið starfsnámi og þau sem hafa lokið háskólanámi. Rannsóknin sýnir fram á að þau sem hafa lokið háskólaprófi eru líklegri til að fá það sem ég kalla hærra sett störf, stjórnunarstörf, sérfræðistörf og verða sérmenntað starfsfólk,“ segir Jóhanna Rósa. Hún segir þó tækifærin vissulega vera til staðar fyrir ungmenni hér á landi. „Rannsóknin sýnir að þó þú hafir mögulega alist upp við erfiðar aðstæður, og þrátt fyrir að það sé kannski til staðar ákveðin stétta- skipting sem viðkomandi þarf að vinna sig út úr, þá á hann möguleika á því. Það getur ver- ið erfitt en möguleikinn er til staðar. Þetta er mjög mikilvægt,“ segir Jóhanna en hún kveð- ur ástæðuna vera gott aðgengi að menntun. „Ég held að það sem skiptir aðallega máli í þessu samhengi sé að aðgengi að skólakerfinu er gott, við búum að mjög opnu skólakerfi sem þarf að viðhalda. Sveigjanleiki innan menntakerfisins er líka mjög mikilvægur. Það skal þó tekið fram að ég held að við megum alveg gera betur, alltaf má gott bæta. Það er algjört lykilatriði að staða barna ráðist ekki af fjárhagsstöðu foreldra,“ segir hún. Töpum á því að spara Jóhanna telur það mikinn misskilning að stjórnvöld spari miklar fjárhæðir á því að borga minna í menntakerfið. „Ég leiði að því líkur að við spörum ekkert með því að sinna ekki menntun þjóðarinnar því kostnaðurinn færist mjög líklega bara eitt- hvert annað innan kerfisins. Ég hef meðal annars birt grein á vegum velferðarseturs Norrænu ráðherranefndarinnar þessu til stuðnings, það sneri þá að þeim hópi sem hvorki er í skóla né vinnu, þeim sem ég kalla óvirkir einstaklingar, en ég skoðaði þennan hóp sérstaklega. Þessir einstaklingar eru hvorki að taka þátt í menntakerfinu né vinnu- markaðnum, tveimur af stærstu kerfum sam- félagsins. Niðurstaðan er almennt sú að slíku ástandi getur fylgt ýmis vandi, til dæmis heilsufarsvandi. Mínar rannsóknir benda til þess að tengsl séu á milli lítillar menntunar og að vera í þessum sporum. Fólk hugsar ef til vill með sér að það sé enginn peningur til staðar til að eltast við þessi ungmenni og sú getur orðið raunin. Þá aukast mjög líkurnar á því að viðkomandi einstaklingar þurfi aðstoð innan félagskerfisins auk þess sem þau geta átt við heilsufarsvandamál að stríða þegar fram líða stundir. Því getur það í raun verið dýrara fyrir samfélagið að sleppa því að eyða pening í menntakerfið. Það er því mjög mik- ilvægt að hlúa að menntakerfinu,“ segir hún. Ísland kemur ekki vel út „Það vill svo frábærlega til að við vinnumark- aðskönnunina var bætt könnun um inngöngu ungmenna inn á vinnumarkað að loknu námi, fyrir evrópsku hagstofuna. Þá sýnir það sig að við komum ekki vel út í samanburði við ná- grannaþjóðirnar hvað þetta varðar. Ungmenni hér á landi, sem koma inn á vinnumarkað, eru síður í þeirri stöðu að vera með fullt starf og fastráðningu í upphafi starfsferilsins. Í þeim samanburði lítum við ekki vel út,“ segir Jó- hanna. Hún bætir þó við að þegar litið er til þess hvort ungmennin hafi vinnu eða ekki, þá er staða þeirra hér á landi svipuð og í Sví- þjóð. „Innganga inn á vinnumarkað að loknu námi gengur hinsvegar best í Noregi, Þýska- landi og Danmörku. Þýskaland og Danmörk eru þekkt fyrir öflugt starfsmenntakerfi en Noregur er mjög ríkt land. Þessi rannsókn sýnir að þeim ungmennum sem ljúka starfs- námi í framhaldsskóla gengur betur í upphafi að fá fullt starf og fastráðningu en hvort um jákvæð langtímaáhrif er að ræða er ekki jafn ljóst. Þau sem ljúka bóknámi í framhaldsskóla hafa aðgang að háskólanámi, þau fá hærra sett störf og efnahagshrunið hafði ekki jafn slæm áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og hjá þeim sem lokið höfðu starfsnámi,“ segir hún. „Ég er ansi hrædd um, og rannsóknir styðja þá afstöðu, að óvirk ungmenni hafi ein- faldlega lent í erfiðum störfum, hlutastörfum, tímabundnum störfum og þess háttar, frá upphafi. Það eru auk þess svo ofboðslega margar rannsóknir sem sýna fram á að það er mjög erfitt ástand að vera óvirkur, það sækist enginn eftir því,“ segir Jóhanna að lok- um. Jóhanna Rósa Arnardóttir varði nýverið dokt- orsritgerð sína í félagsfræði við Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Þórður Staða barna má ekki ráðast af fjárhag foreldra ÁBERANDI TENGSL ERU Á MILLI MENNTUNAR FORELDRA OG ÞESS HVENÆR UNGMENNI LJÚKA SKÓLAGÖNGU. ÞETTA ER NIÐURSTAÐA NÝBAKAÐS DOKTORS Í FÉLAGSFRÆÐI FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS, JÓHÖNNU RÓSU ARNARDÓTTUR. Morgunblaðið/Golli Það sem kemur meðal annars fram í rann- sókn Jóhönnu Rósu er að menntun foreldra segir fyrir velgengni barna þeirra innan menntakerfisins. * „Ég leiði að því líkur að við spörum ekkert með því að sinna ekkimenntun þjóðarinnar því kostnaðurinn færist mjög líklega baraeitthvert annað innan kerfisins.“ Jóhanna Rósa Arnardóttir. Þjóðmál DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON davidmar@mbl.is Að sögn Jóhönnu sýnir grafið hvernig ungmenni flytjast frá skólakerfinu og yfir á vinnumarkað. Hún tók saman árin 2006 til 2008 og skoðaði meðal-atvinnuþátt- töku fólks á aldrinum sextán til þrjátíu og fjögurra ára. Bláa línan segir til um þá sem eru í vinnu en ekki í skóla en sú rauða segir til um hlutfall þeirra sem eru í fullu starfi og með fastráðningu. Ellefu prósent sextán ára ungmenna voru í vinnu en ekki í skóla á þessu tímabili og eykst prósentuhlutfallið til muna fram til tuttugu ára aldurs þegar margir eru að ljúka við framhaldsskóla. Hlutfallið helst nokkuð jafnt til tuttugu og fjögurra ára aldurs en þá koma margir inn á vinnu- markað. Hlutfallið hækkar svo allt til þrjátíu og fjögurra ára aldurs en þá fyrst fer það að ná meðal atvinnuþáttöku vinnuaflsins í heild. Þegar rauða línan er hinsvegar skoðuð þá sést sama þróun fyrir utan það að pró- sentuhlutfallið virðist stöðvast við sextíu prósenta markið og fer ekki mikið ofar en það. Það er því greinileg skipting á vinnumarkaði milli þeirra sem annars- vegar eru í fullu starfi með fastráðningu og hinsvegar þeirra sem eru það ekki. Rauða línan stoppar auk þess við tuttugu og sex ára aldur. Jóhanna bendir á að þetta sýni að aðeins hluti fólks er í fullu starfi með fastráðningu eða störfum sem ætla má að veiti full laun og atvinnu- öryggi. Ungmenni á vinnumarkaði Í vinnu og ekki í skóla Í fullu starfi með fastráðningu Heimild: Úrvinnsla úr vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands, tölur vísa til meðaltals fyrir árin 2006-2008 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 16 17 21 25 2919 23 27 31 3318 22 26 3020 24 28 32 34 Bláa línan á myndinni sýnir hlutfall atvinnuþátttakenda í hverjum aldurshópi sem eru í vinnu og ekki í skóla. Rauða línan sýnir hlutfall atvinnuþátttakenda í hverjum aldurshópi sem eru í fullu starfi og með fastráðningu. Erfitt fyrir ungmenni að komast í fulla vinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.