Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.06.2014, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.6. 2014 Matur og drykkir H elena Gunnarsdóttir, matarblogg- ari með meiru, bauð systur sinni, mági og góðri vinkonu og eig- inmanni hennar í matarboð kvöld- ið sem sveitarstjórnarkosningar fóru fram og úr varð sérdeilis skemmtilegt kvöld. „Mig langaði að bjóða upp á sumarlegan mat sem hægt væri að grilla og að ég gæti gert mest af honum með góðum fyrirvara. Þetta eru allt miklir sælkerar sem mættu í matarboðið svo að ég var svolítið með hvert og eitt þeirra í huga þegar ég skipulagði mat- seðilinn, sem var mjög skemmtilegt,“ segir Helena. Maturinn sló í gegn, en að sögn Helenu var kjötið og fiskurinn grillað af miklum meisturum og hráefnið var eldað af full- komnun. „Mér finnst næstum vandræðalega gaman að halda matarboð og hvers kyns veislur þykja mér almennt afar skemmtilegar, hvort sem ég er gestur eða gestgjafi. Við erum þrjú í heimili svo það er alltaf gaman að bæta í hópinn, búa til góðan mat og hafa gaman og það þarf ekki alltaf að vera mikil fyrirhöfn. Það er líka svo gaman að hitta fólk í miðri viku yfir hversdagsmatnum og eiga notalega stund.“ Helena nefnir að ef fólki líði vel og finnist það vera velkomið heima hjá manni verði matarboðið alltaf gott. Henni finnist alltaf gaman að bjóða fólki í grillmat, sérstaklega á sumrin. Það myndist svo góð stemning þegar grillið sé dregið fram. Getur Helena nefnt eftirminnileg matar- boð? „Ég hugsa að eftirminnilegustu matarboð sem ég hef haldið og farið í séu matarboð matarklúbbsins Vino Blanco. Við erum sjö vinkonur í þeim klúbbi og skiptumst á að halda matarboð og höfum gert í mörg ár. Þar hafa margir snilldarréttir verið matreiddir og gaman að sjá hvernig matarsmekkur hópsins breytist með árunum. Einu sinni bauð ég upp á sushi í slíku matarboði, sem ég ákvað að búa til sjálf frá grunni í fyrsta skipti. Sushi-ið lukkaðist svona líka vel að gestirnir eru enn að tala um það nokkrum árum seinna en ég get ekki hugsað mér að búa sjálf til sushi frá grunni aftur eftir að hafa eytt, að mér fannst, endalaust mörgum klukkustundum við hrís- grjónaþvott og aðra nákvæmnisvinnu. Guði sé lof fyrir alla dásamlegu veitingastaðina sem selja tilbúið sushi.“ Helena er mikill snillingur í eld- húsinu og heldur úti síðunni eld- husperlur.com. Morgunblaðið/Styrmir Kári Grillarar kvöldsins fengu lof í lófa. GRILL OG SUMAR Hafði smekk hvers gests í huga Gestir frá vinstri; Sunna Björg Birgisdóttir, Fannar Helgason, Helena Gunnarsdóttir sjálf, Sigríður Rún Steinarsdóttir, Bergur Ingi Bergsson og Heimir Hjartarson. Í KÓPAVOGI BUÐU HELENA GUNNARSDÓTTIR OG EIGINMAÐUR HENNAR GÓÐUM VINUM HEIM Á KOSNINGAKVÖLD – Í GRILL OG SÆTINDI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 500 g bleikja, roðflett og skorin smátt safi úr 1 sítrónu safi úr 2 límónum 1 tsk. gróft sjávarsalt 1 lítið hvítlauksrif, smátt saxað eða rifið 2 msk. smátt saxaður skalottlaukur 1 msk. ólífuolía börkur af 1 límónu, fínt rifinn 2 msk. svört sesamfræ 2-3 msk. ferskur kóríander, smátt sax- aður 1 avókadó, ekki mjög þroskað og smátt skorið Setjið smátt skorna bleikjuna í skál og kreistið sítrónu- og límónusafann yfir. Blandið saman og látið liggja í leginum í ísskáp 4-8 klst. Hrærið af og til í blöndunni. Sigtið sítrónu- og límónusafann frá. Blandið restinni af hráefn- unum saman við bleikjuna og smakkið til með sjávarsalti, límónusafa og kóríander þar til bragðið er eins og þið viljið hafa. Berið fram ískalt með djúpsteiktum won ton-kökum, pappadums-kökum eða góðum tortillaflögum. Bleikju-ceviche 800 g skötuselur 1 dl ólífuolía 2 hvítlauksrif, smátt söxuð 1 msk. smátt saxað ferskt rósmarín 1 tsk. sjávarsalt nýmalaður svartur pipar börkur af 1 sítrónu, rifinn Snyrtið skötuselinn og skerið í bita, nógu stóra til að hægt sé að þræða þá upp á spjót. Blandið öllu hráefninu í maríneringuna sam- an í skál og hellið yfir fiskinn. Geymið í ísskáp í 2-4 klst. Grillið við háan hita þar til fiskurinn er eldaður í gegn en varist að ofelda. Grilluð skötuselsspjót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.