Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 Ferðalög og flakk T ölvufræðingarnir Krist- ján Vilhjálmsson og Elvar Þór Ásgeirsson hafa veitt mikið saman, bæði hér heima og er- lendis. Hafa meðal annars farið til Grænlands, í tvígang til Noregs og jafnoft til Rússlands. Það var eftir seinni Noregsferðina í fyrra að þeir sammæltust um að gera eitthvað alveg nýtt næst, eins og að veiða á stuttbuxum til tilbreytingar. Til- efnið var heldur ekki lítið, fimm- tugsafmæli Kristjáns á árinu og fertugsafmæli Elvars. Þeir leituðu ráða hjá Justin Max- well Stuart, breskum veiðimanni og eiganda WhereWiseMenFish- veiðileyfasölu, sem þeir kynntust í Rússlandi, og kom þá á daginn að hann var á leiðinni með hóp til Kúbu í fluguveiði í sjó í byrjun maí og svo skemmtilega vildi til að tvær stangir voru lausar. Kristján og Elvar létu ekki segja sér það tvisv- ar og skráðu sig í ferðina. Félagarnir flugu til Havana, höfuðborgar Kúbu, gegnum Frank- furt. Þaðan var flogið daginn eftir til næststærstu eyjar landsins, Ungeyjar (Isla de la Juventud). Tveir úr hópnum, Justin Maxwell Stuart og Þjóðverjinn Thorsten Strüben, voru svo ólánsamir að far- angur þeirra skilaði sér ekki á leið- arenda. „Það fór ekki vel í þá,“ seg- ir Kristján, „Kúba er líklega síðasta landið í heiminum, fyrir utan Norð- ur-Kóreu, þar sem þú vilt týna far- angrinum þínum.“ Hann glottir. Maður kaupir ekkert þarna Þetta kom sér raunar illa fyrir Kristján og Elvar líka, en Justin hafði ætlað að lána þeim búnað til veiðanna. Veitt er á mun sterkara girni þar syðra, auk þess sem veiði- hjólin eru „tröllvaxin“, eins og Kristján orðar það. Gömlu góðu ís- lensku stangirnar urðu því að duga. „Maður kaupir ekkert þarna. Ekki einu sinni vindla, varla bjór og alls ekki tannkrem,“ segir Krist- ján og Elvar bætir við að þeir hafi fengið eina klósettrúllu og eitt sápustykki hvor á hótelinu sem duga átti vikuna. „Ég gleymdi sjampói og fullnýtti því sápustykkið mitt,“ segir Kristján brosandi. „Þetta var besta hótelið á eynni en næði varla stjörnu í alþjóðlegum samanburði. Á móti kemur að ör- yggið er algjört. Engu er stolið, það er ekkert mál að skilja eftir tölvur og síma á herbergjunum eða hreinlega á barnum. Það tekur þetta ekki nokkur maður,“ segir Elvar. Gott símasamband var í eynni en vonlaust að komast á netið. „Það var bara fínt fyrir okkur tölvukarl- ana. Við vorum í fríi,“ segir Elvar. Þrjátíu gráðu heitur sjór Dagurinn var tekinn snemma í veiðinni. Siglt út á Karíbahafið um áttaleytið á 17-18 feta þunnbotna bátum. Tveir veiðimenn og einn skipstjóri sem jafnframt er leið- sögumaður. Sjórinn er um þrjátíu gráðu heitur á þessu svæði og loft- hiti sjaldan undir 35 gráðum. Fyrir vikið þurfa menn að klæðast sér- stökum veiðibúningi, frá hvirfli til ilja. Til að skaðbrenna ekki. Leiðsögumaður siglir í leit að fiski, aðallega tarpon á þessum tíma árs. Ekki er kastað nema fisk- ur sé sjáanlegur. Veitt er á flugu. Tarpon er stór fiskur, getur orðið allt að 200 pund en stærsti fisk- urinn sem hópurinn fékk var um 100 pund. Veitt var á sjö stangir. Stærsti fiskurinn sem Kristján veiddi var 65 pund. Tarpon er óæt- ur fiskur og því er veiðinni sleppt aftur í hafið. Fjölmargar tegundir af fiski eru í sjónum við Kúbu, allt frá smá- fiskum upp í hákarla. Spurðir hvort þeir hafi lagt til atlögu við þá ill- ræmdu skepnu hrista félagarnir höfuðið. „Maður reynir ekki að veiða þriggja metra hákarl á flugu- stöng.“ Eini fiskurinn sem Kristján og Elvar héldu var snapper, sem þeir færðu leiðsögumanni sínum í Kristján sigri hrósandi með 65 punda tarpon sem hann dró úr sjó. Veiðinni er sleppt aftur í sjóinn enda tarpon óætur. Leiðsögumaðurinn að störfum. Loftfimleikar dauðans VEIÐIFÉLAGARNIR KRISTJÁN VILHJÁLMSSON OG ELVAR ÞÓR ÁSGEIRS- SON HAFA GERT VÍÐREIST SAMAN. Í TILEFNI AF STÓRAFMÆLUM SÍN- UM Á ÞESSU ÁRI ÁKVÁÐU ÞEIR AÐ PRÓFA EITTHVAÐ ALVEG NÝTT OG ENDUÐU VIÐ FLUGUVEIÐI Í SJÓ ÚTI FYRIR STRÖNDUM KÚBU. VEIÐIN STÓÐ FYLLILEGA UNDIR VÆNTINGUM, AUK ÞESS SEM EYJAR- SKEGGJAR Í UNGEY HEILLUÐU ÞÁ UPP ÚR SKÓNUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.