Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 B rynja Þorgeirsdóttir er að vinna að annarri röð af sjónvarps- þáttunum Orðbragði ásamt Braga Valdimar Skúlasyni en þau hlutu nýlega viðurkenningu Samtaka móðurmálskennara fyrir framlag sitt til eflingar íslenskrar tungu. „Efnistök þáttastjórnenda vitna jafnt um ást á mál- inu sem um færni í meðferð þess í nú- tímalegu samhengi,“ sagði í rökstuðningi samtakanna. Orðbragð, sem fjallar um tungumálið á sérlega skemmtilegan og iðulega frumlegan hátt, var vinsælasti þátturinn á RÚV á þeim tíma sem hann var sendur út og áhorfendakannanir sýndu að unglingar horfðu á hann. Þessi geysi- vinsæli þáttur var fyrr á þessu ári valinn skemmtiþáttur ársins á Eddunni og fékk tilnefningu fyrir handrit. Spurð um vinnsluna á annarri þáttaröð- inni segir Brynja: „Mesta áskorunin við vinnuna að þessari nýju þáttaröð er að viðhalda eldinum og sköpunarkraftinum sem kviknaði þegar við unnum að fyrstu þáttaröðinni. Núna þegar við gerum þetta í annað sinn þá búum við yfir reynslu og vitum sennilega betur hvað við erum að gera en um leið felst áskorun í því að viðhalda frumkvöðlakraftinum.“ Skrifar bók með Braga Valdimar Hvernig er samvinnan milli ykkar Braga Valdimars? „Við erum mjög ólík en vinnum vel saman og bætum hvort annað upp. Hann er fyndnari aðilinn, hreint óborganlegur. Ég er meiri skipulagsmanneskja en hann, því hann er ekki mjög skipulagður. Hann skrifar texta sem hann flytur sjálfur með- an ég bý til umfjallanir eða innslög með viðtölum við fólk, eins og til dæmis um íslenskar mállýskur og framtíð íslensk- unnar eða það hvernig íslenska var töluð við landnám, en það síðastnefnda er eitt af þeim innslögum sem verða í næstu þáttaröð. Svo má geta þess að við Bragi Valdimar erum að skrifa saman bók um tungumálið sem kemur út í haust hjá Forlaginu. Hún fjallar um skemmtilegar hliðar tungumálsins og er myndrænt fram- sett.“ Þegar þið Bragi Valdimar unnuð að fyrstu þáttaröðinni af Orðbragði vissuð þið þá að þið væruð með gott efni í hönd- unum? „Já, við vissum það en maður rennir alltaf nokkuð blint í sjóinn varðandi við- tökur. Við vildum að þættirnir höfðuðu til allra og ekki síst unglinga. Unglingar horfa ekki mikið á sjónvarp en ef þeir fást til að setjast niður og horfa þá standa þeir upp eða skipta um stöð ef þeim finnst efnið leiðinlegt. Mesta áskor- unin var því að fá ungmenni til að setjast fyrir framan tækið og horfa til enda. Þau eru vön að horfa á tónlistarmyndbönd og kvikmyndir sem eru í háum gæðaflokki hvað varðar framsetningu, kvikmyndatöku og ákveðinn frásagnarmáta. Þessum gæð- um vildum við ná því ungmennin bera efnið saman við það sem þau þekkja. Við þurftum að setja markið mjög hátt og það var ekki sjálfgefið að okkur tækist ætl- unarverkið. Svo kom í ljós að unglingar horfðu á þáttinn. Ég held að húmorinn sem er í þáttunum skipti einnig mjög miklu máli. Við Bragi Valdimar tókum líka þá afstöðu að vera aldrei að predika eða tala niður til áhorfandans heldur vera á ferðalagi með honum að uppgötva lend- ur íslenskunnar.“ Hefur þú áhyggjur af framtíð íslenskrar tungu? „Eftir að hafa unnið rannsóknarvinnu í tengslum við þessa þætti þá hef ég ekki miklar áhyggjur, allavega ekki varðandi slettur og slangur. Það er samt hægt að taka undir áhyggjur fræðimanna um það hversu mjög þrengir að íslenskunni á ýmsum sviðum þar sem enskan er að verða ráðandi en mest áberandi er þetta í tölvusamskiptum, viðskiptum, tónlist og ýmiskonar afþreyingarmenningu.“ Þú ert ekki bara einn af umsjón- armönnum Orðbragðs heldur einnig rit- stjóri menningarþáttarins Djöflaeyjunnar þar sem meðal annars er vikuleg leik- húsgagnrýni. Færðu mikið af athugasemd- um frá listamönnum vegna þeirrar gagn- rýni? „Ég hef fengið bréf vegna þess. Ég skil vel að þegar fólk er búið að leggja hjarta og sál í sköpun sína og hefur unnið að henni mánuðum eða árum saman þá sé sárt þegar gagnrýnandi mælir ekki með verkinu. En í Djöflaeyjunni er sá sem gagnrýnir að lýsa eigin skoðun í stuttu máli og reynir að undirbyggja hana á sanngjarnan og heiðarlegan hátt og rök- styður mál sitt. Ég stend með mínum gagnrýnendum enda hef ég ekki rekið mig á annað en að þar sé mikil fag- mennska á ferð.“ Gott að vera ein Þú hefur átt farsælan feril í sjónvarpi nokkuð lengi. Var sjónvarpið miðill sem þú stefndir á í upphafi? „Í ársbyrjun átti ég fjórtán ára starfs- afmæli í sjónvarpi. Ég ætlaði mér alltaf að verða blaðamaður á blaði og sinna rit- störfum því ég hef hið skrifaða orð í há- vegum. Mér fannst á þeim tíma sjónvarp vera fremur hávaðasamur poppmiðill með- an hið mikilvæga og sanna væri í bókum. En rétt áður en ég útskrifaðist frá Há- skólanum með BA próf í mannfræði sá ég auglýst starf fréttamanns á Skjá einum, sótti um og fékk starfið. Það tók mig tvö ár að læra að meta sjónvarpsmiðilinn og skilja hann. Hann er sannarlega djúpur og mikilvægur, hefur mikinn slagkraft og nær til fólks á mörgum sviðum, ekki bara með hinu talaða orði heldur er verið að segja sögu eftir mörgum leiðum í einu; með myndum, texta og hljóði þannig að „En ég er haldin óbilandi for- vitni og löngun til að vita sí- fellt meira ef ég hef áhuga á einhverju. Og vissulega felst kraftur í því,“ segir Brynja. Morgunblaðið/Rax Gott að vera skipstjóri í eigin lífi BRYNJA ÞORGEIRSDÓTTIR VINNUR AÐ NÝRRI RÖÐ AF SJÓNVARPSÞÁTTUNUM ORÐBRAGÐI OG ER AÐ SKRIFA BÓK MEÐ BRAGA VALDIMAR SKÚLASYNI. AUK ÞESS STEFNIR HÚN Á DOKTORSPRÓF Í BÓK- MENNTUM. HÚN HEFUR BRENNANDI ÁHUGA Á SKÁLDSKAP OG SKRIFAR SJÁLF SÖGUR OG LJÓÐ. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.