Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 51
niður Laugaveginn, sem hún gerði tvisvar og verslaði, hafi henni liðið eins og hún gæti verið í tónlistarmyndbandi. Og ef Björk hefði mætt á svæðið hefði enginn tekið eftir því því allir væru hvort sem er svo sérstakir. Björk hefði týnst í hópnum. „Það er frábært hvað þið eruð sjálfstæð. Kannski hafið þið þennan eiginleika til að bera því þið eruð komin af þrælum – eins og einhver sagði mér. Þið eruð vön því að þurfa að berjast fyrir tilverurétti ykkar.“ Persónulega segist Sofie hafa upplifað mikið frelsi að dvelja austur á landi. „Á heimaslóðum er maður auðvitað alltaf minntur á það hver maður er og hvað maður hefur gert. Ég upplifði létti að vera hér í nýju umhverfi og ég þurfti á þessum tíma- punkti í lífi mínu, eftir veikindin, að komast burt og þetta var því eins og himnasending. Stundum fannst mér eins og árið væri 0 – ný byrjun.“ Les ekki glæpasögur Er lögregluforinginn sem Sofie leikur ólík Söruh Lund? „Ó, já. Mjög. Í Fortitude er ég í stöðu lög- regluforingja sem á auðvelt með samskipti. Hún er manneskja í valdastöðu, er í raun manneskja sem er í forsvari fyrir kerfið á meðan Sarah Lund var alltaf í eilífri baráttu við reglur og yfirvaldið.“ Hvað með sjálfa þig – ertu aðdáandi glæpasagna og glæpamyndaflokka? „Satt best að segja nei. Og ég held að ég hafi aldrei lesið glæpasögu. Ég las mikið þegar ég var yngri en svo kom langt tímabil þegar sem ég las ekkert utan vinnunnar. Þegar ég veiktist hafði ég að vísu meiri tíma í lestur og las svolítið þá en ekki þessa teg- und bókmennta. En það er afar gaman að leika í þessari tegund sjónvarpsþátta.“ Getur Sofie útskýrt af hverju danskt sjón- varpsefni nýtur svo mikilla vinsælda? „Fyrst og fremst held ég að danska ríkis- útvarpið hafi komist upp á lag með að fram- leiða efni sem er á öllum sviðum metnaðar- fullt og vandað. Þá gerir það miklar kröfur til handritanna og fjárfestir í handritshöf- undunum, og ég held að það borgi sig að leggja meiri peninga í það. Þetta er ekki beint uppskrift að vinsældum en danska ríkisútvarpið er að gera mjög góða hluti. Er uppskrift að galdrinum á bak við Söru Lund? „Já, ég held það, en við kunnum þá upp- skrift samt ekki þegar við byrjuðum. Galdur- inn bak við hana er að hennar persónuleiki er ekki út á við – hún heldur aftur stórum hluta þess sem býr innra með henni og það er það sem gerir hana svo spennandi. Hún er svo dul og það er erfitt að fá hana til að opna sig og ná til hennar. Þetta er eins og þegar maður verður ástfanginn af ein- hverjum sem maður getur ekki fengið – þá fær maður viðkomandi á heilann og reynir stöðugt að ná til hennar. Þetta er eins með Söruh Lund.“ Danska krónprinsessan Mary og hertogaynjan Camilla Parker-Bowles heimsóttu tökustað For- brydelsen í opinberri heimsókn Karls Bretaprins og hertogaynjunnar til Danmerkur. Hertogaynjan af Cornwall fékk að sjálfsögðu peysu að gjöf sams konar og lögreglukonan Sarah Lund klæðist jafn- an í þáttunum en teymið færeyska Guðrun & Guðrun hannaði peysuna. Sofie Gråbøl sjálf sá peys- una í búningageymslu danska ríkisútvarpsins og fannst flíkin passa karakter sínum. Þættirnir um Nikolaj og Julie voru sýndir við miklar vinsældir á RÚV. Lögreglukonan Sarah Lund var sérstakur og flottur karakter sem lét ekki valta yfir sig. Á ob.is geturðu valið uppáhaldsliðið þitt á HM í fótbolta sem fram fer í Brasilíu í júní og júlí. Daginn eftir alla leiki hjá liðinu færðu afslátt af bensíni og dísel með lyklinum, sem nemur 5 krónum á hvert mark sem liðið þitt skoraði. Ef þú átt ekki lykil, sendum við þér hann. Afslátturinn gildir hjá ÓB og Olís. KR. FYRIR HVERT 5 MARK ● Sofie Gråbøl er fædd 30. júlí árið 1968. ● Hún ólst upp í Frederiksberg í Danmörku. ● Foreldrar hennar voru arkitektar. ● Bróðir hennar, Niels Gråbøl, er þekktur kvikmyndaleikstjóri í Danmörku. ● Verkefni sem Sofie Gråbøl hefur sinnt spanna víðan völl; Shakespeare- hlutverk í leikhúsinu, stórmyndir á borð við Pelle sigurvegari og aðalhlutverk í vinsælustu sjónvarps- þáttum Dana. ● Leikkonan er ómenntuð í leiklistinni og er ekki með menntaskólapróf. ● Um tíma las Sofie sér þó til í guðfræði. ● Sofie var ekki skírð sem barn en þegar hún var komin á fullorðinsár lét hún skíra sig. ● Sofie er tveggja barna einstæð móðir og býr í Kaupmannahöfn. ÖRFÁ ATRIÐI ÆVINNAR Sofie Gråbøl 15.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.