Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 ég get unnið 3-4 daga í viku, og ég hef því haft tækifæri til að vera mikið með krökk- unum og njóta þess. Ég hef þó leyft mér að vinna í leikhúsi um það bil annað hvert ár því mér finnst það nauðsynlegt og gefandi, en að vinna meira í leikhúsinu er of slítandi með fjölskyldulífinu, sérstaklega þegar maður er einstæð móðir. Maður kemur heim á miðnætti og vaknar svo klukkan sex til að smyrja nesti. Nú eru þau Gudrun og Bror að verða stærri og ég er því að taka að mér fleiri verkefni tengd leikhúsinu. Núna er ég til dæmis að byrja æfingar í London, en í ágúst leik ég í sam- starfsverkefni Þjóðleikhúss Skotlands og Þjóðleikhússins í London í verki þar sem ég leik drottningu.“ Nánar tiltekið Margréti, dóttur Kristjáns I. Danakonungs, en þegar hún giftist James III., konungi Skotlands, varð hún drottning Skota. „Ég hef minni áhyggjur af börnunum núna og svo eiga þau líka föður. Þau spjara sig. En auðvitað er þetta pínu skrýtið. Við byrjum að æfa í London núna strax eftir helgi. Þú sérð handritið sem ég er með hér í töskunni,“ segir Sofie og dregur upp þykkt handrit með löngum einræðum. Hún hlær þegar hún segist yfirleitt ekki læra línurnar sínar fyrir fram en nú hreinlega sé ekki ann- að í boði. Upplifir stundum enn að vera á skjön Sofie er barn tveggja arkitekta og ólst upp í hippalegu kommúnusamfélagi í Freder- iksberg en sótti þó um tíma grunnskóla í allt annars konar umhverfi en hún þekkti; í eins konar Garðabæ Kaupmannahafnar, þar sem allir áttu hús, hund og bíl. Í viðtali við Alt for damerne hefur hún lýst því hvernig hún upplifði það eins og að vera hent út á víg- völlinn án vopna. Henni var strítt á öllu; fyr- ir að vera í öðruvísi fötum, hvernig nestið hennar var útbúið og svo framvegis. Þetta hafi verið tilfinning eins og að vera að drukkna – án þess að nokkrum dytti í hug að kasta til hennar björgunarhring. Hún fékk fljótlega að skipta um skóla en þessi reynsla hefur alla tíð setið í henni og hún getur upplifað það að hún sé einhvern veg- inn á skjön við ákveðnar aðstæður enn í dag. Fyrir vikið hefur hún þó einnig til að bera skilning á því að fólk getur verið marg- breytilegt. Með farsælan feril að baki vekur það jafn- an athygli að Sofie er ómenntuð leikkona og ekki aðeins það heldur er hún ekki mennta- skólagengin heldur lauk aðeins skyldunámi. „Ég var ekki nema 10 ár í skóla og ef ekki hefði verið fyrir algera tilviljun hefði mér held ég ekki dottið í hug að verða leikkona. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég vildi gera við líf mitt þegar ég rakst á auglýsingu þar sem óskað var eftir fólki í prufur fyrir kvikmynd sem Henning Carlsen heitinn leik- stýrði.“ Sofie fékk þar fremur stórt hlutverk í kvikmyndinni Oviri, sem fjallar um ævi myndlistarmannsins Paul Gauguin, en Do- nald Sutherland fór með hluterk Gauguin sjálfs. Eftir þetta fór boltinn að rúlla. Sama ár lék hún í Barndommens gade eftir Tove Dit- levsen og 17 ára gömul fékk hún hlutverk í Pelle sigurvegari. Eitt hlutverk leiddi af öðru og hún segir að það hefði aldrei hvarfl- að að henni að ferillinn yrði svo langur. Á síðasta ári hlaut Forbrydelsen BAFTA- verðlaunin og Bretar vilja nú ólmir fá Sofie til að leika í bresku efni enda líta Bretar nú á hana sem heimilisvin sem þeir vilja sjá meira af. „Þrátt fyrir að þetta sé tilviljun – að ég lagði leikinn fyrir mig – verð ég að segja að það var strax eitthvað sem lá djúpt í mér sem tengdi strax við leiklistina og kannski get ég ekki kallað þetta tilviljun, kannski eru þetta örlög. Stundum velti ég því fyrir mér hvað hefði orðið úr mér ef ég hefði ekki farið þessa leið. Kannski hefði ég orðið kennari. Ég get reyndar ekki ímyndað mér nokkuð annað, að ég hefði fundið eitthvað annað sem hefði verið svona fullnægjandi.“ Urðum náin Austur á landi hefur Sofie dvalið í þremur tökulotum ásamt virtum leikurum á borð við Sir Michael Gambon, sem flestir þekkja að minnsta kosti sem Dumbledore úr Harry Potter, og Stanley Tucci sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í The Lov- ely Bones og enn fleiri þekkja úr Hunger Games. Breska sjónvarpsstöðin Sky fram- leiðir spennuþáttaröðina en framleiðslu- fyrirtækið Pegasus, sem sá einnig um tök- urnar á Game of Thrones, hefur haldið utan um verkefnið hér á landi. Leikaraliðið er óvenjufjölmennt fyrir þætti sem þessa, en um 30 erlendir leikarar fara með hlutverk í þáttunum og ekki má ekki heldur gleyma um 220 aukaleikurum. Auk þess unnu um 70 Íslendingar og 50 útlendingar við framleiðsl- una. Í þáttunum leikur Sofie lögreglustjóra í litlum bæ á heimskautasvæði og fóru tökur fram á ýmsum stöðum í Fjarðarbyggð; með- al annars á Reyðarfirði og Egilsstöðum. So- fie segist vona að farið verði út í framleiðslu á annarri seríu, en það væri spennandi fyrir Austfirðinga, sem yrðu þá væntanlega að sjá um að fjöllin færu hvergi fyrir leikmynd í nokkur ár í viðbót. „Þetta hefur verið heilmikil lífsreynsla og nú kveð ég eftir þessa þriðju og síðustu tökulotu. Allir fljúga til síns heima í dag eða á morgun. Mig hefur lengi dreymt um að koma til Íslands og reyndar held ég að Dan- ir eigi sér margir þann draum en láti hann kannski bara ekki rætast. Náttúruupplifunin hefur verið ótrúlegri en ég ímyndaði mér. Egilsstaðir og þessir staðir fyrir austan eru svo afskekktir og þegar maður dvelur svona lengi á sama stað á nokkrum mismunandi vinnslustigum fer maður að þekkja fólkið sem vinnur á veitingastöðunum og það verð- ur eitthvað sérstakt úr því; við vorum farin að þekkja nöfn hvert annars og öll orðin málkunnug. Við sem unnum að þáttunum urðum auk þess náin og það myndaðist góð dýnamík í hópnum – við urðum eins og lítil fjölskylda, eða stór öllu heldur – því við vor- um svo mörg!“ Úff, ekki aftur! Komandi úr landi þar sem fjöll byrgja ekki sýn – fékk hún aldrei innilokunartilfinningu í litlum fjörðum? „Jú, stundum fannst mér ég vera föst en á góðan hátt. Ég viðurkenni að þegar ég var með börnunum mínum heima í Kaupmanna- höfn og var að pakka niður til að fara hingað í þriðja skiptið hugsaði ég með mér; „Úff – er ég virkilega að fara þangað aftur!“ En um leið og ég lenti í Keflavík fann ég hvað mér leið vel að vera komin aftur. Það eru líka forréttindi að fá að sjá landið á þremur mis- munandi árstíðum, um vetur, vor og sumar.“ Dagskrá Sofie hefur verið afar ströng, en frídögum sínum eyddi hún ekki eins og flest- ir hinir leikararnir – í að ferðast og fara í sund. Hún segir flesta sem unnu að Forti- tude hafa fengið æði fyrir sundlaugunum. „Mér leið best að fara í langa göngutúra og tæma hugann og ég fór ekki í eitt skipti í sund. Ég gat líka borðað endalaust og fékk hvarvetna ótrúlega góðan mat; hreindýra- og lambakjöt.“ Þið eruð öðruvísi Blaðamaður sver að hafa aldrei komist svo langt að spyrja Sofie hvernig henni líkaði Ís- land. Leikkonan er einfaldlega upprifin og þess gerist ekki þörf að bera spurninguna upp. Hún segist finna sterka tengingu við Ís- lendinga og að Danir og Íslendingar tilheyri sömu fjölskyldu. „Engu að síður tók ég eftir því að þið eruð frábrugðin okkur að því leyti að þið leyfið ykkur að vera öðruvísi. Danmörk er flatt land og okkur hættir til að vilja steypa alla í sama mót. Ef einhver reynir að standa út úr refsum við honum umsvifalaust og reynum að koma til baka; aftur inn í hópinn. Ég upp- lifði það að þið hafið frelsi til að vera alla vega sem einstaklingar – er þetta ekki rétt hjá mér?“ Sofie bætir við að þegar hún hafi gengið Fólkið á Keflavíkurflugvelli þekkti Söruh sína Lund að sjálfsögðu. * Á heimaslóðum er maður auðvitað alltaf minnturá það hver maður er og hvað maður hefur gert.Ég upplifði létti að vera hér í nýju umhverfi og ég þurfti á þessum tímapunkti í lífi mínu, eftir veikindin, að komast burt og þetta var því eins og himnasending. Stundum fannst mér eins og árið væri 0 – ný byrjun.“ DÆMI: Þú velur lið Brasilíu. Brasilía á leik og skorar 3 mörk. Daginn eftir færðu 15 kr. afslátt. Veldu þitt HM-lið á ob.isPIPAR\TBWA • SÍ A • 14 15 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.