Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 40
Tíska Tískudívur selja af sér spjarirnar Morgunblaðið/Árni Sæberg *Laugardaginn 14. júní verður haldinn fatamarkaður á LoftHostel, sem staðsett er í Bankastræti 7. Þar munu nokkrar afflottustu tískudívum landsins selja fallegar flíkur sem horft ereftir. Jeffrey Campbell skór og föt úr Aftur eru meðal annarssem þær Anna Jóna Dungal, Elsa María Blöndal, HeiðrúnJónsdóttir, Sunna Ben og Unnur Skúladóttir munu bjóða uppá þennan laugardag. Spáð er þurru veðri í Reykjavík þennan laugardag og því tilvalið að gera góð kaup í sumarbyrjun. E f þú fengir að eiga fataskáp einhvers, hver myndi það vera og af hverju? Rachel Zoe, ekki spurning. Hún á eitt fallegasta safn af „vintage“-hönnunarkjólum sem ég veit um – fyrir utan allt hitt, hún á sennilega eitt af öllu sem er „eitthvað“ og er með flottan smekk sem höfðar til mín. Skápurinn hennar er MJÖG stór og ég er viss um að ég gæti eytt mánuði þar án þess að leiðast eitt andartak. Áttu þér uppáhaldsflík? Já, ég elska slárnar frá Andreu. Þær eru flottar við allt – hlýjar, þægilegar og töff. Ég á auðvitað eina í hverju prenti sem við höfum hannað og ég held mikið upp á þær. Ég nota þær fínt og hversdags, fer með þær í öll ferðalög, nota þær sem teppi þegar ég þarf og vef þeim utan um börnin mín ef þeim er kalt og við einhversstaðar úti. Þetta er eitthvað sem við erum með allan ársins hring í nýjum og nýjum litum og prentum eftir árs- tíðum. Hvað var fyrsta hönnunarflík sem þú keyptir þér? Ég man eftir að hafa fengið fallegan DKNY-trefil sem mér þótti mjög vænt um í afmælisgjöf frá Svövu Johansen en það var þegar ég var ung og nýbyrjuð að vinna í tískubransanum. Þegar ég var lítil var ég alltaf í heima- saumuðum gersemum sem mamma mín og amma saumuðu handa mér, að mörgu leyti voru það kannski flottustu fötin sem ég gat fengið í þá daga. Allt eftir óskum mínum ..... lit, sídd og snið, gæti ekki óskað mér betri föt en það. Hver er uppáhaldsverslunin þín? AndreA boutique. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Ætli ég hafi ekki um það bil tek- ið þátt í þeim flestöllum. Ég hef alltaf verið óhrædd við að fara í það sem mig langar til og hef ekki beint valið klassísk föt í gegnum tíðina, en allt eru þetta þó börn síns tíma og þóttu alls ekki tískuslys þá. Ég verð að viðurkenna að ég loka stundum augunum þegar ég skoða gömul myndaalbúm, og fæ smá hláturskast. Hvað kaupir þú þér alltaf þó að þú eigir nóg af því? Royal Copenhagen. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? NEI. Ég nota öll fötin mín, líka þau sem eru fín. Ég lít á það þannig að ef ég tími ekki að nota þau tími ég ekki að kaupa þau. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Neo Strata-kremin eru æðisleg, mæli hiklaust með þeim. Estee Lauder DayWearPlus, Bear minerals-steinefnafarði, YSL-gullpenninn, Lancome eyeliner, Lancome-maskari og Loreal-gloss. Ég bý svo vel að eiga gullmola af vinkonu sem fylgist vel með öllu sem er að gerast í snyrtivöruheiminum og segir mér svo hvað ég á að kaupa, þannig að þetta er auðvelt val hjá mér. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fatakaupum? Vandaðu alltaf valið alveg sama hvort varan er dýr eða ódýr - Ekki kaupa hana nema að þú sért viss um að þú fílir þig í henni, við erum nefnilega alltaf sæt- astar þegar okkur líður vel. Það er ekki hægt að vera „overdressed“, svo not- aðu öll fötin þín, líka þau sem eru í fínni kantinum. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? „Studio 54 a la Diane von Fürstenberg“ er ofarlega á lista en ég væri líka til í smá diskó og smá hippatímabil, ég get eig- inlega ekki gert upp á milli en ég færi klárlega á litríkt tímabil þar sem nóg væri af mynstruðum síðkjólum og sam- festingum.“ Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður, heldur uppá slárnar sínar sem hún segir ávallt koma að góðum notum. Morgunblaðið/Þórður Lancome maskari er nauðsynlegur í snyrtitöskuna. Andrea hefði ekkert á móti því að kíkja á Studio 54. Andrea fær ekki leið á því að kaupa Royal Copenhagen. Rachel Zoe er ávallt smart að mati Andreu. AFP MIKILVÆGT AÐ VANDA VALIÐ ÞEGAR KEMUR AÐ FATAKAUPUM Við erum alltaf sætastar þegar okkur líður vel ANDREA MAGNÚSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR HANNAR SÉRLEGA FALLEG FÖT OG SELUR Í VERSLUN SINNI ANDREU Á STRANDGÖT- UNNI Í HAFNARFIRÐI. ANDREA SEGIR NAUÐSYNLEGT AÐ NOTA ÖLL FÖTIN SÍN, LÍKA ÞAU SEM ERU Í FÍNNI KANTINUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.