Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 22
*Lengi vel hafa fiskabúr þótt hafa róandi áhrif á taug-arnar. Því hefur stórum fiskabúrum meðal annarsverið komið fyrir á sjúkrahúsum, biðstofum oghjá tannlæknum. Sumir hafa jafnvel gengið skref-inu lengra og sameinað garðrækt og fiskabúr ogtvöfaldað ánægjuna með svokallaðri vatnarækt-un. Vatnamosi, vatnaburknar og aðrar plöntur eru þá gjarnan brúkaðar með vægast sagt fallegri útkomu. S vokölluð garðyrkjumeðferð hefur fengið vaxandi hljóm- grunn upp á síðkastið og halda sumir því fram að garð- yrkja geti verið bót margra meina. Breski geðlæknirinn Sue Stuart-Smith hefur kannað málið nánar en sjálf er hún með einkar græna fingur. Stuart-Smith skrifaði nýverið grein á fréttavef The Telegraph þar sem hún fer yfir kosti garð- yrkju fyrir heilsuna en hún vinnur nú að ritun bókar um efnið, The Well Gardened Mind, sem kemur út í júlí á næsta ári. Í nýlegri rannsókn National Garden Scheme (NGS) kom í ljós að tæp áttatíu prósent aðspurðra telja aðgang að einhvers konar garði nauðsynleg lífsgæði. Stuart-Smith telur ástæðu þess hve græðandi garðyrkja er fyrir sálina vera margþætta. Til að mynda má finna ákveðna endurfæðingu í ríki garðplantna sem má gjarnan hafa til hliðsjónar þegar kemur að því að yfirstíga vandamál í persónulegu lífi einstaklinga. Þar að auki eru í garð- yrkju fólgnar ákveðnar venjur og fastar reglur sem geta smitað út frá sér skipulagi og aga. Blekking sem bætir Einnig telur geðlæknirinn hollt fyrir einstaklinga að hlúa að ein- hverju og er garðurinn kjörinn vettvangur til að gefa af sér og finna sjálfsvirðinguna sem fylgir því að viðhalda lífi. Þrátt fyrir mikið líkamlegt strit getur ákveðin hvíld einnig verið fólgin í því að fást við plöntur þar sem þær eru hvorki á iði né háværar eins og flestar skepnur. Barnalæknirinn Donald Winnicott hefur einnig sett fram kenningu um blekkingu sem felst í því að barn ímyndar sér eitthvað sem það langar í og þegar sú verður raun- in þá finnst barninu það hafa skapað viðkomandi hlut. Þá barns- legu ánægju má færa yfir á garðrækt en hversu gamall sem þú ert finnst þér þú hafa skapað líf úr engu, sem er að sjálfsögðu ekki raunin. Þessi tilfinning er engu að síður andlega græðandi að sögn Stuart-Smith. Þrátt fyrir friðsæld þá er umlykur garðræktina er hægt að fá útrás fyrir ákveðna árásargirni þegar arfi er rifinn og tættur en allt stuðlar það þó að góðum vexti viðkomandi planta. Garðyrkj- an hefur því þótt kjörin fyrir fólk sem á við andlega kvilla að stríða. Sem dæmi má nefna geðheilsustöðina Growing Space í Wales þar sem ungmenni stunda garðrækt af kappi með góðum árangri. Víða má finna fallega garða á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt því ætti geðheilsan því að vera ágæt. Morgunblaðið/Árni Sæberg GEÐLÆKNIRINN SUE STUART-SMITH KANNAR MÁLIÐ Garðyrkja bætir geðheilsu GRÆNIR FINGUR VIRÐAST EKKI EINGÖNGU GRÆÐA GARÐINN HELDUR EINNIG SÁLINA. ÁSTÆÐURNAR VIRÐAST BÆÐI VERA MARGAR OG FJÖLBREYTTAR. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Heilsa og hreyfing Garðyrkja í vatni Margir kannast við að eiga erfitt með að sofna og tengist það gjarnan svefnkvíða. Oft vill það engu að síður vera svo að þegar loks tekst að sofna þá sefur við- komandi eins og ungabarn. Ýmis ráð hafa því verið notuð til að festa svefn og snúast þau mörg hver um einhverskonar rútínu. Forðast skal vinnu eða annað lýj- andi áreiti í um klukkustund áður en lagst er til rekkju og þá getur verið gott að klæðast þægilegum sokkum enda fátt verra en kaldar tær á rúmstokki. Einnig getur ver- ið fínt að hafa daufa birtu í ein- hverju horninu en mörgum þykir kolsvart myrkrið þrúgandi. Að sama skapi getur verið fínt að sofna út frá rigningarhljóði eins og finna má á vefslóðinni rainymood.com en þá verður að sjálfsögðu að passa upp á að ekki myndist eldhætta út frá hljóðgjafanum, hver sem hann er. Taktfastir regndroparnir sía gjarnan út aukahljóð sem annars gætu haldið vöku fyrir viðkom- andi. RIGNING GETUR RÓAÐ Svefnkvíði kvelur marga Margir eiga erfitt með svefn og er þeim gjarnan ráðlagt að forðast vinnu klukkutíma áður en lagst er til hvíldar. Einhverjir hafa eflaust orðið varir við brenninetlur í sumarsólinni. Eins og nafnið gefur til kynna getur sá sem snertir jurtina orðið fyrir ertingu en plant- an er þakin tveggja millimetra brennihárum sem vernda hana. Jurtin er þó ekki eingöngu hvimleið því fáar plöntur státa af jafnmiklu næringargildi og brenninetlan og hafa menn gjarnan nýtt sér það. Plantan, sem er einungis slæðingsjurt hér á landi og finnst aðallega í görðum eða í nánd við ræktað land, inniheldur gríðarlegt magn kalks, járns og C- vítamíns auk annarra bætiefna og því kannski ekki að furða að hún hafi þróað með sér þá varn- artækni er minnst var á hér að framan. Brenni- netlur hafa víða verið notaðar í jurtate og er það talið hreinsa líkamann og bæta hjartaheilsu við- komandi. Græðlingar plöntunnar eru gjarnan not- aðir við tegerð en jurtin getur orðið rúmur metri að hæð. Því skal þó haldið til haga að nálgast skal plöntuna með mikilli varúð þar sem ertingin getur verið ansi sársaukafull. Hægt er að nota brenninetlu í te. SLÆÐINGSPLANTA NÝTT TIL MANNELDIS Brenninetlur stút- fullar af næringu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.